Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 20182 Húsafelli byggir á 4G sambandi sem þolir ekki það álag sem fylgir þessum fjölda ferðamanna,“ segir Þórður og heldur áfram. „Sveitar- félagið er vissulega að leggja ljós- leiðara en það er umfangsmikið verkefni sem tekur tíma. Við get- um í raun ekki beðið í þessi tvö eða þrjú ár sem það tekur þar til ljós- leiðari myndi koma í Húsafell.“ Forsvarsmenn Ferðaþjónust- unnar í Húsafelli sendu tilkynn- ingu til Borgarbyggðar um fyrir- hugaða lagningu ljósleiðara þar sem sveitarfélaginu er boðið að taka þátt í og nýta sér framkvæmd- irnar. „Við höfum aðeins feng- ið jákvæð viðbrögð frá sveitarfé- laginu. Þó gerum við ekki ráð fyrir að neinar ákvarðanir verði teknar fyrir kosningar,“ segir Þórður og bætir því við að hann sé bjartsýnn á að vel verði tekið í verkefnið innan sveitarstjórnar. „Ég er bjartsýnn á að sveitarfélagið óski eftir að sam- nýta verkefnið með okkur.“ arg Nú er óhætt að segja að vorið sé kom- ið og þá fylgja vorverkin. Nú er tíminn til að snyrta trén, huga að lóðinni, tína rusl og yfirfara sláttuvélina fyrir sum- arið. Höfum huggulegt í kringum okk- ur í sumar. Á morgun fimmtudag er spáð suðlægri átt, 8-15 m/s og rigningu eða slyddu en él á Suður- og Vesturlandi síðdegis. Úr- komulaust norðaustanlands og hiti 2-10 stig. Á föstudag og laugardag er spáð suðvestlægri átt, 5-15 m/s og hvassast á Vesturlandi. Skúrir eða él á sunnan- og vestanverðu landinu en bjart á Norð- austurlandi og hiti 1-10 stig og víða næturfrost inn til landsins. Spáð er vest- an 5-10 m/s á Vesturlandi á sunnudag en léttskýjað austanlands og hiti 5-10 stig. Á mánudag er útlit fyrir sunnanátt og rigningu á Suður- og Vesturlandi og hiti 5-10 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns hvort fólk ætli að kjósa í sveita- stjórnakosningunum 26. maí. Flest- ir ætla að gera það eða 78% svarenda. 11% sögðust ekki ætla að kjósa og 11% voru ekki búnir að ákveða sig. Aðrir höfðu ekki kosningarétt. Í næstu viku er spurt: Kemst Ari Ólafsson, framlag Íslands, upp úr undanúrslitum í Eurovision 8. maí? Ísólfur Haraldsson og Vinir hallarinn- ar tóku sig til með aðeins tveggja vikna fyrirvara og héldu söngkeppni fram- haldsskólanna á Akranesi síðastliðinn laugardag. Keppnin var einstaklega vel heppnuð í alla staði og eiga Ísólf- ur og Vinir hallarinnar sannarlega skilið nafnbókina Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Fyrsta steypa á viðbyggingu Fellaskjóls GRUNDARFJ: Miðvikudag- inn 25. apríl lak fyrsta steyp- an ofan í mótin við Dvalar- heimlið Fellaskjól í Grundar- firði. Þar er verið að bæta við herbergjum og stækka heim- ilið eins og áður hefur komið fram. Það voru verktakar frá Trésmiðjunni Gráborg, Taug- um og Almennu umhverf- isþjónustunni sem voru við steypuvinnu þegar ljósmynd- ari Skessuhorns kíkti við. Það styttist því í að viðbygging- in rísi og dvalarheimilið fái breytta ásýnd. -tfk Vilja rekstrar- aðila að Tónbergi AKRANES: Á fundi bæjar- ráðs Akraneskaupstaðar síð- astliðinn fimmtudag var tekin fyrir tillaga um að auglýsa eft- ir rekstraraðila til umsjónar á Tónbergi, sal í Tónlistarskóla Akraness. Bæjarráð samþykkti að auglýsa salinn til afnota fyr- ir áhugasama sem tækju að sér rekstur hans. Bæjarstjóra var falin úrvinnsla málsins. -mm Kalla eftir dæmum um stórhækkun húsaleigu LANDIÐ: Verkalýðsfélag- ið VLFA og VR hafa aug- lýst eftir dæmum og gögnum frá fólki sem hefur orðið fyrir óeðlilegri hækkun húsaleigu. Fullum trúnaði er heitið. „Á undanförnum misserum hef- ur heyrst af ótrúlegum dæm- um um svívirðilega hækk- un á húsaleigu fólks sem get- ur ekki hönd fyrir höfuð bor- ið á vægðarlausum leigumark- aði,“ segir í tilkynningu frá VR. „Við hjá VR viljum berj- ast af alefli gegn þessari vá og biðlum því til landsmanna um að senda okkur í trúnaði gögn með dæmum um slíkar hækk- anir.“ Hægt er að senda dæm- in á netfangið vr@vr.is. „Dæmi eru um leigufélög sem skirrast ekki við að demba tugprósenta hækkunum leigugjalds á varn- arlausar fjölskyldur sem að öðrum kosti lenda á götunni. Við hjá VR viljum vera rödd þessa fólks sem flest er í þeirri stöðu að geta ekki tjáð sig um málið af ótta við að missa hús- næði fjölskyldunnar.