Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Í alla staði til fyrirmyndar Síðastliðið laugardagskvöld gerði ég mér ferð í Íþróttahúsið við Vestur- götu á Akranesi til að fylgjast með Söngkeppni framhaldsskólanna sem þar fór fram. Ég vildi fylgjast með keppni og ná myndum eins og blaða- menn þurfa jú að gera. Ástæðan var ekki síður sú að ég hreifst af þeirri áræðni sem Ísólfur Haraldsson hjá Vinum hallarinnar sýndi fyrir hálfum mánuði, með því að taka að sér með engum fyrirvara að fóstra keppn- ina, eftir að aðrir höfðu gefið það frá sér. Útlit var fyrir að þessi 28 ára og góða keppni myndi falla milli skips og bryggju annað árið í röð, sem hefði verið synd. Fúslega skal ég einnig viðurkenna að ég hef lúmskt gaman að svona söngkeppnum, hvort sem þær eru haldnar hér heima, í Ameríku svo ekki sé talað um hina gömlu góðu Eurovisjón. En hvað um það. Keppnin hófst á slaginu klukkan níu. Salurinn var fullur og eftirvænting lá í loftinu. Þarna voru bæði mættir stuðnings- menn einstakra keppenda en einnig venslalausir sem keyptu sér miða til að njóta góðrar skemmtunar. Strax eftir fyrsta atriði af alls 24 mátti segja að boltinn hafi farið að rúlla. Þarna steig á svið ungt og afar hæfi- leikaríkt fólk og flutti atriði á heimsklassa. Ég bókstaflega ætlaði ekki að trúa hversu faglega og vel var að öllu staðið og án undantekninga. Fólk í salnum var farið að hvísla um að dómnefndarinnar biði erfitt verkefni, jafnvel vonlaust, að velja eitt atriði sem skaraði framúr öllum hinum. Í mínum huga áttu þau nefnilega flest fyllilega skilið að vinna í þessari keppni. Ég ræddi stuttlega við Einar Bárðarson formann dómnefndar að keppni lokinni. Hann sagði mér að hann hefði verið fenginn til að dæma undankeppni Eurovisjón í Þýskalandi í vetur. Það hefði verið miklu auð- veldara verkefni en dómnefndinni hér heima var falið á laugardaginn. Fullyrti hann að Söngkeppni framhaldsskólanna hefði aldrei verið jafn- sterk og jöfn og nú. Menntamálaráðherra sem afhenti verðaunin var sama sinnis. Gaf hún tónlistarskólum landsins alveg sérstakt hrós því þeir hlytu að eiga stóran þátt í hversu unga fólkið bar sig fagmannlega að við allt, hvort sem það var sviðsframkoma, söngur eða undirspil. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í samfélagi þar sem færð voru upp leikrit á nánast hverju ári og í skólanum var árshátíð og jóla- skemmtun þar sem allir fengu að vera með í lestri, söng, leik eða hvað það nú var sem gert var til skemmtunar hverju sinni. Ungmennafélagið í sveitinni var einnig afskaplega virkur félagsskapur og fólk hafði gaman af að sýsla í leiklist. Allir fengu að vera með á sínum eigin forsendum, enginn var skilinn útundan. Ef menn gátu ekki hugsað sér að leika, var þeim falið hlutverk við förðun, leiktjaldasmíði, miðasölu eða annað sem hentaði þeim. Þarna hlaut maður félagslegt uppeldi sem hefur komið sér vel æ síðan. Því fagna ég framtaki eins og þessu þar sem ungt fólk getur í keppni, sem þó er á jafningjagrunni í sínum skóla, staðið sig vel og öðlast keppnisrétt í söngkeppni og komið fram í beinni útsendingu í sjónvarpi. Hvílík reynsla! Nemendur allsstaðar af landinu áttu frábæra kvöldstund í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á laugardaginn og ég er full- viss um að þeir sem fylgdust með keppninni heima í stofu geta verið sammála því. Söngkeppni af þessu tagi þjappar þjóðinni saman og er í alla staði til fyrirmyndar. Til hamingju. Magnús Magnússon Leiðari Alþingi samþykkti síðastliðinn fimmtudag breytingarfrumvarp um fyrirkomulag strandveiða, sem hefjast einmitt í dag, 2. maí. Með- al helstu breytinga nú er að veiðar verða leyfðar í 12 daga í senn í hverj- um mánuði, frá maí og til ágúst, og geta veiðimenn þá róið þegar vel viðrar til veiðanna. Með breyting- unni er reynt að koma í veg fyrir svokallaðar ólympískar veiðar sem taldar voru stefna öryggi sjómanna í hættu. Þá eru sett inn skilyrði um heimilisfesti sjómanna til að þeir sæki síður of margir inn á sama strand- veiðisvæðið. Um það segir orðrétt í hinum nýju lögum: „Eingöngu er heimilt að veita skipi leyfi til strand- veiða miðað við það landsvæði þar sem útgerð skips á heimilisfesti.