Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 25.04.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 201826 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Átt þú eitthvað sérstakt áhugamál? Spurni g vikunnar Oddur Ottesen Allir fuglar. Finnur Andrésson Ljósmyndun. Hulda Sigurbjörnsdóttir Já, að sauma út og prjóna. Hrafnhildur Jóakimsdóttir Já, draumar og drekar. Elí Halldórsson Já, að spila keilu. Forgjafarmót FEBBN í pútti fyr- ir eldri borgara í Borgarbyggð fór fram í Eyjunni í Brákarey 17. apríl síðastliðinn. Forgjöfin byggðist á meðaltali í skori móta í janúar til mars. Mótið var tileinkað minn- ingu um Guðmund Reyni Guð- mundsson sem lést 8. apríl síðast- liðinn eftir stutt veikindi. Guð- mundur Reynir var í pútthópnum og tók þátt í púttmótinu Góuþræl 2018 sem fram fór 15. mars síð- astliðinn og sagt var frá í Skessu- horni. Keppendur á forgjafarmótinu voru 20 talsins og var keppnin jöfn og spennandi að sögn Ingimund- ar Ingimundarsonar. „Athyglis- vert var hversu margir einpútt- uðu mörgum sinnum. Sýnilegar framfarir hafa orðið hjá mörgum þátttakendnum í vetur og áhugi og keppnisskap er í góðu lagi,“ segir Ingimundur. Guðrún Birna Haraldsdóttir varð hlutskörpust í kvennaflokki án forgjafar með 62 högg. Í öðru sæti varð Ásdís B. Geirdal með 63 högg og þriðja Lilja Ósk Ólafs- dóttir með 67 högg. Ragnheiður Elín Jónsdóttir sigraði með for- gjöf á 60 höggum. Í öðru sæti varð Hugrún Björk Þorkelsdótt- ir með 62 högg og í þriðja sæti Anna Ólafsdóttir með 70 högg. Ingimundur Ingimundarson stóð efstur án forgjafar á 58 höggum. Indriði Björnsson varð annar á 61 höggi og Jón Þór Jónasson þriðji á 61 höggi. Sigurður Þórarins- son var efstur með forgjöf með 60 högg. Guðmundur Bachmann varð annar með 61 högg og Björn Jóhannsson þriðji með 62 högg. „Nú vænta púttarar að vel vori og þeir komist út sem fyrst,“ segir Ingimundur. mm/ Ljósm. Þórhallur Grímars- son. Úrslit á forgjafarmóti FEBBN Mótið var haldið til minningar um Guðmund Reyni Guðmundsson félaga í FEBBN sem nýlega féll frá. Sigurvegarar á mótinu með forgjöf. Sigurvegarar án forgjafar. Á myndina vantar Guðrúnu Birnu Haraldsdóttur sem sigraði í kvennaflokki. Opna Borgarfjarðarmótinu í bridds lauk á mánudagskvöldið síðasta í Logalandi. Að venju var mótið bæði spilað á Akranesi og í Borgarfirði, að þessu sinni með þátttöku 18 para. Sigurvegarar urðu Skagamennirn- ir Karl Alfreðsson og Jón Alfreðs- son með skor upp á 67,5%. Í öðru sæti urðu Borgfirðingarnir Svein- björn Eyjólfsson og Sigurður Ein- arsson með 54,9%. Sjónarmun á eftir í þriðja sæti urðu Skagamenn- irnir Viktor Björnsson og Alfreð Þór Alfreðsson einnig með 54,9% skor. Fjórðu urðu Tryggvi Bjarna- son og Þorgeir Jósefsson frá Akra- nesi með 54,7% og fimmtu fulltrúar Hvalfjarðarsveitar þeir Guðmundur Ólafsson og Hallgrímur Rögnvalds- son með 53,1%. Eftir þetta mót eru bæði bridds- félögin farin í sumarfrí. mm Skagamenn sigursælir á Opna Borgarfjarðarmótinu Þrjú efstu pörin á mótinu. F.v. Viktor og Alfreð í þriðja sæti, Karl og Jón sigurvegarar og Sveinbjörn og Sigurður sem urðu í öðru sæti. TM mót Stjörnunnar fer fram þessa dagana þar sem að ung- ir knattspyrnusnillingar láta til sín taka. Sunnudaginn síðasta var keppni hjá 8. flokki karla og kvenna og var gleðin í fyr- irrúmi hjá liðunum. Ljósmynd- ari Skessuhorns fékk að fylgj- ast með stelpunum hjá Snæ- fellsnessamstarfinu en þær voru flestar að stíga sín fyrstu spor á knattspyrnuvellinum. Það voru mögnuð tilþrif sem litu dagsins ljós og framtíðin björt á Snæ- fellsnesi. tfk Frábær stemmning á TM móti Stjörnunnar Allir voru kampakátir að móti loknu. Gleðin var allsráðandi hvort sem um var að ræða upphitun eða kappleik. Hart barist á vellinum. (Spurt á Akranesi)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.