Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 201820 Útboð jarðvinnu við nýjan með- ferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík hefur ver- ið auglýst og framkvæmdir munu hefjast í sumar. Meðferðarkjarninn er stærsta bygging framkvæmdar- innar og mun gjörbreyta allri að- stöðu fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðra sem tengjast starfsemi sjúkra- hússins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir útboð- ið risastóran og langþráðan áfanga í uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut: „Nú styttist í að draumur verði að veruleika þegar við sjáum verklegar framkvæmdir hefjast við þennan stóra og mik- ilvæga hluta Hringbrautarverk- efnisins. Gangi áætlanir eftir lýk- ur byggingu spítalans árið 2024,“ segir Svandís. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar- innar, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er gert ráð fyrir tæp- lega 75 milljarða króna fjárfest- ingu í sjúkrahússþjónustu og fer mest til byggingar nýs Landspít- ala við Hringbraut. Framkvæmd- ir við byggingu meðferðarkjarn- ans hefjast á þessu ári en megin- þungi framkvæmda verður á árun- um 2020-2023. mm Hefja brátt vinnu við nýjan meðferðarkjarna Landspítalans Fyrirhugaður meðferðarkjarni, torgið austan hans og gamli spítali við enda torgsins. Ljósm. Spital. Vísnahorn Þeir sem ástunda skíða- íþróttina af nokkurri ástríðu hafa getað notið sín í vetur. Ólíku er þó saman að jafna nú þeg- ar skíðalyftur draga menn hvert sem þá lyst- ir. Áður þurfti fólk að ganga fyrst á staðinn og síðan á skíðum upp til þess að geta rennt sér aftur niður. Á árunum fyrir stríð var tölu- verður skíðaáhugi í Hálsasveit og Hvítársíðu og einhvern tímann fóru nokkrir menn á skíði upp á Ok. Björn Jónsson frá Haukagili var í förinni og varð fyrir því að detta og meiða sig á nefi. Þá kvað Erlingur Jóhannesson: Nefið þétt í kaldan klett kempan netta setti, gat á bletti bjórnum flett burt af grettu smetti. Vonandi fer nú að minnka um skíðafærið úr þessu. Að minnsta kosti á láglendi. Eitt sinn er Sigurður frá Brún var á ferð hjá vini sín- um Höskuldi Einarssyni í Vatnshorni varð hann fyrir því að reiðhestur hans nuddaði út úr sér beislið meðan Sigurður saup úr bolla og spjallaði um vísur við vin sinn. Ekki fannst beislið þrátt fyrir talsverða leit og ekki fyrr en árið eftir og hafði þá verið brennd sina á svæðinu. Daginn eftir að beislið fannst var pósturinn á ferð og Höskuldur greip miða og hripaði á hann: Beislið er fundið, brunnið er leður, brúnar stengur af ryði. Minnir þó enn á maí veður mettað af fuglakliði, fallegar merar, folöld skjótt, fáka með strengda kviði. Fannst mér í gær og frammá nótt sem framhjá mér þetta liði. Oft var nú gaman á vornóttum í þá tíð og ekki man ég betur en eftirfarandi vísa sé eftir Valda Jós: Enginn vekur að því gaum, andar ljúft um vanga. Læt ég nú við lausan taum litla folann ganga. Það mun hinsvegar hafa verið Magnús Halldórsson sem orti þessar vorvísur: Færist í auka hjá fuglunum þvargið og fretar á hlaupunum hvíandi stóð. Ég heyri sem bakraddir hettumávsgargið er heiðlóan vorinu kveður sinn óð. Vonlaust ef hýrum mun hér fjölga þétt að hækka neitt kaupið við ljósmæðrastétt. Úthagajurtir senn blómgast á börðum og bráðlega sjáum við miðnætursól. Bakveikir gamlingjar brölta í görðum, en börnin sér una hjá tölvu í stól. Næsta vísa nefnist Logn og mun ort á Ak- ureyri en ekki er vitað um höfund: Horfir yfir hafið slétt, hyggst að væta kollinn, Vaðlaheiði hefur sett höfuðið í Pollinn. Á