Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 201820 Vesturlandssýning var haldin í Faxaborg í Borgarnesi síðast- liðinn föstudag. Þar voru sýndir gæðingar frá ræktunarbú- um, börn og unglingar sýndu hvað þau hafa lært og nokkr- ir glæsilegir stóðhestar af Vesturlandi voru sýndir. Auk þess var húmor og grín þannig að úr varð hin besta skemmtund. Veitt verða peningarverðlaun fyrir þann hest sem fór hrað- ast í gegnum höllina á skeiði. Þorgeir Ólafsson sigraði og fór hundrað þúsund krónum ríkari heim. iss Vesturlandssýning var haldin í Faxaborg Flott tilþrif sáust, en ekki margir sem toppuðu þessa tvo. Þorgeir Ólafsson gerði sér lítið fyrir og vann skeiðið í gegnum höllina. Nýstofnuð Töltgrúbba Vesturlands kom og sýndi frábært atriði. Tveir heimsmeistarar, þeir Jakob Svavar Sigurðsson og Máni Hilmarsson. Siguroddur Pétursson og Eldborg frá Haukatungu - Syðri. Systur, frænkur og mæðgur; Guðrún, Þórdís, Elísabet og Heiða Dís Fjeldsted. Glæsihryssan Sveðja frá Skipaskaga og Leifur Gunnarsson. pönksveitin pungsig stendur á tímamótum. Sveitin fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir og sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu. Að eigin sögn hefur sveitin á und- anförnum árum haslað sér völl í ís- lensku pönksenunni sem hljóm- sveit sem flestir hafa heyrt um en ekki heyrt í. pungsig var stofnað haustið 2008 af Kristjáni Gauta Karlssyni, bassa- leikara og söngvara, og Tómasi Guðmundssyni gítarleikara. „Tóm- asi var falið að finna nafn á sveitina og eftir árangursríka klósettferð stakk hann upp á nafninu pungsig,“ er haft eftir hljómsveitinni í frétta- tilkynningu. „Við stofnun var jafn- framt ákveðið að Baldur Þórðar- son skyldi slá taktinn, en honum var reyndar ekki tilkynnt um þann ráðahag fyrr en nokkrum dögum síðar. Hefur skipan sveitarinnar haldist óbreytt allar götur síðan.“ Fyrsta breiðskífa pungsigs, sem samnefnd er sveitinni, kemur út á laugardaginn. Er hún gefin út í litlu vínylupplagi, auk þess sem hún verður gerð aðgengileg á streymis- veitum í kjölfar útgáfunnar. „Upp- lag vínylplötunnar er löngu uppselt en hægt er að panta plötur í næstu sendingu í gegnum Facebook-síðu pungsigs,“ sega sveitarfélagar. Til að fagna útgáfunni og af- mælinu ætlar pungsig að bjóða til stórtónleika á Gauknum í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi útgáfudags- ins, laugardaginn 28. apríl. „Æf- ingar fyrir tónleikana hafa gengið illa og hefur lokaæfingin verið blás- in af. Undirbúningur er því eins og best verður á kosið, því það er al- gjört lykilatriði í pönkinu að flutn- ingur tónlistarinnar sé ekki til fyr- irmyndar,“ segja hljómsveitarmeð- limir. Útgáfu- og afmælistónleikar pungsigs hefjast kl. 22:00 á Gaukn- um, Tryggvagötu 22 í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis. Um upp- hitun sér hafnfirska pönksveitin Drulla. Kristján Alexander Frið- riksson og Bergur Líndal Guðna- son verða leynigestir. mm Pungsig blæs til útgáfu- og afmælistónleika Pungsig tekur til hendinni. F.v. Tómas Guðmundsson, Baldur Þórðarson og Kristján Gauti Karlsson. Slökkvilið Grundarfjarðar hélt stóra æfingu í samvinnu við starfsmenn Kvíabryggju laugardaginn 21. apríl síðastliðinn. Þá voru handtökin æfð ef eldur brytist út í fangelsinu en þá er að ýmsu að hyggja. Þarna voru æfingar í vatnsöflun, reykköfun og mannbjörgun og að lokum farið yfir útgöngu- og flóttaleiðir með starfsmönnum. Allt gekk að óskum og í lok æfingar var boðið til alls- herjar grillveislu á staðnum. tfk Slökkviliðsæfing á Kvíabryggju Bílarnir við fangelsið að Kvíabryggju. Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri var sáttur með æfinguna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.