Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 X-2018 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 17 ur upp á að bjóða. • Hafa frumkvæði að samstarfi um uppbyggingu á húsnæði við leigu- félög sem rekin eru án hagnaðar- sjónarmiða. • Að aðbúnaður og umhverfi í skól- um verði til fyrirmyndar fyrir nem- endur og starfsfólk. Stuðla að upp- byggingu og endurbótum á skóla- húsnæði. • Byggja upp og viðhalda íþrótta- aðstöðu í öllu sveitarfélaginu. Hefj- um hönnunarvinnu vegna stækkun- ar íþróttahúss í Borgarnesi. • Gera enn betur í flokkun á rusli. Áframhaldandi samstarf við „Egla tekur til hendinni“ um plastpoka- lausa Borgarbyggð. Hverja metur þú a) helstu kosti þíns sveitarfélags og b) hvað þarf helst að bæta? a) Það besta við Borgarbyggð er fjölbreytileiki samfélagsins en hér er skemmtilegur suðupottur mann- lífs, menningar og stórbrotinnar náttúru. b) Við þurfum að hraða uppbygg- ingu á húsnæði við sem flestra hæfi. Bæta umhverfi og gera átak í upp- lýsinga- og kynningarmálum. Hvernig spáir þú að úrslitin verði í þínu sveitarfélagi? Að Samfylking og óháð fái 3 full- trúa í sveitarstjórn. Vinstrihreyfingin grænt framboð Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur listabókstafinn V. Halldóra Lóa er oddviti listans. Hver er konan? Ég heiti Halldóra Lóa Þorvalds- dóttir og er fædd og uppalin í Reyk- holtsdalnum og sneri heim eftir að hafa menntað mig sem grunnskóla- kennari. Síðar bætti ég við mig meistaragráðu í náms- og starfs- ráðgjöf og hef starfað sem slík við Landbúnaðarháskóla Íslands, Há- skólann á Hólum og nú við Há- skólann á Bifröst. Um áramót- in tók ég við búi foreldra minna í Brekkukoti ásamt yngri bróð- ur mínum og þar gerum við ísinn Laufey úr mjólkinni okkar. Ég er gift, þriggja barna móðir, sveita- tútta í húð og hár og brenn fyr- ir samfélagsmálum. Ég er stolt af því að vera Borgfirðingur og vil sjá sveitarfélagið mitt Borgarbyggð dafna og laða að sér fólk. Hver eru helstu áhersluatriði þíns framboðs fyrir komandi kosningar? Vinstrihreyfingin grænt framboð leggur mikla áherslu á opna, skil- virka og gagnsæja stjórnsýslu. Við viljum ábyrga fjármálastjórnun á sama tíma og við byggjum sveitar- félagið upp til framtíðar og löðum að okkur fyrirtæki í umhverfi sem tekur vel á móti þeim. Við viljum standa vörð um allar starfsstöðv- ar skólanna og bæta aðstöðu nem- enda og kennari hvað varðar rými, hljóðvist og aðstöðu. Við viljum bjóða upp á fríar skólamáltíðir fyr- ir leik- og grunnskólabörn án þess að gæði matarins skerðist og auka aðgengi að íþróttum og tómstund- um til dæmis með fríu aðgengi að íþróttamannvirkjum fyrir eldri borgara og öryrkja og auknu sam- starfi íþróttafélaga og skóla. VG í Borgarbyggð vill vera leiðandi í umhverfismálum með flokkun sorps og notkun vistvænna tækja og leita hvetjandi leiða til að auka flokkun sorps. Það þarf skýra verk- ferla innan skipulagssviðs og efla sviðið með skiptingu umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd- ar í annarsvegar umhverfis- og at- vinnumál og hins vegar skipulags- mál. Hverja metur þú a) helstu kosti þíns sveitarfélags og b) hvað þarf helst að bæta? a) Helstu kostirnir eru umhverf- ið okkar og stórfenglegar nátt- úruperlur sveitafélagsins. Mann- lífið og skólarnir sem starfa á öll- um skólastigum eru einnig eitt- hvað sem við eigum að státa okkur af. Við erum öflugt landbúnaðar- hérað og eigum að vera stolt af því mikla og góða starfi. Menningin í héraðinu er einnig mjög blómleg. b) Skipulagsmál, upplýsingaflæði, sorphirðu og þjónustu við börn. Hvernig spáir þú að úrslitin verði í þínu sveitarfélagi? Vil síður spá fyrir um það, enda hefði það lítið upp á sig. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs í Borgarbyggð. Í tilefni af 25 ára afmæli Fasteignamiðlunar Vesturlands opnum við útibú að Borgarbraut 36 í Borgarnesi og bjóðum Borgnesinga og nærsveitarmenn velkomna. Opnunartíminn þar er frá kl. 11:00 til 16:30 á þriðjudögum og fimmtudögum eða eftir nánara samkomulagi. Þökkum okkar fjölmörgu viðskiptavinum ánægjuleg samskipti í gegnum árin. Opnum skrifstofu í Borgarnesi að Borgarbraut 36 Sími: 896 9303 - email: fastvest@fastvest.is Stefán Bjarki, So ía Sóley og Ragga Rún SK ES SU H O R N 2 01 8 Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur allar gerðir eigna á söluskrá. Opnum í Borgarnesi Löggiltir fasteignasalar með samtals um 50 ára starfsreynslu. www.her-nuna.is Styrkleikarnir þínir Næsta námskeið um styrkleika verður í júní, fjögur miðvikudagskvöld frá 19:30-21:30. Skráning er á heimasíðu Hér núna: http://her-nuna.is/skraning/. Þar eru líka upplýsingar um námskeið og fyrirlestra. Styrkleikarnir þínir er sjálfsþroskanámskeið sem snýst aðallega um að læra að þekkja og nýta bestu þætti persónuleika þíns. Með því aukst líkur á að blómstra bæði í starfi og einkalífi. Kennari er Steinunn Eva Þórðar- dóttir, reyndur sálfræðikennari og lýðheilsufræðingur með diplóma í jákvæðri sálfræði. SK ES SU H O R N 2 01 8 Hafa samband á facebook: @hernuna eða í síma 893-1562

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.