Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 201824 Sveitarstjórnarkosningar eru fram- undan og öll viljum við frambjóð- endur, hvar á lista sem við erum, sannfæra þig lesandi góður um að okkar listi sé sá sem best sé að treysta fyrir stjórn sveitarfélagsins okkar næstu fjögur árin. Þá birtast pennagreinar í hrönnum, einmitt eins og þessi hér þar sem ég set fram nokkra punkta um það sem mér er hugleikið að vinna að kom- ist okkar listi til áhrifa (og reyndar líka þó hann komist það ekki). Margt hefur verið vel gert í gegnum árin og engin ástæða til einhverra kúvendinga í rekstri sveitarfélagsins, þó alltaf megi gera betur. Ekki er nokkur vafi á að atvinnu- líf í héraðinu er í miklum blóma, en þar er ekki minnst að þakka gífurleg- um vexti í ferðaþjónustu sem hefur fætt af sér stórbrotna uppbyggingu. Nægir þar að nefna dæmi eins og Húsafell, Reykholt, Deildartungu, Varmaland og Borgarnes. Þetta er jákvætt en jafnframt er það trú mín að við þurfum stöðugt að vera vak- andi fyrir sem mestri fjölbreytni í atvinnutækifærum. Við þurfum að laða til okkar fyrirtæki, stór og smá, vera á undan með skipulag og sjá til að öll aðstaða sé eins og helst verð- ur á kosið. Í því sambandi ber að nefna til dæmis nettengingu með ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn. Nauðsynlegt er að þrýsta á stjórn- völd að hraða lagningu þriggja fasa rafmagns, en það skiptir mörg fyrir- tæki og landbúnað í sveitarfélaginu gríðarlega miklu máli. Mikilvægt er að horfa til sveitarfélagsins alls í þessum efnum. Styrkja líka bygg- ðaklasa eins eins og Hvanneyri, Kleppjárnsreyki, Varmaland og Bifröst svo eitthvað sé nefnt. Auk- in atvinna á þessum stöðum myndi þá renna styrkari stoðum undir grunnþjónustu sem oft hefur barist í bökkum á þessum stöðum eins og flestum mun kunnugt. Ekki nægir að horfa til fjölgunar fyrirtækja í sveitarfélaginu því íbúðarhúsnæði vantar. Það er mikilvægt að sveita- félagið vinni að því að byggt verið upp íbúðarhúsnæði á svæðinu. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag. Vinna þarf að því af krafti, halda áfram með göngu- og hjólastíga og koma upp útiæfinga- svæðum með tækjum. Styrkja þarf við íþróttaiðkun barna og unglinga. Efla þarf tómstundarútu frekar en hún er mikilvægur þáttur fyrir börn í dreifðari byggð- um sveitarfélags- ins. Horfa þarf til eflingar fjölskyldu- sviðs sveitarfélagsins (félagsþjón- usta, barnavernd, sérfræðiþjónusta skóla) og vinna að því að þessir að- ilar ásamt heilsugæslu efli enn frek- ar samstarf til snemmtækrar íhlut- unar þar sem hennar er þörf. Þá þarf að huga að fjölbreytni í at- vinnutækifærum fyrir fólk með skerta starfsgetu, bæði úti á hinum almenna vinnumarkaði og á vernd- uðum vinnustöðum Borgarbyggð- ar. Betur má gera í forvörnum og þannig mætti áfram telja. Hér er aðeins minnst á örfá atriði sem hugur minn og félaga minna stendur til fyrir næsta kjörtímabil. Listinn er mun lengri en hér ætla ég þó að hætta – í þeirri trú að fyr- ir fleirum sé farið eins og mér, þ.e. að nenna ekki að lesa mjög langar pennagreinar. Og þó....eitt enn: Kjóstu réttan lista! Logi Sigurðsson Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingar og óháðra í Borgarbyggð Að gera gott betra Pennagrein Athygli mína vakti ágæt grein 1. þingmanns NV kjördæmis, Harald- ar Benediktssonar í Skessuhorni 27. mars síðastliðinn. Þar fer Harald- ur ágætlega yfir grafalvarlega stöðu sjávarútvegsfyrirtækja í ljósi álagning- ar veiðigjalda. Ég er hjartanlega sam- mála. En ég er ekki sammála Har- aldi með rót vandans. Vandinn ligg- ur í stórgölluðu fiskveiðistjórnunar- kerfi. Kvótakerfi í sjávarútvegi. Það er rétt að benda á það að samfélagið var byggt upp fyrir