Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 20182 Hætt hefur verið við sölu á eign- um Dalabyggðar að Laugum í Sæ- lingsdal. Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þriðjudaginn 17. apríl að slíta við- ræðum við tilboðsgjafa, Arnarlón ehf., eftir að tilboðsgjafi óskaði þess að sveitarfélagið færði skuldabréf sín á þriðja veðrétt. Eins og áður hefur verið greint frá stóðu yfir viðræður milli Dalabyggð- ar og Arnarlóns ehf. um kaup félags- ins á húseignum Dalabyggðar og Dalagistingar ehf. að Laugum, 50% hlut Dalabyggðar í jörðinni Laugum og jörðinni Sælingsdalstungu. Til- boð Arnarlóns í eignirnar hljóðaði upp á 460 milljónir króna og barst sveitarfélaginu 18. desember síðast- liðinn. Samkvæmt tilboðinu var gert ráð fyrir því að hluti kaupverðsins, 50 milljónir króna, kæmi til greiðslu 31. desember 2019 á þriðja veðrétti og 150 milljónir til greiðslu 31. des- ember 2022 á öðrum veðrétti. Fast- eignasala var tilkynnt 21. desemb- er síðastliðinn að Dalabyggð myndi taka tilboðinu með þeim fyrirvara að ekki bærist hagstæðara tilboð fyrir 30. desember sem og að skuldabréf vegna seinni greiðslna yrðu tryggð með fyrsta eða öðrum veðrétti í öll- um eignum. Hagstæðari tilboð bár- ust ekki og 16. janúar samþykkti sveitarstjórn að ganga til samninga við Arnarlón að nokkrum fyrirvör- um uppfylltum. Síðan gerist það 5. apríl síðastliðinn að tilboðsgjafi féll frá fyrirvörum sínum en óskaði þess jafnframt að Dalabyggð færði skulda- bréf sín á þriðja veðrétt. Því hafnaði sveitarstjórn alfarið og samþykkti að slíta viðræðum við Arnarlón. „Dala- byggð hefur ítrekað framlengt fresti tilboðsgjafa til að falla frá fyrirvörum um fjármögnun og rann fresturinn loks út 5. apríl síðastliðinn. Sveitar- stjórn setti það sem skilyrði fyrir að fresta greiðslum að skuldabréf vegna þessa væri tryggt með fyrsta eða öðr- um veðrétti. Sveitarstjórn hafnar því að skuldabréf vegna greiðslna til- boðsgjafa verði neðar en á öðrum veðrétti og slítur viðræðum við til- boðsgjafa,“ segir í samþykkt sveitar- stjórnar. Vildu ekki taka áhættu Sveinn pálsson sveitarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að ekki hafi verið ágreiningur um upphæðir held- ur fjármögnun tilboðsgjafa. „Staðan var sú að þessi ágæti tilboðsgjafi, sem við vildum svo gjarnan ná samning- um við, nær ekki að fjármagna kaup- in þannig að sveitarstjórn geti verið sátt við. Það er ekki ágreiningur um upphæðir en ágreiningur um hluta af fjármögnuninni, sem fólst í því að fresta tveimur greiðslum. Kalla má það seljendalán eða hvað sem menn vilja kalla slíkt,“ segir Sveinn í sam- tali við Skessuhorn. „Eðlilega vill sveitarstjórn hafa góðar trygging- ar fyrir því að fá þá peninga, annars er tilgangur þessa gjörnings fallinn, því tilgangurinn var einmitt að afla fjár til framkvæmda í sveitarfélaginu. Við töldum því að ekki yrði lengra gengið að sinni og sveitarstjórn tók ákvörðun um að slíta viðræðum,“ bætir hann við. Íþróttamannvirki á ís Nýta átti peningana fyrir söluna á Laugum til byggingar íþróttamann- virkja í Búðardal, en lengi hefur leg- ið fyrir að byggja þar íþróttahús og sundlaug. Sala þessara eigna var ein forsenda þess að hægt yrði að setja þær framkvæmdir á dagskrá. Nú þeg- ar viðræðum hefur verið slitið segir Sveinn ljóst að ekkert verði af þeim áformum að sinni. „Sveitarfélaginu er ókleift að fara í þá framkvæmd án þess að afla þessa fjár. Eðlilega fara þau áform því á ís í bili,“ segir hann. Aðspurður kveðst Sveinn ekki gera ráð fyrir að eignirnar verði auglýst- ar aftur fyrir komandi sveitarstjórn- arkosningar. „Einn fundur er eftir í sveitarstjórn á yfirstandandi kjör- tímabili og ég á ekki von á að ákveð- ið verði að auglýsa eignirnar að sinni. Það yrði þá gert eftir kosningar, ef ný sveitarstjórn vill selja eignirnar,“ seg- ir Sveinn pálsson að endingu. kgk Fyrir tónelska Vestlendinga er upplagt að