Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 201818 Hallgrímur Guðsteinsson var sól- brúnn, eins og Íslendingur sem er nýkominn úr sólinni á Spáni, þeg- ar blaðamaður Skessuhorns hitti hann að máli í Dularfullu búðinni á Akranesi. En Hallgrímur fann ekki sólina á Spáni, eins og holskefla af Íslendingum gerði um páskana. Hann fann sólina í Kambódíu í tíu daga mótorhjólaferð í byrjun mars. „Það var hugmynd að kíkja í ein- hverja ferð þarna austur frá,“ segir Hallgrímur með brosi á vör. Hann var einn í hópi níu manna úr mót- orhjólaklúbbnum Sober Riders MC sem fór í ferðina til Kambó- díu. Félagarnir keyptu ferðapakka af tælensku fyrirtæki, sem heit- ir Big Bike Tours og skipulegg- ur ferðir sem þessar fyrir erlenda ferðamenn. Bræðralag á hjólum Hallgrímur er menntaður vél- stjóri en starfar sem vélvirki á verk- stæði Norðuráls á Grundartanga. Áður var hann sjómaður og svo er hann einnig áhugatónlistarmaður og spilar á bassa. Hann er nýlega fluttur á Akranes og kann vel við sig. Hann er einn af nokkrum fé- lögum sem stofnuðu íslenska grein af mótorhjólaklúbbnum Sober Riders MC, eða Edrú knapar, fyr- ir þrettán árum. Félagskapurinn er líflegur mótorhjólaklúbbur tileink- aður edrúmennsku. Höfuðstöðv- ar klúbbsins eru í Arizona í Banda- ríkjunum, en hann var fyrst stofn- aður þar árið 1994. Hallgrímur hefur farið í tvær mótorhjólaferð- ir til Bandaríkjanna til að heim- sækja aðrar greinar Sober Riders MC. Á hverju ári eru haldnar há- tíðir, eða „Run“, hjá mismunandi greinum Sober Riders MC. „Ég hef tvisvar tekið þátt í Run Sober Rid- ers MC í San Diego. Það er gam- an að kynnast bræðrum í Banda- ríkjunum,“ segir Hallgrímur. Á Ís- landi er haldið Run einu sinni á ári, það síðasta var í Borgarfirðinum. Hvert Run ber nafn og það íslenska heitir „Run to the Midnight Sun“. „Það voru hátt í tuttugu bræður frá Bandaríkjunum á síðusta Run okkar hér á Íslandi. Við erum allir bræður í klúbbnum. Meira að segja konur. Það eru konur í klúbbnum, en þær eru bræður.“ Með í för til Kambó- díu var einmitt einn af bandarískum bræðrum hans, en samskipti milli klúbbanna eru góð. Vel skipulögð ferð Hugmyndin að því að fara eitt- hvert annað en til Bandaríkjanna í mótorhjólaferð kviknaði af tveim- ur ástæðum. Í fyrsta lagi langaði fé- lagana á Íslandi að reyna eitthvað nýtt. Í öðru lagi var æskilegt að fara á ódýrara svæði en áður hafði ver- ið farið á. „Við skoðuðum helling af túrum þarna niður frá og end- uðum á Big Bike Tours. Þeir eru með marga túra um Laos, Kambó- díu og Víetnam. En við enduðum á að taka Kambódíutúrinn og ætluð- um að enda á því að sjá kappakstur í Tælandi.“ Ekkert varð þó úr því að horfa kappakstur þar sem dag- setningin var færð og þeir misstu af kappakstrinum. „Það kom þó ekki að sök, þar sem við höfðum þá þeg- ar farið í tíu daga frábæra mótor- hjólaferð um Kambódíu. Þetta var vel skipulagður túr þar sem allt var innifalið. Við þurftum ekki einu sinni að borga bensín á hjólin. Það var allt innifalið.