Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 201822 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR X-2018 Sveitarstjórn Hvalfjarðar- sveitar er skipuð sjö fulltrú- um sem voru í kosningunum 2014 kjörnir í óhlutbundinni kosningu. Nú bjóða þrír list- ar fram í Hvalfjarðarsveit: Á-listi Áfram í Hvalfjarðar- sveit, H-listi Hvalfjarðarlist- inn og Í-listi Íbúalistinn. Áfram í Hvalfjarðarsveit Á-listinn Áfram í Hvalfjarðarsveit Daníel er oddviti listans. Hver er maðurinn? Ég heiti Daníel A. Ottesen, er 38 ára búfræðingur frá Hvanneyri og stunda kúabúskap að Ytra-Hólmi. Eiginkona mín er Brynhildur Stef- ánsdóttir snyrtifræðingur og eigum við þrjú börn. Ég hef setið í sveit- arstjórn þetta kjörtímabil sem nú er að líða og jafnframt setið bæði í skipulags- og umhverfisnefnd og fræðslu- og skólanefnd, þar sem ég hef gegnt formennsku. Hver eru helstu áhersluatriði þíns framboðs fyrir komandi kosningar? Að Hvalfjarðarsveit sé eftirsóknar- verður valkostur til búsetu með til- liti til húsnæðis, skóla, atvinnu, frí- stunda og menningar. Að áfram sé gætt að stöðugleika og festu í meðferð fjármuna, en jafn- framt hugað að því að sveitarfélagið sé tilbúið til framtíðar og þeirra möguleika sem þar er að finna. Hverja metur þú a) helstu kosti þíns sveitarfélags og b) hvað þarf helst að bæta? a) Hvalfjarðarsveit er einstaklega vel staðsett sveitarfélag og hér hef- ur átt sér stað mikið uppbygging- arstarf undanfarin ár. Sveitarfé- lagið hefur öll tækifæri til að veita góða þjónustu með hóflegri skatt- heimtu. b) Að jafna búsetuskilyrði íbúa í sveitarfélaginu og hlusta eftir rödd- um þeirra, m.a. um aukið gagnsæi í stjórnsýslunni. Hvernig spáir þú að úrslitin verði í þínu sveitarfélagi? Við erum bjartsýn, finnum fyr- ir meðbyr og stuðningi við okkar áherslur og teljum því að við eigum góða möguleika á fjórum fulltrú- um. Hvalfjarðarlistinn Hvalfjarðarlistinn hefur listabókstafinn H. Brynja er oddviti listans. Hver er konan? Ég heiti Brynja Þorbjörnsdótt- ir og hef búið að Kalastöðum með manninum mínum, Þorvaldi Magnússyni, síðan 1980. Við eig- um þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn. Ég er sveitarstjórnar- fulltrúi og viðskiptafræðingur með mastersgráðu í alþjóðaviðskipt- um og löggiltur verðbréfamiðl- ari. Ég hef víðtæka starfsreynslu úr fjármálageiranum og af atvinnu- málum sem ég tel að muni nýtast í störfum fyrir sveitarfélagið. Ég hef sem fjármálaráðgjafi m.a. unn- ið verkefni fyrir sveitarfélög og var atvinnufulltrúi hjá Akraneskaup- stað. Áhugamál mín eru ferðalög, handavinna og garðyrkja. Hver eru helstu áhersluatriði þíns framboðs fyrir komandi kosningar? Hvalfjarðarlistinn leggur áherslu á að grunnstoðir sveitarfélagsins séu í lagi og vill jafna stöðu íbúa með því að tryggja það að allir búi við gott neysluvatn og heitt vatn. Hvalfjarðarlistinn leggur áhers- lu á ábyrga fjármálastjórnun og að útsvar verði lágt. Skólamálin eru okkur hugleikin því þar er lagður grundvöllur að framtíð barnanna okkar. Við erum stolt af grænfánaskólunum okkar, Skýjaborg og Heiðarskóla og við viljum að vel sé að þeim búið og að það sé eftirsóknavert að vera með barn í leik- og grunnskóla Hval- fjarðarsveitar. Ráðist verður í fram- kvæmdir við leikskóla, hvort held- ur er Skýjaborg eða nýjan leikskóla í Krosslandi þegar þörf krefur. Hvalfjarðarlistinn leggur mikla áherslu á umhverfismálin og við viljum láta skoða stöðu þeirra í Hvalfjarðarsveit í upphafi næsta kjörtímabils. Hvalfjarðarlistinn vill að í starf- semi á Grundartanga verði gætt ýtrustu umhverfissjónarmiða. Hvalfjarðarlistinn vill búa vel að öldruðum í sveitarfélaginu og