daga kvótakerfis- ins. Sem sagt án kvótakerfis og veiði- gjalda. Veiðigjöld eru ekkert annað en auka landsbyggðarskattur til að reyna að beina einhverju af tekjum auðlind- arinnar til samfélagsins. Þarna höfum við flækt líf okkar að óþörfu. Tekjurn- ar komu áður gegnum fyrirtækin sem voru fyrir samfélagið en ekki öfugt. Gríðarlegt ósætti er með kvótakerf- ið þrátt fyrir þöggun þar um. Ósætti sem hefur á einn og annan hátt leitt til hörmunga og fólksflótta í 17 byggð- arlögum hið minnsta. Hugsjónin í 1. grein um stjórn fiskveiða er snýr að byggðafestu hefur algjörlega snúist í andhverfu sína. Afleiðingar eru að við veiðum helmingi minna en fyrir daga kerfisins. Sjómenn búa við afarkosti og í raun gamla lénsskipulagið og kúgun. Frjálsa framsalið sem flokkur Har- aldar var fyrst á móti (því skal halda til haga) en snerist svo með, er þjóð- armein. Það er kaldhæðni að einna harðast kom höggið niður í túnfæt- inum hjá 1. þingmanni NV kjördæm- is. HB Grandi hvarf frá Akranesi. Útgerðarfyrirtækið Haraldur Böðv- arsson var áður en það sameinaðist Granda árið 2004 með 350 manns í vinnu og greiddi tvo milljarða í laun og á Akranesi var landað um 170 þús- und tonnum af bolfiski. Afleidd störf mörg hundruð. Það er mikilvægt að stjórna veiðum á annan hátt og það er smjörklípa að ekki hefði meðferð afla og verðmæti aukist í öðru kerfi en kvóta. Það er sann- gjarnast að taka upp sóknarkerfi og frjálsar krókaveiðar smábáta. Nú berast fréttir annarsstaðar úr kjördæminu af vandræðum bæði út- gerða og fiskvinnslu. Hver hefði trú- að því að HB Grandi færi frá Akra- nesi, Fiskiðjan Bylgja myndi loka og það yrðu uppsagnir á bátum hjá Soff- aníasi Cecilsyni? Öðruvísi mér áður brá. En hver verður næstur undir öxi kvótakerfisins? En ég er með ráð til Haraldar. Beittu þér fyrir því að leggja af óréttlátt kvótakerfi í sjávarútvegi og veiðigjöld í sömu andrá. Veittu ungu fólki von um frelsi til veiða og að geta bjargað sér líkt og þinn flokkur á að standa fyrir. Þá mun vel farnast. Góðir menn í þínum flokki sáu að kvótakerfið var ekki gott. Matthías Bjarnason valdi sóknarkerfi og segja má að hann hafi verið síðasti sjávarú- vegsráðherrann sem eitthvað kvað að. Flokksbróðir þinn Þorsteinn Pálsson byrjaði á þeirri ógæfu að fara eftir ráð- gjöf Hafró í einu og öllu. Þrátt fyrir að stofnunin hefði „týnt“ 350 þúsund tonnum af þorski á einhvern óskiljan- legan hátt. Annar flokksbróðir þinn sá mæti maður Einar Oddur Krist- jánsson sagði orðrétt um kvótakerfið: „Þarna hefur okkur mistekist hrapa- lega“. Ég vona að sonur hans sá ágæti maður Teitur Björn hafi skilið orð föður síns. Ekki þurfa landshlutasamtök Í NV kjördæmi að gera sjálfstæða greiningu á þeirri alvarlegu stöðu sem kvótakerf- ið hefur valdið því það er allt skjalfest og skýrt. Einungis þarf að viðurkenna vandann og bregðast við. Þar er vald- ið á hinu háa Alþingi. Losum okkur við veiðigjöldin og kvótakerfið. Það er ekki í boði að gera ekki neitt. Baráttukveðjur. Stefán Skafti Steinólfsson Höf. er kjósandi. Að gera gott betra Pennagrein Akraneskaupstaður er í hópi sveitar- félaga sem stíga nær framtíðinni og opna bókhald fyrir almenningi. „Með opnu bókhaldi er hægt að skoða og sækja fjárhagslegar upplýsingar um Akraneskaupstað beint úr bókhalds- kerfi bæjarins. Verkefnið sem hér um ræðir er unnið í samvinnu við ráð- gjafasvið KPMG á Íslandi og er því skipt upp í tvo þætti, þ.e. tekjur og gjöld. Leitast var við að gera efnið notendavænt og aðgengilegt en auk þess var sérstök áhersla lögð á að hafa framsetningu skýra og einfalda,“ seg- ir í tilkynningu frá bæjarfélagsinu. Eftir að Akraneskaupstaður opn- aði rafrænt bókhald sitt fyrir almenn- ingi um klukkan 10 