Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 11. ApRÍl 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað finnst þér vera best við vorið? Spurni g vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Dóra Sigurðardóttir Gróðurinn sem er að koma úr dvala. Hlynur Kárason Það að sólin er að hækka á lofti. Ingibjörg Ingimarsdóttir Birtan. Inga Guðjónsdóttir Mér þykir allt gott við vor- ið, hlýtt veður, birta, gróður að vakna, þetta er allt gott. Kjartan Rarnarsson Gróðurinn, hlýnandi veður, birtan og bara allt saman. Inga Elín Cryer sundkona af Akra- nesi keppti á Ásvallamóti í Hafnar- firði um liðna helgi. Náði hún flott- um árangri; bronsi í 200m flug- sundi, silfri í 50m flugsundi en gulli í 100m flugsundi og 200m skrið- sundi. Einnig varð hún stigahæst kvenna á mótinu og fékk peninga- verðlaun fyrir það. Mjög flottur ár- angur þrátt fyrir erfiðar æfingar að undanförnu. Nú hefst undirbúning- ur hjá Ingu Elínu fyrir Íslandsmeist- aramótið í 50m laug. Það verður haldið í laugardalslauginni dagana 20.-22. apríl. Þar stefnir Inga Elín á að ná lágmarkið á EM sem verður í Glasgow í lok ágúst. mm Borgfirðingurinn Arnar Guðjóns- son hefur verið ráðinn þjálfari kar- laliðs Stjörnunnar í körfuknattleik. Mun hann stýra liðinu í Domino‘s deild karla frá og með næsta keppn- istímabili. Arnar sleit barnsskónum í Reyk- holti en steig sín fyrstu skref sem körfuknattleiksþjálfari með Sindra á Höfn í Hornafirði árið 2005. Þaðan fór hann á Selfoss þar sem hann var aðstoðarþjálfari FSu um tveggja ára skeið áður en hann fluttist búferlum til Danmerkur árið 2009. Þar hefur hann þjálfað í efstu deild síðan við góðan orðstír, síðast hjá Svendborg Rabbits um fjögurra ára skeið. Und- anfarin ár hefur hann jafnframt ver- ið aðstoðarþjálfari íslenska landsliðs- ins og farið með liðinu á tvö síðustu Evrópumót, árin 2015 og 2018. kgk Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnunni Arnar Guðjónsson spáir í spilin í leikhléi með íslenska landsliðinu. Ljósm. FIBA. Inga Elín stigahæst á Ásvallamóti Keppt var í fimmgangi í Vesturlands- deildinni í hestaíþróttum í Faxaborg síðastliðinn fimmtudag. Þau Þytur og Randi Holaker frá Skáney vörðu með nokkrum yfirburðum verðlaunasæti sitt frá síðasta ári í þessari grein. Vest- urlandsdeildin er eins og kunnugt er einstaklings- og liðakeppni en 34 knapar mynda sjö, fjögurra og fimm manna lið, sem etja kappi í sex grein- um hestaíþrótta. lokamót deildar- innar fer svo fram á morgun, fimmtu- daginn 12. apríl, í Faxaborg. Þá verð- ur keppt í tveimur greinum; tölti og flugskeiði í boði leiknis hesta- kerra og má búast við mikilli spennu í hvorri grein fyrir sig sem og í ein- staklings- og liðakeppninni. Húsið verður opnað klukkan 19.00 og fyrsti hestur mætir stundvíslega kl. 20.00 á gólfið. Miðaverð er 1.000 krónur en frítt inn fyrir 10 ára og yngri. Siguroddur pétursson sigraði í tölt- inu í fyrra og Konráð Valur Sveinsson fór hraðast allra í gegnum höllina. Von er á báðum þessum köppum og má reikna með því að þeir leggi allt undir til að endurtaka leikinn. Auk þess verður happdrætti og aðalvinn- ingur kvöldsins folatollur undir Auð frá lundum II auk annarra vinninga. Mjög takmarkað magn af miðum er í boði, en þeir eru seldir við inn- ganginn. Ráslisti á mótinu var birtur í gærkvöldi, eftir að Skessuhorn fór í prentun. línur eru nú farnar að skýrast í liðakeppninni þegar tvær greinar eru eftir en nóg af stigum í pottinum og allt getur gerst bæði í topp- og botn- baráttunni. En tvö neðstu liðin hell- ast úr lestinni og tapa föstu sæti sínu fyrir næsta tímabil. Úrslit í síðustu viku urðu þessi: 1. Randi Holaker og Þytur frá Skán- ey - 6,62 2. Siguroddur pétursson og Hængur frá Bergi - 6,36 3. líney María Hjálmarsdóttir og Þróttur frá Akrakoti - 5,93 4. Heiða Dís Fjeldsted og Gunnrún frá Bæ 2 - 5,48 5. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Bjarkey frá Blesastöðum - 5,40 Staðan í liðkeppninni er óbreytt eftir kvöldið, en leiknir/Skáney náði enn einum liðaplattanum og styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar, leiðir nú með 199 stigum. Enn eru þó tvær greinar eftir og ljóst að allt getur enn gerst. Liðakeppni, staðan eftir fjórar greinar: 1. leiknir/Skáney 199 stig 2. Stelpurnar frá Slippfélaginu & Su- per Jeep 174 stig 3. Berg/Hrísdalur/Austurkot 149 stig 4. Hestaland 132 stig 5. Childéric/lundar/Nettó 111 stig 6. Hrímnir 90,5 stig 7. Fasteignamiðstöðin 68,5 stig Þegar tvær greinar eru eftir eru enn fjórir knapar sem eiga möguleika á sigri í einstaklingskeppninni. Sigur- oddur sem tók forystu strax í fyrstu grein leiðir enn, en Randi skaust upp í annað sætið með sigri í fimmgangi. Þá eiga þær Ylfa Guðrún og Berglind enn möguleika. Einstaklingskeppni, staðan eftir fjórar greinar 1. Siguroddur pétursson 42 stig 2. Randi Holaker 34 stig 3. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir 30 stig 4. Berglind Ragnarsdóttir 20 stig 5. Haukur Bjarnason 18 stig 6. páll Bragi Hólmarsson 15 stig 7. líney María Hjálmarsdóttir 10 stig 8. Guðmar Þór pétursson 10 stig 9. Hrefna María Ómarsdóttir 9,5 stig 10. Anna lena Renisch 9 stig 11. Heiða Dís Fjeldsted 7 stig Randi og Þytur sigurvegarar í fimmgangi Lokamót Vesturlandsdeildarinnar er á fimmtudagskvöldið Efstu fimm ásamt þeim Kristínu Eir og Hilmari sem sáu um að afhenda verðlaunin. Ljósm. bmþ. 12. Máni Hilmarsson 6 stig 13. Halldór Sigurkarlsson 4,5 stig 14. Elvar logi Friðriksson 4 stig 15. Konráð Valur Sveinsson 4 stig 16. Valdís Björk Guðmundsdóttir 4 stig 17. Maiju Varis 2 stig 18. Guðjón Örn Sigurðsson 1 stig 19. Þorgeir Ólafsson 1 stig mm/bmþ Randi Holaker og Þytur frá Skáney. Ljósm. iss. Siguroddur Pétursson ætlar vafalítið að verja tölttitilinn frá því í fyrra. Ljósm. úr safni; iss.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.