Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 201816 Markþjálfun er ekki tengd fótbolta eða markmannaþjálfun, þó að orð- ið sé skylt því að sækja að marki eða markmiði. Markþjálfun (e. coach- ing) felur samt ekki alltaf í sér mark- miðssetningu heldur snýst frekar um að sækja fram í lífinu, finna leiðir til að þróast áfram sem einstakling- ur. Marksækjandinn, sá sem leitar til markþjálfa, vill kannski fá skýr- ari sýn á tilfinningar sínar, lang- anir eða hugsanir. Hann gæti vilj- að þekkja sig betur eða gera breyt- ingar til hins betra á lífinu eins og að bæta heilsuna eða sambönd sín við mikilvægt fólk í lífi sínu. Mark- þjálfinn gefur ekki ráð heldur leiðir ferlið með góðri hlustun og spurn- ingum. Það má hugsa sér að hann haldi spegli upp fyrir þann sem leitar til hans, þannig að fólki gengur bet- ur að átta sig á hvað það er sem það vill. Eða eins og einhver sagði eftir fyrsta markþjálfunartímann sinn til að útskýra af hverju hann hefði ver- ið svo hjálplegur: „Ég var spurð svo góðra spurninga að ég neyddist til að skilja sjálf hvað ég var að tala um!“ Flestir kannast við það hvað það er gott að tala um vandamál, jafnvel við fólk sem veit ekkert um hvað málið snýst. Eiginmaður minn notar mig stundum til að fara yfir vandamál í sambandi við forritun og þá kannski áttar hann sig á hvað á eftir að prófa þegar hann heyrir sig rekja hvað hann er búinn að gera. Ég þarf ekk- ert að ráðleggja honum, enda væri það til lítils. Allar vinkonur þekkja þetta, hvað það er gott að segja hver annarri frá því er í gangi og fá samúðarfulla hlustun. Markþjálf- un er þetta hvorutveggja, samúðar- full hlustun og greining á vanda en samt líka meira. Það er bæði ákveð- in tækni og reynsla sem beitt er til að fyrst fá fram viðfangsefni og síð- an að byggja upp gróskuhugarfar og sjálfstrú til að fólk taki þau skref sem það vill og eða þarf að taka til að laga til í lífi sínu eða kolli. Marksækjand- inn er stundum látinn gera æfingar í huganum, sjá fyrir sér hvernig líf- ið gæti verið eða fara fram og aftur í tíma til að skoða breytingar eða hugsa um ákveðna þætti lífs síns. Það að hafa einhvern hlutlausan hlust- anda sem veitir tíma og fulla athygli er fyrir flesta mjög orkugefandi og notaleg tilfinning, en markþjálfun getur líka verið tilfinningalega erfið, til að mynda ef þú þarft að horfast í augu við eitthvað sárt. Það sem þú færð hinsvegar ekki hjá markþjálfa er sjúkdómsgreining eða meðferð, til þess þarftu að leita til fagfólks eins og sálfræðinga eða geðlækna. Undirrituð er í markþjálfunar- námi og átti í upphafi pínu erfitt með að taka því að þetta byggir að hluta til á grunni sem var alls ekki „í tísku“ þegar ég var í sálfræðinám- inu, sem sagt mannúðarsálfræði og innsæi sem tengist Freud en hann var vægast sagt ekki hátt skrifaður hjá kennurunum í HÍ, sem flissuðu þegar nafnið var nefnt. Upplifun mín er hinsvegar sú að með þessari viðbót hafi heilinn og hjartað náð einhverju jafnvægi. Í náminu sé ég hvernig allskyns starfstéttir hagn- ast á að bæta markþjálfun inn í, hár- greiðslufólk, kennarar, afgreiðslu- fólk, kynfræðingar, prestar, íþrótta- þjálfarar, fólk í forvarna eða með- ferðargeiranum og augljóslega er snilld fyrir fjölskyldufólk að tileinka sér viðhorf og hlustun markþjálfans. Eitt af því er að svara ekki spurning- um beint heldur varpa þeim til baka á spyrjandann, spegla, fá viðkomandi til að hugsa sjálfan og finna svarið. Það nýstárlega við námið var einmitt að kennararnir svöruðu lengi vel engu, heldur var viðkvæðið: „Hvað finnst þér?“ „Eða hvað heldur þú?“ sem minnti mig á gamanleikritið „á sama tíma að ári“ þegar karlinn hafði farið í mannúðarsálfræðimeð- ferð og tileinkað sér þetta svar. Fyrir mig sem gamlan kennara var það al- veg nýtt og mjög hressandi að læra án þess að vera „kennt“ og byrja að æfa mig án þess að lesa fyrst kennslu- bókina. Mjög lærdómsríkt ferli skal ég glöð votta. Steinunn Eva Þórðardóttir. Markþjálfun: „Hvað finnst þér?