Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 21. tbl. 21. árg. 23. maí 2018 - kr. 750 í lausasölu Framtíðarreikningur -í fullu gildi í framtíðinni Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast. Ef ��.��� kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning leggjum við �.��� kr. á móti. 20 ÁR Vinsæl vara við tíðum þvaglátum ÞÚ FERÐ LENGRA MEÐ SAGAPRO Lúsina burt! Augndropar! Það var vel sporrækt þegar Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Norðurárdal hélt af stað á morgunvaktina í fjárhúsunum sínum klukkan fimm síðastliðinn mánudagsmorgun. Tíðarfarið það sem af er maímánuði hefur verið afleitt einkum fyrir sauðfjárbændur sem verða að halda fénu á húsi meðan lítill hiti er og úrkomu- samt. Á Brekku er úrkomumælir. Hann sýnir einn úrkomulausan dag í maí og ekki er útlit fyrir að þeir verði fleiri ef marka má veðurspár. Ljósm. þþ. Komnar eru upp deilur í kjölfar lýs- ingar Akraneskaupstaðar á væntan- legu skipulagi við Krókalón á Akra- nesi. Bréfasendingar í gegnum lög- fræðinga hafa á undanförnum dögum gengið manna á millum. Annars vegar íbúa á svæðinu og hins vegar fyrirtæk- isins Skagans 3X sem sækir um stækk- un athafnasvæðis með landfyllingu. Í aðsendri grein í blaðinu í dag, sem Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans 3X skrifar, er sagt frá bréfi sem lögfræðingur fyrirtækisins sendi fjórum nafngreindum einstaklingum sem búa við Krókatún og Vesturgötu. Í því er sagt að röngum fullyrðingum hafi verið haldið á lofti um meint lög- brot Skagans 3X og fjallað m.a. um landfyllingu sem gerð var 2012. Setur lögfræðingur Skagans 3X fram kröfu um að tiltekin ummæli sem fallið hafa í ræðu og riti verði dregin til baka. Fjór- menningarnir sem hlut eiga að máli hafa samkvæmt heimildum Skessu- horns svarað bréfi lögfræðings Skag- ans 3X. Ritstjórn vill taka það fram að fulltrúa fjórmenninganna var boðið að birta svar lögfræðings þeirra hér í blaðinu í dag samhliða birtingu grein- ar Ingólfs, en það var ekki þegið. Sjá nánar bls. 32. Deilur vegna skipulags Margir óttast að kjörsókn í sveit- arstjórnarkosningunum næsta laugardag verði dræm. Blaðamenn Skessuhorns hafa að undanförnu rætt við fjölmarga frambjóðendur á Vesturlandi og taka margir und- ir þessar áhyggjur, en hvetja fólk til að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til áhrifa og mæta á kjörstað. Þó segja þeir að áhugi almenn- ings fyrir kosningunum þeirra hafi aukist nú á allra síðustu dögum. Kosningaþátttaka í sveitar- stjórnarkosningum jókst frá 1950 til 1974 en hefur minnkað sam- fellt frá árinu 2002. Hina auknu þátttöku á sjötta og sjöunda ára- tug 20. aldar má að mestu skýra með dræmri kosningaþátttöku í sveitahreppum fyrst í stað sem smám saman jókst án þess þó að ná sambærilegu hlutfalli og hún var í kaupstöðum og svokölluð- um kauptúnahreppum þess tíma. Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að í sveitarstjórnarkosning- um var þátttakan mest árið 1974 þegar hún var 87,8%. Til saman- burðar má nefna að í alþingiskosn- ingum var mest kosningaþátttaka árið 1956, eða 92,1%, og við for- setakjör árið 1968 var hún 92,2%. Dræmust var kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum síðast, árið 2014, þegar hún var einungis 66,5%. Í Skessuhorni í dag er ítar- lega fjallað um kosningarnar sem í hönd fara. Blaðið er stækkað til að rúma fjölda aðsendra greina og þá er rætt við fulltrúa 18 flokka sem bjóða fram lista í sex sveitar- félögum á Vesturlandi, þ.e. Akra- nesi, Borgarbyggð, Hvalfjarðar- sveit, Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi. Í fámennari sveitar- félögunum verður persónukjör, þ.e. í Skorradalshreppi, Helga- fellssveit, Reykhólahreppi, Eyja- og Miklaholtshreppi og Dala- byggð. mm Sveitarstjórnarkosningar verða á laugardaginn Hlutfallslega versta kjörsókn frá því mælingar hófust var í kosningunum 2014. Samfelld fækkun hefur verið frá 2002.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.