Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 201828 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110 www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is Hönnum, prentum og merkjum fyrir einstaklinga, hópa, félög, samtök og fyrirtæki Smáprent Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Ég var að leita á vefnum að stefnu stjórnmálaflokkanna vegna bæjar- stjórnarkosninganna á Akranesi. Ég hef áhuga á að auka útiveru almenn- ings og bæta aðstöðu fólks til göngu- og hjólreiða í heilnæmu umhverfi, ekki síst í skóglendi. Ég leitaði því sérstaklega eftir stefnu flokkanna í þeim málum en fann lítið. Raunar reyndist erfitt að finna framboðslista og enn erfiðara að finna stefnu flokk- anna fyrir kosningarnar þegar fram- kvæmd er einföld leit á vefnum. Við leit koma upp framboðslistar flokk- anna fyrir kosningarnar 2014 og lítið um framboðin í dag. Þurfum við göngu- og hjólreiðastíga? Eftir að ég hætti sem stjórnandi í framhaldsskóla hef ég helgað mig skógrækt á Akranesi og að byggja upp útivistarskóg fólki til yndisauka og heilsubótar. Áhugann á skógrækt hef ég frá afa mínum, sauðfjárbónd- anum, og áhuginn á að auka útiveru almennings er tilkominn eftir ára- löng störf í framhaldsskóla þar sem mér og fleirum hefur sýnst vera sí- vaxandi þörf á að koma ungu fólki út í náttúruna (og raunar eldra fólki líka). Of margir eru inni mestan hluta sólarhringsins, ferðast um í bíl í stað þess að ganga eða hjóla og hreyfa sig allt of lítið. Fjölmargt ungt fólk unir sér ekki innan íþróttafélaganna því það hefur engan áhuga á keppnisí- þróttum. Ég held að það myndi leysa mörg vandamál fólks, ungra sem ald- inna, að fara út í náttúruna í góðan göngu- eða hjólreiðatúr. Það hefur sýnt sig að skóglendi bætir líðan fólks og svo dregur skógurinn stórlega úr vindi sem oft er mikill í okkar ágæta landi. Það hef ég reynt á skógrækt- arsvæðinu í Slögu í Akrafjalli. Næst- um fokinn um koll utan skógræktar- innar en gott skjól í skóginum. M.a. þess vegna legg ég áherslu á að tengja saman skóglendi og göngu- og hjól- reiðastíga. Styðjum skógræktina Ég hvet bæði núverandi og væntan- lega bæjarfulltrúa til að leggja aukna áherslu á útiveru fólks með því að rækta skóg og byggja upp göngu- og hjólreiðastíga. Þetta er miklu ódýr- ara en margt annað sem gert er til að bæta heilsu fólks. Kostnaðurinn við skógræktina hefur ekki verið mikill því við skógræktarfólkið höfum gróð- ursett í sjálfboðavinnu. Helsti kostn- aðurinn hefur verið í stígagerð og þar þarf að gera miklu betur. Framlög til reiðstíga hafa verið 5 milljónir á ári og tími til kominn að ekki verði verr gert við gangandi og hjólandi fólk. Það er m.a. þörf á göngu- og hjól- reiðastígum meðfram þjóðveginum í Garðaflóa þannig að fólk þurfi ekki að leggja sig í stórhættu á þjóðvegin- um þegar það hjólar sér til heilsubót- ar. Ásamt stígum í þéttbýli þá þarf að lengja stígakerfið upp að Akrafjalli. Skógræktarfélag Akraness fær nú loksins meira land til skógræktar í Slögu og við þjóðveginn. Nokk- uð sem við höfum barist fyrir árum saman. Hugur er í fólki að rækta upp skóg. Í sumar fáum við sjálfboðaliða til að aðstoða okkur við skógrækt- ina. Það tekur 15 - 20 ár að rækta upp sæmilega stór tré og oftast mun lengri tíma í kafaldsgrasi eins