Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 25 Á Akranesi er gott að búa. Öll þjón- usta er innan seilingar. Aðstaða til íþróttaiðkunar er góð og nálægðin við höfuðborgarsvæðið tryggir okk- ur gott aðgengi að þeim stóra mark- aði sem þar er, bæði hvað vinnu og þjónustu varðar. Þrátt fyrir þetta hefur Akranes ekki náð að vaxa með sambærilegum hætti og sveitarfélögin fyrir austan fjall og mörg þeirra sem á Reykja- nesinu eru. Þess vegna leggjum við í Miðflokknum höfuðáherslu á að gera bæinn samkeppnishæfari. Það má fara ýmsar leiðir að því að gera bæinn samkeppnishæfari en nú er og eru nokkrar þeirra nefndar hér á eftir. Hvað atvinnumál varðar, þá leggj- um við áherslu á að koma skipu- lögðum atvinnulóðum í Flóahverfi í notkun og við viljum beita eigenda- áhrifum bæjarins í stjórn Orkuveit- unnar til að þrýsta á um að fráveitu- gjöld verði lækkuð. Hvað skólamál varðar, þá ætlum við að tryggja fríar skólamáltíðir í grunnskólum bæjarins ásamt því að efla tómstundastarf barna og ung- linga og ráða tómstundafulltrúa. Við viljum að Akranes verði í far- arbroddi í umhverfismálum sveitar- félaga. Við ætlum að móta umhverf- isstefnu fyrir sveitarfélagið á kom- andi kjörtímabili. Við ætlum að ráðast í stórátak hvað viðhald gatna og fasteigna bæj- arins varðar. Eins og íbúar Akraness þekkja þá eru götur bæjarins víða í afar slæmu ásigkomulagi. Þar er verk að vinna og verkefnið minnkar ekki með því að ýta því á undan sér. Við- haldi hefur jafnframt verið ábótavant á mörgum fasteignum bæjarins, við það verður ekki unað lengur. Um leið og ráðist verður í stór- átak hvað lagfæringu gatna varðar, þá þarf að hug að því að skilgreina stofnbraut þungaflutninga í gegnum bæinn. Við viljum að farið verði í viðræð- ur við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveit- ar um kosti og galla þess að sameina sveitarfélögin. Við ætlum að beita okkur fyrir við- ræðum við sveitarstjórn Hvalfjarð- arsveitar og Vegagerðarinnar um færslu þjóðvegar 1, vestur fyrir Akra- fjall og áfram um Grunnafjörð. Það kemur bænum í hringvegartengingu sem styður meðal annars við upp- byggingu á ferðaþjónustu. Svo koma auðvitað fleiri í heimsókn en áður þegar bærinn er orðinn tengdur við hringveginn, sem er skemmtilegt. Þessi atriði og mörg önnur sem við ætlum að beita okkur fyrir munu styrkja samkeppnisstöðu bæjarins og styðja við áframhaldandi vöxt og við- gang bæjarins okkar. Helga Jónsdóttir. Höf. er oddviti lista Miðflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akranesi. Gerum Akranes samkeppnishæfara Pennagrein Á rekstrarárinu 2017 skilar Akranes- kaupstaður um 240 milljóna króna afgangi sem er afar ánægjuleg niður- staða. Einnig er gott að sjá lykiltöl- ur í rekstri bæjarfélagsins sem benda til þess að reksturinn sé traustur. Þar má nefna að skuldahlutfall fer lækk- andi, eiginfjárhlutfall er 50%, veltu- fjárhlutfall er yfir 1 og framlegðar- hlutfall rekstrar hækkar verulega. Rekstur bæjarfélagsins er á góðri leið og því fagna að sjálfsögðu allir sem vilja hag Akraneskaupstaðar og Akurnesinga sem bestan. Árangur tveggja bæjarstjórna Rétt er að halda því til haga að þess- um árangri var ekki náð á einum degi. Fast var tekið á rekstri bæj- arins á kjörtímabilinu 2010-2014, þegar Samfylkingin, Framsóknar- flokkur og Vinstri græn mynduðu meirihluta í bæjarstjórn. Allt kapp var lagt á að koma Akraneskaupstað úr slæmri stöðu, dregið var sam- an í rekstri og skuldir greiddar nið- ur. Núverandi meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Bjartrar framtíðar bar gæfu til að halda áfram sömu stefnu í rekstri kaupstaðarins og er það þakkarvert. Óvæntar tekjur Á fundi bæjarstjórnar þann 8. maí síðastliðinn lögðu bæjarfulltrú- ar Samfylkingarinnar fram bókun þar sem bent er m.a. á að 20% af tekjum bæjarsjóðs koma frá Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga og er sá hluti um 236 milljónir króna um- fram áætlun á árinu 2017. Þessi upphæð er nánast sú sama og rekstrarafgangurinn á árinu. Framkvæmdum frestað Jákvætt er að skuldahlutfallið fari lækkandi því það er dýrt að skulda of mikið. Hafa þarf þó í huga að það getur líka