Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 X-2018 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 19 eldrum mínum, þeim Ástu og Ör- lygi. Ég hef mikinn áhuga á bæj- armálunum á Akranesi og var það kveikjan að því að ég ákvað að taka þátt í bæjarstjórnarkosningunum árið 2014. Að fá tækifæri til að taka þátt í að móta og efla nærsamfélagið sitt eru forréttindi, ég hef lært mik- ið á þessum fjórum árum og kynnst því góða starfi sem unnið er í hin- um ýmsu stofnunum og fyrirtækjum Akraneskaupstaðar. Hver eru helstu áhersluatriði þíns framboðs fyrir komandi kosning- ar? Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi ætlar að halda áfram ábyrgri fjár- málstjórnun, skilvirkri stjórnsýslu, uppbyggingu íþróttamannvirkja og félagsaðstöðu sem styður við heilsu- eflandi samfélag. Við munum áfram stuðla að iðandi mannlífi í fallegum bæ með sterku skólasamfélagi og fjölbreyttu atvinnulífi sem byggir á traustum innviðum þar sem hugað er að velferð allra. Hverja metur þú a) helstu kosti þíns sveitarfélags og b) hvað þarf helst að bæta? a) Akranes er framúrskarandi fjöl- skyldubær. Við eigum frábærar menntastofnanir sem eru mannað- ar vel menntuðu og hæfu fólki, mik- ið og kröftugt íþróttalíf, góða heil- brigðisstofnun og sterk fyrirtæki. Við Akurnesingar erum ánægðastir allra landsmanna með sveitarfélagið okkar og erum jafnframt ólíklegust til þess að flytja burt næstu tvö árin. b) Við viljum byggja upp fjöl- breyttari atvinnutækifæri og teljum mikilvægt að hlúa að þeim fyrirtækj- um sem hér eru sem og að laða að ný fyrirtæki. Það þarf að halda áfram viðhaldi og endurbótum gatna í sam- ræmi við langtímaáætlun og þá vilj- um við bæta umhverfisvitund og um- gengni okkar við náttúruna. Hvernig spáir þú að úrslitin verði í þínu sveitarfélag? Við í Sjálfstæðisflokknum vonumst eftir áframhaldandi umboði til góðra verka. Við viljum byggja upp á þeim grunni sem við höfum lagt á kjör- tímabilinu sem er að renna sitt skeið á enda og trúum því að jákvæð staða í rekstri bæjarins og ánægja íbúa með þjónustuna skili sér til okkar í atkvæðum á kjördag. Miðflokkurinn Miðflokkurinn hefur listabók- stafinn M. Helga Jónsdóttir er oddviti listans. Hver er konan? Ég heiti Helga Jónsdóttir og er Skagakona í húð og hár. Móðir mín er Anna Jóna Gísladóttir. Hún er fædd á Sauðarkróki, en alin upp á Akranesi. Faðir minn var Jón Þor- grímsson frá Kúludalsá í Innri Akra- neshreppi. Ég á þrjár systur og einn bróðir og er allur hópurinn búsettur hér á Akranesi. Ég útskrifaðist sem vélsmiður frá Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 1999, 16 ára byrjaði ég að vinna á vélaverkstæði Sementsverksmiðju ríkisins og hef starfað sem iðnaðar- maður síðan. Árið 2002 var ég ráð- in til Slökkviliðs Akraness sem hluta- starfandi slökkviliðsmaður, þar sem ég geng helgarvaktir og sinni útköll- um. Ég fékk löggildingu sem slökkvi- liðsmaður árið 2010. Ég er í sambúð með Víði Pálma- syni og eigum við eitt barn. Hver eru helstu áhersluatriði þíns framboðs fyrir komandi kosning- ar? Helstu áherslur Miðflokksins eru á atvinnumálin, þar er verk að vinna. Við eigum mikið af skipulögðum iðnaðarlóðum sem við þurfum að ráðast í átak til að koma í notkun. Við þurfum að hlúa að þeim fyrir- tækjum sem fyrir eru á Skaganum og gera þeim auðveldara að vaxa og eflast og við áformum að ráða at- vinnu- og ferðamálafulltrúa. Við leggjum jafnframt mikla áherslu á að bærinn geri stórátak í viðhaldi gatna og fasteigna bæjarins. Því miður, þá spara menn aurinn en kasta krónunni þegar viðhald er látið sitja á hakanum eins og verið hefur. Við leggjum áherslu á fríar skóla- máltíðir fyrir grunnskólabörn og viljum sjá umhverfi tómstundamála barna og unglinga eflast. Hvað stóru myndina varðar, þá leggjum við áherslu á að fara í könn- unarviðræður við Hvalfjarðarsveit um mögulega sameiningu og við