Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hefur þú eitthvað kynnt þér stefnumál þeirra flokka sem bjóða fram í þínu sveitarfélagi í sveitarstjórnar- kosningunum 26. maí? Spurni g vikunnar Jan Mitsatko Nei, ekki mikið. Þorsteinn Magnússon Nei, ekki neitt. Sigrún Snævarr Nei. Ingibjörg Óskarsdóttir Já, ég er farin að gera það. Gísli Jóhannesson Nei, ekki ennþá. (Spurt í Borgarnesi) Vesturlandsmót í boccia fór fram í Grundarfirði laugardaginn 12. maí síðastliðinn. Til leiks mættu 16 sveit- ir frá Hvammstanga, Akranesi, Borg- arbyggð, Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Grundarfirði. Spilað var í fjór- um riðlum og fjórar sveitir í hverjum riðli. Eftir riðlakeppni stóðu fjór- ar sveitir upp sem sigurvegarar og spiluðu þær í undanúrslitum. Sig- urvegarar undanúrslita spiluðu síð- an um sæmdarheitið Vesturlands- meistari 2018 í boccia. Eftir mjög skemmtilegan og spennandi leik þar sem jafnt var eftir fimm lotur 5 – 5 tókst keppendum úr Snæfellsbæ; þeim Kristófer Jónassyni, Guðrúnu Tryggvadóttur og Björgu Magnús- dóttur að sigra Aftanskin úr Stykkis- hólmi 5 – 3, en sveit þeirra skipuðu, Guðrún Ákadóttir, Karólína Ingólfs- dóttir og Árný Guðmundsdóttir. Í leik um þriðja sæti sigruðu Akurnes- ingar lið Borgarbyggðar 8 – 1. Félag eldri borgara í Grundarfirði sá um að bera fram ljúfustu veitingar svo sem súpu, kaffi og ýmislegt ann- að góðgæti. Í lokin afhenti svo Elsa Árnadóttir sigurvegurum verðlaun. Verðlaunapeningar og eignargripur voru hannaðir og smíðaðir af þús- undþjalasmiðnum Thor Kolbeins- syni hjá Lavaland í Grundarfirði. Það er því Snæfellsbær sem hýsir far- andbikarinn fram að næsta móti sem fer fram á Akranesi vorið 2019. fj Sveit Snæfellsbæjar Vesturlandsmeistari í boccia Fimmtudaginn 10. maí var hald- inn fótboltadagur í Ólafsvík. Mar- grétar Sif Sævarsdóttur formað- ur Umf. Víkings/Reynis sagði að mikil gleði hafi ríkt á þessum degi. Komu á fimmta hundrað gestir til að skemmta sér og öðrum og var boðið upp á allskonar leiki tengda fótbolta. Margrét Sif sagði í samtali við Skessuhorn að þessi hugmynd kæmi frá HSH. „Þannig er t.d. hald- inn körfuboltadagur í Stykkishólmi og blakdagur í Grundarfirði. Okkar hlutverk er að sjá um knattspyrnu- daginn,“ sagði Margrét Sif. af Fótboltadagur haldinn í Ólafsvík Börnin voru hrifin að fótbolta-pílubolta. Fótbolti á sér greinilega enginn aldurs- takmörk og var þessi litla dama í miklu stuði með boltann. Víkingur Ó. hefur samið við enska miðvörðinn Michael Newberry um að leika með liðinu í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar. Michael er tvítugur að aldri og kemur úr U23 ára liði New- castle. Árið 2016 var hann valinn besti ungi leik- maður enska liðsins, verðlaun sem meðal annars David Ginola, Andy Carroll og Shola Ameobi hafa hreppt í gegnum tíðina. Þá hefur Víkingur sömuleiðis fengið til liðs við sig argentíska miðjumannin Sasha Litwin, sem kemur frá spænska C-deildarliðinu Lleida. Sasha er 23 ára gamall og lék fyrst með Lleida árið 2012 en hefur síðan þá einnig verið á mála hjá Tatab- ánya í Ungverjalandi og Sambenettesse á Ítalíu. kgk Víkingur Ó. bætir við hópinn Enski miðvörðurinn Michael Newberry. Sigurjón Ernir Sturluson frá Hnúki í Hvalfjarðarsveit kom fyrstur Íslend- inga í mark á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem haldið var á Spáni á laugardag. Þar hljóp hann fyrir Íslands hönd ásamt sjö öðrum hlaupurum. Hlaupið á Spáni var 88,1 km og hækkunin fimm þúsund metrar. Sigurjón hljóp á 11:23:34 og hafn- aði í 119. sæti af 350 keppendum. Aðstæður voru krefjandi, milli 20 og 25 stiga hiti og drakk Sigurjón í kringum tólf lítra af vökva á meðan hlaupinu stóð. Hann var að vonum ánægður að hlaupinu loknu og rit- ar á Facebook-síðu sína að honum hefði varla getað gengið betur. „Eft- ir á að hyggja var í raun ekkert sem hefði getað farið mikið betur. Ég var að hlaupa mitt erfiðasta hlaup hingað til og fannst mér ég hafa tæklað það ansi vel og það á heimsmeistaramóti í fjallahlaupum í 20-25 stiga hita,“ skrifar Sigurjón ánægður. kgk Fyrstur Íslendinga á HM í utanvegahlaupum Sigurjón Ernir Sturluson. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.