verið dýrt að fara ekki í nauðsynlegt viðhald á fast- eignum og götum bæjarins. Fjár- festingarhluti reikningsins er um 221 milljón króna undir áætlun, sem þýðir að ekki var nýttur all- ur sá peningur sem áætlaður var í endurgerð gatna og aðrar fjár- festingar á síðasta ári. Aftur sjáum við þarna upphæð sem er nálægt rekstrarafganginum, upphæð sem átti að framkvæma fyrir á árinu 2017 en var ekki gert. Um leið og Skagamenn geta fagnað bættri fjárhagsstöðu Akra- neskaupstaðar, þá dylst engum að mörg verkefni hafa beðið lengi og bíða enn. Það þarf t.d. ekki ann- að en að reyna að keyra í vinn- una með opinn kaffibolla í bílnum til að átta sig á ástandi gatnanna í bænum. Mannvirki kaupstaðarins þurfa sárlega á viðhaldi að halda og margar stofnanir bæjarins bíða enn eftir að endurheimta það sem skera þurfti niður í kjölfar hruns- ins fyrir 10 árum síðan. Skilum þangað sem skorið var niður Við frambjóðendur Samfylking- arinnar á Akranesi viljum tryggja það að bætt staða bæjarfélagsins skili sér fyrst og fremst til þeirra framkvæmda sem þegar hafa beð- ið of lengi og til þeirra þjónustu- þátta bæjarins þar sem skera þurfti niður þegar skóinn kreppti. Næg verkefni eru framundan og því er nauðsynlegt að hafa rekstur- inn í góðu jafnvægi til að geta tek- ist á við þau. Nú eru alla vega til peningar í sjóðum bæjarins til að sinna einhverjum þeirra verkefna sem hafa setið á hakanum síðast- liðin ár. Valgarður Lyngdal Jónsson og Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akranesi til bæjarstjórnarkosninga í vor. Um fjárhagsstöðu Akraneskaupstaðar Pennagrein Pennagrein Pennagrein Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um mikilvægi þess að hafa virkt íþrótta- og tómstundastarf í sveitar- félaginu. Það hefur ekki aðeins for- varnalegt gildi fyrir börnin okkar heldur litar það líka menningu og lífs- stíl allra íbúa sveitarfélagsins. Við vilj- um leiða börnin okkar áfram af reglu- og heilsusömu líferni til að styrkja þau og móta til framtíðar. Brottfall ung- linga úr íþróttum er mikið áhyggju- efni, sérstaklega á meðal stúlkna. Það er okkur í Framsókn mikið kappsmál að breyta þessari þróun og styðja við uppbyggingu á nýju fjölnota íþrótta- húsi til að bæta aðbúnað við íþrótta- og tómstundastarf í Borgarbyggð. Höldum unga fólkinu í Borgarbyggð Á mínum yngri árum fékk ég tækifæri til að stunda mína íþrótt í Borgar- byggð enda mikill áhugi og umgjörð í kringum körfuboltann á þeim tíma en því miður var þó minni áhugi á með- al kvenkyns iðkenda. Þegar kom að því að fara í framhaldsskóla valdi ég skóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem ég þurfti að flytja mig úr bæjarfélag- inu til að halda áfram að sinna mínum áhugamálum. Það var ánægjulegt að fá tækifæri til að spila aftur með upp- eldisfélagi mínu í Borgarnesi þegar liðið komst uppí úrvalsdeild kvenna haustið 2016. Það eitt að spila með félaginu aftur eftir langa bið var frá- bær tilfinning. En það sem vakti þó enn meiri áhuga og ástríðu var sú um- fjöllun og umgjörð utanum liðið sem vakti áhuga hjá yngri iðkendum sem líta upp til leikmanna liðsins sem fyr- irmyndir. Af því sögðu sé ég hversu mikilvægt það er að hafa öfluga inn- viði til að styðja við íþrótta- og tóm- stundastörf sem laða að sér góðar fyrirmyndir og vekur upp eldmóð og áhuga barna og unglinga. Það er auð- velt að heltast úr lestinni eða þurfa að flytja úr sveitafélaginu til að halda áfram að stunda sína íþrótt ef stuðn- ingurinn er ekki til staðar. Það verða ekki allir atvinnumenn en skemmtun og forvarnargildi er það sem skiptir höfuð máli, allir eiga að geta stundað sitt áhugamál og haft ánægju af. Uppbygging á íþrótta- mannvirkjum Okkar trú er að öflug menntun, menning, tómstundir og íþrótt- ir sé lykill að farsælu samfélagi. Til þess vill Framsókn að komið sé upp íþróttaakademíu á mennta- og há- skólastigi sem mun laða að öflugt íþróttafólk, bæði úr sveitarfélaginu okkar og nágrannasveitarfélög- um. Slík uppbygging mun skila öfl- ugu íþrótta- og menningastarfi sem er hvatning til barna og unglinga og mun móta skemmtilega félagsmenn- ingu sem sameinar sveitarfélagið í blíðu og stríðu. Því vill Framsókn standa fyrir byggingu á nýju fjölnota íþróttahúsi, íþróttaakademíu og betra aðgengi allra íbúa sveitafélagsins með bættum samgöngum og styrkjum til íþrótta iðkunar með það markmið að auka forvarnir og minnka brottfall og brottflutnings ungs fólks úr sveita- félaginu. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. Íþróttir eru forvarnir Haustið 2016 birti þáverandi ríkis- stjórn stefnu í lýðheilsumálum eft- ir vandaða vinnu ráðherranefnd- ar. Stefnunni fylgdi áætlun um að- gerðir er stuðla að heilsueflandi samfélagi. Meginmarkmiðið er að Ísland verði ein heilbrigðasta þjóð heims árið 2030 (hvorki meira né minna). Stefnt er að því að öll sveitarfélög taki þátt í verkefninu. Embætti landlæknis er sveitar- félögunum til ráðgjafar og metur árangur verkefnisins. Þetta verkefni snertir alla þætti mannlífsins, leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og að sjálfsögðu vinnustaði, svo ekki séu talin efri árin sem margir heyja harða glímu við. Þetta er risastórt verkefni. Hver vill ekki taka þátt í þessu? Hver vill ekki vera heilbrigð sál í hraustum líkama - svo langt sem hægt er að ganga til að hafa áhrif á það? Það viljum við undirrit- aðar sem báðar erum hjúkrunar- fræðingar sem höfum svo oft verið minntar á þá staðreynd að betra er heilt en gróið. En til hvers er ætlast af sveitar- félaginu? Hvað getum við gert til að uppfylla þau skilyrði sem gerð eru til slíks bæjarfélags? Akranes- bær hefur margt það sem þarf til að taka þátt í slíku verkefni, m.a. íþróttaarfinn sem við erum svo stolt af. Skólasamfélagið er viðurkennt fyrir fagmennsku og sama má segja um félags- og heilbrigðisstofnanir bæjarins. Getum við samt ekki bætt okkur á mörgum sviðum er snúa almennt að vellíðan fólks í samfé- laginu? Dæmi um það sem getur haft áhrif á svokallaða heilsuhegð- un fólks eru samgöngur, aðgengi að byggingum og þjónustu, hönn- un hverfa og bygginga og almenn skipulagsmál. Fimmtán sveitarfélög hafa nú þegar undirritað samstarfssamning við Embætti landlæknis um heilsu- eflandi samfélag eða 73% búsettra landsmanna. Í mars síðastliðnum samþykkti skóla- og frístundaráð Akraneskaupstaðar að leggja til við bæjarráð að stofnað yrði þverfag- legt teymi sem myndi gera tillögu að stefnumörkun og framkvæmda- áætlun í átt að heilsueflandi samfé- lagi. Þetta var samþykkt af bæjar- ráði og er nú í höndum bæjarstjóra til frekari úrvinnslu. Við trúum að það séu margar hendur tilbúnar að leggja þessu málefni lið. Svo aftur sé vitnað til Embættis landlæknis kemur fram að heilsuefling miði að því að hafa áhrif á lífsstíl fólks og gera því kleift að lifa heilsusamlegu lífi við heilnæmar aðstæður. Lögð er mikil áhersla á að fólk á öllum aldri geti sjálft gert margt til að bæta andlega og líkamlega heilsu sína með því t.d. að huga að daglegum lífsvenjum og viðhorfum. Almenn fræðsla er því mikilvægur liður í að ná því markmiði. Allt of margir, ungir sem aldnir, þjást af kvíða og depurð. Í dag er umræðan um andlega líðan mun opnari en hér áður fyrr en mætti þó vera enn meiri. Mikilvægt er að finna fleiri lausnir til að bæta og breyta líðan fólks, með fjölbreytt- ari úrræðum. Eitt er m.a. að fólk fái notið hæfileika sinna hvar sem það er statt í lífinu með auknum skilningi á mismunandi þörfum. Akranes er vel til þess fallið að taka þátt í þessu verkefni. Við sjáum jafnvel fyrir okkur að við getum orðið í fararbroddi þegar fram líða stundir með okkar öflugu skóla og fjölbreytta velferðarkerfi. Það er skoðun okkar í Fram- sókn og frjálsum, að við eigum skilyrðislaust að taka þátt í verk- efninu og vinna að því af lífi og sál. Þetta gæti opnað okkur möguleika sem skila sér í meiri víðsýni. Það er svo ótal margt í samfélagsgerð- inni sem getur haft áhrif á líðan okkar og heilsufar bæði til góðs og ills.Við sjáum gríðarleg tækifæri í verkefninu og viljum hefjast handa sem allra fyrst. Anna Þóra Þorgilsdóttir og Ingi- björg Pálmadóttir. Höfundar eru báðar hjúkrunar- fræðingar og á lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi. Hvað er heilsu- eflandi samfélag?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.