Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 17. tbl. 21. árg. 25. apíl 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! Grettissaga Einars Kárasonar laugardaginn 28. apríl kl. 20:00 sunnudaginn 6. maí kl. 16:00 Höfum tekið upp nýtt miðasölukerfi sjá á heimasíðu Landnámsseturs landnam.is/vidburdir Starfsfólk Landnámsseturs sendir sínar bestu óskir um gleðilegt sumar Næstu sýningar sími 437-1600 Framtíðarreikningur -í fullu gildi í framtíðinni Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast. Ef ��.��� kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning leggjum við �.��� kr. á móti. 20 ÁR Um liðna helgi fóru fram þjálfunarbúðir í knattspyrnu á vegum Snæfells Coerver Coaching í Stykkishólmi. Áhuginn og eldmóðurinn leyndi sér ekki þegar ljósmyndari Skessuhorns leit við á æfingu. 33 iðkendur voru mættir og koma þeir úr tveimur aldursflokkum á vegum yngri flokka Knattsyrnudeildar Snæfells, en um þessar mundir er verið að setja auk- inn kraft í æfingar og þjálfun í öllum flokkum félagsins. Coerver Coaching er hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum, en sérstaklega aldrin- um 6-16 ára í öllum getustigum. Einnig foreldrum, þjálfurum og kenn- urum. Í hugmyndafræði þessari er lögð áhersla á að þróa færni einstak- lingsins og leikæfingar í smáum hópum. Þjálfarar voru þeir Þröstur Auðunsson frá Snæfelli og Heiðar Birnir Torleifsson þjálfari Coerver Coaching. Hér eru þeir ásamt yngstu þátttakendunum. Ljósm. sá. Frá því var greint í síðustu viku að útgerðarfyrirtækið Brim hf., sem er í eigu Guðmundar Kristjáns- sonar og fjölskyldu hans frá Rifi, hafi gert samning um kaup á öll- um hlutabréfum Vogunar hf. og Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. í HB Granda hf. Vogun hf. fyrir- tæki Kristjáns Loftssonar á tæplega 611 milljón hluti (33,51%) í HB Granda hf. og Fiskveiðihlutafélag- ið Venus hf. rúma 9 milljón hluti, eða hálft prósent. Með samningi þessum verður eignarhlutur Brims hf. í HB Granda 34,1% og verð- ur félagið langstærsti hluthafi í HB Granda hf. Kaupverðið er 35 krón- ur á hlut, eða tæplega 22 milljarðar króna. Salan er háð samþykki hlut- aðeigandi eftirlitsstofnana. Í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um að ef keyptur er meiri en 30% hlutur í félagi myndast svo- kölluð yfirtökuskylda. Brim er því skylt á næstu fjórum vikum að gera tilboð í þau 65,9% sem eftir standa í HB Granda. Eigendur þeirra hluta eru að mestu íslenskir lífeyrissjóðir. Samkvæmt lögunum skal kaupandi ráðandi hlutar borga aðra hluthafa út fyrir kaupverð sem skal vera að minnsta kosti jafn hátt og síðasta viðskiptaverð hluta í félaginu áður en yfirtökuskylda myndast. Loka- verð viðskipta í kauphöllinni síðast- liðinn miðvikudag var 30,20 krón- ur, en kaup Brims á bréfunum mið- ast við 35 krónur á hvern hlut. Það yrði þá verðið sem yfirtökutilboð- ið þarf að lágmarki að miðast við. Það þýðir að Brim þyrfti að greiða 42 milljarða fyrir það sem eftir er af hlutabréfum í HB Granda. Í við- tali við Viðskiptablaðið í síðustu viku kvaðst Guðmundur Kristjáns- son þó vonast til þess að sem flest- ir núverandi hluthafar verði áfram í eigendahópi HB Granda og telur hann farsælast að fyrirtækið verði áfram almenningshlutafélag. Hlut- aðeigandi eftirlitsstofnanir þurfa að kveða á um lögmæti sölunnar eink- um í ljósi þess hversu hátt hlutfall aflaheimilda verður eftir þessi við- skipti á höndum Brims og dóttur- félaga þess. Aðalfundur HB Granda verður í byrjun næsta mánaðar og mun að óbreyttu verða veruleg breyting á stjórn fyrirtækisins. mm Nýir eigendur koma að stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins Brimnes RE-27 er eitt af flaggskipum Brims. Ljósm. brim.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.