Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 17 því að þetta yrði erfitt og myndi hafa áhrif á félagslífið og lögðum þar til dæmis áherslu á að það færi ekki saman að ná langt í íþrótt og neysla áfengis,“ segir Ásdís. „Okkur þykir líka mikilvægt að hann geri sér grein fyrir því að hann beri sjálfur ábyrgð á sinni íþrótt og leggi vinnuna á sig sjálfur.“ Mikill kostnaður Eins og flestir foreldrar vita er það kostnaðarsamt að eiga börn sem stunda íþróttir, sérstaklega þeg- ar keppt er á háu stigi. Þegar börn- in hafa svo náð á það stig að þurfa að ferðast milli landa til að keppa verður kostnaðurinn töluvert meiri. „Kostnaðurinn er mikill og við höf- um að mestu staðið undir því sjálf. Ferðalögin kosta sitt en svo bæt- ist við kostnaðurinn við búnaðinn og æfingarnar. Daníel er með þjálf- ara sem við borgum fyrir einkatíma og ferðalög,“ segir Ásdís. Búnaður- inn sem notaður er í skylmingum er ekki heldur ódýr og þarf reglu- lega að endurnýja. „Ég þarf alltaf að hafa fjögur sverð í gangi og stund- um brotna þau. Það kostar 17 þús- und krónur bara að kaupa nýtt sverð og svo þarf öðru hvoru að endurnýja allan búnaðinn og kostar það sitt,“ bætir Daníel við. Sækja um styrki Aðspurð hvort þau hafi sóttum styrki á Íslandi segir Ásdís það vera næsta skref. „Við ákváðum að sjá hvernig Evrópukeppnirnar myndu fara áður en við færum í það. Þær gengu von- um framar og svo hefur Daníel farið mjög hratt fram nú í vetur og nú ætl- um við að fara að skoða hvar við get- um sótt aðstoð,“ segir hún og bæt- ir því við að Skylmingasamband Ís- lands hafi þó stutt töluvert við bak- ið á Daníel. „Skylmingar eru æfð- ar af miklu kappi á Íslandi en að- eins með höggsverði og hafa Íslend- ingar náð mjög góðum árangri á al- þjóða vísu. Daníel er eini Íslending- urinn sem keppir alþjóðlega í skylm- ingum með stungusverði og er það því okkar von að vel gangi að fá enn frekari stuðning frá Íslendingum, þeir standa venjulega þétt við bakið á sínu íþróttafólki. Daníel hefur líka hugsað sér að opna Facebook síðu þar sem hann getur sagt frá því sem er í gangi hverju sinni, nokkurs kon- ar dagbók hans um skylmingarnar.“ arg/ Ljósm. úr einkasafni. Leikskólarnir á Akranesi héldu ár- gangamót síðastliðinn fimmtu- dag þar sem hver árgangur hitt- ist á ákveðnum leikskóla. Börn- in áttu mjög góða stund saman, borðuðu pylsur og léku sér saman. Að sögn Margrétar Þóru Jónsdótt- ur leikskólastjóra á Teigaseli hafa árgangamót verið haldinu í nokk- ur ár og alltaf heppnast mjög vel. Börnin eru glöð að hitta jafnaldra sína á öðrum leikskólum og fá að kynnast. arg Árgangamót leikskólanna Eftir hádegismatinn áttu börnin góða stund saman að lesa bækur. Þessir tveir félagar lásu bók saman. Daníel Þór Líndal Sigurðsson stefn- ir á að keppa fyrir Íslands hönd í skylmingum með stungusverði á sumarólympíuleikunum í París árið 2024. Daníel er fæddur í London árið 2001 en er nú búsettur ásamt foreldrum sínum og yngri bróður í Belfast á Norður-Írlandi. Foreldr- ar hans eru Sigurður Sævarsson og Skagakonan Ásdís Líndal. Daníel hefur æft skylmingar frá árinu 2012 þegar Ísak bróðir hans sannfærði hann um að koma með sér á æfingu. „Ísak var mikið fyrir sverð og lang- aði að prófa skylmingar. Þeir bræð- ur byrjuðu því báðir að æfa en Ísak hætti svo í nokkur ár því hann var of ungur fyrir þessa íþrótt, hann er þó byrjaður að æfa aftur núna,“ segir Ásdís þegar blaðamaður heyrði ný- verið hljóðið í henni og Daníel. „Ég man þegar þeir voru nýbyrj- aðir að æfa og ég hitti einn pabb- ann á æfingu. Við vorum að tala um hversu skemmtileg og flott íþrótt þetta væri fyrir krakkana. Þá sagði þessi pabbi við mig; „bíddu bara þar til þú þarft að fara að keyra með þá til Dublin á æfingar eða mót.