Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 20188 Stytting vinnu- vikunnar AKRANES: Á fundi bæj- arráðs Akraneskaupstaðar í síðustu viku var samþykkt samhljóða erindisbréf nýs starfshóps sem fjalla á um styttingu vinnuvikunnar. Samkvæmt því er megin- verkefni starfshópsins að útfæra tilraunaverkefni um styttingu vinnudags án launaskerðingar, án þjón- ustuskerðingar og án mik- ils kostnaðarauka fyrir Akraneskaupstað. Hópur- inn skal útfæra mælikvarða til að skoða áhrif verk- efnisins á heilsu, vellíðan, starfsanda og þjónustu við bæjarbúa. Gert er ráð fyr- ir að tilraunaverkefni um styttri vinnudag hefjist eigi síðar en í upphafi næsta árs. Fulltrúar í vinnuhópn- um verða bæjarfulltrúarnir Ólafur Adolfsson og Ingi- björg Pálmadóttir auk Val- gerðar Janusdóttur, sviðs- stjóra skóla- og frístunda- sviðs. Sædís Alexía Sigur- mundsdóttir verður starfs- maður vinnuhópsins. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 21. - 27. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 18 bátar. Heildarlöndun: 284.260 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 62.001 kg í átta róðrum. Arnarstapi: 10 bátar. Heildarlöndun: 239.484 kg. Mestur afli: Bárður SH: 129.039 kg í löndunum róðrum. Grundarfjörður: 9 bátar. Heildarlöndun: 254.376 kg. Mestur afli: Farsæll SH: 87.262 kg í tveimur lönd- unum. Ólafsvík: 24 bátar. Heildarlöndun: 681.043 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son SH: 92.787 kg í fimm löndunum. Rif: 21 bátur. Heildarlöndun: 688.047 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 89.012 kg í tveimur lönd- unum. Stykkishólmur: 8 bátar. Heildarlöndun: 56.413 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 14.735 í þremur róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 66.191 kg. 25. apríl. 2. Tjaldur SH - RIF: 55.498 kg. 27. apríl. 3. Helgi SH - GRU: 48.427 kg. 23. apríl. 4. Farsæll SH - GRU: 44.345 kg. 22. apríl. 5. Farsæll SH - GRU: 42.917 kg. 25. apríl. -kgk Ársreikningur Akraneskaupstað- ar var til fyrri umræðu í bæjar- stjórn Akraness síðastliðinn þriðju- dag. Rekstrarafkoma samstæðu A og B hluta bæjarsjóðs, að teknu til- liti til óreglulegra liða, nam 239,7 milljónum króna en þá hefur ver- ið gjaldfært uppgjör lífeyrisskuld- bindinga A-hluta vegna uppgjörs við lífeyrissjóðinn Brú að fjárhæð 476,6 milljónir, eins og fram hef- ur komið í fréttum. Sú stóra ein- greiðsla helgast af breytingum á líf- eyrismálum opinberra starfsmanna. Fram kom á fundi bæjarstjórn- ar að sveitarfélög í landinu höfðu sérstaka heimild til þess að gjald- færa lífeyrisskuldbindinguna á 30 árum en það var ákvörðun bæjar- stjórnar að gjaldfæra lífeyrisskuld- bindinguna að fullu á árinu 2017 í samræmi við góða reikningsskila- venju. Með þessu verður lífeyris- skuldbindingin í framtíðinni ekki rekstrarlegur baggi í reikningum Akraneskaupstaðar. Rekstrarniður- staða A-hluta var hins vegar jákvæð um 722,2 m.kr. fyrir fyrrgreinda óreglulega liði og er það töluvert meiri hagnaður en reiknað hafði verið með í fjárhagsáætlun. Rekstr- arafkoma A-hluta, að teknu til- liti til óreglulegra liða, nam 245,6 m.kr. en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkoma að fjárhæð 179,4 m.kr. að teknu til- liti til óreglulegra liða. EBITDA framlegð A-hlutans eykst verulega milli ára og nemur 12,5% á árinu 2017 en nam 4,3% á árinu 2016. Skuldahlutfall A-hluta bæjar- sjóðs lækkaði lítillega á árinu og og var 98% í árslok 2017 en var 99% í árslok 2016. Eiginfjárhlutfall A-hluta er í árslok 52% og lækk- aði um 3% frá árinu 2016. Veltufé frá rekstri er 14%. Fjármögnunar- hreyfingar A-hluta á árinu námu samtals 442,5 m.kr. en þar af námu afborganir langtímalána 265,7 m.kr. og greiðsla lífeyrisskuldbind- inga nam 177,3 m.kr. Álagningarhlutfall útsvars á Akranesi var 14,52% eða lögbund- ið hámark. Álagningarhlutfall fast- eignaskatts í A-flokki nam 0,3611% en lögbundið hámark þess er 0,5%, í B-flokki nam álagningarhlutfall 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,650% en lögbundið hámark þess er 1,32% auk heimildar sveitar- stjórna til að hækka álagningu A og C flokkanna um allt að 25%. Fjárhagsleg viðmið sveitarfé- laga miðast meðal annars við að skuldaviðmið, þ.e. að heildarskuld- ir og skuldbindingar samstæðu í reikningsskilum séu ekki hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum sveitarfélagsins. Skuldavið- mið samstæðu Akraneskaupstaðar í árslok 2017 er 61%. Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga tilgreina einn- ig um að rekstrarjöfnuður á hverju þriggja ára tímabili sé jákvæður og er þessi rekstrarjöfnuður hjá Akra- neskaupstað jákvæður sem nemur 1.330 m.kr. Eiginfjárhlutfall sam- stæðunnar í árslok 2017 var 50%. Veltufjárhlutfall samstæðunn- ar mælist 1,6 í árslok 2017 og er sveitarfélagið því vel í stakk búið til að inna af hendi nauðsynlegar greiðslur á næstu 12 mánuðum,“ segir í tilkynningu. Sveitarfélag í sókn „Ljóst er að Akraneskaupstaður hefur fulla ástæðu til þess að vera sveitarfélag í sókn. Fjárhagsstaða bæjarins styrkist með hverju ári sem líður og á næstu árum mun- um við sjá afköst þess en mik- il uppbygging er í bæjarlandinu um þessar mundir og gefum við ekkert eftir á næstu misserum. Útboð Dalbrautarreits er farið í gang og sömuleiðis fimleikshúss- ins. Nýtt frístundahús á Garða- velli lítur dagsins ljós á næsta ári og niðurrif mannvirkja á Sem- entsreit ganga vonum framar,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson bæj- arstjóri sem fór yfir helstu niður- stöður ársreikningsins í upphafi bæjarstjórnarfundar þegar árs- reikningur bæjarsjóðs var lagð- ur fram. mm Betri afkoma bæjarsjóðs Akraneskaupstaðar en reiknað hafði verið með Guðmundur Ingi Guðbrands- son, umhverfis- og auðlindaráð- herra, veitti Eldingu Hvalaskoð- un Reykjavík Kuðunginn, um- hverfisviðurkenningu umhverf- is- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverf- ismálum á síðasta ári. Athöfnin fór fram á Degi umhverfisins 25. apríl sl. Við sama tækifæri voru nem- endur í Brúarskóla í Reykjavík og Grundaskóla á Akranesi útnefnd- ir Varðliðar umhverfisins. Þá voru fimm stúlkur í 10. bekk Hagaskóla jafnframt útnefndar Varðliðar um- hverfisins fyrir verkefnið Pokastöð- in Vesturbær. Verkefni nemenda 9. bekkjar nemenda í Grundaskóla á Akranesi var með yfirskriftina „Hafðu áhrif“ og hafði það markmiði að hafa áhrif á samfélagið og vekja aðra til umhugsunar um umhverfismál. Í umsögn um verkefni þeirra segir: „Nemendurnir endurnýttu gam- alt efni og saumuðu innkaupapoka og grænmetispoka sem seldir voru á árlegum Malavímarkaði skólans, unnu kynningarmyndband um mik- ilvægi þess að minnka plastnotkun, gróðursettu plöntur og tíndu rusl í skógræktinni og sendu bæjarstjór- anum á Akranesi áskorun um að koma þar upp flokkunaraðstöðu. Þeir voru einnig með fræðslu fyr- ir nemendur og kennara í skólan- um um bætta sorpflokkun og um- hverfismál almennt. Að auki hönn- uðu nemendur fernur fyrir vatn í stað hefðbundinna plastflaskna og skrifuðu greinar um umhverfismál sem birtar voru á Facebook-síðu árganganna. Var það mat valnefnd- ar að nemendur í 9. bekk í Grunda- skóla hafi með verkefnum sínum fjallað um umhverfismál í víðum skilningi og leitast við að hafa já- kvæð áhrif á samfélag sitt með því að hvetja til umhverfisvænni lifnað- arhátta á fjölbreyttan hátt. „Ekki sé annað að sjá en að þeim hafi tekist ljómandi vel í þeirri viðleitni sinni að „Hafa áhrif“, eins og lagt var upp með í byrjun,“,“ segir í umsögn vegna verðlaunanna. mm Nemendur 9. bekkjar Grundaskóla útnefndir varðliðar umhverfisins Verðlaunahafar á Degi umhverfisins, sem varðliðar umhverfisins, ásamt Guðmundi Ingi Guðbrandssyni umhverfisráð- herra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.