“ Þá segir auk þess um vald ráðherra til að stöðva veiðar ef afli fer um- fram leyfilegt magn: „Ráðherra get- ur með auglýsingu í Stjórnartíðind- um stöðvað strandveiðar þegar sýnt er að heildarafli strandveiðiskipa fari umfram það magn sem ráðstafað er til strandveiða samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur um strandveiðar fyrir árið 2018.“ Þverpólitísk samstaða náðist um afgreiðslu málisins á þingi, að sögn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur al- þingismanns VG og formanns at- vinnuveganefndar. Í aðsendri grein hér í blaðinu í dag útskýrir Lilja Raf- ney ítarlega það sem í frumvarpinu felst. mm Strandveiðar hefjast í dag Á síðustu dögum hafa strandveiðisjómenn verið á fullu að gera báta sína klára fyrir veiðarnar. Voru handtökin mörg sem þurfti að vinna til að hægt væri að setja bátana á flot. Voru allir fjölskyldumeðlimir nýttir til aðstoðar eins og þessir feðgar sem voru í óðaönn að botnmála Stefaníu SH 82 um liðna helgi. Ljósm. þa. Mjög góður afli fékkst í öll veiðar- færi í síðustu viku, að sögn Péturs Bogasonar hafnarvarðar í Ólafsvík. „Já, blessaður vertu, það er bara flott veiði hjá öllum,“ sagði Pétur og bætti við að fiskurinn væri mjög stór og vænn sem komið hefur að landi. „Til dæmis tók dragnótar- báturinn Leynir SH aðeins tvö höl og fékk 22 tonn og aðrir dragnótar- bátar hafa einnig aflað vel. Sama á við um netabátana. Þeir hafa fiskað vel og hefur Bárður SH til dæmis verið að landa þetta 30 til 40 tonn- um á dag. Svo eru handfærabátar byrjaðir og þar er einnig sama sag- an,“ segir Pétur; „mjög góður afli og hafa bátar landað upp í fjögur tonn yfir daginn. af Góð aflabrögð í Snæfellsbæ Emil Freyr Emilsson skipstjóri á Guðbjarti SH innbyrðir hér einn vænan þorsk. Sjá má að sá hafði verið hálfnaður að éta annan vænan fisk. „Þetta er svaka flykki,“ sagði Emil og bætti við; „svona risar gætu gleypt fréttarita Skessuhorns i einum bita! Skipulags- og umhverfissvið Akra- neskaupstaður hefur auglýst al- mennan íbúafund um skipulags- mál. Verður hann í dag, miðviku- daginn 2. maí klukkan 18 í bæjar- þingsalnum á Stillholti 16-18. Á fundinum verða kynntar tillögur um breytingu aðalskipulags vegna tveggja aðskildra framkvæmda í sjó fram. Annars vegar verður kynnt fyrirhuguð lenging hafnar- garðs og brimvarnargarðs í Akra- neshöfn. Hins vegar verður kynnt fyrirhuguð breyting á hafnarsvæð- inu við Grenjar, en þar sækir Skag- inn 3X um að gera allt að 1,3 hekt- ara landfyllingu til norðausturs út í Krókalón. Lóðin Bakkatún 30 yrði þá stækkuð svo mögulegt verði að heimila stækkun á iðnaðarhúsnæði um allt að 4000 fermetra. Síðar- nefnda skipulagsbreytingin hef- ur mætt gagnrýni nágranna við Krókalón og Vesturgötu. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum 27. febrú- ar síðastliðinn að auglýsa breyt- ingu á aðalskipulagi og rann frestur til athugasemda út 21. mars. Fjöl- margar athugasemdir bárust við fyrirhugaða landfyllingu, einkum frá íbúum í nágrenninu sem telja verulega á rétt sinn gengið. Meðal annars hefur verið farið fram á að áður en ákvörðun verði tekin verði lagt hagfræðilegt mat á skerðingu verðmæta fasteigna við göturn- ar Krókatún og Vesturgötu vegna aukinnar starfsemi á Grenjum og skerðingu á útsýni sem verði stöð- ugt verðmætara. Anna Lára Stein- dal sem býr við Krókatún 16 er meðal þeirra sem berst í ræðu og riti hart gegn fyrirhuguðum breyt- ingum í nágrenni sínu. Hún seg- ir að útlits- og sjónmengun skipti ekki öllu máli, heldur snúist mót- mæli hennar um spurninguna hvernig bæ fólki vilja búa í. „Mig langar svo innilega og hjartanlega til þess að búa í samfélagi þar sem lífsgæði íbúa og velmegun þeirra, náttúru og samfélags er ekki met- in, hvað þá fórnað, út frá fjárhags- legum hagsmunum þeirra sem eiga eitthvað undir sér og fá því að taka sér vald til þess að hundsa lífsgæði og náttúru eftir behag eins og þessi verðmæti væru einskis nýtt drasl,“ skrifar Anna Lára á Facebook síðu sína. mm Íbúar mótfallnir fyrirhugaðri landfyllingu í Krókalón

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.