Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Eru einhver vorverk sem þú þarft að sinna í ár? Spurni g vikunnar Einar Pálsson Já, ég þarf að taka til í garðinum og skipta um þakið. Jón Birkir Þorbjörnsson og Júl- íus Emil Baldursson Við þurfum að slá garða. Sigurður Bachmann Já, að þrífa bílinn. Guðmundur Þórisson Já, ég þarf að sinna öllum garð- verkunum eins og að klippa tré og svoleiðis. Alexía Mist Baldursdóttir Já, að vökva plöntur. (Spurt á Akranesi) Framkvæmdir við Ólafsvíkurvöll eru nú á síðustu metrunum. Þegar þetta er skrifað er búið að aka grófa undirlaginu í völlinn, jafna það út og þjappa. Því næst verður bor- ið jöfnunarlag af fínna efni í völl- inn. Áður en hægt verður að leggja gervigrasið sjálft þarf svo að malbika í kringum völlinn. Vonast er til að öll þessi vinna gangi fljótt og vel fyr- ir sig og að hægt verði að byrja að leggja gervigrasið á völlinn í kring- um fyrstu helgina í maí. Víking- ur byrjar keppni í Inkasso deildinni laugardaginn 5. maí þegar liðið sæk- ir ÍR heim. Meðfram þessari vinnu við völl- inn verður farið í að reisa vallar- húsið. Byggt verður einingahús frá Loftorku Borgarnesi og ætti upp- setningin þess ekki að taka langan tíma. Ekki er talið líklegt að völlur- inn verði tilbúinn í tíma fyrir fyrsta heimaleik Víkings laugardaginn 12. maí sem verður gegn HK. Hefur leikurinn verið færður og mun verða spilaður í Kórnum í Kópavogi, sam- kvæmt heimasíðu KSÍ. Völlurinn ætti hins vegar að vera klár og mögu- legt að leika fyrsta heimaleik Vík- ings á nýja gervigrasvellinum á sjó- mannadaginn, sunnudaginn 3. júní, en þá mæta Selfyssingar í Ólafsvík. þa Líkur á að fyrsti heimaleikur Víkings verði á sjómannadaginn Vorleikar hestamannafélagsins Dreyra fóru fram miðvikudaginn 18. apríl á Æðarodda. Keppt var í barnaflokki, unglingaflokki, 2. flokki, stjóraflokki, meistaraflokki, stökki og skeiði. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Barnaflokkur 1. Rakel Ástu Daðadóttir/ Fönn frá Neðra-Skarði 2. Sara Mjöll Elíasdóttir/ Húmor frá Neðra-Skarði Unglingaflokkur 1. Agnes Rún Marteinsdóttir/ Arnar frá Barkarstöðum 2. Anna Sigurborg Elíasdóttir/ Hera frá Akranesi 3. Ester Þóra Viðarsdóttir/ Fleygur frá Akranesi 2. flokkur 1. Alexa Poulsen/ Dyggð frá Skipa- nesi 2. Róbert Eyvar Ólafsson/ Manni frá Lambhaga 3. Stine Laatsch/ Austri frá Syðra- Skörðugili 4. Rúna Björt Ámannsdóttir/ Sneið frá Hábæ Stjóraflokkur 1. Stefán Ámannsson/ Arnar frá Skipanesi 2. Magnús Karl Gylfason/ Kóróna frá Birkihlíð 3. Marí Hlín Eggertsdóttir/ Staka frá Ytra-Hóli 4. Jón Sigurðsson/ Draugnir frá Langholtskoti Meistaraflokkur 1. Leifur Gunnarsson/ Kenning frá Skipaskaga 2. Benedikt Þór Kristjánsson/ Lilja frá Kirkjuskógi 3.Smári Njálsson/ Mjölnir frá Akra- nesi 4. Guðbjartur Þór Stefánsson/ Eydís frá Skipanesi 5. Snorri Elmarsson/ Gylling frá Sveinatungu 6. Ólafur Guðmundsson/ Eldur frá Borgarnesi 7. Einar Gunnarsson/ Illingur frá Akranesi 8. Ulrike Ramundt/ Fagur frá Akurp- rýði Stökk 1. Ólafur Guðmundsson/ Rakel frá Miðfossum 2. Svenja Auhage/ Illugi frá Búðardal 3. María Hlín Eggertsdóttir/ Arnar frá Barkarstöðum 4. Birna Sólrún Andrésdóttir/ Kap- radís frá Skipanesi 5. Ester Þóra Viðarsdóttir/ Fleygur frá Akranesi Skeið 1. Ólafur Guðmundsson/ Niður frá Miðsetju 2.-3. Ólafur Guðmundsson/ Stæll frá Hofsós 2.-3. Benedikt Þór Kristjánsson/ Mirra frá Öxnholti 4. Stefán Ármannsson/ Glanni frá Búrfelli 5. Guðbjartur Þór Stefánsson/ Ás frá Skipanesi arg/ Ljósm. aðsend Úrslit frá vorleikum Dreyra Norðurlandamót stúlkna í skák fór fram á Hótel Borgarnesi um liðna helgi. Mótið var sett á föstu- deginum og teflt fram á sunnu- dag. Spennan í lokaumferð mótsins var magnþrungin og réðust úrslit- in ekki fyrr á síðustu mínútunum. Nansý Davíðsdóttir varð Norður- landameistari stúlkna í flokki 16 ára og yngri eftir æsilega baráttu. Batel Goitom Haile vann einnig í lokaferðinni og varð að skipta efsta sæti í flokki 13 ára og yngri, en Ba- tel fékk silfrið eftir stigaútreikning. Verónika Steinunn Magnúsdótt- ir hlaut bronsið í flokki 20 ára og yngri. mm Norðurlandamót í skák var haldið í Borgarnesi Á mótinu tóku 33 skákstúlkur þátt, en íslensku keppendurnir voru níu. Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri hlaut þann heiður að starta mótinu með að leika fyrsta leik hjá einni stúlkunni. Vesturlandsmót í boccia fer fram laugardaginn 12. maí næstkom- andi í Grundarfirði. Mótið hefst klukkan 12 og fer fram í íþrótta- húsi staðarins. Keppt verður í fjór- um, fjögurra liða riðlum, alls sext- án lið. Þátttökutilkynningar ber- ist á netfangið flemmingj@simnet fyrir 4. maí næstkomandi. -fréttatilkynning Vesturlandsmót í boccia verður spilað í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.