vilj- um leggja áherslu á að fá þjóðveg 1 fluttan vestur fyrir Akrafjall og áfram um nýja þverun á Grunnafirði. Það mun skipta miklu máli fyrir Akranes að komast í hringvegartenginu. Hverja metur þú a) helstu kosti þíns sveitarfélags og b) hvað þarf helst að bæta? a) Á Akranesi er gott að búa. Öll þjónusta er innan seilingar. Að- staða til íþróttaiðkunar er góð og nálægðin við höfuðborgarsvæðið tryggir okkur gott aðgengi að þeim stóra markaði sem þar er, bæði hvað vinnu og þjónustu varðar. Á Akra- nesi er frítt í sund fyrir börn og frítt í strætó fyrir alla. b) Það þarf að gera Akranes sam- keppnishæfara við önnur sambærileg sveitarfélög. Þrátt fyrir alla þá kosti sem bærinn hefur, þá hefur hann ekki náð að vaxa með sambærilegum hætti og sveitarfélög fyrir austan fjall hafa gert og ýmis þeirra sem á Reykjanes- inu eru. Þetta lögum við með því að gera Akranes samkeppnishæfara. Hvernig spáir þú að úrslitin verði í þínu sveitarfélagi? Það verður mjótt á munum. Ég er bjartsýn á að við getum náð góðum árangri. Viðtökurnar við þeim mál- efnum sem við höfum sett á oddinn hafa verið góðar og frambjóðenda- hópurinn er samstilltur og góður. Ég treysti mér því til að spá því að Miðflokkurinn verði með fulltrúa við bæjarstjórnarborðið á komandi kjörtímabili. Samfylkingin Samfylkingin er með lista- bókstafinn S. Valgarður Lyngdal er oddviti listans. Hver er maðurinn? Ég heiti Valgarður Lyngdal Jónsson, ég fæddist á Akranesi árið 1972 og ólst upp á Eystra-Miðfelli á Hval- fjarðarströnd. Eiginkona mín, Íris Guðrún Sigurðardóttir, er borin og barnfædd á Akranesi. Við eigum þrjú börn á aldrinum 14-24 ára og þau heita Hrafnkell Váli, Jón Hjörvar og Hlín Guðný. Ég er grunnskóla- kennari og hef unnið við kennslu og skólastjórnun síðan 1996. Við höf- um búið á Akranesi síðan 2003, hér hef ég starfað við báða grunnskóla bæjarins og starfa nú sem umsjón- arkennari á unglingastigi Grunda- skóla. Bæjarmálin eru áhuga- mál númer eitt hjá mér, enda bæði tímafrek og gefandi. Ég hef ein- lægan áhuga á að sinna þessu hlut- verki vel og leggja mitt af mörkum til að Akranes verði áfram það góða og hlýlega samfélag sem við hjónin höfum fengið að ala börnin okkar upp í. Þegar tími gefst til reyni ég að komast í gönguferðir eða dóla á ka- jak meðfram ströndum Skagans. Hver eru helstu áhersluatriði þíns framboðs fyrir komandi kosning- ar? Slagorðið okkar fyrir þessar kosn- ingar er „Akranes – allir með!“ Helstu áherslur má draga saman í þessa punkta: • Heimilið okkar, Akranes - leigu- og kaupréttaríbúðir fyrir eldri borg- ara, einstaklinga og fjölskyldur ásamt búsetukjarna fyrir fatlaða. • Góðar götur og fallegur bær - áhersla á viðhald á götum og mann- virkjum. • Fjölskyldan í fyrirrúmi - aðgangur fyrir alla að skóla- og frístundastarfi í fremstu röð. • Fjölbreytt atvinnulíf - endurskoða atvinnumálastefnu bæjarins og fylgja henni eftir með aðgerðaáætlun. • Gerum bæinn grænni - aukum endurvinnslu og drögum úr plast- pokanotkun. • Gerum Skagann skemmtilegri - með fjölbreyttari möguleikum til útivistar og bættu aðgengi að úti- vistarsvæðum og strandlengju. • Hjólum á sléttunni - betri hjóla- og gönguleiðir um bæinn. Hverja metur þú a) helstu kosti þíns sveitarfélags og b) hvað þarf helst að bæta? a) Akranes hefur miklu fleiri kosti en galla. Hér býr gott fólk sem læt- ur sig varða um velferð samborg- ara sinna og allir vilja öllum vel. Það eru forréttindi að fá að ala börnin sín upp á Akranesi, því hér eru all- ir skólar, frístundastarf, íþróttafélög og einfaldlega allt sem snýr að börn- um í hæsta gæðaflokki. Samfélag sem hugsar svona vel um börnin sín er gott samfélag. Þess vegna er svo mikilvægt að viðhalda þessu góða starfi og við leggjum áherslu á að gera starfsumhverfi betra fyrir bæði starfsfólk og nemendur í grunnskól- um og leikskólum. b) Af því sem helst þarf að bæta myndi