Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 7 • • • SK ES SU H O R N 2 01 8 Fjósameistari – Nautahirðir NBÍ ehf, nautastöðin á Hesti í Borgarfi rði auglýsir laust til umsóknar starf fj ósameistara - nautahirðis. Laust er til umsóknar starf nautahirðis við NBÍ efh, nautastöðina á Hesti í Borgarfi rði. Starfi ð felst í fóðrun og daglegri umhirðu ungkálfa og nauta, vinnu við sæðistöku, dagleg þrif, viðhald, umsjón með sæðisbirgðum, afgreiðslu á sæði, rekstrarvörum og köfnunarefni, sækja kálfa til bænda, umsjón og þrif á lóð stöðvarinnar svo og ýmsum fl eiri verkþáttum. Vinnuskylda er á helgum og hátíðum, á móti öðrum starfsmönnum stöðvarinnar. Við leitum að áhugasömum og drífandi starfsmanni - konu eða karli - sem er tilbúinn að takast á við fj ölbreytt verkefni. Reynsla í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Umsækjendur skulu hafa lokið búfræðiprófi og hafa auk þess reynslu í búfj árrækt og búfj árhirðingu. Vinnuvélaréttindi eru kostur. Skrifl egum umsóknum, ásamt ferilskrá og meðmælum, skal skila til; NBÍ ehf, Hesti, 311 Borgarnesi eða á tölvupóst bull@emax.is. Hægt er að senda fyrirspurn á sama netfang en upplýsingar eru ekki veittar í gegnum síma. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. Gert er ráð fyrir að nýr starfsmaður hefj i störf ekki síðar en 1. ágúst. SK ES SU H O R N 2 01 8 Aðalfundur Vesturlandsvaktarinn- ar, hollvinasamtaka Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands, var hald- inn síðastliðinn laugardag í funda- sal HVE á Akranesi að viðstöddu fjölmenni. Steinunn Sigurðardótt- ir formaður félagsins færði af þessu tilefni HVE nýjan Ventilator og stand að gjöf. Það var Stefán Þor- valdsson lungnalæknir og yfirlæknir Lyflækningadeildar sem veitti tæk- inu viðtöku. Tæki þetta kostar 2,6 milljónir króna. Stefán þakkaði fyrir höfðinglega gjöf sem hann sagði að kæmi sjúklingum verulega til góða en jafnframt gerði tæki þetta starfs- fólki auðveldara að bæta líðan þeirra sem hafa þörf fyrir aðstoð við önd- un. Stefán lýsti því hvernig tækið kæmi sjúklingum til góða og hvað það hefði fram yfir það tæki sem væri verið að leggja til hliðar sökum aldurs þess og að varahlutir væru ekki lengur fáanlegir. Á aðalfundinum kvaddi Lárus Sighvatsson sér hljóðs og kom ásamt Óðni Gunnari Þórarinssyni færandi hendi. Hann afhenti Hollvinasam- tökunum afrakstur tveggja tónleika sem haldnir voru á Akranesi í vor, þar sem tónlistarmenn spiluðu lög Óðins, en tónlistarmennirnir gáfu vinnu sína. Um var að ræða pen- ingagjöf að upphæð 350.000 krónur. Steinunn Sigurðardóttir formaður þakkaði höfðinglega gjöf. Í samantekt á fundinum kom fram að Hollvinasamtökin hafa frá árinu 2015 fært HVE gjafir fyrir að verð- mæti 65.258.678 króna. Stjórnin notaði þetta tækifæri og þakkaði öll- um þeim einstaklingum, fyrirtækj- um, stofnunum, sveitarfélögum og félagasamtökum sem lagt hafa sam- tökunum lið. Á fundinum var stjórn Hollvina- samtakanna endurkjörin. Hana skipa Steinunn Sigurðardóttir formaður, Sævar Freyr Þráinsson varaformað- ur, Róbert W. Jörgensen ritari, Skúli Ingvarsson gjaldkeri og Sigríður Ei- ríksdóttir meðstjórnandi. Í full- trúaráð voru kjörin: Gísli Gíslason Akranesi, Anton Ottesen Hvalfjarð- arsveit, Ásdís Geirdal Borgarbyggð, Sæmundur Kristjánsson Búðardal, Sigríður Finsen Grundarfirði, og Gyða Steinsdóttir Stykkishólmi sem öll gáfu kost á sér til endurkjörs. Guðmundur Björgvin Magnússon er nýr fulltrúi Hólmavíkur en fram kom að nú vantar Hollvinasamtök- unum fulltrúa frá Ólafsvík til að full- skipa fulltrúaráðið. mm/ Ljósm. Hollvinasamtök HVE. Hollvinasamtökin færðu HVE tæki til öndunaraðstoðar Frá afhendingu tækisins. F.v. Valdís Heiðarsdóttir deildarstjóri á lyflækningadeild, Stefán Þorvaldsson yfirlæknir og Steinunn Sigurðardóttir formaður Hollvinasam- taka HVE. Félaginu voru gefnir peningar sem söfnuðust á tónleikum þar sem flutt voru lög Óðins Gunnars Þórarinssonar. F.v. Steinunn, Lárus og Óðinn Gunnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.