“ Heilsupistill Steinunnar Evu Höfundur myndar er Halldór Baldursson. Birtist í bókinni Markþjálfun, vit, vilji og vissa eftir Matilda Gregersdotter, Arnór Má Másson og Hauk Inga Jónasson. Karlakórinn Kári á Snæfellsnesi fagnaði tíu ára afmæli sínu með glæsibrag sunnudaginn 13. maí síðastliðinn. Þá voru stórtónleikar í félagsheimilinu Klifi í Ólafs- vík ásamt stórsöngvurunum Elm- ari Gilbertssyni og Eyþóri Inga Gunnlaugssyni. Einnig komu þeir Lárus Ástmar Hannesson, Jón Bjarki Jónatansson og Hólmfríður Friðjónsdóttir fram og tóku lag- ið. Karlakórinn Heiðbjört mætti einnig og fluttu nokkur lög. Mjög góður rómur var gerður að tónleikunum sem tókust frá- bærlega. Undirleikarar voru þau Valentina Kay, Friðrik Vignir Stef- ánsson og Evgeny Makeev. Eyþór Ingi Gunnlaugsson var svo kynnir kvöldsins og kitlaði hann hlátur- taugar tónleikagesta og tónleika- haldara með gamanmálum. tfk Karlakórinn Kári með frábæra afmælistónleika Kári stillti sér upp fyrir myndatöku fyrir tónleikana. Vinnsla á kolmunna hófst í byrjun síðustu viku í fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi eftir að Víkingur AK landaði þar um 2.600 tonnum. Aflinn fékkst á miðunum suðvestan við Færeyjar. Víkingur hélt strax að nýju á veiðislóð um miðja vikuna, í sína fimmtu ferð á miðin, en siglingin er nokkuð löng. Albert Sveinsson skipstjóri á Vík- ingi segir að veiðin hafi verið jöfn og góð að undanförnu en búið er að landa um tíu þúsund tonnum úr fjórum veiðiferðum. Sagði hann í samtali við vef HB Granda að skip- in hefðu verið að fá þetta fjögur til fimm hundruð tonna höl eftir sex til átta tíma. mm Kolmunnavinnsla hafin á Akranesi Heilsuhorn Kaju Þetta er þrettándi pistill Heilsu- horns Kaju og verður jafnframt sá síðasti í bili vegna sumarfría. Þar sem sveitastjórnarkosn- ingar eru á næsta leiti þá er ekki úr vegi að senda nokkrar lífræn- ar skotbaunir inn í baráttuna í von um að lífrænt fari nú að rata inn á stefnuskrá einhvers og eitt- hvert sveitafélag taki að sér sama hlutverk í umhverfismálum og t.d. Kaupmannahöfn. Þar er lit- ið á lífræn matvæli sem hluta af heildsteyptri umhverfisstefnu og að notkun eiturefna- og áburð- ar í ræktun matvæla geri meira ógagn en gagn sé litið til lengri tíma. Dönsk stjórnvöld hafa ein- mitt ákveðið að feta í fótspor sinnar eigin höfuðborgar og hafa því sett sér það markmið að árið 2020 verði í öllum ríkismötuneyt- um hlutfall lífrænnar fæðu 75%. Þess má geta að rannsókn- ir hafa sýnt að góð heilsa er 80% góð næring og 20% hreyfing þannig að áhersla á mat þarf mun meira vægi en hreyfing. En af hverju ættu íslensk sveit- arfélög að móta sér sérstaka stefnu hvað varðar lífræn mat- væli? Svarið er auðfengið þegar litið er á staðreyndir. Leikskóla- barn sem dvelur 8 tíma á dag, fimm daga vikunnar og fær að meðaltali fimm máltíðir á dag tek- ur 54% af sinni næringu á skóla- tíma. Þess vegna er nauðsyn að sveitarfélagið taki ábyrgð og gefi börnunum góða næringu. Í dag er það svo að íslenska rík- ið eða Landlæknisembættið gefur út leiðbeinandi bækling þar sem stofnanir eru hvattar til að fara eftir þar eru heilar þrjár línur í 54 bls handbók um lífræn matvæli. Umfjöllunin um lífrænt er frekar villandi því bæði eru þessar lín- ur settar undir kaflann umhverf- isvæn innkaup og síðan er talað um að í þessari ræktunaraðferð séu settar hömlur á notkun eitur- efna sem er ekki rétt því þau eru bönnuð. Þetta segir Landlæknis- embættið um lífræn matvæli: „Í lífrænni ræktun felst að upp- fylla þarf ýmis skilyrði við rækt- un matvæla s.s. hömlur á notk- un plöntuverndarvara og ann- arra efna til ræktunar. Áherslur líf- rænnar ræktunar eru almennt á verndun umhverfisins, að fram- leiðsla sé sjálfbær, velferð dýra og samfélagslega ábyrgð.“ Aftur á móti er smá kafli um það sem ber að varast að gefa börnum og eru það rúsínur því þær geta innihaldið sveppaeitur, kanil, sætuefni og rísmjólk. Í fyrsta lagi eru 99,9% líkur á að rúsínur innihaldi sveppaeit- ur nema þær séu lífrænar. Í öðru lagi þá inniheldur ekki allur kan- ill kúmaríni eins og kemur fram í handbókinni og því væri meira vit í að vísa í hvaða tegund af kan- il ætti að forðast. Í þriðja lagi eru sætuefni iðnaðarframleiðsla sem aldrei ætti að gefa barni. Í fjórða lagi eru skiptar skoðanir á rís- mjólk varðandi óhollustu hennar og það sama má segja um soja- mjólkina, en Landlæknisembætt- ið minnist ekki á sojamjólk sem slæman kost. Í síðustu fjórum pistlum mín- um hef ég fjallað um helstu E efna flokkana, en stærstur hluti þeirra er iðnaðarframleiðsla sem hefur miður góð áhrif á okkur. Í lífrænni matvælaframleiðslu eru þessi E efni bönnuð. Það eitt gefur líf- rænum mat forskot hvað varð- ar heilsusamlegri og heillavænni matvæli. Þar sem Landlæknisembætt- ið er einungis leiðbeinandi aðili og leiðbeiningar þeirra ekki nógu greinargóðar þá er það enn mik- ilvægara að sveitarstjórnir taki af- stöðu og móti sér stefnu varðandi þessi mál svo öll börn megi njóta góðrar fæðu ekki bara sum. Nóg af skotbaunum í bili ég óska ykkur gleðilegs sumars Lífrænar kveðjur, Kaja Grænar skotbaunir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.