Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 27 Pennagrein Þar sem ég ligg í rúminu mínu – öklinn brotinn - og hugur minn reikar m.a. um starfsemi eldri borgara, þá kemur eitt og annað upp. En einmitt þá hefst morg- unleikfimin á Rás 1 og ég reyni eins og undanfarin ár að vera með. Þessi tími 10 – 12 mínútur fimm morgna í viku er allra meina bót og kemur hreyfingu á blóðið, önd- unina, teygjur og fettur sem eflir og styrkir. Tekur þú þátt í morg- unleikfimi Rásar 1? Það eru ekki mörg ár síðan að Alþingi samþykkti að í öllum sveit- arfélögum skuli starfa eldriborgar- aráð, sem komi saman ekki sjaldn- ar en tvisvar á ári og sem er sveit- arstjórn til ráðgjafar og samráðs um málefni eldri borgara. Þessu hefur verið sinnt ágætlega og von- andi verður enn meiri kraftur í starfi ráðanna um land allt. Í Borgarbyggð starfa tvö félög aldraðra; Félag aldraðra í Borg- arnesi – FEBBN – og Félag aldr- aðra í Borgarfjarðardölum – FAB. Starfsemi félaganna er mjög blóm- leg, því auk þess sem tafla hér að neðan sýnir standa þau fyrir ferð- um á ýmsa menningarviðburði ásamt vor- eða sumarferðum. Samverustundir: FAB – í félagsheimilinu Brún mið- vikudaga kl. 13.30 – 16.30 lestur, ljóð, spil og leikir + kaffi FEBBN – félagsstarf að Borgarbraut 65 a alla daga kl. 13.00 – 16.00 bridge, félagsvist, föndur + kaffi Veðrið er hvorki vont né gott, varla kalt og ekki heitt. Það er hvorki þurrt né vott, það er svo sem ekki neitt. Svo kvað Jónas Hallgrímsson. Besta hreyfingin er að fara út og ganga, anda að sér fersku lofti, skoða náttúruna og dýralífið, sama hvernig veðrið er. Það er auðvelt að finna gönguleiðir; upp til fjalla, inn í skóg, milli bæja, um götur að ekki sé minnst á íþróttavellina. Hér geta menn og konur sammælst um að hittast og eiga stund saman. „Það er ekkert veður vont heldur mismun- andi gott. Það sem máli skiptir er að klæða sig eftir veðurlagi.“ Þann- ig orðaði sá mikli íþróttaleiðtogi Þorsteinn Einarsson það. Útivera styrkir, hressir, bætir og kætir. Undanfarin tíu ár hef ég verið svo lánsamur að starfa innan samtaka sem nefnist Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra – FÁÍA. Félags- skapur þessi hefur starfað í rúmlega 30 ár og hefur á þessum árum stað- ið fyrir fjölbreytum námskeiðum, íþróttamótum og gleðilegum sam- verustundum. Öll sú vinna sem þar hefur verið innt af hendi er unnin í sjálfboðavinnu. Því miður hef- ur okkur ekki tekist síðustu ár að afla fjár til starfseminnar og því er svo komið að ákveðið hefur verið að staldra við um stund og sjá til. Fyrr á árum fengum við styrki t.d. frá ríki og ýmsum góðviljuðum fyr- irtækjum, sem dekkuðu kostnað af námskeiða- og mótahaldi okkar vítt og breitt um landið þátttakendum að kostnaðarlausu. Segja verður þó söguna eins og hún er, því Reykja- víkurborg hefur stutt okkur gegn- um árin og gerir enn. En nú er öldin önnur. Ódýrasta leið ríkis og sveitarfélaga er að styrkja starfsemi sem þessa. Með því móti gætu fé- lög eldri borgara innan hvers sveit- arfélags leitað til FÁÍA um aðstoð vegna námskeiða eða annarra við- burða. Er sveitarfélagið Borgar- byggð tilbúið að leggja okkur lið? Vinstri græn eru tilbúin til þess. Að lokum lesandi góður. Í Borg- arbyggð er vel staðið að starfsemi eldri borgara – félög eldri borgara – sveitarfélagið. Við höfum aðgang að íþróttahúsum, sundlaugum, þreksölum og jafnframt að góðri félagsaðstöðu, þar sem við föndr- um, segjum frá og skemmtum okk- ur saman. Við þurfum hins vegar að vera miklu duglegri að stunda það sem í boði er og munum - það er aldrei of seint. Það sem mestu máli skiptir er að finna sér áhugamál hitta vini og kunningja, gleðjast saman Flemming Jessen. Höf. er eldri borgari sem skipar 11. sæti á lista VG í Borgarbyggð. Erum við virk? Dagskráin á veturna: Boccía laugardaga kl. 11.00 Íþróttahúsið Borgarnesi Dans miðvikudaga Borgarbraut 65A Pútt þriðju- og fimmtudaga kl. 14.00 Eyjan/Brákarey Ringó sunnudaga kl. 10.00 Íþróttahúsið Borgarnesi Sund föstudaga Sundlaugin Borgarnesi Sundleikfimi þriðju-, fimmtu- og föstudaga Sundlaugin Borgarnesi Söngur miðvikudaga kl 17.00 Félagsbæ Yoga fimmtudaga kl 13.00 Borgarbraut 65 A Ný stjórn tók við á aðalfundi RÚV ohf. mánudaginn 23. apríl. Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefn- um þess milli aðalfunda, ber ábyrgð á rekstri félagsins og að farið sé að lögum þess. Nýr formaður stjórn- arinnar er Kári Jónasson, fyrrver- andi fréttastjóri Ríkisútvarpsins og ritstjóri Fréttablaðsins. Kári hóf störf hjá tímaritum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga árið 1962 og var blaðamaður og ljósmyndari á Tímanum 1963-1973. Hann hóf störf á fréttastofu Útvarpsins árið 1973, var varafréttastjóri frá 1980 og fréttastjóri frá árinu 1987. Kári var síðan ritstjóri Fréttablaðsins á árunum 2004-2007. Hann hef- ur m.a. starfað sem leiðsögumaður síðustu ár. „Ég tel mjög mikilvægt fyrir okkur að eiga sterkt og gott Ríkis- útvarp, líkt og er í mörgum öðrum löndum sem við miðum okkur við. Það þarf að fylgja straumi tímans og þjóna bæði ungum og öldnum. Ríkisútvarpið er ekki húsið í Efsta- leiti heldur fólkið sem þar vinnur, og að því þurfum við hlúa sem best. Jafnframt sterku Ríkisútvarpi þurf- um við á traustum og góðum einka- miðlum að halda, öflugum dag- blöðum, auk útvarps- og sjónvarps- stöðva af öllum stærðum og gerð- um, vefmiðlum, að ógleymdum landsbyggðarmiðlum, bæði ljós- vaka-, prent- og vefmiðlum,“ segir Kári Jónasson nýkjörinn formaður stjórnar Ríkisútvarpsins. Aðrir stjórnarmenn í RUV eru: Ragnheiður Ríkharðsdóttir vara- formaður, Mörður Árnason, Jón Ólafsson, Guðlaugur Sverrisson, Brynjólfur Stefánsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Elísabet Indra Ragn- arsdóttir og Birna Þórarinsdóttir. Varamenn eru: Jón Jónsson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Erling- ur Sigurðarson, Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Mörður Ingólfsson, Marta Guð- rún Jóhannesdóttir, Björn Gunnar Ólafsson og Jóhanna Hreiðarsdótt- ir. mm Kári Jónasson nýr for- maður stjórnar RÚV Það er ánægjulegt fyrir Háskól- ann á Bifröst að oddvitar fjögurra framboðslista í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosning- ar skulu allir vera Bifrestingar. Ég hef fjallað um m.a. í útskriftarræðu að það sé hluti af samfélagslegri ábyrgð skólans að hvetja starfsfólk til þátttöku í stjórnmálum óháð því í hvaða flokki það vill hasla sér völl. Það er nauðsynlegt fyrir lýð- ræðið í landinu og samfélagið hér í Borgarbyggð að gott fólk skipi alla framboðslista sem er tilbúið til að vinna af heilindum og metnaði fyr- ir sína heimabyggð. Alltof oft heyrist amast við því að fyrirtæki og stofnanir séu að styðja við stjórnmálastarfsemi og alltof oft eru fyrirtæki og stofnanir að setja starfsfólki sínu skorður varð- and þátttöku í stjórnmálum. Samt liggur fyrir að lýðræðið gengur út á að stjórnmálastarf fái stuðning úr samfélaginu og að sem flestir fái tækifæri til að láta til sín taka. Háskólinn á Bifröst hefur ekki ver- ið í færum til að veita stjórnmála- flokkum fjárstuðning en hefur hins vegar leitast við að veita starfs- fólki svigrúm til að sinna störfum í sveitarstjórn og taka annan þátt í störfum stjórnmálaflokka. Sú staðreynd að framboðslist- arnir eru vel mannaðir Bifresting- um sýnir líka hversu stórt hlutverk Háskólinn á Bifröst hefur í sam- félaginu í Borgarbyggð. Skólinn hefur menntað margt fólk sem býr í sveitarfélaginu og er þýðingar- mikill vinnustaður, sérstaklega fyr- ir háskólamenntaða einstaklinga. Háskólinn byggði líka upp hótel- rekstur á heilsársgrunni sem nú hefur verið seldur frá skólanum en vonandi verður hótelið öflug- ur vinnustaður í framtíðinni sem skapar tekjur og fjölbreytni í sveit- arfélaginu í kjölfar þess að staðnám á Bifröst hefur dregist saman. Guðveig Eyglóardóttir sem skipar forystusætið á lista Fram- sóknarflokksins hefur leitt upp- byggingu Hótels Bifrastar ehf. frá árinu 2015. Hún starfar áfram sem hótelstjóri eftir eigenda- skiptin. Halldóra Lóa Þorvalds- dóttir, foringi Vinstri grænna, er námsráðgjafi Háskólans á Bifröst. Hún hefur líka verið í frumkvöð- ulsstarfi við að byggja upp ísgerð í héraðinu. Lilja B. Ágústsdóttir sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins er samskiptastjóri Háskólans á Bif- röst. Hún er nýútskrifuð úr meist- aranámi í lögfræði frá skólanum og hefur ennfremur lokið bóklegum hluta náms til lögmannsréttinda. Magnús Smári Snorrason sem fer fyrir lista Samfylkingarinnar var árum saman á Bifröst í námi og starfi, síðast sem forstöðumaður símenntunar Háskólans á Bifröst en hefur undanfarið starfað hjá VIRK. Allt þetta fólk hefur staðið sig vel við störf í Háskólanum á Bif- röst og getið sér þar gott orð. Há- skólasamfélagið á Bifröst má vera stolt af því að þessir verðugu ein- staklingar njóti slíks trausts í öllum flokkum að vera valið til að leiða þessa fjóra framboðslista. Hvernig sem úrslit kosninganna verða ná- kvæmlega sýnist mér að sveitar- stjórnin í Borgarbyggð muni verða vel mönnuð fólki sem er vant að vinna saman og hefur sýnt að það hefur tileinkað sér hin góðu gildi Háskólans á Bifröst; frumkvæði samvinnu og ábyrgð. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólinn á Bifröst og samfélagið í Borgarbyggð Pennagrein Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.