Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 201824 Áhugahópur um samvinnuhús hefur ráðist í það stóra verkefni að taka ljósmyndir og safna heimildum um hús sem tengdust kaupfélög- um og samvinnufélögum víðsvegar um land- ið. Öldin 1882 til 1982 er viðfangsefnið. Jafn- framt er leitað ljósmynda af húsum og af þeim sökum er biðlað til lesenda Skessuhorns, sem hugsanlega búa yfir heimildum eða eiga í fór- um sínum ljósmyndir sem tengjst samvinnu- húsum, að láta vita af þeim. Nú þegar hefur hópurinn tekið um 1600 ljósmyndir af húsum víðsvegar um landið frá því árið 2015. Á Vest- urlandi og Breiðafjarðarsvæðinu hafa verið mynduð 144 hús. „Við viljum beina því til fólks að athuga hvort það eigi í fórum sínum myndir sem tengjast gömlum samvinnuhúsum á Vestur- landi. Slíkar gætu víða leynst. Samvinnufélög- in voru burðarásar í byggðarlögum landsins nær alla tuttugustu öldina. Hér á Vesturlandi og á svæðinu í kringum Breiðafjörðinn störf- uðu t.d. 18 kaupfélög um lengri og skemmri tíma auk fjölda annarra samvinnufélaga og fyrirtækja. Þetta voru verslanir og skrifstofur, sláturhús, rjómabú og mjólkurbú, útgerðir og hraðfrystihús, iðnfyrirtæki, olíurekstur, hót- el, orlofshús og skóli. Við vitum dæmi þess að fólk sem tengist, starfar eða jafnvel býr í gömlum samvinnuhúsum er ekki kunnugt um sögu þeirra. Okkur finnst því mikilvægt að draga þessa sögu fram því húsasaga kaup- félaganna er um leið samofin atvinnusögu byggðanna,“ segja þeir Reynir Ingibjarts- son og Ívar Gissurarson sem starfa nú sam- an við að afla gagna og skrá sögu samvinnu- húsanna. Þeir nefna sem dæmi um hús sem þá skortir heimildir um sé sláturhús sem eitt sinn var á Syðstu-Görðum í Kolbeinsstaðar- hreppi. Um flest hús er eitthvað vitað og jafn- vel þegar komnar ljósmyndir af, en töluvert er enn ókomið af myndum og heimildum til að sagan verði sem fyllst. Því óska þeir eftir upplýsingum. Myndir má senda á ivarg@sim- net.is en upplýsingar í texta og ábendingar má senda Reyni á reyniring@internet.is. Þeir segja að jafnvel síðar verði efni sem þeir safna tekið saman í bók. Fyrsta sýningin á Bifröst Í ár eru 100 ár frá stofnun Samvinnuskólans, en arftaki hans er eins og kunnugt er Há- skólinn á Bifröst. Haldið verður upp á af- mælið á þessu ári og meðal annars er ráð- gert að opna á Bifröst 1. nóvember næstkom- andi ljósmyndasýningu um samvinnuhúsin á Vesturlandi. Verður það fyrsta sýning á veg- um verkefnisins en fleiri verða haldnar víðs- vegar á landsbyggðinni og í samráði við söfn í landhlutanum. Meðfylgjandi eru myndir af níu af þeim 144 samvinnuhúsum sem söfnun og skráning upplýsinga fer nú fram um. 34 samvinnufélög Samvinnuhús á Vesturlandi og við Breiða- fjörð voru 144 talsins og verður í samantekt þeirra skipt 34 samvinnufélögum á svæðun- um; Akranesi, Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, Dalasýslu