Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 23 Nemendur úr Menntaskóla Borg- arfjarðar hafa síðustu mánuði unn- ið að verkefni á vegum Erasmus+ sem ber heitið „Get a Grip.“ Það er unnið í samstarfi við þrjá aðra skóla; Christelijk College Groevenbeek í Ermelo í Hollandi, Institut La Gar- rotxa í Olot á Spáni og The Gordon Schools í Huntly í Skotlandi. Verk- efnið snýr að sjálfbærni. Hver skóli hefur sitt þema og nemendurnir heimsækja hvora aðra og vinna með þemun. Þema Menntaskóla Borg- arfjarðar er orka, skólinn frá Hol- landi er með vatn, Spánn með mat og Skotland með úrgang. Hóparnir hittust á Íslandi Í liðinni viku hittust hóparnir á Ís- landi en það er í annað skipti af fjór- um sem hóparnir koma saman, síð- astliðið haust hittust þeir í Hol- landi. Í heimsóknum sem þessum búa gestirnir inni á heimilum gest- gjafanna og fá því að kynnast venju- legu heimilislífi í hverju landi fyrir sig auk þess að læra um sjálfbærni og umhverfisvernd. Vikuna hér á Ís- landi unnu nemendurnir ýmis verk- efni saman sem fyrst og fremst fjöll- uðu um sjálfbæra orku á Íslandi, þá sérstaklega jarðvarmaorku. „Mark- miðið með verkefninu í heild er að nemendur fái frekari skilning á hug- takinu sjálfbærni og öðlist þann- ig umhverfisvitund,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameist- ari Menntaskóla Borgarfjarðar, í samtali við Skessuhorn. „Einnig er tilgangurinn að fá nemendur til að skilja betur og takast á við hnattræn vandamál sem manneskjan stendur frammi fyrir eins og loftslagsbreyt- ingum, matarsóun, ofveiði, úrgangi, minnkandi líffræðilegri fjölbreytni, fólksflutningum og fleira. Þá ger- ir verkefnið ráð fyrir að nemend- ur átti sig á ákveðnum sjónarhorn- um um sjálfbærni og hvaða áskor- anir tengjast henni, öðlist þekk- ingu á vistfræðilegu fótspori sem þeir skilja eftir sig, átti sig á áhrifum eigin neyslumynsturs og hvað þeir geti gert til að draga úr hlýnun jarð- ar. Þegar við heimsóttum skólann í Hollandi í nóvember síðastliðinn var áhersla lögð á hnattræna hlýnun og flóðavarnir landsins. Við á Íslandi búum mjög vel hvað varðar orku og þá sérstaklega jarðvarmaorku og því var áhersla lögð á það í heimsókn- inni hér,“ bætir Guðrún Björg við. Lærðu um jarðvarma- orku á Íslandi Íslensku gestgjafarnir sýndu gestun- um landið um leið og nemendurn- ir fengu fræðslu um notkun jarð- varmaorku hér á landi. „Við lögð- um áherslu á að heimsækja staði sem sýna vel hvernig jarðvarmaorka er notuð á Íslandi. Á mánudeginum voru nemendur að kynnast, fengu fyrirlestur um umhverfismál og sjálfbæra orku frá Stefáni Gíslasyni hjá Environice. Á þriðjudeginum skoðuðum við Deildartunguhver og gróðurhúsin í Sólbyrgi en þar lærðu krakkarnir hvernig gróðurhús eru notuð hér á landi til að ræktunar. Á miðvikudaginn fórum við í mjög fróðlega heimsókn í Hellisheiðar- virkjun, skoðuðum loftbóluhúsið í Hveragerði, fengum fyrirlestur og hádegismat í Friðheimum og skoð- uðum svo Geysi og Gullfoss,“ segir Guðrún Björg. Berst fyrir því að gera skólann sinn umhverfisvænni Blaðamaður ræddi við tvo nemend- ur úr hópnum og voru þær sammála um að þátttaka í verkefninu hafi ver- ið bæði lærdómsrík og skemmtileg. Tessa van Der Weide, nemandi frá Hollandi, sagði við blaðamann að verkefnið hafi opnað augu henn- ar fyrir umhverfismálum. Í kjölfar þátttöku hennar í verkefninu hef- ur hún, ásamt hópi annarra nem- enda í skólanum hennar, barist fyr- ir að gera skólann sjálfbærari og umhverfisvænni. Hún hvetur nem- endur og starfsfólk við skólann til að hugsa um umhverfið t.d. með því að flokka sorp og spara orku- notkun. „Margir krakkar eru of áhugalausir um umhverfisvernd en við verðum að átta okkur á því að það er svo margt sem við erum að gera í daglegu lífi sem skaðar um- hverfið okkar varanlega. Við get- um kannski ekki breytt öllu í einu en það er lágmark að við breytum því sem við getum, t.d. með því að flokka sorp og spara orkuna,“ seg- ir Tessa. Aðspurð hvað standi helst upp úr eftir heimsóknina á Íslandi segir hún það vera fegurð landsins, fjöllin og allt sem hún hefur lært um jarðvarmaorku á Íslandi. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá að búa hjá Sóleyju og við höfum gert margt saman, þar á meðal far- ið á Landnámssetrið sem var frá- bært. Ég hef lært margt áhugavert um Ísland og þá sérstaklega hvað varðar orkunotkun en hún er mjög frábrugðin orkunotkun í Hollandi. Þessi heimsókn hefur verið frábær og það eina sem ég get sett út á Ís- land er hversu dýrt allt er,“ bætir Tessa við og brosir. Ráðleggur öllum að taka þátt verkefninu Alexandrea Rán Guðnýjardóttir er ein af nemendum í MB sem tek- ur þátt í verkefninu. Hún segist, í samtali við blaðamann, ráðleggja öllum sem hafa tök á að taka þátt í verkefninu. Sjálf fór hún með til Hollands síðastliðið haust og tók þátt í að taka á móti gestunum í síðustu viku. „Ferðin til Hollands var mjög góð, þar lærðum við um orkunotkun þar en hún er mjög frábrugðin orkunotkun á Íslandi. Við erum svo heppin að hafa mik- ið af endurnýjanlegri orku á með- an í Hollandi er mikið verið að nota kol, gas og olíu. Við heim- sóttum Rotterdam og Amsterdam og fengum að skoða Maeslant sem eru flóðavarnir í Rotterdam,“ segir Alexandrea og heldur áfram. „Eft- ir heimsóknina til Hollands sá ég hversu alvarlegt það er hvernig við göngum á náttúruauðlindir eins og þær séu endalausar, þær eru það ekki.“ Íslenski maturinn var góður Blaðamaður settist einnig niður með kennurunum sem fylgdu er- lendu nemendunum til Íslands. Allir kennararnir voru sammála um að verkefnið og heimsóknin til Íslands væri ekki aðeins lærdóms- rík fyrir nemendur heldur einnig kennarana. „Það er margt sem við höfum lært á að taka þátt í verk- efninu, sérstaklega í þessari heim- sókn til Íslands. Hér er orkunotk- un mjög frábrugðin því sem við þekkjum í okkar heimalöndum. Gróðurhúsin hér komu okkur t.d. mjög á óvart, hvernig Íslendingar hafa komið sér upp þessari aðstöðu til að rækta grænmeti og ávexti. Við lærðum líka margt um Ísland og íslenska menningu,“ segja kenn- ararnir. Aðspurð hvað hafi helst komið á óvart við íslenska menn- ingu horfa þau öll hvert á annað og voru svo sammála um að það hafi komið þeim öllum mjög á óvart að Íslendingar skuli alltaf fara úr skónum þegar þeir koma inn í hús. „Það fara meira að segja allir úr skónum hér í skólanum,“ sögðu þau. „Það er líka vert að segja frá því að það var sama hvar við borð- uðum allur maturinn á Íslandi er virkilega góður.“ arg/ Ljósm. Guðrún Björg Aðal- steinsdóttir, nema annað sé tekið fram. Nemendur vinna að verkefninu „Get a Grip“ Menntaskóli Borgarfjarðar tekur þátt í verkefni á vegum Erasmus+ Hér má sjá hópinn saman ásamt kennurum. Góður hádegisverður í Friðheimum. Nemendurnir heimsóttu Friðheima og hér má sjá einn nemanda ásamt kennur- unum frá Spáni. Hópurinn fór í pottana í Kraumu.Á föstudeginum voru nemendurnir í skólanum í Borgarnesi að vinna verkefni saman. Ljósm. arg. Tessa van Der Weide var ein nemend- unum sem komu frá Hollandi. Hún segir þátttaka í verkefninu hafa verið mjög lærdómsríka. Alexandrea Rán Guðnýjardóttir nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar mælir með að allir sem hafi kost á taki þátt í Erasmus+ verkefninu. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.