Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 15 SK ES SU H O R N 2 01 8 1274. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 8. maí kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkur að Kirkjubraut 8, • laugardaginn 5. maí kl. 10:30. Björt framtíð að Smáraflöt 1, sunnudaginn 6. maí kl. 20:00.• Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu að Stillholti 16-18, • laugardaginn 5. maí kl. 11:00. Frjálsir með Framsókn að Kirkjubraut 54-56, • mánudaginn 7. maí kl. 20:00. Bæjarstjórnarfundur Leikskólinn Krílakot í Ólafsvík fékk afhenta góða gjöf á dögunum þeg- ar Kvenfélag Ólafsvíkur færði skól- anum hljóðfæri til að nota í tónlist- arstundum. Steiney Kr. Ólafsdóttir afhenti hljóðfærin fyrir hönd kven- félagsins. Voru börnin himinlifandi með hljóðfærin en þau hafa feng- ið tækifæri til að prófa þau og nota í tónlistarstundum undanfarið, en þeim stýrir Nanna Aðalheiður Þórðardóttir kennari frá Tónlist- arskóla Snæfellsbæjar. Daginn sem hljóðfærin voru afhent vildi svo vel til að var búningadagur á leikskól- anum og voru bæði starfsfólk og börn klædd eftir því. þa Kvenfélagið gaf hljóðfæri á Krílakot Kolbrún segir að hún hafi, stefnu- laust, skráð sig í framhaldsskóla í bóklegt nám. Án þess að vita hvað hún ætti að gera í framtíðinni. Hún og yngri systir hennar ákváðu síðan að fara saman að læra vél- virkjun, fag sem karlar hafa frekar sótt í hingað til. „Mér fannst gott að hugsa til þess að við værum þá allavega tvær stelpur þarna. Sam- an,“ segir Kolbrún sem segist vera Akurnesingur. Hún er þó fædd í Eþíópíu, þar sem hún bjó fyrstu mánuði lífsins. „Mamma og pabbi fluttu út til Eþíópíu með skiltafyr- irtæki sem þau voru með á þess- um tíma. En eftir að ég fæddist fór mamma heim og þau skildu.“ Þá lá leiðin á Akranes, með stuttu stoppi í Rifi á Snæfellsnesi, og allt frá leikskólaaldri hefur Kolbrún búið á Akranesi. „En pabbi varð eftir í Eþíópíu,“ segir Kolbrún og brosir og bætir við að hún sé tölu- vert rótfastari en blóðfaðir henn- ar. Hann hafi flakkað örlítið eftir Eþíópíu en búi núna á Íslandi. Ekki bara fyrir kvenskörunga og karla Fósturpabbi Kolbrúnar er vél- virki. „Hann þrýsti samt ekki á mig og systur mína að fara í iðn- nám. Ég ólst upp við að sjá hann vera að smíða og svona í bílskúrn- um. Það eina sem hann kenndi mér samt var að skipta um dekk á bílnum mínum og svona.“ Syst- urnar höfðu samantekin ráð um vélvirkjanámið þegar Kolbrún var búin að reyna við bóknám í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Hún fann sig ekki í því og var farin að velta fyrir sér hvert hún ætti að stefna í lífinu. „Við héldum að við gætum ekki lært þetta,“ seg- ir Kolbrún sem er hæglát og ögn feimnisleg. „Við héldum að maður þyrfti að vera algjör kvenskörung- ur til að fara í iðnnám. En það er ekkert rétt! Þetta er fyrir alla.“ Þær systur fóru saman í vélvirkj- un haustið 2014 og byrjuðu námið í grunndeild málmiðna við FVA. Saman ætluðu þær að sækja styrk í veru hvorrar annarrar í deild- inni. „Við ákveðum að fara í þetta saman af því við þorðum ekki að fara í iðnnám og vera eina stelp- an.“ Haustið 2014 vildi þó svo til meirihluti nemenda í grunndeild málmiðnaðar voru stelpur, sem er mjög sjaldgæft. „Við vorum al- veg fimm stelpur samtals í þessum hópi. Það voru fleiri stelpur en strákar.“ Skapandi rennismíði Þótt vélvirkjun hafi verið skemmti- legt nám og Kolbrún hafi fengið að reyna sig á atvinnumarkaðnum sem vélvirkjanemi á vélaverkstæði Norðuráls, þá fann hún fljótt að vélvirkjun var ekki rétti staður- inn fyrir hana. „Viðhorfið sem við fengum var mjög jákvætt,“ seg- ir Kolbrún og slæmt viðhorf hafi ekki verið ástæðan fyrir því að hún sótti á önnur mið. „Ég áttaði mig bara á því að vélvirkjun var ekki fyrir mig.“ Málmvinnan hafi höfð- að til hennar og hana langaði að halda áfram á þeirri braut. „Mér finnst gaman að smíða úr málmi og ákvað að klára síðasta árið í rennismíði í Borgarholtsskóla.“ Hún segir rennismíðina vera skap- andi og skemmtilega. Kasólétt á lokametrunum Kolbrún kynntist manninum sínum í skautsmiðjunni í Norðuráli þeg- ar þau unnu þar bæði eitt sumarið. „Við giftumst svo og ákváðum að eignast börn,“ segir Kolbrún sem á rétt tæplega árs gamla dóttur sem er alnafna móður hennar. „Ég náði ekki að klára sveinsprófið í renni- smíði þar sem ég kláraði seinustu önnina kasólétt og fór beint í fæð- ingarorlof.“ Þau hjónin byrjuðu í iðnnámi á sama tíma. „Ég hvatti hann til að klára eitthvað meira, hann var bara með stúdentspróf í félagsfræði.“ Hann klárar sveins- prófið í rafvirkjun í sumar. Kolbrún var kasólétt þegar hún kláraði iðnnámið í Borgarholts- skóla. „Ég átti mjög góða með- göngu og gat mætt í allt í skólan- um.“ Dóttirin fæddist í miðri próf- atörn. „Ég man að 2. maí, daginn áður en stelpan mín fæðist, þá var ég í skólanum að klára próf.“ Síð- asta prófið hafi verið 4. maí. „En ég fékk að klára síðasta prófið heima,“ segir hún og bætir við að kennar- arnir hafi sýnt aðstæðum hennar mjög mikinn skilning. Spennt fyrir framhaldinu Kolbrún ætlar að klára sveinspróf- ið eins fljótt og hún getur. Hún er þó ekki enn komin með daggæslu fyrir dótturina, en það kemur ekki að sök þar sem maðurinn henn- ar á enn þrjá mánuði eftir í fæð- ingarorlofi. „Ég verð því að vinna á meðan pabbi hennar verður með hana heima.“ Kolbrún fékk vinnu sem rennismiður hjá Skaganum 3X á Akranesi og hlakkar til að hefja störf. klj „Iðnnám er fyrir alla“ Kolbrún Ósk Kolbeinsdóttir fór úr bóknámi, í vélvirkjun og svo í rennismíði Kolbrún stefnir að því að fá sveinsprófið í rennismíði. Áður en hún prófaði iðnnám fannst henni konur þurfa að vera kvenskörungar til að mega vera í náminu. Kolbrún á útskriftardaginn ásamt mömmu sinni, Gerði Guðjónsdóttur, systur Ás- gerði Ásgrímsdóttur, og fósturpabba, Ásgrími Gísla Ásgrímssyni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.