árunum eftir stríð og framyfir 1960 að minnsta kosti voru töluverðar sviptingar í hinum íslenska skáldaheimi og tókust þar á annarsvegar atómskáldin sem töldu hina fornu kveðskaparhefð staðnaða og svo þeir sem vildu halda í hina fornu ljóðahætti. Á fullveldisfagnaði Stúdentafélags Reykjavíkur 30 nóvember 1959 var flutt Skáldaríma ort af þeim Sveinbirni Beinteinssyni, Halldóru B. Björnsson og Valborgu Bentsdóttur og skal nú kíkt í þau fræði um stund. Upphafsvísa mansöngs fyrstu rímu er á þessa leið: Augnabláa oft má sjá öldurkráarlóu ganga á ská við skáldin á skónum táamjóu. Og þegar Mansöng er lokið kemur að rím- unni: Þar skal opna sögusvið, segir af stríði grimmu, atómfólk og formsins lið fór í harða rimmu. Jötunefldur Jón úr Vör jöfur þorparanna, yfirmaður er í för atómnorparanna. Fleiri hetjur eru þar nefndar til sögu í báð- um fylkingum og ekki allar árennilegar: Sigurður A Ma sinnisramur sótti framur vopnaþing. Dökkur á haminn hrafn með glamur hræjum tamur flaug í kring. Atómsálmabrögðum beitti, barði, fálmaði, kvað og söng, rímum tálma vondan veitti vaskleg Pálmholtskempan ströng. Orðablækur yfir landið atómsvækju spúðu i nauð. Ljóðaklækjum loft var blandið, leðjan stæka vall og sauð. Rímarar skörðótt vígin vörðu, verkin örðug rækja þeir, sátu á hörðu og saman börðu svita og jörð, og þá varð leir. Þeir Þorsteinn frá Hamri og Sveinbjörn Beinteinsson höfðu þá fyrir stuttu deilt nokk- uð í blöðum um skáldskap og Þorsteinn ný- lega gefið út ljóðabókina ,,Í svörtum kufli“: Sveljandi hregg úr svörtu skeggi, Sveinbjörn eggjar mannaval. Atómseggja varnarveggi vísnasleggja mölva skal. Þorsteinn sótti, Sveinbjörn varðist, sitthvað ljótt menn heyrðu þar. Skáldið mótt við skálkinn barðist, skeggið óttalegt þá var. Sveinbjörn þreytir sverðið skarpa, samt það veitir enginn hrufl, þar sem eitureggin snarpa ekki beit á svartan kufl. Eitthvað mun Sigurður frá Brún hafa blandað sér í þessar deilur enda er hans getið í rímunni: Þegar fór að þoka að kveldi þessum degi, brynjaðan risa bar við skýin, beint hann reið á atómvígin. Sýndist mönnum Siggi á Brún þar sjálfur fara einn á ferð á eigin meri, ákaft fram í gráðið reri. Og ætli við látum svo ekki Þórarinn Þor- leifsson á Skúfi eiga hér lokavísuna og vona að þessa verði ekki of langt að bíða: Fjall úr híði hraðar sér, hvamma prýði skorið. Ó, það bíður eftir þér, yndis blíða vorið. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Þar sem eitureggin snarpa - ekki beit á svartan kufl Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Sektir og önnur viðurlög fyrir um- ferðarlagabrot hækkuðu stórlega 1. maí síðastliðinn. Sektir hafa marg- ar hverjar verið óbreyttar í rúman áratug og mörgum þótt þær of lágar og hafa lítinn fælingarmátt. Sekt- ir við umferðarlagabrotum eru til þess fallnar að veita ökumönnum aukið aðhald og stuðla þannig að auknu umferðaröryggi, segir í frétt frá Samgöngustofu. „Nauðsynlegt þykir að fjárhæð sekta endurspegli alvarleika umferðarlagabrota og þá hættu sem þau skapa. Flestar sektir hækka og oft þrefalt eða fjórfalt á við það sem þær voru.“ Lægsta sektarfjárhæð frá 1. maí verður 20.000 krónur en var áður 5.000 krónur. Eina undantekning- in er að sekt fyrir að hafa ekki öku- skírteini meðferðis verður 10.000 krónur. Hæstu sektirnar hækka einnig, þó að hlutfallslega sé hækk- unin ekki eins mikil. mm Sektir hækkaðar umtalsvert Á meðfylgjandi töflu má sjá nokkur dæmi um hækkun sekta fyrir umferðarlagabrot frá 1. maí sl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.