Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 201822 Akranes byggðist upp í kringum sjáv- arútveg og landbúnað en hefur þró- ast í áranna rás. Öflugt atvinnulíf er grunnstoð í hverju samfélagi og starf frumkvöðla er mikilvægt. Það er nauðsynlegt að atvinnuþróun sé ekki bara sjálfsprottin heldur einnig stefnu- miðuð, þ.e. að sveitarfélagið marki sér stefnu um uppbyggingu í atvinnu- málum og fylgi henni eftir. Á Akra- nesi hafa verið unnar atvinnustefnur í gegnum tíðina og nú er í gildi stefna sem samþykkt var í maí árið 2014. Sú stefna var unnin upp úr samtali við íbúa og atvinnurekendur á Akranesi. Slíkt samráð er mikilvægt en grunn- stefið í núgildandi stefnu Akranes- kaupstaðar er að hlutverk bæjarfélags- ins sé að skapa aðstæður fyrir fyrirtæki til að blómstra. Stefnumörkun í atvinnumálum Afurðir úr vinnustofum í tengslum við stefnumótun eru oftar en ekki settar fram á auðskiljanlegt form og í fall- egar umbúðir en eftirfylgnin á það til að gleymast. Ég tel að við Skagamenn getum gert betur í að fylgja þeirri stefnu sem hefur verið sett. Til þess þurfum við að hafa skýra framtíðar- sýn í huga við ákvarðanir sem teknar eru í bæði stórum og smáum málum frá degi til dags. Hluti af stefnumörk- un er aðgerðaáætlun með tímasett- um aðgerðum, markmiðum og mæli- kvörðum sem varða leiðina frá þeim stað sem við erum á og þangað sem við viljum komast. Slík aðgerðaráætl- un þarf að vera í sífelldri rýni, uppfærð í samræmi við það hvernig umhverfið þróast frá einum tíma til annars. Sam- talið við íbúa og atvinnurekendur á að vera reglulegt og hluti af markvissri vinnu í átt að framtíðarsýninni sem sett er fram í atvinnustefnu Akranes- kaupstaðar. Við eigum að halda áfram á grunni þeirrar stefnu sem þegar hef- ur verið unnin í atvinnumálum, betr- umbæta hana og setja fram markvissa aðgerðaáætlun sem stuðlar að því að við náum markmiðum okkar um fjöl- breytt og sterkt atvinnulíf. Aukna atvinnu á Akranes Samkvæmt íbúakönnun SSV 2016 sækja um 12% Skagamanna vinnu á höfuðborgarsvæð- inu og um 17% sækja vinnu á Grundartanga. Það eru því um 30% vinnuafls á Akranesi sem sækir vinnu í önnur sveitarfélög. Mik- ill meirihluti starfa á Akranesi eru unnin af íbúum Akraness. Við þurfum að sækja fram og fjölga atvinnutæki- færum á Akranesi þannig að fleiri geti valið að búa og starfa í bænum okkar. En hvernig byggjum við upp að- stæður sem styðja við núverandi at- vinnustarfsemi og laða jafnframt að ný fyrirtæki? Það er að mörgu að hyggja í því sambandi, innviðirnir þurfa að vera í lagi svo sem samgöngur, hafn- araðstaða, áhugaverðar atvinnu- lóðir, aðgengi að rafmagni, fráveit- umál og styrkar gagnaflutningsleiðir. Mannauður og aðgengi að þjónustu og mörkuðum er annað sem fyrir- tæki horfa til. Þjónusta og iðnaður í tengslum við athafnasvæðið á Grund- artanga hefur byggst upp og myndað starfsgrundvöll fyrir mörg fyrirtæki á Akranesi en hér eru mörg öflug fyrir- tæki og stofnanir og ánægja þeirra er mikilvæg ef við ætlum að laða til okk- ar fleiri fyrirtæki með fjölbreytt störf. Klasahugsun í ferðamálum Ferðamennska hefur verið í vexti og þar eru tækifæri sem við Skagamenn þurfum að nýta okkur. Bæjarfélag- ið og atvinnurekendur þurfa að taka höndum saman og vinna með mark- vissum hætti að því að fjölga ferða- mönnum sem vilja nýta þá þjónustu og afþreyingu sem hér er boðið upp á. Ýmislegt hefur verið gert, ferjan Akranes, markaðssetning á Vitanum og samtal við grasrótina. Uppbygg- ing á Frístundamiðstöð við Garða- völl, Guðlaug og fyrirhuguð upp- bygging íþróttamannvirkja eru sókn- arfæri sem munu laða til okkar fjölda gesta. Samstarf í anda klasafræðanna þar sem fyrirtæki og opinberir aðilar taka höndum saman er eitthvað sem við ættum að skoða til að setja enn meiri kraft í þessa sókn. Höldum áfram og byggjum upp at- vinnu á Akranesi. Sandra Margrét Sigurjónsdóttir Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins á Akranesi til bæjar- stjórnarkosninga í vor. Atvinnulíf sem blómstrar Pennagrein Þessi fyrirsögn er stutt lýsing á því sem hæglega getur gerst í fámenn- ari sveitarfélögum með aðstoð kosningalaga. Í 29. grein stendur orðrétt: „Nú kemur aðeins fram einn framboðslisti og skal þá yf- irkjörstjórn framlengja framboðs- frest um tvo sólarhringa. Komi ekki fram nýr framboðslisti áður en þeim fresti lýkur verður fram- kominn framboðslisti sjálfkjör- inn.