Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 2018 21 Þetta er fjórði pistilinn um E efni og ætla mætti að þá væri búið að fjalla um alla flokkana. En eins og núm- erin segja til um þá erum við rétt að byrja því flokksheitin í dag fara frá 100 í 1500. Já, kæri lesandi, E efna-flóran er óhuggulega mikil og maður spyr sig hvernig fórum við að hér áður fyrr, hvernig var hægt að baka kökur eða brauð án allra þessara efna? Þetta var allt hægt en einungis á þeim forsendum að bakað væri fyrir næsta nágrenni og matvaran borðuð á næstu dögum. Með auknum kröfum um lengri líf- tíma, ákveðið útlit, áferð og lægra verð þá hefur matvælageirinn brugðist við kröfum neytandans. En því miður þá eru lausnir mat- vælageirans heldur neikvæðar fyr- ir umhverfi og menn. Lausnirnar felast oft í aukinni eiturefnanotkun og svo E efna- og fylliefna notkun. Fæstir vilja kókomjólk sem þarf að hrista mjög mikið og fæstir mega vita að majónesið inniheldur vatn en það er akkúrat það sem þessi flokk- ur E efna gerir, það er að binda sam- an efni sem ekki eiga saman af nátt- úrulegum ástæðum. Ef við kíkjum á vef MAST þá segir um E efna flokkinn E400 til E499: „Bindiefni, ýruefni, þykkingarefni o.fl. Bindiefni er flokksheiti sem lengi hefur verið notað sem samheiti fyr- ir efnasambönd sem hafa ýmis áhrif á stöðugleika matvæla og þá um leið útlit þeirra. Með nýjum reglum um aukefni var flokknum bindiefni skipt upp í marga aukefnaflokka sem skýra betur hver tilgangur með notk- un efnanna er. Hins vegar er hætt við að neytendur eigi erfitt með að skilja sum þessara heita þar sem þau eru ýmist ný af nálinni eða tengd tækni- legum þáttum í matvælaframleiðslu. Nú er litið á bindiefni (stabilizer) sem þau efni sem koma í veg fyrir að efn- isþættir í vöru eins og smjörlíki skilji sig eða að botnfall myndist í kakó- mjólk. Ýruefni (emulsifier) eru notuð þegar blanda þarf saman vatni og fitu eins og við framleiðslu á majónesi og þykkingarefni (thickener) eru efni sem binda vökva og þykkja þannig vörur eins og sultur, hlaup og marmelaði. Hleypiefni (gelling agent) hafa svip- aða eiginleika. Ef við kíkum á síðuna http://www.fo- od-info.net/uk/e/e400.htm þá kemur í ljós að þessi flokkur E efna inniheld- ur 63 mismunandi heiti en einung- is 22 eru unnin úr náttúrulegum efn- um. Helsta náttúrulega þykkingarefn- ið eru fjölsykrur sem ýmist eru unn- ar úr þörungum, trjákvoðu eða með hjálp baktería. En þegar hvert og eitt verksmiðjuunna efnið er skoðað kem- ur í ljós að flest efnin hafa það sameiginlegt að aukaverkanir séu ekki þekktar ef þeirra er neytt í matvælum. En hvað þá ef þeirra er neitt með beinni inntöku. Myndu þá koma í ljós mögulegar auka- verkanir? Ítrekað eru einstaklingar að fá ofnæmisviðbrögð við neyslu á hinum ýmsu matvælum án þess að geta rakið orsökina því ekkert af innihaldsefnunum hefur auka- verkanir svo vitað sé! Einnig situr eftir sú spurning hvort þessi efni séu nægjanlega vel rannsökuð og hvaða langtíma áhrif þau hafa á okkur, því eins og á vef MAST segir þá eru sum þeirra ný! Því miður þá leggja allt of margir traust sitt á matvælageirann; „auð- vitað er þetta rannsakað nægjan- lega vel annars væri þetta ekki í notkun“. Nei gott fólk, staðreynd- irnar tala sínu máli. Verið er að end- urskoða notkun á hinum ýmsu E efnum því þau liggja undir grun um að hafa neikvæð áhrif á heils- una. Verksmiðjuunnin litarefni sem hafa verið í umferð síðastliðin ár eru komin á bannlista. Þetta gef- ur sterklega í skyn að verksmiðju- unnin E efni eru ekki traustsins verð. Tökum ábyrgð á eigin heilsu, lesum innihaldslýsingar, kynnum okkur málin og síðan en ekki síst ef þú vilt fara öruggu leiðina borðaðu þá lífrænt vottað! Undirrituð mun láta þetta duga um E efni að sinni, komin með vott af óþoli! Lífrænar kveðjur, Kaja Heilsuhorn Kaju Enn um E efnin allt um kring -gefur fyrirheit um yndislegt íslenskt sumar Stykkishólmur Skorradalshreppur óskar íbúum Skorradals og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars SK ES SU H O R N 2 01 8 Tillaga að nýju deiliskipulagi í landi Narfastaða í Hvalfjarðarsveit Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 13. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundasvæði í landi Narfastaða í Hvalfjarðarsveit. Deiliskipulagstillagan tekur til frístundasvæða á spildum nr. 4 (landnr. 203972), 4a (landnr. 203973), 4b (landnr. 203974), 7 (landnr. 203975) og 7a (landnr. 203976). Svæðið er að stórum hluta skilgreint sem frístunda- svæði í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 og er innan svæða F29a og F29b. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 8. nóvember 2018. Tillagan er auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Tillöguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit. is, frá 20. apríl 2018 til og með 1. júní 2018. Kynningarfundur verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar mánudag- inn 14. maí 2018 kl. 17:00 til 18:00. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 1. júni 2018 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranesi eða á netfangið skipulag@hvalfjarðarsveit.is. Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar. Starfsemi lyfjaeftirlits á Íslandi var færð í sérstaka sjálfseignarstofnun í liðinni viku þegar Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra, og Lárus Blöndal for- seti ÍSÍ, skrifuðu undir skipulags- skrá Lyfjaeftirlits Íslands. Lyfjaeftir- lit Íslands mun skipuleggja og fram- kvæma lyfjaeftirlit og birta og kynna bannlista um efni sem óheimilt er að nota í íþróttum. Stofnunin mun einnig standa að fræðslu og forvörn- um gegn lyfjamisnotkun og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi í tengslum við baráttuna gegn lyfjamisnotk- un í íþróttum. Stofnuninni er ætlað að hvetja til rannsókna sem tengjast starfi þess og markmiðum, vekja at- hygli á málaflokknum og taka þátt í umræðum um hann. mm Lyfjaeftirliti Íslands komið á fót Svipmynd frá því þegar ritað var undir skipulagsskrá nýrrar sjálfseignarstofn- unar. „E efna-flóran er óhuggulega mikil og maður spyr sig hvernig fórum við að hér áður fyrr, hvernig var hægt að baka kökur eða brauð án allra þessara efna?“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.