Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 2018 9 Plokkum og flokkum Dagur umhverfisins er 25. apríl Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akraness vilja hvetja alla bæjarbúa, unga sem aldna, sem og fyrirtæki, stofnanir og hópa til að taka þátt í hreinsun og fegrun umhverfisins af þessu tilefni. Aðildafélög Íþróttabandalags Akraness ætla að tína upp rusl á völdum svæðum og vilja með því sýna umhverfisábyrgð og hvetja aðra til þess að taka þátt í nýjum heilsusamlegum og umhverfisvænum sið. Hægt er að tína upp rusl eða „plokka“ á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Þannig má sameina áhuga á útiveru og umhverfismeðvitund og ánægjan af því að fara út og hreyfa sig verður margfalt meiri. Nú er akkúrat tíminn þar sem rusl er áberandi, snjórinn farinn og gróðurinn ekki búinn að taka við sér. Það gerir ruslatínslu auðveldari og kjörið tækifæri til að hreyfa sig og fegra umhverfið í leiðinni. Gámar verða staðsettir á ákveðnum stöðum í bænum og geta íbúar og hópar skilað þar endurgjaldslaust því sem saman safnast. Ætlast er til að sorp sé flokkað og verða gámar merktir með viðeigandi flokkunarmerkjum. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is Vorhreinsun Vorhreinsun íbúa, fyrirtækja og stofnana fer fram dagana 25. apríl – 6. maí Bæjarbúar ungir sem aldnir eru hvattir til að fagna vori og taka þátt í hreinsun og fegrun lóða og umhverfis í þágu allra bæjarbúa. Gámar verða staðsettir á ákveðnum stöðum í bænum á tímabilinu og geta íbúar og fyrirtæki skilað þar endurgjaldslaust því sem til fellur við vorhreinsunina. Ætlast er til að sorp sé flokkað og verða gámar merktir með viðeigandi flokkunarmerkjum. Aldraðir og öryrkjar geta óskað eftir að fá aðstoð við að sækja staka þunga eða stóra hluti. Laust starf sálfræðings á skóla- og frístundasviði Skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings við skólaþjónustu skóla- og frístundasviðs. Sálfræðingur vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustunnar ásamt samstarfi við kennara í leik- og grunnskólum, sérkennara, almenn starfsfólk, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Starfsstöð sálfræðingsins er í Grundaskóla og eru laun í samræmi við kjarasamning Sálfræðingafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga. Helstu verkefni og ábyrgð: Veitir starfsfólki leik- og grunnskóla stuðning við að efla skóla m.a. með fræðslu og ráðgjöf • vegna kennslu og umönnunar nemenda, sérkennslu, starfshátta skóla, nýbreytni- og þróunar- starf og starfsumhverfis. Veitir ráðgjöf og fræðslu/námskeið til foreldra.• Sinnir athugunum, greiningu og ráðgjöf vegna nemenda. Sinnir einnig eftirfylgd og mati á • árangri í samstarfi við starfsfólk og foreldra. Er þátttakandi í barnateymi Akraness í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands.• Tekur þátt í stefnumótunarvinnu sem tengist málaflokknum og felur meðal annars í sér að • móta þjónustuna í samræmi við reglur á hverjum tíma. Menntun og hæfniskröfur: Sálfræðimenntun og leyfi til að starfa sem slíkur hér á landi með leyfi landlæknis• Reynsla af greiningu og ráðgjöf á þroska- og hegðunarvanda barna og ungmenna er skilyrði• Þekking og reynsla af starfi sálfræðings skólaþjónustu er kostur• Réttindi til námskeiðshalds vegna hegðunar og líðan barna er kostur• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð• Frumkvæði og vilji til að leita nýrra leiða• Færni og sveigjanleiki í samskiptum• Faglegur metnaður• Góð íslensku- og tölvukunnátta• Umsóknarfrestur er til og með 6. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgerður Janusdóttir í tölvupósti netfangið skoliogfristund@akranes.is eða í síma 433-1000. Nánari upplýsingar um starfið ásamt umsóknareyðublaði má finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is/lausstorf. SK ES SU H O R N 2 01 8 Síðastliðinn sunnudag hófu félaga- samtökin Orca Guardians, sem eiga rætur að rekja til Grundar- fjarðar, tökur á Snæfellsnesi vegna heimildamyndar sem ber vinnu- heitið „Háhyrningar við Vestur- land og verndun þeirra: Breytt skynjun heimamanna á topprán- dýri hafsins.“ Í kynningu Orca Guardians vegna myndarinn- ar segir: „Í myndinni, sem verð- ur bæði á íslensku og ensku, verð- ur áhersla lögð á að sýna hvernig skoða og rannsaka má háhyrninga með velferð þeirra í huga. Einnig verður litið á þróun verndarstarfs háhyrninga í íslensku samfélagi og hvaða breytingar hafi átt sér stað í nærsamfélaginu frá komu háhyrn- inganna árið 2010.“ Markmið heimildamyndarinnar er að hvetja fólk til að bregðast við mengun og truflun við villt dýralíf, jafnt í heimahögum og á alþjóða- vettvangi, og sýna fram á mikil- vægi verndarstarfs. Fólki úr öll- um kimum samfélagsins, sem tel- ur sig hafa tengsl við háhyrninga, er boðið til viðtals, annars vegar í formi skipulagðra einstaklingsvið- tala og hins vegar með þátttöku í opnum viðtölum. Heimildamyndin verður fram- leidd af Orca Guardians í samstarfi við Xu Media production og Wild Sky productions og sameinar því fjölþjóðlegt kvikmyndateymi frá Íslandi, Kína, Kanada, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Tökur standa til 6. maí næstkomandi og eru styrktar með fjármagni frá Na- tional Geographic Society og að- stöðu og vinnuframlagi frá hvala- skoðunarfyrirtækinu Láki Tours í Grundarfirði. mm/ Ljósm. úr safni/ tfk. Tökur hefjast á heimildamynd um verndun háhyrninga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.