Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 201820 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR X-2018 Í kosningunum 2014 buðu tveir listar fram í Stykk- ishólmi, H-listi framfara- sinnaðra Hólmara og L-listi Samtaka félaghyggjufólks í Stykkishólmi. H-listi fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna og L-listi þrjá. Þrír listar bjóða fram að þessu sinni, H-listi Framfarasinnaðra Hólmara, L-listi listi allra Hólmara og O-listi Okkar Stykkishólmur. Listi framfarasinnaðra Hólmara H-listi, listi framfaras- innaðra Hólmara. Listabókstafurinn er H. Hrafnhildur er oddviti listans. Hver er konan? Ég heiti Hrafnhildur Hallvarðs- dóttir og hef búið í Stykkishólmi í rúm 30 ár. Ég er uppeldisfræð- ingur að mennt, er með kennslu- réttindi á grunn- og framhalds- skólastigi og er með MA gráðu í stjórnun menntastofnana. Ég kenndi við Grunnskóla Stykk- ishólms í 20 ár en hef kennt við Fjölbrautaskóla Snæfellinga síðan 2005 og verið stjórnandi við skól- ann síðan 2012. Ég hef verið for- maður skólanefndar Stykkishólms- bæjar frá árinu 2010 og skipaði 6. sæti H-lista fyrir síðustu sveitar- stjórnarkosningar. Ég hef mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum því mér finnst að í lýðræðissamfélög- um eigi allir að taka einhvern þátt í bæjarpólitíkinni. Hver eru helstu áhersluatriði þíns framboðs fyrir komandi kosningar? Málefni aldraðra. Byggingarlóð- ir fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði. Starfsemi og húsnæði félagsmið- stöðvar. Dagvistun barna, það þarf að brúa bil á milli þess að fæðing- arorlofi lýkur og þangað til leik- skólavist hefst en í Stykkishólmi eru 12 mánaða gömul börn tekin inn á leikskóla. Nýting náttúru- auðlinda á sjálfbæran hátt. Opið bókhald og íbúalýðræði. Hverja metur þú a) helstu kosti þíns sveitarfélags og b) hvað þarf helst að bæta? a) Þjónusta fyrir íbúa í Stykkis- hólmi er góð. Hér höfum við góð- an grunnskóla og góðan leikskóla og þar er ekki biðlisti. Hér eru nokkuð fjölbreytt atvinnutæki- færi og ekkert atvinnuleysi. Mik- il fjölgun hefur orðið undanfarin ár og margt ungt fólk hefur ákveð- ið að flytja hingað, ýmist fólk sem er að flytja aftur heim eða nýir Hólmarar. b) Hér vantar húsnæði, bæði íbúð- arhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Það þarf að finna framtíðarlausn varðandi húsnæði Dvalarheimilis Stykkishólms og ráða hingað fast- ráðinn heilsugæslulækni. Hvernig spáir þú að úrslitin verði í þínu sveitarfélagi? Ég spái því að íbúar sveitarfélags- ins kjósi það framboð sem er best treystandi til að fara með stjórn sveitarfélagsins næstu fjögur árin. Listi allra Hólmara L-listinn Stykkishólmi, listi allra Hólmara. Listabókstafurinn er L. Lárus Ástmar er oddviti listans. Hver er maðurinn? Lárus Ástmar Hannesson 51 árs. Ég hef búið í Stykkishólmi mestan hluta ævinnar. Ég er giftur Maríu Ölmu Valdimarsdóttur frá Akra- nesi og eigum við fjögur börn. Starf mitt er grunnskólakennari í 50% stöðu við grunnskólann hér í bæ. Árið 2014 varð ég formaður Landssambands hestamannafélaga og hef gegnt því síðan en hesta- mennska hefur nánast alla tíð verið stór þáttur í mínu lífi. Annað sem er mér kært er söngur og nota ég hvert tækifæri til að syngja. Ým- ist í góðra vina hópi, við hin ýmsu tilefni eða í sturtunni. Ég hef setið í bæjarstjórn