Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 16. tbl. 21. árg. 18. apíl 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Verðum 5 ára í maí Opið daglega 12:00-17:00 frá 1. maí 10:00-18:00 Framtíðarreikningur -í fullu gildi í framtíðinni Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast. Ef ��.��� kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning leggjum við �.��� kr. á móti. 20 ÁR Lóan er komin, þessi boðberi sumars og hlýnandi veðurs, mætti á Vesturlandið í liðinni viku. Myndin er tekin á Mýrunum síðastliðinn föstudag. Ljósm. Sólveig Jóna Jóhannsdóttir. Gleðilegt sumar! Eftir tveggja ára hlé er útlit fyrir að hvalveiðar hjá Hvali hf. hefj- ist að nýju frá Hvalfirði í sum- ar. Frá því var greint í Morgun- blaðinu í gær að stefnt sé að veið- ar hefjist 10. júní. Leyfi er til veiða á 161 langreyði á þessari vertíð en auk þess má nota hluta af ónýttum kvóta síðasta árs. Megnið af hvala- afurðum undanfarinna vertíða hafa verið seldar til Japan. Hvalur hf. hefur nú í samstarfi við Nýsköp- unarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands unnið að þróun á járnríku fæðubótarefni úr hvalkjöti. Við slíka vinnslu verður kjötið frost- þurrkað og malað. Slík vinnsla krefst mikilla rannsókna og dýrs tækjabúnaðar. Afurðin mun nýt- ast fólki sem þjáist af blóðleysi og eru miklar vonir bundnar við þessa nýjung við sölu hvalaafurða. Þá er einnig unnið að þróun gelatíns úr beinum og hvalspiki til lækninga og í matvæli. mm Stefnt að hvalveiðum í sumar Hvalur flensaður í Hvalstöðinni. T.v. glittir í Kristján Loftsson forstjóra. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Guðný Baldvinsdóttir frá Grenj- um á Mýrum verður 104 ára í dag, 18. apríl. Hún er við góða heilsu og líklega sá íbúi í Brákarhlíð sem fer reglulegast út til hreyfingar og til að njóta hreina loftsins. Jónas Ragnars- son, sem heldur úti vefnum Lang- lífi, segir í samtali við Skessuhorn að enginn íbúi Borgarness hafi orð- ið eldri en Guðný. Næsthæstum aldri náði Herdís Einarsdóttir, sem dó árið 1965. Herdís lifði í 103 ár og 152 daga. Aðeins einn Borgfirð- ingur hefur orðið eldri en Guðný frá Grenjum. Það var Þórdís Þor- kelsdóttir, Skagfirðingur að upp- runa sem lengstum bjó í Fljótum, en flutti í Flókadal í Borgarfirði á efri árum þar sem hún bjó í skjóli dætra sinna sem þar bjuggu. Þórdís var 105 ára og 105 daga þegar hún lést, snemma árs 2001. mm Guðný er 104 ára í dag Guðný Baldvinsdóttir er hér á basar íbúa á Brákarhlíð í nóvember á síðasta ári. Þar voru prjónaðir tvíþumla vettlingar eftir hana til sölu. HVALFJ: Hvalfjarðargöng verða lokuð fimm nætur í næstu viku vegna viðhalds og þrifa. Lok- að verður á miðnætti til klukkan 6 að morgni aðfararnótt mánudags- ins 23. apríl til og með aðfararnótt föstudagsins 27. apríl. -mm Næturlokun í næstu viku

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.