ég fyrst nefna atvinnumál- in. Það vantar fleiri og fjölbreytt- ari störf fyrir fólk með ýmiss kon- ar menntun og reynslu. Við viljum að atvinnustefna bæjarins verði end- urskoðuð og henni fylgt eftir með aðgerðaáætlun. Húsnæðismálin eru einnig stórt viðfangsefni hér eins og reyndar hjá flestum sveitarfélögum. Okkar skoðun er sú að gefa þurfi fólki fleiri valkosti til að skapa sér heimili heldur en séreignarmark- aðinn sem einkennist af síhækkandi verðlagi og óheyrilegum fjármagns- kostnaði. Leigufélög án hagnaðar- sjónarmiða og kaupréttaríbúðir eru dæmi um slíka valkosti og einnig á bærinn að standa myndarlega að rekstri á t.d. þjónustuíbúðum fyr- ir aldraða og félagslegu húsnæði. Margt er vel gert í þjónustu við fatl- aða, en þar er þó ýmislegt sem má gera betur. Það vantar húsnæði svo fólk geti búið sér heimili og ferða- þjónustuna þarf að bæta verulega þannig að hún raunverulega mæti þörfum þeirra sem nota hana. Um götur bæjarins og viðhald og upp- byggingu mannvirkja þarf svo ekki að hafa mörg orð því þar blasir þörf- in við um allan bæ. Hvernig spáir þú að úrslitin verði í þínu sveitarfélagi? Ég spái því að baráttan verði jöfn og að munurinn verði lítill þeg- ar talið verður upp úr kjörkössun- um. Snemma komu fram þrjú öfl- ug framboð á Akranesi sem allt eins virtust geta skipt fylginu hnífjafnt á milli sín, með u.þ.b. þriðjung hvert. Síðan bættist fjórða framboðið við og ég get ómögulega spáð um hvaða áhrif það muni hafa. Við í Samfylk- ingunni ætlum okkur hins vegar að reka öfluga, jákvæða og heiðarlega kosningabaráttu fram á síðasta dag og ég er viss um að það muni skila okkur góðum árangri á kjördag. arg Gerum Akranes samkeppnishæfara - Áherslur Miðflokksins á Akranesi Atvinnumál: Við eigum skipulagðar atvinnulóðir í Flóahverfi, sem þarf að ráðast markvisst í að koma í notkun. Við ætlum að fjölga störfum í ört stækkandi bæjarfélagi. Hlúa að núverandi fyrirtækjum ásamt því að skapa aðstöðu fyrir nýja starfsemi. Við ætlum að leggja áherslu á fjölbreytt atvinnutækifæri við allra hæfi og gera Akranes að betri valkosti. Við ætlum að vinna að því að gera Akraneshöfn aftur að öflugri fiskihöfn. Við ætlum að ráða atvinnu- og ferðamálafulltrúa. Skólamál: Við ætlum að hafa fríar skólamáltíðir í grunnskólum. Við ætlum að efla tómstundastarf barna og unglinga og efla starfsumgjörð þeirra sem við það starfa. Við ætlum að auka fjárveitingar til leikskóla og fjölga stöðugildum. Innviðir og stóra myndin: Við ætlum að stórbæta viðhald gatna og fasteigna bæjarins. Við ætlum að beita okkur fyrir því að frárennslisgjöld verði lækkuð. Álögur á heimili og fyrirtæki þurfa að lækka svo Akranes verði samkeppnishæfara. Við ætlum að beita okkur fyrir því að rætt verði við nýja sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar um sameiningu sveitarfélaganna. Við ætlum að beita okkur fyrir viðræðum við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og Vegagerðarinnar um færslu þjóðvegar 1, vestur fyrir Akrafjall og áfram um Grunnafjörð. Það kemur bænum í hringvegartengingu sem styður meðal annars við uppbyggingu þjónustu við ferðamenn. Umhverfismál: Við ætlum að móta umhverfisstefnu til framtíðar og að vera í fararbroddi í umhverfisvernd. Við ætlum að beita okkur fyrir því að næsti strætisvagn bæjarins verði rafdrifinn. Hér á Akranesi er gott að búa. Öll þjónusta er innan seilingar. Aðstaða til íþróttaiðkunar er góð og nálægðin við höfuðborgarsvæðið tryggir okkur gott aðgengi að þeim stóra markaði sem þar er, bæði hvað vinnu og þjónustu varðar. Þrátt fyrir þetta hefur Akranes ekki náð að vaxa með sambærilegum hætti og sveitarfélögin fyrir austan fjall og mörg þeirra sem á Reykjanesinu eru. Þess vegna leggjum við höfuðáherslu á að gera bæinn samkeppnishæfari. Áhersluatriði Miðflokksins á Akranesi eru: Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.