“ Hættan er þessi. Að þar sem 5 eða 7 sveitarstjórnarmenn eru í frekar fámennu sveitarfélagi og í síðustu kosningum (eða jafnvel mörgum undangengnum kosn- ingum) hafa ekki verið bornir fram listar, þess í stað hefur verið við- haft persónukjör þá eru allir þar til bærir íbúar í kjöri. Svo kemur að kosningum eins og núna og næstum allir íbúarn- ir eru sultuslakir, enda hefur ekki komið neitt fram sem bendir til annars en að persónukjör verði áfram viðhaft. Þá getur til þess að gera fámenn- ur hópur fólks undirbúið fram- boðslista í kyrrþey og lagt hann fram á síðustu stundu. Þá er sam- kvæmt 29. gr. gefinn tveggja sól- arhringa frestur og ef ekki kemur fram annar listi innan þess tíma þá er listinn sjálfkjörinn. Það eru minni líkur en meiri á því að tím- inn dugi til að bregðast við með öðrum lista, sem þýðir engar kosn- ingar, ekkert lýðræði. Þessari 29. lagagrein þarf að breyta og það strax á þann hátt að komi ekki fram annar framboðs- listi áður en þeim fresti lýkur verði viðhaft persónukjör. Með þannig breytingu er hægt að afstýra valda- ráni og ræna í leiðinni réttinum af fólki til að kjósa. Á sama tíma og þetta er látið viðgangast, þá eru þingmenn þess í stað uppteknir af því að reyna að lækka kosninga- aldurinn niður í 16 ár til að stækka hópinn sem hægt er að ræna rétt- inum til að kjósa. Það verður lengi margt skrýtið á Íslandi. Svavar Garðarsson, Búðardal. Valdarán og engar kosningar til sveitarstjórnar Í boði laga um kosningar til sveitarstjórna Pennagrein Verðlaunin Framúrskarandi ungir Ís- lendingar eru veitt árlega af JCI Ís- landi. Þau eru fyrst og fremst hvatn- ingarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. „Þetta er hvatning og viður- kenning fyrir ungt fólk sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá JCI Íslandi. „Fram- tíðarsýn JCI Íslands fyrir verðlaunin er sú að þau skapi sér sess í íslensku þjóðlífi. Veki athygli á ungu fólki sem starfar af eldmóð, heilindum og ósér- hlífni án þess endilega að hafa hlotið athygli almennings og verði þeim sem þau hljóta hvatning til frekari dáða og veki athygli á verkum þeirra.“ Á hverju ári biður JCI almenning um aðstoð við að finna framúrskar- andi ungt fólk á aldrinum 18-40 ára. Leitað er að einstaklingum sem hafa skarað framúr á sínu sviði, verið góð- ar fyrirmyndir og gefið af sér til sam- félagsins. Hægt er að senda inn til- nefningar með að fara á vefslóðina framurskarandi.is Tilnefnt er í eftirfarandi tíu flokk- um: 1. Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði. 2. Störf á sviði stjórnmála, ríkismála og/eða lögfræði. 3. Leiðtogar/afrek á sviði menntamála. 4. Störf /afrek á sviði menningar. 5. Störf á sviði siðferðis- og/eða um- hverfismála. 6. Framlag til barna, heimsfriðar og/ eða mannréttinda. 7. Störf á sviði mannúðar- eða sjálf- boðaliðamála. 8. Störf á sviði tækni og vísinda. 9. Einstaklingssigrar og/eða afrek. 10. Störf /uppgötvanir á sviði læknis- fræði. mm Óskað tilnefninga um fram- úrskarandi unga Íslendinga Pennagrein Borgarbyggð er einstakt sveitar- félag sem hefur alla burði til að verða eitt af eftirsóknarverðustu sveitarfélögum landsins. Tæki- færin eru óþrjótandi og við höf- um nú þegar fjöldamörg tromp á hendi. Grunnstoðir sveitarfélags- ins eru sterkar, hér eru reknir skól- ar á öllum skólastigum, mannlífið og menningarlífið er fjölbreytt og skemmtilegt, skilyrði til arðbærs rekstrar fyrirtækja eru hagfelld, náttúran er gullfalleg, ferðaþjón- ustan vekur athygli um heim allan, búsetukostir eru fjölbreyttir, fast- eignaverð er tiltölulega lágt, stutt er til höfuðborgarinnar og áfram mætti lengi telja. Mér er því hulin ráðgáta hvers vegna fólksfjölgun í Borgarbyggð hefur ekki verið í takti við þróunina í öðrum sambærilegum sveitarfé- lögum. Vitanlega er ekki sjálfgef- ið að menn viti hvaða tromp Borg- arbyggð hefur á hendi og hvað hingað er að sækja. Ljóst er að ef við viljum snúa þessari þróun við er nauðsynlegt