Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 11. ApRÍl 2018 27 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Sogkraftur þéttbýliskjarna og höf- uðborga er þekktur um allan heim. Okkar verkefni á landsbyggðinni miða að því að sporna við fólks- flótta til höfuðborgarinnar með því að tryggja rekstrarumhverfi hefðbundinna greina til framtíð- ar og auk þess að skapa aðstæð- ur sem miða að því að auka að- dráttarafl landsbyggðarinnar sem góðum valkost fyrir einstaklinga og fyrirtæki að setjast að. Aukinn fjöldi fjölskyldufólks metur Borg- arbyggð sem góðan búsetukost, stundar vinnu á höfuðborgarsvæð- inu og keyrir daglega á milli. Borg- arbyggð er orðinn hluti af atvinnu- svæði höfuðborgarinnar og nauð- synlegt að við nýtum tækifærin sem því fylgja. Í ársreikningum sveitarfélags- ins síðustu ár kemur fram að framlög frá Jöfnunarsjóði sveitar- félaga eru hundruðum milljóna meiri en áætlanir gerðu ráð fyr- ir sem er merki um aukinn hag- vöxt og góðan bata í efnahagsmál- um. Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað og efnahagsleg skilyrði hafa ver- ið hagfelld. Á landsvísu sjáum við að undirstöðu- atvinnugreinum er að fjölga með meiri fjölbreyti- leika í atvinnulífinu. Tækifærin í matvælaframleiðslu hér á landi til framtíðar eru mikil með okkar sér- stöðu. Og það má gera þær vænt- ingar til ferðaþjónustunnar að hún tryggi búsetu á ársgrunni og eigi þátt í að fjölga íbúum. Vöxtur í ferðaþjónustu hefur verið mikill síðustu ár og talið er að um 50% af hagvaxtaraukningu sé hægt að rekja til ferðaþjónustunnar og ávinningurinn er ýmiskonar en því tengjast líka áskoranir. Forsendur fyrir því að við getum nýtt okkur þessi tækifæri eru gott samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Það er okkur í hag að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur skilning, þekkingu og áhuga á atvinnugreinum landsbyggðar- innar. Það er samstarfsverkefni þessara aðila að gera gangskör í tryggja lífæðar atvinnulífsins, það eru samgöngur og fjarskipti. For- gangsverk í byggðastefnu samtím- ans verður að vera skilvirkari upp- bygging þriggja fasa rafmagns og viðhald og vöxtur vegsamgangna á landsbyggðinni. Það er undirstöðu atriði til að styðja við vöxt og við- gang atvinnu og búsetu. Verkefni okkar sem sveitarfé- lags er að festast ekki í fortíðinni og hræðast breytingar og áskoran- ir sem fylgja framtíðinni. Við þurf- um metnaðarfulla skólastefnu frá leikskóla upp í framhaldsskóla sem tekur mið af þeirri þróun sem á sér stað með áherslu á að virkja hugvit og sköpun og efla tækni- og raun- greinar. Við þurfum að meta hvað hefur tekist vel og hvar má gera betur. Verum ábyrg með skýra sín og óhrædd við það að vera róttæk. Með framsækinni stefnumótun getum við sem sveitarfélag verið í fremstu röð. Guðveig Anna Eyglóardóttir Höf. er oddviti Framsóknarflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Ábyrg, róttæk og framsækin stefnu- mótun til framtíðar Nýleg skýrsla Ríkisendurskoðun- ar, Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu, er þungur áfellisdómur um hvern- ig til hefur tekist frá því að þessi stofnun hóf starfsemi sína árið 2008. Einn hluti þess er hversu hagsmunir íbúa utan höfuðborg- arsvæðisins hafa verið vanræktir. Veikburða stofnun Skýrslan staðfestir að Sjúkratrygg- ingar Íslands er faglega og rekstr- arlega veikburða stofnun og hef- ur aldrei staðið undir eðlilegum væntingum eða náð að gegna því hlutverki sem henni var ætlað. Þetta hefur bitnað hvað harðast á landsbyggðinni. Ekki eru gerð- ir samningar um heilbrigðisþjón- ustu á grundvelli heildstæðra og