Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 201814 Framlag Menntaskólans á Akur- eyri, þar sem Birkir Blær Óðinsson söng lagið I put a spell on you, eftir Screamin’ Jay Hawkins, bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskól- anna á laugardagskvöldið. Keppnin fór fram í Íþróttahúsinu við Vestur- götu á Akranesi og var engu til spar- að til að gera hana eins glæsilega og raun bar vitni. Um það geta áhorf- endur á RUV vitnað, en keppnin var sýnd í beinni útsendingu. Það vakti athygli gesta og ekki síst dómnefnd- ar, sem hafði það erfiða hlutverk að velja sigurvegara, hversu jöfn og góð keppnin var að þessu sinni. Einar Bárðarson formaður dómnefndar- innar sagði í samtali við Skessuhorn að þessi keppni hefði verið sú jafn- besta sem hann hefði fylgst með frá upphafi Söngkeppni framhaldsskól- anna árið 1990. Það var svo Lilja Al- freðsdóttir menntamálaráðherra sem afhenti hljóðnemann, verðlaunagrip- inn sem keppt er um. Lét hún þess getið í ávarpi sem hún flutti hversu góð keppni þetta hafi verið og kvaðst ekki hafa áhyggjur af gæðastarfi í tónlistarnámi víðsvegar um land- ið. Unga fólkið sem steig á svið hafi sannað það. Samhliða keppninni fór fram síma- kosning og völdu landsmenn framlag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra best. Fyrir skólann söng Valdís Val- björnsdóttir sem túlkaði lagið Stone Cold eftir Demi Lovato. Kynnar keppninnar í ár voru þau Steiney Skúladóttir og Atli Már Steinarsson. Alls voru það 24 fram- haldsskólar sem sendu atriði til keppni. Þar af voru þrír framhalds- skólar af Vesturlandi; Menntaskóli Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóli Snæ- fellinga og Fjölbrautaskóli Vestur- lands á Akranesi. mm Birkir Blær sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Birkir Blær Óðinsson með hljóðnemann, ásamt hljómsveit sem spilaði undir í flestum atriðum. Hljómsveitin Pési og breiðnefirnir var fulltrúi Menntaskóla Borgarfjarðar. Sveitina skipa Þórður Brynjarsson, Snæþór Bjarki Jónsson, Pétur Snær Ómarsson og Kristján Guðmundsson. Piltarnir sungu lagið Mescalin sem hljómsveitin Egó gerði frægt hér á árum áður. Menntamálaráðherra afhenti verðlaunin. Til hægri eru kynnar kvöldsins. Fulltrúar Fjölbrautaskóla Snæfellinga voru þær Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir og Amelía Rún Gunnlaugsdóttir. Þær sungu dúettinn No Peace eftir Sam Smith og Yebba. Fulltrúar Fjölbrautaskóla Vesturlands voru þær Rakel Eyjólfsdóttir og María Einarsdóttir. Þær sungu lagið Emmylou eftir sænska þjóðlagadúettinn First Aid Kit. Ég vil þakka öllum þeim sem heiðr- uðu mig með nærveru sinni og þakklæti til allra þeirra, er lögðu hönd á plóg og gerðu það mögu- legt að halda tónleikana „Við tón- anna klið“ í Tónbergi dagana 23. mars og 14. apríl. Sérstakar þakkir til Lárusar Sighvatssonar, sem hélt utan um verkefnið. Kær kveðja, Óðinn G. Þórarinsson Kærar þakkir fyrir góða tónleika Hin árlega stórsýning Bifhjólafj- elagsins Raftanna og Fornbílafj- elags Borgarfjarðar verður í Brák- arey í Borgarnesi laugardaginn 12. maí klukkan 13 – 17. Á þessu ári er minnst hundrað ára afmæli bíls- ins í Borgarnesi. Sá bíll var af Ford gerð og verða Ford bílar áberandi á sýningunni, að sögn Unnars Bjart- marssonar Rafts númer 22. „Nýj- ungar í ár eru helst í formi þess að kajakar og búnaður þeim tengd- ur verður kynntur og mjög áhuga- vert fyrirtæki sem selur dróna af öllum stærðum og gerðum mætir á staðinn,“ segir Unnar. „Þá mæta velflest mótorhjólaumboð til okk- ar auk fyrirtækja með verkfæri og fleira þessháttar. Sýningin er greinilega farin að festa sig í sessi sem viðburð- ur á landsvísu því okkur reyndist mjög auðvelt að fá umboð á stað- inn. Mörg hver eru farin að reikna með þessu sem föstum lið í dagskrá sinni. Í fyrra vorum við með Hilm- ar Lúthersson í Raftaheimilinu með gömul hjól mestmegnis frá fimmta áratuginum, en að þessu sinni mæt- ir Hjörtur Jónasson til okkar með safn sitt sem er að megninu til frá 7. og 8. áratugnum, allt breskt og gríðarlega vandaðar uppgerðir af hjólum.“ Unnar gat þess einnig að á auglýsingaplakati vegna hátíð- arinnar er mynd af fyrsta bílnum í Borgarnesi og eiganda hans. Þá er jafnframt mynd af Bjarna Johansen sem er Raftur nr. 1, en hann situr á rússnesku mótorhjóli UM49 árgerð 1956. „Þetta hjól hafði hann m.a. með sér þegar hann var að vinna á jarðýtu fyrir margt löngu í héraðinu og notaði mikið,“ segir Unnar. Geta má þess að félögin ákváðu í upphafi að frítt skyldi vera á sýn- ingarnar þannig að allir gætu mætt með fjölskylduna og haft skemmti- legan dag með félögunum. Þá er vöfflusalan að sjálfsögðu á sínum stað. „Það er mikill fjöldi fornbíla og mótorhjóla væntanlegur á stað- inn og er í sjálfu sér heilmikil sýn- ing í þeirri gestakomu út af fyrir sig. Að sjálfsögðu erum við háð- ir veðri að allt gangi vel upp, en við erum vanir því að það sé gott og ætlum ekkert að fara að breyta því. Ýmsar uppákomur verða útivið ef vel viðrar sem of snemmt er að auglýsa en við búumst við miklu lífi í Brákareynni,“ segir Unnar Bjart- marsson. mm Stefnir í enn einn stórviðburðinn í Brákarey

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.