að veita mikilvægi markaðssetningar á sveitarfélaginu aukna athygli. Sjálfstæðismenn í Borgarbyggð ætla að beita sér fyrir stórauk- inni markaðssetningu á sveitarfé- laginu í því augnamiði að laða til okkur íbúa og fyrirtæki. Forsenda þess að markaðssetningin skili ár- angri er að sækja markvisst fram og spila út þeim trompum sem við höfum á hendi. Þá er eigi síð- ur mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því hverju við viljum bæta við svo fjölgun íbúa og fyrir- tækja verði líklegri en ella. ,,Í upp- hafi skyldi endinn skoða,“ - mikil- vægast af öllu er að vita fyrir hvað við viljum að Borgarbyggð standi – að vita hver draumasýnin er. Þegar þeirri spurningu hefur verið svar- að verður öllum ljóst hvaða ávinn- ingur hlýst af því að búa, starfa eða reka fyrirtæki hér. Við ætlum að vanda til verka og leita álits íbúa, atvinnurekenda og fagaðila um dýrmæt ráð í stefnumörkun og markaðssókn. Markaðssetningin lýtur að því að kynna sveitarfélagið út á við og draga fram þá kosti sem einkenna samfélagið okkar. Þó má ekki gleyma því að markaðssetning inn á við er ekki síður mikilvæg og eru ánægðir íbúar dýrmætasta auð- lindin í því samhengi. Hvert og eitt okkar getur lagt hönd á plóg í þeirri vegferð. Til að mynda skipt- ir miklu máli að tala á jákvæðan hátt um kosti Borgarbyggðar og það sem vel er gert. Fögnum vel- gengni íbúa og fyrirtækja, því vel- gengni á einum stað er um leið velgengni fyrir okkur öll. Tökum líka vel á móti nýju fólki og fyr- irtækjum og sýnum þeim þakk- læti sem hafa trú á Borgarbyggð - að í Borgarbyggð sé gott að búa, starfa og/eða stunda atvinnurekst- ur. Sýnum þeim að þau völdu rétt sveitarfélag! Við berum öll ábyrgð á því að byggja upp jákvæðan stað- aranda svo fólki líði vel hérna, geti blómstrað og sjái ekki þann kost vænstan að flytja héðan. Sveitar- félög Borgarbyggðar sameinuðust fyrir rúmum áratug á pappírunum og nú höfum við tækifæri til að sameinast einnig að öllu leyti í hug og hjarta – að vera sem ein heild inn á við og út á við. Markviss markaðssetning fel- ur ekki í sér kostnað heldur fjár- festingu sem skilar góðum ,,arði“ strax og til lengri tíma litið. Mark- aðssetning er lykillinn að því að ,,stækka kökuna“, þ.e. að auka tekjur sveitarfélagsins og bæta um leið afkomu þess með því að fjölga íbúum, fyrirtækjum og tækifærum. Aukin afkoma gerir okkur kleift að veita enn betri þjónustu og að sinna jafnframt nauðsynlegum og tímabærum fjárfestingum í mann- virkjum, gatnagerð og innviðum stofnana sveitarfélagsins svo eitt- hvað sé nefnt. Okkur hættir oft til að falla í ,,sparnaðargryfjuna“ svo- kölluðu – þar sem álitlegast er tal- ið að skera niður kostnað til þess að bæta afkomuna. Það er alltaf nauðsynlegt að halda vel á spilun- um og fara gaumgæfilega yfir sér- hver fjárútlát sveitarfélagsins. En höfum það ávallt hugfast að það eru tvær hliðar á peningnum. Það má einnig bæta afkomuna með því að snúa vörn í sókn og grípa til markaðsaðgerða sem miða að því að auka tekjur sveitarfélagsins og þar með möguleika þess á að verða enn eftirsóknarverðara í hugum fólks og atvinnurekenda. Við sjálfstæðismenn ætlum að kortleggja þessi tækifæri og koma þeim á framfæri með skýrum hætti. Við munum móta heildstæða stefnu sem lýtur að því að kynna sveitarfélagið sem eftirsóknar- verðan búsetukost þar sem boðið er upp á góða þjónustu fyrir íbúa gegn hóflegu gjaldi, fjölbreyttan búsetukost og spennandi atvinnu- tækifæri. Staðið verður fyrir sér- stöku, tímabundnu átaki þar sem ofangreindir áhersluþættir verða í forgrunni. Ræturnar til Borgarbyggðar eru sterkar og mér þykir afar vænt um að búa hérna. Ég vil leggja mitt af mörkum við að byggja upp samfé- lagið okkar með því að glæða enn frekar atvinnulífið og mannlífið – hér á alltaf að vera gott og gam- an að búa. Höfum gaman saman og sameinumst um að byggja upp sveitarfélagið okkar á jákvæðan, skemmtilegan og árangursríkan hátt – öllum núverandi og verð- andi íbúum til hagsbóta. Gerum lífið betra. Sigurður Guðmundsson Höf. skipar 3. sæti á lista Sjálf- stæðismanna í Borgarbyggð. Spilum út trompunum – sækjum fram Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.