og A-Barðastrandarsýslu: mm Safna upplýsingum um samvinnuhús á Vesturlandi Kaupfélag Hvalfjarðar (Hrafneyri) 1915 – 1932 Kaupfélag Akraness (1919 – 1923) Pöntunarfélag Akraness (1931 – 1938) síðan Kf. Suður-Borgfirðinga Kaupfélag Suður-Borgfirðinga 1938 (Kf. Borgfirðinga seinna) Rjómabúið á Laxárbakka í landi Vogatungu í Leirársveit 1905-1913 Kaupfélag Borgfirðinga 1904 Bifreiða- og trésmiðja Borgarness hf. (BTB) Fataverksmiðjan Vör Borgarnesi 1963, seinna Skinnhúfuverksmiðjan Höttur Sláturfélag Suðurlands Sláturfélag Borgfirðinga 1920, seinna Kf. Borgfirðinga 1930. Samvinnuskólinn Bifröst Hótel Bifröst Olíufélagið hf., Sandaþorpi og víðar Samvinnufélagið Grímur, Borgarnesi 1933 Samvinnufélagið Borg 1966 – 1970 Rjómabúið á Hvítárvöllum/ áður Hvanneyri 1905-1918 Rjómabúið við Geirsá í Reykholtsdal (Stóra-Kroppi)/ áður Hvítárbakka 1904-1914 Rjómabúið á Gufá í Borgarhreppi í Mýrasýslu 1905-1914 Rjómabúið í Hólkoti (Kerlækjarrjómabú) í Staðarsveit á Snæfellsnesi 1906-1914 Kaupfélag Snæfellsás, Arnarstapa, 1919 (Kf Stykkishólms og Kf. Dagsbrún seinna) Kaupfélag Hellissands 1932 Kaupfélagið Dagsbrún, Ólafsvík 1943 Kaupfélag Snæfellinga 1965 (Kf. Hellissands/Kf. Dagsbrún áður) (Kf. Borgfirð- inga seinna). Síðan aftur stofnað kaupfélag í Ólafsvík en lifði stutt. Kaupfélag Ólafsvíkur 1923 (Kf. Snæfellinga seinna) Kirkjusandur hf. Ólafsvík, áður Hraðfrystihús Kf. Dagsbrúnar Kaupfélag Grundfirðinga 1961 (Kf. Stykkishólms áður) Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf. (50% eign KG 1962) Kaupfélag Stykkishólms 1920 Kaupfélag verkamanna, Stykkishólmi (1914-1920) Kaupfélag Flateyjar 1920 (Kf. Patreksfjarðar seinna) Kaupfélag Hvammsfjarðar 1900 (Verslunarfélag Dalamanna áður) Kaupfélag Skarðstrendinga (1903-1909) Kaupfélag Saurbæinga 1898 (Verslunarfélag Dalamanna áður) Kaupfélag Króksfjarðar 1911 (Verslunarfélag Dalamanna áður). Ívar Gissurarson og Reynir Ingibjartsson vinna að söfnun upplýsinga um samvinnuhús. Ljósm. mm. Áður: Mjólkursamlag Borgfirðinga frá 1931. Byggingarvörudeild KB upp úr 1980. Nú: Hús uppgert og fyrirhugað safnhús við Skúlagötu í Borgarnesi. Áður: Vörugeymsluhús Kaupfélags Hvalfjarðar, byggt upp úr 1921. Við Hvalfjörð í landi Kalastaðakots. Nú: Uppgert sumarhús í Hvalfjarðarsveit. Áður: Sláturhús Sláturfélags Borgfirðinga frá 1929 og síðar KB frá 1931. Við Snæfellsnesveg og til hægri á myndinni. Nú: Geymsla í Kolbeinsstaðahreppi. Áður: Íshúsið Snæfell í Krossavík utan Hellissands frá 1935. Kf. Hellissands eigandi um tíma sem beitu- geymsla. Nú: Hús uppgert og vinnstofa og íbúð listamanna. Áður: Verslun Guðmundar Clausen og Kf. Hellissands frá 1963. Síðar Kf. Snæfellinga og síðan útibú Kf. Borgfirðinga frá 1968. Síðar veitingastaðurinn Svörtuloft. Nú: Íbúðarhús við Hellisbraut 10 á Hellissandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.