Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 23 Nú þegar vorið er komið og skóla- starfi að ljúka er yfirleitt mikið líf og fjör í skólum landsins og skóla- starf oft óhefðbundið. Þannig var síðasta vika í Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga í Grundarfirði, en þá voru útskriftarnemar að dimmitera og á föstudaginn bauð nemendafélag skólans upp á mat fyrir nemend- ur og kennara en þá grillaði forseti nemendafélagsins hamborgara ofan í alla. tfk Mikið um að vera hjá FSN Útskriftarhópurinn var hress áður en haldið var í vöfflukaffi á kennarastofunni eins og hefð er fyrir. Haukur Páll Kristinsson grillaði hamborgara ofan í liðið síðasta föstudag en honum til halds og trausts er Ólafur Tryggvason um- sjónarmaður fasteignarinnar. „Borgarbyggð verði í fararbroddi meðal íslenskra sveitarfélaga í um- hverfisstarfi.“ Þetta er fyrsta setn- inginn í umhverfisstefnu Borgar- byggðar sem samþykkt var af um- hverfis- og skipulagsnefnd 11. febrúar 2013. Núna, rúmum fimm árum eftir að þessi stefna var gefin út, eigum við mjög langt í land. Ég tel mjög mikilvægt að leggja áherslu á að vinna að þessu mark- miði. Það gerum við meðal annars með því að velja vistvænni vörur fram yfir einnota og þá sérstaklega plast. Einnig með notkun tækja sem nota umhverfisvænni orkugjafa s.s. rafbíla. Í áðurnefndri umhverfisstefnu kemur einnig fram að sérstök áhersla skuli lögð á að jarðgera lífrænan úrgang, í því hefur ekk- ert gerst í fimm ár og tel ég löngu tímabært að taka til hendinni í þeim efnum. Þá þurfum við að efla verulega fræðslu og kynningu á sorpflokkun og tryggja það að allir íbúar sveita- félagsins hafi gott aðgengi að flokk- unarstöðvum. Við í VG viljum skoða hvetjandi kerfi með afslætti á sorphirðugjöldum fyrir þá sem flokka. Umhverfissjónarmið eiga að hafa vægi við ákvarðanatöku alveg eins og t.d. fjárhagssjónarmið og at- vinnusjónarmið. Brynja Þorsteinsdóttir Höf. skipar 5. sæti á lista VG í Borgarbyggð Pennagrein Pennagrein Borgarbyggð í fararbroddi Pennagrein Ég heiti Haraldur Már Stefánsson og skipa 6. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Borgarbyggð fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Einn góður frambjóðandi í góðu bæjarfélagi gaf það eitt sinn út sem kosningaloforð að hann skyldi berj- ast fyrir því að gera aðalgötu bæj- arins jeppafæra eigi síðar en fyrir næstu jól. Góður. Það má öllum íbúum Borgar- byggðar vera ljóst að mikil við- haldsþörf er komin á götur og gangstéttar í i þéttbýliskjörnum okkar. Við Sjálfstæðisfólk mun- um fara í markvissa vinnu á þessu sviði til að bæta og fegra umhverfi okkar. Við viljum koma á samráðs- hópi þar sem sitja fulltrúar íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins. Þessi hópur myndi til að mynda koma að markmiðasetningu og stefnumót- un varðandi opin svæði með tilliti til áherslna á heilsueflandi samfélag sem Borgarbyggð er. Hópurinn myndi einnig koma að skipulagningu varðandi viðhald gatna og gangstétta í þéttbýli Borg- arbyggðar og útbúa framkvæmda- áætlun. Hún mun síðan verða öll- um íbúum Borgarbyggðar aðgengi- leg á heimasíðu sveitarfélagsins. Þannig munt þú vita hvenær kemur að þinni götu. Einnig væri hægt að nýta hóp- inn til að kortleggja betur hjóla og göngustíga í sveitarfélaginu og hvernig er hægt að tengja þá betur saman. Þá viljum við einnig fara í úr- bætur á skólalóðum grunn- og leik- skóla sveitarfélagsins. Til að fegra um- hverfið okkar og bæta ásýnd Borg- arbyggðar mynd- um við vilja koma á hvatakerfi. Það væri þá í boði fyrir þann sem vill að sækja um greiðslur í sjóð til þess að fegra og byggja upp ákveðin opin svæði út frá þeirri stefnu sem væri sett um svæðin. Til að bæta ásýnd sveitabæja væri hægt að skoða leiðir í samstarfi við félög bænda. Borgarbyggð er heimili okkar og þar þarf okkur að líða vel í fallegu og snyrtilegu umhverfi. Gerum lífið betra! X-D 26. maí. Haraldur Már Stefánsson. Höf. skipar 6. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Borgarbyggð. Hvenær kemur að minni götu? Í menningarstefnu Borgarbyggðar segir að eitt helsta markmið hennar sé að styrkja og efla menningarlega vitund íbúa og þar með innviði sam- félagsins. Borgfirðingar geta státað af góðum söfnum og sýningum. Má þar nefna Safnahús, Landnámssetur, Landbúnaðarsafn, Snorrastofu og Fornbílasafn. Nýlega kom út skýrsla vinnuhóps um þróun safnastarfs í Borgarbyggð – aukin starfsemi í menningarhúsinu Hjálmakletti. Þar koma fram tillögur að fram- tíðarskipan þeirra safna í Borgar- byggð sem rekin eru á ábyrgð sveit- arfélagsins. Skýrslan olli mikilli úlf- úð á meðal íbúa og sýndist sitt hverj- um. Samfylking og óháð