ítarlegra þarfa, heldur hafa þrýsti- hópar og sérhagsmunir sterk ítök. Andi laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008 hefur verið hunsaður en með þeim lögum átti að hverfa frá því að semja við fagfélög eða stétt- arfélög um heilbrigðisþjónustu. Þannig er læknafélag Reykjavík- ur enn einn stærsti samningsað- ili við Sjúkratryggingar Íslands. Það þarf ekki að fjölyrða um það hvar félagsmenn í því félagi starfa. landsbyggðin er afgangs og til- viljunum háð hvort, hvaða og hvernig sérfræðiþjónusta er þar í boði. líklegast er að hún bygg- ist á persónulegum tengslum fag- fólks eða hollustu í garð íbúa á landsbyggðinni en ekki á grund- velli þarfagreiningar í viðkomandi heilbrigðisumdæmi. Það skort- ir heildar stefnumótun fyrir land- ið allt og brýnt að núverandi heil- brigðisráðherra vinni ötullega að því verkefni. Ójafn leikur Skýrslan reifar í nokkrum atrið- um hvernig opinberar heilbrigðis- stofnanir hafa um langt árabil ver- ið fjármagnaðar og þar er ólíku saman að jafna ef horft er til sjálf- stætt starfandi sérfræðinga eða einkarekinna heilbrigðisstöðva. Opinberar stofnanir eru á föstum fjárlögum, fá eina fasta upphæð til rekstrar í upphafi árs og hún stendur óhögguð, nánast sama á hverju gengur. Afdrifaríkar sveifl- ur í starfseminni fást seint eða ekki leiðréttar sem leitt hefur stofnanir í stórfelldan vanda og um það eru mýmörg dæmi. Öðru máli gegn- ir hins vegar um þá aðila sem ná samningum við Sjúkratryggingar Íslands þar sem framleiðslutengd fjármögnun gildir. Þar er greitt jafnóðum samkvæmt verðlista fyr- ir öll verk sem unnin eru. Þetta kerfi hefur nú reyndar verið tekið upp í heilsugæslunni á höfuðborg- arsvæðinu og stefnt er að því að það verði að hluta til tekið upp á landspítala á þessu ári. Vænting- ar eru um að þetta breyti miklu. Krafa landsbyggðarfólks er sú að jafnræði ríki á þessu sviði og að ekki síðri áhersla verði lögð á upp- byggingu fjölbreytilegrar þjón- ustu á landsbyggðinni en á það hefur verulega skort. Jafnræði – framtíðarsýn Kostnaður Sjúkratrygginga Ís- lands vegna sérfræðiþjónustu hef- ur aukist gríðarlega á undanförn- um árum, langt umfram aðra þætti og hlutfallslega yfirgnæfandi mest á höfuðborgarsvæðinu, það sýna tölulegar upplýsingar og um það verður ekki deilt. Á sama tíma hafa hins vegar opinberar heil- brigðisstofnanir um allt land verið sveltar, rúnar fé, fagfólki og fram- tíðarsýn. Það hefur stöðugt hallað und- an fæti á landsbyggðinni og æ erf- iðara hefur reynst að halda uppi grunnþjónustu í nærsamfélögum. Úrlausn hins opinbera hefur falist í því að bjóða íbúum víðast hvar að koma til Reykjavíkur og njóta þjónustunnar þar. Þetta á jafnt við um fæðingarþjónustu, sjúkra- og iðjuþjálfun, geðheilbrigðisþjón- ustu, barnalækningar, kvensjúk- dóma og jafnvel tannlækningar og fleiri þætti. Þessu fylgir um- talsverður kostnaður, frátafir frá vinnu, ferðalög og óþægindi fyr- ir fjölskyldur og leggst þungt á marga. Fjárhagsleg fyrirgreiðsla er ekki í námunda við kostnað. Þarfir landsbyggðar hafa ekki ver- ið greindar varðandi þessi atriði og Sjúkratryggingar Íslands yppta öxlum og nálgast viðfangsefnið því miður ekki með faglegum eða lausnamiðuðum hætti. Hugur ráðherra Heilbrigðisráðherra, Svandís Svav- arsdóttir hefur viðurkennt að það ríki talsverður glundroði í kerf- inu og líklega er hann hvergi jafn sláandi og gagnvart Sjúkratrygg- ingum Íslands. En stofnuninni er þrátt fyrir allt nokkur vorkunn. leiðarljós í starfsemi Sjúkratrygg- inga Íslands ætti auðvitað að vera skýr stefna heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu. Gallinn