“ Ég sagði honum að það væri nú ekki að fara að gerast, þetta væri bara svona smá áhugamál. Ég hafði heldur bet- ur rangt fyrir mér og nú erum við búin að ferðast um alla Evrópu á mót og það er rétt að byrja,“ bætir hún við og hlær. Valdi Ísland Daníel stóð til boða að keppa fyrir hönd Bretlands en vildi frekar keppa fyrir Íslands hönd. „Mér fannst ég hafa betri og fjölbreyttari möguleika til að vaxa í íþróttinni sem kepp- andi fyrir Ísland. Ef ég hefði valið að keppa fyrir Bretland hefði ég þurft að keppa mun meira hér innanlands en með því að keppa með Íslandi fæ ég að keppa mun víðar. Sem kepp- andi fyrir Íslands hönd fæ ég líka mun persónulegri stuðning og svo er líka heiður að fá að vera fulltrúi Íslands. Þó ég sé fæddur og búsett- ur hér úti er Ísland alltaf mitt land,“ segir Daníel brosandi og bætir því við að sem keppandi fyrir Ísland sjái hann mun meiri möguleika til að ná langt. „Þeir sem keppna í stungu- sverði eru venjulega upp á sitt besta um 27-28 ára aldur. Ég er því tölu- vert ungur í íþróttinni og hef næg- an tíma til að verða enn betri og ná langt. En til að ná því markmiði þarf ég að safna í reynslubankann og það get ég mun frekar gert sem kepp- andi Íslands,“ bætir hann við. Þrátt fyrir að hafa valið Ísland mun Daní- el þó æfa með breska landsliðshópn- um næsta vetur í Englandi. Skólinn sýnir mikinn stuðning Haustið 2016 ákvað Daníel að fara að keppa í skylmingum af fullri al- vöru. Síðan þá hefur hann keppt víða og náð mjög góðum árangri. Honum hefur farið mjög fram núna í vetur og að sögn þjálfara er Daní- el iðjusamur og metnaðarfullur í íþróttinni og leggur sig alltaf 100% fram. „Daníel hefur keppt töluvert hér í Bretlandi og á Írlandi en svo hefur hann líka keppt á Evrópu- mótaröðinni í Þýskalandi, Frakk- landi, Austurríki, Slóvakíu og Pól- landi. Auk þess sem hann keppti í Evrópumeistarakeppni í Rússlandi og hafnaði í 47. sæti og í Heims- meistarakeppni á Ítalíu þar sem hann hafnaði í 89. sæti,“ segir Ásdís. Auk þess að stunda skylmingar er Daní- el mikill námsmaður en hvernig fer námið saman við stífar æfingar og keppnisferðir um alla álfuna? „Skól- inn hefur sýnt mér mikinn stuðn- ing sem ég er mjög þakklátur fyr- ir,“ segir Daníel. „Það er í raun frek- ar sérstakt hvað skólinn hefur sýnt Daníel mikinn stuðning í ljósi þess að áherslan í þessum skóla er rugby. Nemendur skólans hafa því svolítið verið valdir inn út frá rugby og auð- vitað námsárangri. Daníel hefur þó sýnt að hann hefur mikinn metnað fyrir náminu og fær A í öllum próf- um. Hann hefur líka keppt í skylm- ingum fyrir skólann. Á breska einka- skólamótinu hafnaði hann í þriðja sæti af 200 keppendum,“ segir Ás- dís, „en næst á dagskrá er svo breska unglingameistaramótið og samveld- ismeistaramótið í sumar. “ Metnaðarfullur námsmaður Aðspurður segir Daníel lítið kom- ast að annað en skylmingar og skóli. „Ég er að fara að taka GCSE próf núna í vor, það er svipað og sam- ræmd próf á íslandi. Álagið hefur því verið mikið í náminu undanfar- ið en svo róast það aftur þar til ég tek lokapróf aftur eftir tvö ár.“ Ásdís bætir þá við að Daníel hafi alltaf ver- ið mjög metnaðarfullur í náminu. „Ég er ekki viss um að margir for- eldrar kannist við að þurfa að stoppa börnin sín af í lærdómi. Það þekkj- um við þó vel og höfum oft þurft að stoppa Daníel af þegar hann ætlar að fara aftur að læra klukkan ellefu að kvöldi eftir langan dag í skóla og á æfingum. Það sem ég held að eigi stóran þátt í því hversu vel honum gengur í skóla er hvað hann er dug- legur að skipuleggja sig. Hann nýt- ir allar lausar stundir til að læra og er til að mynda alltaf með skólabæk- urnar með í flugi þegar hann fer að keppa.“ Ber sjálfur ábyrgð Til að ná þessum árangri hefur Daníel þurft að leggja á sig mikla vinnu. Hann fer á tækniæfingar 3-4 sinnum í viku auk þess sem hann tekur styrktaræfingar í ræktinni 2-4 sinnum í viku. „Þetta er þétt dag- skrá og ég hef ekki mikinn tíma fyr- ir félagslíf. Ég hef þó alveg tíma til að eiga vini og fara í bíó og svona en ég get ekki gert margt annað. En þetta er líka það sem ég hef valið að gera,“ segir Daníel. „Við pabbi hans ræddum það sérstaklega að ef hann ætlaði að fara að keppa á alþjóðlegu stigi myndi eitthvað annað þurfa að víkja. Við gerðum honum grein fyrir Ungur og efnilegur skylmingamaður keppir fyrir Íslands hönd Rætt við Daníel Þór skylmingamann og Skagakonuna Ásdísi Líndal Daníel Þór ásamt Johnny Davis þjálfara sínum og Nikolay Mateev for- manni Skylmingasambands Íslands. Daníel Þór Líndal Sigurðsson keppir fyrir Íslands hönd í skylmingum með stungusverði. Í keppni með stungusverði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.