“ Beint af bakvakt til Tælands „Ég var nýstiginn upp úr fótbroti. Ég tvíbrotnaði á fætinum í júní á síðasta ári í mótorhjólaslysi og var eiginlega ekki alveg búinn að stíga upp úr því,“ segir Hallgrím- ur og bætir við að hann hafi verið á báðum áttum um hvort hann ætti yfir höfuð að fara í ferðina. „En ég var búinn að borga staðfestingar- gjald og í einhverjum æsingi keypti ég flugfarið líka,“ segir hann hlæj- andi. Það var því ekki aftur snú- ið. Þar sem Hallgrímur og félagar hans voru með trússbíl gat hann tekið allt með sem hann gæti vant- að, óþarft var að gera ráð fyrir því koma öllu fyrir á hjólinu. Kvöldið fyrir ferðina var hann á bakvakt í Norðuráli. „Ég gerði ekki ráð fyrir að neitt myndi ger- ast á þeirri vakt og hafði samið við vinnufélaga að leysa mig af. En svo varð ekkert úr því,“ segir hann. Þá um nóttina voru tvö útköll og Hall- grímur mætti ósofinn á Keflavíkur- flugvöll um morguninn. „Ég var sem betur fer búinn að pakka. Ég kom af bakvakt, henti afganginum í tösku og keyrði út á Keflavíkurflug- völl.“ Fyrsta flugið var til Helsinki í Finnlandi. Flugið milli Íslands og Finnlands er um þrír tímar. Næsta flug var frá Helsinki til Bangkok og það var öllu lengra, eða tíu tímar. „Ég svaf það flug samt alveg af mér. Ég var svo þreyttur eftir að hafa unnið alla nóttina og búinn að vaka í meira en sólarhring.“ Aðlögunartími í Bangkok Félagarnir eyddu nokkrum dögum í Bangkok. „Það var mjög gott að fá smá tíma til að aðlagast hitanum. Það var alltaf um 25-30 stiga hiti og rakt.“ Eftir aðlögun var haldið nið- ur að strönd Tælands til borgar sem heitir pattaya. Þaðan var jafnframt lagt af stað í ferðina til Kambó- díu. Hjólað var meðfram strönd Kambódíu, upp til phnom penh, höfuðborgar Kambódíu, og þaðan til Siem Reap, síðan yfir landamær- in til Tælands, gegnum Bankok og endað á byrjunarreit í pattaya. Fátækt land „Það var ævintýralegt að fara yfir landamærin til Kambódíu. Ég held að hver og einn okkar hafi þurft að skrifa undir fimm eyðublöð,“ seg- ir hann hlæjandi. „Að fara með hjól á milli Kambódíu og Tælands er mikið mál.“ Á leið inn í Kambó- díu buðust innfæddir til að aðstoða við útfyllingu skjalanna og báðu um vegabréfin þeirra til að geta að- stoðað, gegn vægu gjaldi. Félagarn- ir voru mjög óöruggir að afhenda ókunnugum vegabréfin, enda um dýrmæta pappíra að ræða. „Okkur var sagt að afhenda bara vegabréf- in. Það væri einfaldast. En þarna vorum við aðeins farnir að kynn- ast því að að þarna eru allir heiðar- legir,“ segir hann. Allt fór farsællega fram og allir fengu vegabréfin heil til baka. Hans upplifun af Tælandi er góð. „En þar var vinstri umferð,“ segir hann og hlær. Hann segir að vinstri umferðin hafi ekki truflað þá mikið. „En svo kom maður yfir til Kambó- díu og þar er hægri umferð en engar umferðarreglur.“ Honum hafi líka þótt nóg um sóðaskapinn í land- inu. „Það var ótrúleg mengun og rusl. Það vantar innviði til að tak- ast á við allt þetta umbúðaflóð sem er í dag.“ Ferðin var góð að sögn Hallgríms. Hótelin voru öll í hæsta gæðaflokki, skipulag til fyrirmyndar og fólkið í landinu vinalegt. Það var þó nokkuð frábrugðið Íslandi, eins og við er að búast. Fyrsta kvöldið í Kambódíu fundu þeir fljótt fyrir því. Á fyrsta Á tveimur hjólum í gegnum Kambódíu Mótorhjólaferð Hallgríms Guðsteinssonar vélstjóra á framandi slóðir Mótorhjól eru ódýr fararmáti og því flestur aðgengilegur. Heilu fjölskyldurnar voru oft á einu mótorhjóli. Ferðafélagarnir í Sober Riders MC sem fóru um Kambódíu. Hallgrímur er fjórði frá vinstri. Hallgrímur við fararskjóta sinn í upphafi ferðarinnar. Hægt var að sjá alls konar farartæki í Kambódíu. Hér er vél og framdrifi af drát- tarvél skeytt við vörubílspall. Styttur af Búdda voru á hverju horni og útskurðarmeistarar sjá um að höggva hann úr steini. Hér eru tveir myndhöggvarar og fjölda annarra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.