síðastliðinn laug- ardagsmorgun kom í ljós alvarlegur kerfisgalli og var því lokað að nýju um klukkan 17 sama dag. Upp kom öryggisgalli í kerfinu þar sem hægt var að kalla fram viðkvæmar persónu- legar upplýsingar. KPMG, sem vann þetta verkefni fyrir Akraneskaupstað, sendi í kjölfar öryggisgallans eftirfar- andi skýringar: „Við uppbyggingu og upplýsinga- gjöf í opnu bókhaldi hafa sérstakar ráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir að viðkvæmar upplýsingar séu birtar á vefnum. Ekki er um lif- andi gagnatengingu við fjárhagsbók- hald að ræða heldur eru gögn upp- færð handvirkt og birt eftir ítarlega yfirferð. Með nýlegri uppfærslum á skýjaumhverfi Microsoft þar sem undirliggjandi Power BI kerfi er vist- að opnaðist fyrir þann möguleika að skoða einstakar færslur í lánadrottna- bókhaldi. Hvað og hversu mik- ið kemur fram í færslutexta er háð verklagi einstakra sveitarfélaga. Þessi möguleiki er ekki augljós almennum notendum. Ítarlegt prófunarferli var undanfari birtingar en prófun gagn- vart þessum möguleika var ekki fram- kvæmanleg þar sem mælaborð voru birt fyrir breytingu á þessar virkni hjá Microsoft. Brugðist hefur verið við þessu þannig að undirliggjandi upp- lýsingar eru ekki lengur aðgengilegar en jafnframt hefur mælaborðum fyrir opið bókhald verið lokað.“ Í tilkynningu á vef Akraneskaup- staðar segir að opna bókhaldinu hafi verið lokað og svo verði áfram með- an farið er yfir verklag til að gæta fyllsta öryggis varðandi þau gögn og upplýsingar sem birt verða framveg- is. „Bókahaldið verður ekki opnað á ný fyrr en búið er að prufa kerfið til þaula. Akraneskaupstaður lítur málið mjög alvarlegum augum og harmar að þetta hafi gerst.“ mm Kerfisgalli kom upp þegar bókhald var opnað Laugardaginn 5. maí næstkomandi verður opnuð ný sýning í Safna- húsinu í Borgarnesi. Um er að ræða sýningu á ljósmyndum Áslaugar Þorvaldsdóttur og hefur ljóðskreyt- an Sigríður Kristín Gísladóttir ort hækur með innblæstri frá þeim, sem verða einnig til sýnis. Sýning- in ber heitið „Spegill litrófsins“ og byggir á ljósmyndum úr lífi Áslaug- ar. Myndirnar eru teknar á nokk- urra ára tímabili, flestar á Íslandi en nokkrar á Spáni. Spánarmyndirnar eru flestar teknar í litlu fjallaþorpi, Cómpeta í Andalucia héraði en þar dvaldi Áslaug í maí og júní á síðasta ári. Íslandsmyndirnar eru aðallega stemningsmyndir frá Borgarnesi og nágrenni. Áslaug er fædd í Borgarnesi og hefur búið þar mest alla æfi. Ljós- myndun hefur verið aðaláhugmál hennar lengi en hún starfar hjá Landnámssetri Íslands. Ugglaust hefur ljósmyndaáhugi afa hennar, Ólafs Guðmundssonar, átt stóran þátt í þessum áhuga, en hann tók óhemju mikið af myndum. Uppá- halds myndavél Áslaugar er gömul Olympus OM 2 filmuvél, en mynd- irnar á þessari sýningu eru margar hverjar teknar á Samsung S7, sem hún notar einnig sem síma. Ljóðskreytan Sigríður Kristín Gísladóttir hefur búið á Akranesi síðustu ellefu árin. Hún hefur yndi af orðlist og lengi glímt við ljóða- gerð. Ein af fyrirmyndum hennar í þeirri iðju er langamma hennar Sigríður Kristín Jónsdóttir sem orti tækifærisljóð og gaf út ljóðabók á eigin kostnað komin á áttræðisald- ur. Sýningin Spegill litrófsins er sett upp á faglegan og skemmtilegan hátt með samstarfi þeirra Áslaugar og Sigríðar, þvert á listgreinar. Ás- laug hlaut styrk frá Uppbyggingar- sjóði Vesturlands til að undirbúa sýninguna og Uppbyggingarsjóður styður einnig við menningardag- skrá Safnahúss á árinu. mm/gj Hækur Sigríðar og myndir Áslaugar í Safnahúsi Áslaug Þorvaldsdóttir. Sigríður Kristín Gísladóttir. Ein af ljósmyndunum á sýningunni. Hæka Sigríðar Kristínar; Spegill litrófsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.