að stuðningur við félagsstarf aldr- aða verið áfram með sama sniði og verið hefur. Hvalfjarðarlistinn leggur áherslu á opna stjórnsýslu, fagleg vinnu- brögð, sanngjarna og skilvirka málsmeðferð í allri stjórnun sveit- arfélagsins. Hverja metur þú a) helstu kosti þíns sveitarfélags og b) hvað þarf helst að bæta? a) Fjárhagur sveitarfélagsins er traustur og því er hægt að byggja gott samfélag þar sem vel er hugs- að um íbúa. Við eigum góða grunn- og leikskóla sem báðir eru grænfánaskólar. Leikskóli er gjald- frjáls að hluta og fæði barna nið- urgreitt. b) Íbúar búa ekki við sömu búsetu- skilyrði m.a. hvað varðar neyslu- vatn og hitaveitu og því viljum við breyta. Skilvirkni í stjórnsýslu er ekki nægjanlega góð og það vantar mikið upp á að upplýsingastreymi til íbúa sé nægjanlegt. Meiri áherslu þarf að leggja á umhverfis- mál og marka stefnu í þeim mála- flokki. Samgöngumál eru heldur ekki í nægjanlega góðum farvegi. Þar er helst að nefna að það skort- ir öruggari tengingar við þjóðveg 1 og gatnamót við Grundartanga þarf að bæta verulega. Hvernig spáir þú að úrslitin verði í þínu sveitarfélagi? Það er erfitt að spá úrslitum þar sem þrír listar eru í kjöri. Við von- um þó að áherslumál okkar varð- andi það að allir íbúar standi jafn- fætis, þ.e. búi við nægjanlegt og gott neysluvatn og hafi aðgang að heitu vatni og að ekki verið ráðist í framkvæmdir sem skili sér í hærra útsvari, vegi þyngra í hugum kjós- enda en bygging fjölnota íþrótta- húss sem er á stefnuskrá beggja hinna listanna. Íbúalistinn Íbúalistinn hefur listabókstafinn Í. Ragna er oddviti listans. Hver er konan? Ég heiti Ragna Ívarsdóttir og skipa 1. sæti á Íbúalistanum í Hvalfjarð- arsveit fyrir komandi sveitarstjórn- arkosningar. Ég hef búið og starfað í Hvalfjarðarsveit síðan árið 2009. Ég er gift Sigurði Aðalsteinssyni og saman eigum við fimm börn og þrjú barnabörn. Ég hef lengi haft brennandi áhuga fyrir samfélags- og lýð- ræðismálum, allt síðan ég var ung kona. Þar sem ég hef alið mann- inn hverju sinni hef ég tekið virkan þátt í að móta mitt samfélag. Hver eru helstu áhersluatriði þíns framboðs fyrir komandi kosningar? Íbúalistinn vill virkt íbúalýðræði og opna stjórnsýslu sem og að tryggja nemendum jafnan rétt til að stunda nám. Hafin verði stækkun á leik- skólanum Skýjaborg. Tryggt verði nægt heitt vatn til reksturs Heiðar- skóla og Heiðarborgar. Heildarstefnu Íbúalistans má sjá á: facebook.com/ibualistinnihval- fjardarsveit/. Hverja metur þú a) helstu kosti þíns sveitarfélags og b) hvað þarf helst að bæta? a) Hvalfjarðarsveit er ungt sveitar- félag, aðeins 12 ára gamalt og má því segja að sveitarfélagið sé enn að mótast. Tækifærin eru mikil hvað varðar búsetu og atvinnu, ekki síst vegna nálægðar við höfuðborgarsvæð- ið. Góðir möguleikar eru til að auka tekjustofna sveitarfélagsins á komandi árum og mun það styrkja Hvalfjarðarsveit til góðra verka. b) Að viðhaft sé íbúalýðræði og skoðanir íbúa séu virtar. Afar brýnt er að opna stjórnsýsluna til að fá trúverðugleika og aukið aðhald. Tryggja þarf vandaða stjórnun þar sem lýðræðið er virkt og íbú- ar hafa greiðan aðgang að upplýs- ingum um ákvarðanatöku kjörinna fulltrúa samfélagsins, rekstur þess og starfsemi. Hvernig spáir þú að úrslitin verði í þínu sveitarfélagi? Úrslitin verða aukið lýðræði, virkt aðhald og sterkt bakland. Þrír listar bjóða fram í Hvalfjarðarsveit Ragna Ívarsdóttir skipar fyrsta sæti á Í-lista Íbúalistanum. Daníel A Ottesen skipar fyrsta sæti á Á-lista Áfram í Hvalfjarðarsveit. Brynja Þorbjörnsdóttir skiptar fyrsta sæti á H-lista Hvalfjarðarlistans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.