Stykkishólms í 12 ár og var meðal annars forseti bæjar- stjórnar árin 2010-2014 og bæjar- stjóri í lok þess tíma. Málefni Stykkishólms eru mér afar hugleikin og kær og er ég enn að læra í þessu margþætta starfi sem það er að vera bæjarfulltrúi. Hver eru helstu áhersluatriði þíns framboðs fyrir komandi kosningar? Við í L-listanum erum mjög ábyrg þegar kemur að rekstri og skulda- stöðu bæjarins. Strax eftir kosn- ingar verður að fara yfir þróun rekstrarins og finna leiðir til að stöðva þá miklu skuldaaukningu sem verið hefur undanfarin fjögur ár. Gera verður viðauka við áætlun ársins 2018 strax að loknum kosn- ingum en ljóst er að langur veg- ur er frá að gildandi áætlun muni standast. Að því loknu þarf að lista upp þau stóru verkefni sem nauð- synlegt er að fara í og forgangs- raða miðað við fjárhagslegt svig- rúm. Búið er að undirrita samkomu- lag um að færa öldrunarþjónustu bæjarins í húsnæði St. Fransiskus- spítala við Austurgötu. Heimilið verður glæsilegt með 18 hjúkrun- arrýmum og mun uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til starfsemi af þessu tagi. Margir kostir eru við að aðstaðan verður byggð upp í þessu sögufræga og reisulega húsi. Helstar eru að stutt er í þá þjón- ustu sem einstaklingar sem eru í hjúkrunarrými þurfa að nýta t.d. sjúkraþjónustu margskonar. Við í L-listanum munum beita okkur fyrir að þær áætlanir sem liggja fyrir varðandi þær miklu fram- kvæmdir sem fara þarf í standist. Gera verður skólalóðina þann- ig úr garði að hún sé boðleg fyr- ir börnin okkar. Verkinu þarf að áfangaskipta með þær teikningar sem gerðar hafa verið að leiðar- ljósi. Við munum hefja endurgerð Gamla Bíóhússins í samstarfi við Húsfriðunarnefnd, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga. Húsið mun nýtast bæjarbúum á margan máta á næstu árum og verða aftur stór hluti félags- og menningarlífs bæjarbúa. Það mikilvægasta er þó alltaf að bæjarstjórn leggi sig fram við að þjónusta íbúa Stykkishólms eins vel og mögulegt er en við leggj- um áherslu að fólk og fjölskyldur séu í fyrirrúmi. Við leggjum mikla áherslu á að bæjarfulltrúar vinni vel saman og ekki verði myndaður eiginlegur meirihluti. Hverja metur þú a) helstu kosti þíns sveitarfélags og b) hvað þarf helst að bæta? Stykkishólmur hefur marga kosti. Sérstaklega gott er að ala hér upp börn enda hefur ungt fólk flutt í Stykkishólm á undanförnum árum og hefur auk þess verið dug- legt að geta börn. Skólarnir hafa ávallt verið vel mannaðir og þarf að standa vörð um að svo verði áfram. Bærinn er fallegur og frek- ar stutt í flesta þætti þjónustunnar. Atvinnutækifæri eru fjölbreytt ef miðað er við stærð af samfélagi en huga þarf að nýjum tækifærum um leið og við verjum störfin. Náttúr- an í næsta nágrenni er einstök og gefur bænum mikið vægi. Hvernig spáir þú að úrslitin verði í þínu sveitarfélagi? Ég spái að kosningarnar fari á þann veg að tvö framboð fái 2 menn en eitt 3 menn í bæjarstjórn. Hvaða framboð fær 3 menn skal ósagt lát- ið. Okkar Stykkishólmur Okkar Stykkishólmur býður fram undir listabókstafnum O. Haukur er oddviti listans. Hver er maðurinn? Ég er Haukur Garðarsson, 46 ára og á ættir mínar að rekja til Rauf- arhafnar. Ég hef sótt mér mennt- un í tölvunar- og viðskiptafræði frá HÍ sem og meistaranám í al- þjóðahagfræði og fjármálum í SDU í