Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 18. tbl. 21. árg. 2. maí 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! Heimir Bergmann Löggiltur fasteigna og skipasali Óskum eftir eignum á sölu og leiguskrá! Mikil eftirspurn eftir flestum stærðum eigna Hringdu núna í síma 630-9000 og bókaðau skoðun á þinni eign SK ES SU H O R N 2 01 8 lögheimili.is Framtíðarreikningur -í fullu gildi í framtíðinni Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast. Ef ��.��� kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning leggjum við �.��� kr. á móti. 20 ÁR Dagur umhverfisins var síðastliðinn miðvikudag. Víða um land var dagurinn nýttur til að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl, eða „plokka“ eins og farið er að kalla rusla- hreinsun samhliða hollri útiveru. Á Akranesi tóku mörg hundruð manns þátt í hreinsunarstarfi frá morgni til kvölds. Nemendur og starfsfólk leik- og grunnskóla auk félags eldri borgara byrjuðu daginn snemma. Síðar um daginn voru það svo íþróttafélögin, en á vegum ÍA voru um fjögur hundruð sem tóku þátt í því að fegra bæinn. Meðfylgjandi mynd tók Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir af vösku fimleikafólki þegar lagt var af stað frá Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Sjá fleiri myndir í Skessuhorni í dag. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín- um á föstudaginn tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráð- herra og Bjarna Benediktssonar fjár- málaráðherra um að veita fjögurra milljarða króna framlagi til brýnna vegaframkvæmda árið 2018 úr al- mennum varasjóði sem fjármála- og efnahagsráðherra fer með. Ekki er enn ákveðið hvaða verkefni verður ráðist í en reiknað er með að styrkja þurfi t.d. slitlag skemmdra vega víða um landið. Þá er samkvæmt frétt, sem birtist í Morgunblaðinu síðast- liðinn mánudag, unnið að tillögum í samgönguráðuneytinu um stofn- un félags sem hefði með höndum ýmsar stórframkvæmdir í vegamál- um. „Um er að ræða nauðsynleg og dýr mannvirki sem eru í biðstöðu og gætu þurft að sitja á hakanum lengi enn nema til komi einkaframkvæmd og notendagjöld,“ eins og segir í fréttinni. Nákvæm útfærsla á formi félagsins er eftir, en vilji er til þess að lagafrumvarp um þetta verði lagt fram á Alþingi í haust. Undir það verkefni gæti t.d. fallið Sundabraut, brú yfir Ölfusá við Selfoss og jafn- vel tvöföldun stofnbrauta frá höfuð- borgarsvæðinu. En vegna fjögurra milljarða króna viðbótarframlags til vegagerðar á þessu ári, segir í tilkynningu frá rík- isstjórinni: „Afar brýnt er að verja þau verðmæti sem liggja í vegakerf- inu en vandinn mun vaxa ef ekki verður brugðist við í tæka tíð. Lé- legt viðhald dregur einnig mjög úr umferðaröryggi. Þörfin er um allt land og verður nú mætt að nokkru leyti með viðbótarframlagi úr ríkis- sjóði. Vegagerðin hefur metið brýn- ustu verkefnin sem hægt er að ráð- ast í með það að markmiði að verja fjárfestingu vegakerfisins og öryggi vegfarenda.“ Þá kemur fram að þessa dagana vinnur Vegagerðin að því að leggja mat á og forgangsraða nauðsynleg- um viðhaldsframkvæmdum og ráð- stafa því fjármagni sem til reiðu er. Samhliða þeim auknu fjármunum sem nú verður veitt til vegafram- kvæmda er gert ráð fyrir breyttri forgangsröðun verkefna á yfirstand- andi ári og til framtíðar litið, í sam- ráði við fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, þannig að mynda megi aukið svigrúm fyrir brýnt viðhald vega. Á fjárlögum eru að auki ætlaðir 8 milljarðar króna til viðhalds í ár, þar af er áætlað að verja 3,7 milljörðum króna til að endur- nýja slitlög og 1,6 milljarði króna í styrkingaframkvæmdir. „Þetta mun gera okkur kleift að ljúka strax á þessu ári mikilvægum vegabótum, sem ella hefðu þurft að bíða fram á næsta ár,“ sagði Sigurður Ingi Jó- hannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra að loknum ríkis- stjórnarfundi á föstudaginn. mm Ónýtt slitlag á Þjóðvegi 1 ofan við Borgarnes. Myndin var tekin síðla í vetur. Fjórir milljarðar í viðbótarframlag til brýnna vegaframkvæmda

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.