“ -mm Gestastofa um griðland fugla BORGARBYGGÐ: Byggð- arráð Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að veita Landbún- aðarsafni Íslands á Hvann- eyri 250 þús. kr. styrk. Kemur hann til uppbyggingar á gesta- stofu í tengslum við alþjóðlegt griðland fugla á Hvanneyri. -kgk Alþingi hefur samþykkt heildarlög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lög um breytingu á lögum um félags- þjónustu sveitarfélaga. Lagabreyt- ingarnar fela m.a. í sér lögfest- ingu notendastýrðrar persónulegr- ar aðstoðar (NPA). Lögin um þjón- ustu við fatlað fólk með langvar- andi stuðningsþarfir gilda um fatl- aða einstaklinga sem þurfa þjón- ustu í meira en 15 klukkustundir á viku. Ákvæði laga um félagsþjón- ustu gilda um þá sem þurfa minni aðstoð. Þá hefur verið skerpt á eft- irliti ráðherra með þjónustu sveit- arfélaga og reglur um samninga við einkaaðila og starfsleyfisveitingar til einkaaðila eru skýrðar. Þjónustuformið NPA sem hing- að til hefur verið rekið sem til- raunaverkefni hefur nú fengið stoð í lögum og hugmyndafræðin um sjálfstætt líf innleitt í öll ákvæði lag- anna. Fjallað er sérstaklega um frí- stundaþjónustu við fatlaða nemend- ur og úrræði fyrir börn með miklar samþættar geð- og þroskaraskanir. Kveðið er á um skyldur sveitarfé- laga til að upplýsa einstaklinga um rétt þeirra til þjónustu og hvaða úr- ræði standa þeim til boða meðan beðið er eftir þjónustu sem sam- þykkt hefur verið þeim til handa. Fest er í lög ákvæði um sérstaka samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks og einnig skylda ráðherra til að leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmda- áætlun í málefnum fatlaðs fólks. Með breytingu á lögum félags- þjónustu sveitarfélaga eru gerðar ýmsar breytingar á skipulagi, stjórn og hlutverki félagsmálanefnda og hnykkt á eftirlitshlutverki ráðherra. Skýrar er kveðið á um feril ágrein- ingsmála og málskot innan stjórn- kerfisins. Þá er kveðið sérstaklega á um samráð við notendur félags- þjónustu og um störf notendaráða. Fjallað er um samninga við einka- aðila og starfsleyfisveitingar til einkaaðila sem hyggjast veita þjón- ustu samkvæmt frumvarp inu. Loks eru gerðar breytingar á kaflanum sem snúa að félagslegri heimaþjón- ustu, akstursþjónustu og húsnæðis- málum. mm Þjónustuformið NPA nú innleitt með lögum Eigendur Ferðaþjónustunnar í Húsafelli hyggjast leggja ljósleið- ara úr Reykholti í Húsafell. Þetta kemur fram í fundagerð byggðar- ráðs Borgarbyggðar frá 16. apríl sl. Að sögn Þórðar Kristleifssonar á Húsafelli verður hafist handa við lagningu ljósleiðara um mitt sum- ar. „Vegna okkar reksturs er nauð- synlegt að bæta nettenginguna í Húsafelli og það þolir enga bið,“ segir Þórður í samtali við Skessu- horn. Í Húsafelli er ýmis ferða- þjónustustarfsemi, hótel og sumar- hús og því fylgir mikill fjöldi ferða- fólks. „Nettengingin sem nú er í Ætla sjálfir að leggja ljósleiðara í Húsafell Leggja á ljósleiðara í Húsafell í sumar. Hér er nýja hótelið. Ljósm. úr safni. Skaginn 3X mun bera ábyrgð á framleiðslu á vinnsludekki í nýtt frystiskip HB Granda sem nú er í smíðum í spænsku skipasmíðastöð- inni Astrilleros Armon Gijon AS. Skaginn 3X mun annast afhend- ingu á vinnsludekkinu í heild sinni en hluti búnaðarins mun koma frá undirverktökum Skagans 3X, svo sem Vélfagi, Marel og Afak. Þetta er fjórði samningurinn milli fyrir- tækjanna hvað varðar heildarlausn um borð í ný skip HB Granda. Systurskipin Engey, Akurey og Viðey hafa hlotið verðskuldaða athygli hvað varðar hugvit, sjálf- virkni og afurðagæði. Í nýja frysti- togaranum verður að sögn mikill sveigjanleiki hvað varðar vinnslu á mismunandi tegundum, fjölbreytt- um vinnsluaðferðum og pökkunar- möguleikum. „Vatnsskurður mun gera það að verkum að unnt verður að fram- leiða afurðir sem almennt þekkj- ast ekki um borð í frystiskipum. Það er mjög mikilvægt að hönn- un á vinnslubúnaði, þ.m.t. pökk- un, frysting og brettun styðji við nýjar og auknar kröfur markaðar- ins,“ segir Jón Birgir Gunnarsson, markaðs- og sölustjóri hjá Skagan- um 3X. mm Skaginn 3X framleiðir vinnsludekk í nýjan frystitogara HB Granda Tölvugerð mynd af vinnsludekkinu sem verður í nýja frystitogaranum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.