Danmörku. Ég flutti til Stykkishólms fyrir 10 árum og hóf störf sem skrifstofustjóri RARIK og starfa þar enn. Ég er í sambúð með Elínu Elísabetu Hallfreðs- dóttur, sjúkraþjálfara og Hólmara í húð og hár, og eigum við þrjú börn á aldrinum 4 til 10 ára. Ég er mik- ill fjölskyldumaður og líður alltaf best í faðmi fjölskyldunnar. Áhuga- málin eru fjölmörg og má þar fyrst nefna þátttöku í tónlistarverkefn- um, golf, blak, ljósmyndun, ferða- lög og pólitík. Hver eru helstu áhersluatriði þíns framboðs fyrir komandi kosningar? Auka gagnsæi og heiðarleika stjórn- sýslunnar: Með því að opna bók- hald bæjarins, senda út fundi bæj- arstjórnar og láta fylgiskjöl erinda fylgja fundargerðum. Auka íbúalýðræði: Með íbúa- fundum, rafrænum skoðanakönn- unum og hugmyndum frá íbúum um verkefni í nærumhverfinu á vefsíðunni Betra Ísland. Auka fagmennsku og traust: Gera langtíma framkvæmda- og viðhaldsáætlun sem byggir á heild- argreiningu á þörfum bæjarfélags- ins. Þetta leiðir til betri áætlunar- gerðar og ábyrgari stjórnunar á fjármálum. Félagsleg tengsl og stuðningur: Bjóða upp á afþreyingu fyrir yngstu börnin yfir hluta af sumarlokun leik- og grunnskóla og að allir ald- urshópar geti fundið sér félags- eða tómstundastarf við hæfi. Skólar: Vinna framtíðarsýn fyrir tónlistar-, grunn- og leikskóla og bæta aðbúnað þeirra. Sjálfbærni og langtímasjónar- mið: Hafa atvinnuuppbyggingu í sátt við íbúa og umhverfi. Að við ákvarðanatöku verði ávallt hugsað í heildarsamhengi og til framtíðar. Innleiða sjálfbærni í ákvarðanatöku Stykkishólmsbæjar. Stuðla að aukinni hamingju íbúa í samfélaginu: Á grunni tilmæla sameinuðu þjóðanna. Hverja metur þú a)helstu kosti þíns sveitarfélags og b) hvað þarf helst að bæta? a) Stykkishólmur er fallegur bær með fallegt umhverfi þar sem sést yfir eyjar Breiðafjarðar og stutt er að fara í náttúruna með fjölskyld- una. Í Hólminum er gott og öruggt að ala upp börn, skólar vinna vel saman og góð íþróttamannvirki eru til staðar. Þjónustustig er hátt og búum við svo vel að vera með sjúkrahús í bænum. Stykkishólm- ur er umhverfisvottað sveitarfélag og var fyrst á Íslandi til að hefja sorpflokkun á heimilissorpi og var Stykkishólmshöfn einnig fyrst ís- lenskra hafna til að fá Bláfánann. b) Verkefnin framundan eru fjöl- mörg og kostnaðarsöm, þar má nefna aðstöðu dvalarheimilisins, skólalóð grunnskólans, viðhald á sundlauginni, efling á félags- og tómstundarstarfi, betri aðstaða fyr- ir tónlistarskóla og svona mætti lengi telja. Til að ná yfir þessi verk- efni þarf að forgangsraða á fram- kvæmdaáætlun til lengri tíma sem byggð er á heildar þarfagreiningu sveitarfélagsins. Hvernig spáir þú að úrslitin verði í þínu sveitarfélagi? Ég spái því að úrslitin verði góð. Áhugi íbúa á málefnum bæjarins hefur alltaf verið mikill og þátttaka í sveitarstjórnarkosningum verið með þeim hæstu á landinu. Það er mikið af góðu fólki sem hefur boðið fram krafta sína í þágu bæj- arins og ljóst að öflug bæjarstjórn mun taka við keflinu í sumar. arg Þriðji listinn bætist við í Stykkishólmi Haukur Garðarsson, oddviti O-lista Okkar Stykkishólms. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, oddviti H- lista listi framfarasinnaðra Hólmara. Lárus Ástmar Hannesson, oddviti L-lista lista, allra Hólmara, í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.