vilja styðja við starfsemi í Safnahúsi í núverandi mynd en vilja þó að aukið verði við opnunartíma safnsins og að starf- semi þess verði betur kynnt með það að markmiði að fjölga sýningargest- um og auka þar með tekjur safnsins. Þá viljum við styðja við og hvetja til samvinnu á milli þeirra sem starfa á sviði menningar í sveitafélaginu. Við viljum efla Hjálmaklett sem ráð- stefnu- og menningarhús með auk- inni markaðssetningu. Maðurinn er félagsvera. Félags- störf eru oft mikilvægur þáttur í lífi einstaklinga og eflir það og þroskar bæði andlega og líkamlega heilsu. Í Borgarbyggð getum við státað af öflugu félagsstarfi. Hér eru öflug leikfélög, mikið kórastarf, vel starf- andi eldri borgara félag, félagsstarf í kringum alla skóla í sveitarfélaginu, skátarnir, Rauði krossinn og svo mætti lengi telja. Það sem hins veg- ar skortir á er að nýbúar í sveitarfé- laginu fái upplýsingar um allt þetta öfluga og góða félagsstarf og upplýs- ingar um að þeir hafi jafnvel mögu- leika á því að vera þátttakendur. Fyr- ir mitt leyti var þátttaka í félagsstarfi það sem styrkti mig og efldi í sam- félaginu og varð m.a. til þess að við fjölskyldan höfum ákveðið að setjast hér að. Ég bý í dreifbýli Borgarbyggðar. Stundum finnst mér eins það séu þrjú til fjögur sveitarfélög í sveitar- félaginu. Ég veit að það eru marg- ir sammála mér í þessari skoðun. Ég brenn fyrir að allir í sveitafélag- inu vinni saman að betri byggð, að við þéttum hópinn hvort sem við búum í þéttbýli eða dreifbýli og efl- um samkenndina. Það þarf að auka uppbygginu í öllu sveitarfélaginu og gæta þess að allir í samfélaginu séu vel upplýstir því þannig náum við að virkja fleiri íbúa. Samfylking og óháð leggja til að ráðinn verði markaðs- og kynn- ingarfulltrúi sem m.a. myndi kynna sveitarfélagið, koma betur á fram- færi blómlegu menningarlífi sveitar- félagsins, félagsstarfi þess og myndi vinna í því að tengja saman alla íbúa í sveitarfélaginu. Margrét Vagnsdóttir Höfundur skipar 4. sæti á lista Samfylkingar og óháðra í Borgarbyggð Menning, félagsstarf og samvinna Pennagrein Drífandi starfsfólk, dug- legir stjórnendur Undanfarið hafa skólamál og kjör starfsfólks í grunnskólum og leik- skólum verið mikið til umfjöllunar, enda er þetta mikilvægur málaflokk- ur. Leik- og grunnskólar á Akranesi eru frábærar stofnanir og bænum til mikils sóma. Undanfarið hefur varla liðið ár þar sem menntastofnun á Akranesi hlýtur ekki verðlaun af ein- hverjum toga. Hvernig má líka ann- að vera þegar skólarnir eru fullir af metnaðarfullu, drífandi starfsfólki og góðum stjórnendum sem hugsa út fyrir rammann. Álag verður að minnka Í kjölfar hrunsins varð grimmur nið- urskurður til þessara stofnana raun- in. Ekki hefur enn verið fyllilega bætt fyrir þann niðurskurð. Þar er t.d. hægt að nefna veikinda- og orlofsaf- leysingu í leikskólunum sem afnumin var á sínum tíma og hefur aðeins að litlu leyti verið skilað til baka. Þessi sparnaður átti að vera tímabundinn. Þetta veldur álagi á bæði starfsfólk og nemendur og er með rökum hægt að segja að sparnaðurinn kosti meira en hann skilar. Miðað við fjárhagsstöðu bæjarins ætti að vera hægt að gera betur á þessum vettvangi og það vilj- um við í Samfylkingunni gera. Fjölga þarf fagaðilum Á Íslandi er skóli án aðgreiningar opinber skólastefna. Það felur í sér að allir nemendur, fatlaðir eða ófatl- aðir, eigi rétt á að sækja sinn heimaskóla og fá þá þjón- ustu sem þeir eiga rétt á þar. Nú er staðan sú að talsverður munur er á mönnun grunnskólanna okkar á þessu sviði. Fjölga þarf fagaðilum í Grundaskóla til að sinna auknum fjölda barna með sérþarfir. Þetta má ekki gera á kostnað annarra mennta- stofnana í bænum, eins og gert var fyrr á þessu kjörtímabili þegar meiri- hluti bæjarstjórnar gerði kröfu um fækkun stöðugilda í Tónlistarskól- anum til að mæta aukinni stoðþjón- ustuþörf í Grundaskóla. Fulltrúar Samfylkingarinnar í skóla- og frí- stundaráði og bæjarstjórn mótmæltu þeirri aðgerð á sínum tíma. Leikskólavist frá 18 mánaða aldri Samfylkingin á Akranesi ætlar að tryggja leikskólavist frá 18 mánaða aldri. Til þess þarf að huga að nýj- um leikskóla eða stækkun á öðrum 3ja deilda leikskóla bæjarins. Í sam- þykktri framkvæmdaáætlun bæjarins, sem lögð er fram af meirihluta bæjar- stjórnar, er ekki gert ráð fyrir neinum peningum í nýbyggingar, hvorki við grunnskóla né leikskóla. Nauðsyn- legt er að blása þarna til sóknar og Samfylkingin vill vera þar í forystu. Kristinn Hallur Sveinsson Höfundur skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akranesi til bæj- arstjórnarkosninga í vor. Skólarnir á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.