og ver- ið hefur á okkar svæðum. Við viljum auka vaxtarhraðann með því að vinna landið undir ræktun. Auk þess gerir jarðvinnslan landið þægilegra yfir- ferðar fyrir almenning í framtíðinni því landið sem við fáum er afar þýft og leiðinlegt eftir langvarandi hrossa- og sauðfjárbeit. Ég vona svo sannar- lega að bæjarstjórnin taki vel í beiðni okkar um stuðning. Við förum ekki fram á háar fjárhæðir. Við sækjum ekki sérstaklega um stuðning við gerð göngu- og hjólreiðastígs meðfram þjóðveginum þar sem sá stígur hefur verið á vegum bæjarins. En við getum tekið að okkur fyrstu vinnu við slík- an stíg ef við fáum til þess stuðning. Mikilvægt er að byrja á verkefninu. Vill almenningur skógrækt? 93% landsmanna telja að skógar hafi almennt mjög eða frekar jákvæð áhrif fyrir landið skv. könnun sem gerð var í mars. Hlutfall þeirra sem voru hlut- lausir, frekar neikvæðir eða mjög nei- kvæðir er svo lágt að hér verður ekki reynt að túlka það (neikvæð 1,6%, hlutlausir 5,4%). Helst munar milli hópanna mjög jákvæð og frekar já- kvæð. Þar vekur athygli feykimikill stuðningur í aldurshópunum 18 til 34 ára en 73-74% svarenda eru mjög já- kvæð. Einnig var spurt hversu mikil- vægt eða lítilvægt finnst þér að binda kolefni í skógum. Tæp 87% töldu það frekar eða mjög mikilvægt. Stuðning- urinn ótvíræður og því þarf bara að hefjast handa í skógræktinni. Sannarlega tilefni til bjartsýni fyr- ir okkur skógræktarfólk ef þetta skil- ar sér í aukinni skógrækt. Sem er alls ekki víst því framlög til skógræktar hafa minnkað svo mikið, sérstaklega eftir 2008, að ræktunarstöðvarnar eru meira eða minna farnar á hausinn eða í andaslitrunum. Ef stjórnmála- menn á landsvísu mönnuðu sig upp í að stórauka framlög til skógræktar þá tæki mörg ár að framkvæma það. Í okkar veiðimanna- og hirðingja- samfélagi, þar sem lítil áhersla er á uppbyggingu til framtíðar, þá skortir mjög á skilning á hvers konar ræktun. Ræktun skóga er eins og ræktun heil- brigðs mannlífs, þolinmæðisverk þar sem töfralausnir skila sjaldnast ár- angri en geta stundum spillt fyrir. En orð eru til alls fyrst og því mikilvægt að styðja við skógræktina í samræmi við eindreginn vilja almennings. Skógræktarfélag Akraness í vor og sumar Undirbúningur fyrir starfið í vor og sumar er nú á fullu. Mikilvægast núna er að girða af skógræktarland- ið í Slögu neðan Akrafjalls fyrir sauð- kindinni sem getur valdið miklu tjóni, sérstaklega í nýskógrækt. Ræsi þarf í skurði og leggja stíga sem verða fyrst og fremst grasstígar enda kostar lítið að tæta þúfurnar miðað við að leggja malarstíga. Störfin eru mörg og all- ir sem geta og vilja aðstoða okkur eru hvattir til að hafa samband. Það munar um alla aðstoð og ég get lofað fólki því að það frískast upp í útiver- unni, hreint loft bætir heilsuna. Hjá okkur er engin keppni í vinnu þann- ig að þeir sem ekki treysta sér í puð, geta gert fjölmargt sem hæfir heilsu og getu hvers og eins. Hafið samband við jensbb@internet.is eða í síma 897 5148. Nánari upplýsingar á http:// www.skog.is/akranes/ og Facebook. Jens B. Baldursson Er útivist útundan? Stefnuleysi í útivistarmálum? Pennagrein Skátar af ýmsu þjóðerni komu að gróðursetningu við þjóðveginn á Akranes 27. júlí síðastliðinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.