Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 2018 13 kominn á eftirlaun og þarf ekki að vinna.“ Aðspurður um starfsemi Safna- hússins horfir hann út um stóru gluggana í Hallsteinssal og svar- ar því að hann sé mjög hrifinn af safninu, bæði starfseminni og fal- legri staðsetningu. „Cristina sagði mér frá þessum viðburði og ég vildi endilega taka þátt, mest til að hafa gaman og einnig til að láta gott af mér leiða,“ svarar hann brosandi. Aðspurður hvort hann stefni á að hafa sýningu í Safnahúsinu einn daginn segist hann ekki vita það. „Það er ekki nein sýning fyrir- huguð hjá mér. Ég gæti vel hugsað mér að halda sýningu einn daginn. Skúrinn minn er fullur af verkum sem ég gæti sýnt. Ég hef aldrei selt verkin svo ég á þau öll. Ef ég myndi halda sýningu væri þetta mjög góður staður til þess.“ Michelle Bird Bandarísku listakonuna Michelle Bird þekkja margir Borgfirðing- ar en hún hefur búið í Borgar- nesi í tæplega fjögur ár þar sem hún starfar sem listakona. Aðspurð hvers vegna hún vildi taka þátt í vinnustofunni brosir hún og seg- ir: „Safnahúsið er mikilvægt fyrir listamenn. Ég vildi leggja mitt af mörkum til að bæði sýna mikilvægi starfseminnar og safna pening fyr- ir Safnahúsið. Ég hef farið víða um heim og skoðað söfn og þeir sem þekkja til safnamála um heiminn vita að söfn fá ekki nægilegt fjár- magn og geta sjaldnast staðið und- ir sér sjálf. Það er því vel þekkt að fólk haldi fjáraflanir eða styðji með einhverjum hætti við söfn því fólk veit hversu mikilvæg þau eru fyr- ir samfélögin,“ segir hún. Michelle hefur einmitt haldið tvær sýningar í Safnahúsinu og segist vera mjög hrifin af aðstöðunni þar. arg www.skessuhorn.is FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2016 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Miðvikudaginn 2. maí Fimmtudaginn 3. maí Föstudaginn 4. maí Allar stærðir ökutækja skoðaðar Tímapantanir í síma 438–1385 Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 SK E S S U H O R N 2 01 8 AUGLÝSING UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA Í BORGARBYGGÐ 26. MAÍ 2018 Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 26. maí 2018 rennur út kl. 12:00 á hádegi, laugardaginn 5. maí 2018. Framboðslistar skulu hafa borist undirrituðum formanni yfirkjörstjórnar fyrir ofangreindan tíma. Á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is eru leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast bjóða fram lista. Yfirkjörstjórn verður í Ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgar- braut 14, Borgarnesi laugardaginn 5. maí 2018 frá kl. 11:00 – 12:00 og veitir þar framboðslistum viðtöku. F.h. yfirkjörstjórnar Sigríður Helga Skúladóttir Kveldúlfsgötu 6 310 Borgarnes ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Þær Svava Sjöfn Kristjánsdóttir og Snjólaug Guðmundsdóttir komu við á vinnustofunni og fór Snjólaug heim með mynd sem Michelle Bird teiknaði af henni. Hér má sjá listamennina fjóra vinna í sínum listaverkum á Pop-up vinnustofunni í Safnahúsinu á föstudaginn. Önnur af tveimur grunnsýningum í Safnahúsinu er Ævintýri fuglanna. Hér situr blaðamaður fyrir hjá Josefinu Morell. Ljósm. óvj. Michelle Bird er fjölhæf listakona sem búsett er í Borgarnesi. Hún bauð gestum að teikna af þeim myndir sem þeir gátu svo keypt til styrktar Safnahússins. Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahússins sýnir hér ungum manni safnmuni og söguna á bakvið þá. Cristina Cotofana segist helst mála myndir af skrýtnum sveppum. Hér má sjá hana mála eina slíka mynd.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.