fá sér miða á Söng- keppni framhaldsskólanna sem að þessu sinni verður haldin í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi næstkomandi laugar- dagskvöld. Á morgun fimmtudag er spáð hægri austlægri átt. Rigning verður á láglendi á sunnan- og suðaustanverðu landinu en slydda eða snjókoma til fjalla. Dálítil él norðaustantil. Annars yfirleitt skýjað í öðrum lands- hlutum og að mestu þurrt. Hiti frá 0 til 8 stig að deginum, hlýj- ast á suðvesturlandi. Á föstu- dag verður norðlæg átt, 3-10 m/sek hér vestantil. Rigning eða slydda í flestum landshlut- um og snjókoma til fjalla. Hiti 0 til 7 stig að deginum og hlýjast syðst. Á laugardag verður áfram hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjart um vestanvert landið, svipaður hiti. Á sunnu- dag og mánudag er svo spáð ákveðinni sunnanátt með rign- ingu eða slyddu. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvort þátttaka fólks í félagsmálum hafi breyst samhliða aukinni samfélags- miðlanotkun. Niðurstaðan var sú að tæpur helmingur að- spurðra, eða 48,7% sögðu þátt- töku í félagsmálum ekki hafa breyst. Næstflestir, eða 25,3% sögðu þátttökuna hafa minnk- að, en 13,9% sögðu hana hafa aukist. 12,1% þeirra sem þátt tóku eru ekki á samfélagsmiðl- um. Í næstu viku er spurt: Ætlar þú að kjósa í sveitarstjórnar- kosningunum 26. maí? Konurnar í Töltgrúbbu Vestur- lands frumsýndu glæsilegt at- riði á fákum sínum á Skeifudeg- inum á Mið-Fossum á sumar- daginn fyrsta og sýndu síðan næsta kvöld einnig á Vestur- landssýningunni í Faxaborg. Þær eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Næsta blað prent- að á mánudegi SKESSUHORN: Hátíðis- og baráttudagur verkalýðs- ins er næstkomandi þriðju- dag, 1. maí. Þann dag verður að sjálfsögðu lokað á skrifstofu Skessuhorns. Af þeim sökum verður blað næstu viku prent- að á mánudagskvöldi. Þarf því allt efni og auglýsingar í það að hafa borist í síðasta lagi á hádegi á mánudegi, helst fyrr. Bendum við á símanúmerið 433-5500 og netfangið skessu- horn@skessuhorn.is. Blaðinu verður síðan dreift eins og venjulega í bítið á miðviku- dagsmorgni. -mm Auglýst eftir presti til afleysingar BORG: Biskup Íslands hefur auglýst eftir presti til að sinna afleysingaþjónustu í Borgar- prestakalli í Vesturlandspró- fastsdæmi. Um tímabundna setningu í sóknarprestsemb- ættið er að ræða, frá 1. sept- ember nk. til 31. maí 2019. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 7. maí og er sótt um í gegnum kirkjan.is. -mm Næturlokun í þessari viku HVALFJ: Minnt er á að Hval- fjarðargöng eru lokuð á nótt- inni í þessari viku vegna við- halds og þrifa. Lokað er á mið- nætti til klukkan 6 að morgni. Síðasta lokunin í þessari um- ferð er aðfararnótt föstudags- ins 27. apríl. -mm Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð- arsveitar var síðdegis á laugardag- inn kallað út að þríbýlishúsi við Jaðarsbraut á Akranesi. Í ljós kom að gleymst hafði að slökkva undir feiti á eldarvélarhellu og var mik- ill reykur í íbúðinni. Húsráðandi, sem var einn í íbúðinni, komst af sjálfsdáðum út sem og íbúar í öðr- um íbúðum hússins. Að sögn Þrá- ins Ólafssonar slökkviliðsstjóra gekk slökkvistarf greiðlega og var eldur staðbundinn við pott og feiti sem í honum var. Nægði að beita duftslökkvitæki til að kæfa eldinn og hefja eftir það reykræstingu. Engu að síður urðu að sögn Þrá- ins talsverðar skemmdir á íbúð- inni af völdum reyks og hita. Litlu mátti muna að eldurinn brytist út því hitinn var orðinn mikill í íbúð- inni þegar slökkvilið kom á stað- inn. plasthlutir í íbúðinni á borð við ljós, reykskynjari og elhússvift- an voru teknir að bráðna af völd- um hitans. Maðurinn sem var í íbúðinni var sendur til læknisskoð- unar á HVE á Akranesi. mm/ Ljósm. hdr. Kviknaði í feiti í potti Hætt við söluna á Laugum í Sælingsdal Frá Laugum í Sælingsdal. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.