er bara sá að heildstæð stefna í þeim anda sem lög um heilbrigðisþjón- ustu kveða á um og lög um sjúkra- tryggingar vísa til hefur hreinlega aldrei verið sett fram, svo ekki er von á góðu. Heilbrigðisráðherra hefur lýst því yfir að hún muni beita sér fyr- ir stefnumörkun í sátt við þing og þjóð, sem er mikil áskorun en grundvallaratriði. Í því mun hún eiga stuðning jafnaðarmanna um allt land vísan sem tala fyrir öguðu frjálsræði, skilvirkni í kerfinu og almennt um hagsmuni venjulegs launafólks. Sáttin mun hins veg- ar aðeins nást, að horft verði með sanngirni til allra landsmanna þegar heilbrigðisþjónustan verð- ur reist úr þeirri öskustó sem hún hefur verið í á landsbyggðinni. Guðjón S. Brjánsson Höf. er alþingismaður fyrir Sam- fylkinguna í NV kjördæmi. Ójafnræði í heilbrigðisþjónustu Búnaðarfélag Mýramanna hélt glæsilega Mýrareldahátíð um liðna helgi. Ég vil sem einn af þúsundum gesta þakka félags- mönnum búnaðarfélagsins fyr- ir hátíðina. Það gera sér kannski ekki allir ljóst hve mikið afrek það er hjá félaginu að halda slíka há- tíð. Það er aðdáunarvert fram- tak og við sem nutum stöndum í þakkarskuld. Mýrareldahátíðin og samkom- an í Reiðhöllinni þar sem fór fram skemmtileg landbúnaðarsýning – er frábært dæmi um hvernig félag bænda getur látið til sín taka og opnað innsýn í landbúnað og starf bænda. Opið fjós að Hundastapa, og ekki síst kvöldvakan – allt eru þetta frábærir viðburðir sem vekja mikla athygli. Bændum lætur stundum margt betur en að sýna gildi sitt og mik- ilvægi. Fyrir hátíðina dreifði bún- aðarfélagið myndbandi og bar- áttusöng. Hugmynd sem á sér fyrirmynd meðal norskra bænda. Allt góð og mikilvæg baráttutæki. Ef ekki þarf að berjast núna, hve- nær þá? Það er nú þannig að félög bænda í nágrannalöndum okkar láta meira og meira starf sitt snúast um að opna almenningi aðgengi að starfi bóndans. Kynningar á kjörum sínum og baráttu fyrir að halda hlut sínum í endanlegu sölu- verði búvörunnar. Eða og ekki síst að minna á gildi sitt fyrir byggðir og samfélög. Það eiga bændur víð- ar að láta sig varða. Samfélag sem við lifum í núna þarf á góðum og sterkum skilaboðum að halda – beint frá bændunum sjálfum. Það vinnur engin slíka baráttu fyrir okkur. Mýraeldahátíðin er frábært dæmi um hvernig fámennur hópi bænda tókst að sýna sínu samfé- lagi kraft sinn og mikilvægi. Þetta er ekki lítið afrek. Búnað- arfélag Mýramanna – hafið þakkir fyrir góða hátíð. Haraldur Benediktsson Búnaðarfélag Mýrarmanna – takk! Tónleikarnir „Við tónanna klið“ voru haldnir til heiðurs Óðni G. Þórarinssyni á Akranesi föstudag- inn 23. mars síðastliðinn. Á tón- leikunum fluttu Hljómur, kór FEBAN, Tríó Rutar Berg og hljómsveitin Tamango lög Óðins. lukkuðust tónleikarnir afar vel, fullt var út úr dyrum og nú hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn. „Við ætlum, vegna fjölda áskorana, að halda auktatónleika með lögun- um hans Óðins laugardaginn 14. apríl,“ segir lárus Sighvatsson, einn liðsmanna Tamango, í sam- tali við Skessuhorns. Aukatónleikarnir á laugardag- inn hefjast kl. 16:00 í Tónbergi á Akranesi og þar koma fram sömu flytjendur og á fyrri tónleikun- um. Forsala aðgöngumiða verður í versluninni Bjargi, en ákveðið hefur verið að láta allan ágóðann af tónleikunum renna til góðgerð- armála. kgk Blásið til aukatónleika með lögum Óðins Hljómsveitin Tamango ásamt Pétri Óðinssyni, syni Óðins G. Þórarinssonar, en hann var kynnir á fyrri tónleikunum. F.v. Reynir Gunnarsson, Ketill Bjarnason, Pétur Óðinsson, Jón Trausti Hervarsson og Lárus Sighvatsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.