Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 20188 Strandhreins- unarátaki hleypt af stokkunum LANDIÐ: Landvernd og Blái herinn hleypa strand- hreinsunarátakinu „Hreins- um Ísland“ af stokkunum í annað sinn á Degi umhverf- isins í dag, 25. apríl. „Dagana 25. apríl - 6. maí vekja Land- vernd og Blái herinn athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi. Lands- menn eru hvattir til að skipu- leggja sínar eigin strand- hreinsanir og má skrá sig til leiks á hreinsumisland.is en þar má finna góðar leiðbein- ingar um hvernig skipuleggja megi hreinsun á árangurs- ríkan hátt, í sátt við menn og náttúru. Vonumst við til þess að sem flestir leggi hönd á plóg og taki þátt í að minnka plastmengun. Hvetjum við fólk til að nota minna plast, kaupa minna og auka endur- vinnslu. Allir sem skrá sína hreinsun geta fengið hana birta á Íslandskort átaksins,“ segir í tilkynningu. Með- fylgjandi mynd er frá strand- hreinsun á Snæfellsnesi í fyrravor. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 14. - 20. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 7 bátar. Heildarlöndun: 89.655 kg. Mestur afli: Klettur ÍS: 42.477 kg í fimm róðrum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 178.881 kg. Mestur afli: Hringur SH: 69.282 kg í einni löndun. Ólafsvík: 7 bátar. Heildarlöndun: 117.132 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 29.790 kg í þremur róðrum. Rif: 9 bátar. Heildarlöndun: 291.522 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 95.090 kg í fimm löndunum. Stykkishólmur: 1 bátur. Heildarlöndun: 18.138 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson: 18.138 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 69.282 kg. 17. apríl. 2. Tjaldur SH - RIF: 53.393 kg. 17. apríl. 3. Örvar SH - RIF: 49.405 kg. 18. apríl. 4. Helgi SH - GRU: 45.997 kg. 16. apríl. 5. Farsæll SH - GRU: 27.273 kg. 16. apríl. -kgk Síðasta vetrardag var boðið upp á happdrætti í versluninni Lindex á Akranesi í tilefni konukvölds ÍA sem fram fór þá um kvöldið. Í til- kynningu frá Lindex var bílstjóri sem flytur vörur á Akranes fyr- ir verslunina fenginn til að draga vinningshafa úr pottinum. Vinn- ingshafar fá gjafabréf í versluninni í vinning og hægt er að nálgast þau í Lindex á Akranesi. Vinningshafar í stafrófsröð: Anna Kristjánsdóttir Eyrún Þorleifsdóttir Heiður Haraldsdóttir Jófríður María Guðlaugsdóttir Vigdís Elfa Jónsdóttir. arg Vinnings- hafar Lindex Lindex á Akranesi var með happdrætti síðasta vetrardag í tilefni konukvölds ÍA. Hér má sjá bílstjóra Lindex sjá um að draga vinningshafa úr potti. Þátttaka í símenntun hefur far- ið minnkandi á landsvísu undan- farin tvö ár eftir aukningu á milli áranna 2014 og 2015. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands sóttu sér fræðslu tæplega 23% lands- manna á aldrinum 25-64 ára, ann- að hvort í skóla eða aðra fræðslu með leiðbeinanda árið 2017. Þetta voru alls 39.600 einstaklingar. Þótt fækkun milli ára sé eingöngu 1,4 prósentustig, hefur hlutfall þeirra sem sóttu símenntun ekki ver- ið lægra síðan tölur um símennt- un voru fyrst birtar árið 2003, þeg- ar það var 22,2%. Í aldurshópnum 16-74 ára er sömu sögu að segja; fækkun þeirra sem stunduðu sí- menntun er tæpt prósentustig og hefur þátttaka ekki verið minni síð- an árið 2003. Þátttaka var minni í öllum tegundum símenntunar, svo sem námskeiðum, annarri fræðslu með leiðbeinanda utan skóla, svo sem ráðstefnum og fræðslu innan skóla. Mest var fækkunin meðal há- skólamenntaðra karla, um fjögur prósentustig í hvorum aldurshópi. Tölur eru byggðar á niðurstöðum úr vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofu Íslands. mm Sögulega lítil þátttaka í símenntun Svipmynd úr safni Skessuhorns af starfi Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands frá árinu 2015 þegar þátttaka í símenntun var hvað mest á landsvísu. Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlega á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá því heimilið var formlega vígt. „Við höfum haldið fjölskyldu- og vinadag fyrir íbúa á vorin síðastliðin þrjú ár og hef- ur það lukkast vel. Dagurinn er þá haldinn hátíðlegur og íbúar ásamt aðstandendum fá sér kaffi og kökur saman. Okkur fannst því tilvalið að halda upp á afmælið og fjölskyldu- og vinadaginn saman þetta árið. Í þetta skiptið vorum við með opið fyrir alla,“ segir Stefanía Björg Jónsdóttir, starfsmaður Fellsenda í samtali við Skessuhorn. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður og for- maður minningasjóðs Fellsenda, hélt stutt ávarp um sögu Fellsenda og starfsemina sem þar hefur ver- ið. Þá var starfsfólk heiðrað með rausnarlegri gjöf og þeir sem náð höfðu lengstum starfsaldri, sem er talinn í tugum, fengu sérstakar gjafir af því tilefni. „Erna Kristín Hjaltadóttir var meðal þeirra sem heiðraðir voru fyrir langan starfs- aldur, en hún hefur starfað á hjúkr- unarheimilinu Fellsenda í 45 ár og gerir enn,“ segir Stefanía. Formaður Kvenfélagsins Fjólu, Erna Kristín Hjaltadóttir, færði Hjúkrunarheimilinu hjálpartæki, Sara Stedy, sem auðveldar starfs- fólki umönnun á mismunandi þörfum íbúanna. Gestum var boðið upp á kaffi og kökur sem Kvenfé- lagið Fjóla lagði fram af lystisemi. „Í eldri byggingu Fellsenda, sem byggð var árið 1968, var gestum boðið að skoða listasýningu íbú- anna er bar nafnið „Látum verk- in tala.“ Bjögga Björns iðjuþjálfi hafði tekið saman ýmis listaverk sem íbúarnir höfðu búið til á síð- astliðnum árum. Á sýningunni var meðal annars hægt að sjá málverk, Lego Technic hluti, glermuni, út- saum og skartgripi. Íbúarnir voru mjög þakklátir og ánægðir í lok dagsins með hversu margir mættu þeim til heiðurs. Dagurinn var í alla staði mjög vel heppnaður og við þökkum öllum kærlega fyrir komuna,“ segir Stefanía að end- ingu. arg Hjúkrunarheimilið Fellsendi fagnaði 50 ára afmæli Kvenfélagið Fjóla gaf hjúkrunarheimilinu hjálpatækið Sara Stedy í afmælisgjöf. Guðrún og Finnur starfsmenn Fellsenda. Afmælistertan. Erna Kristín Hjaltadóttir fær viðurkenningu og heiðursgjöf fyrir störf sín í 45 ár. Soffía Meldal Kristjánsdóttir og Kristófer Daði Dal Guðmundsson sungu og spiluðu lög fyrir gesti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.