Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 201824 Það var mikið líf og fjör í Grundar- firði í síðustu viku þegar stór hóp- ur franskra ungmenna var í heim- sókn. Krakkarnir komu laugardags- kvöldið 12. maí og fóru aftur að- fararnótt 19. maí. Krakkarnir voru í gistingu hjá nemendum í 6. 7. og 8. bekk Grunnskóla Grundarfjarð- ar og voru sum heimili með tvo eða þrjá Frakka í gistingu. Frakkarn- ir koma allir úr College Chombart de Lauwe í Paimpol en Paimpol er vinabær Grundarfjarðar og hefur verið í allmörg ár. Mikið var brall- að hjá krökkunum en meðal annars var farið hringinn í kringum Snæ- fellsnes, Gullfoss og Geysir voru skoðaðir ásamt því að fara í skoð- unarferð um Grundarfjörð. Grund- arfjarðarbær bauð öllum í mat eftir skoðunarferðina þar sem skipst var á gjöfum. Síðast voru svona nem- endaskipti árið 2015 en þá fóru grundfirskir nemendur til Paim- pol og bjuggu inná fjölskyldum þar. Grundapol var stofnað árið 2012 en eftir að það var stofnað hafa tengsl bæjanna styrkst mikið. Arfleifð frönsku sjómannanna Francoise Corfdir er skólastjóri í Collage Chombart de Lauwe og var hún hæst ánægð með heimsóknina. “Þessi ferð hefur verið tvö ár í und- irbúningi,” sagði Francoise í stuttu spjalli við Skessuhorn. “Krakkarnir eru búnir að vera ofboðslega dug- legir að selja kökur, gömul leikföng, halda tónleika og þess háttar til að fjármagna ferðina,” bætir hún við en einnig fengust styrkir frá fyrir- tækjum og Grundapol svo eitthvað sé nefnt. Francoise vill athuga með styrk frá Evrópusambandinu næst en draumur hennar er að fjölga svona ferðum á báða bóga. “Ég væri mikið til í að svona ferð væri farin á fjögurra ára fresti hjá báðum bæjum þannig að á tveggja ára fresti yrði farið í sitt hvora áttina,” seg- ir Francoise. “Krakkarnir voru með vinnubók en megináhersla var að fræðast um jarðfræði Íslands ásamt því að fræðast um arfleifð frönsku sjómannanna sem tengir bæina svo sterkum böndum. Ferðin hef- ur verið alveg frábær og gengið of- boðslega vel. Það er ekki sjálfgefið að fá ókunn börn inn á heimili sitt en allir hafa verið afskaplega liðleg- ir og allt hefur gengið vandræða- laust,” bætir hún við að lokum. Kynntist Morthens bræðrum Claudine Panciroli var einnig með í för en hún er nokkurskonar tengi- liður á milli Grundarfjarðar og Pa- impol en hún er vel kunnug á Ís- landi og þekkir landið mjög vel. “Ég kom fyrst til Íslands árið 1973 til að vinna en ég fékk vinnu í Vest- mannaeyjum við fiskvinnslu,” segir Claudine í stuttu spjalli. “Ég starf- aði meira að segja sem sjálfboðaliði í gosinu í Eyjum,” bætir hún við. “Þegar kreppa skall á 1974 dugðu launin í fiskvinnslunni skammt þannig að mér bauðst að fara á sjó í Vestmannaeyjum. Þar var ég á bátnum Danska Pétri og þar var Tolli Morthens með mér á sjó,” rifjar Claudine upp. “Þá var Tolli 18 eða 19 ára og Bubbi bróðir hans 17 ára en ég kynntist honum að- eins líka,” bætir hún við. Árið 1974 langaði Claudine að prófa að búa afskekkt og kynnast smá einangr- un. “Ég réði mig í vinnu í Klúku- skóla í Bjarnarfirði á Ströndum vet- urinn 74-75. Þar vann ég við ræst- ingar ásamt því að kenna leikfimi. Það var skemmtilegur tími,” segir Claudine. Einnig bjó hún á Dröng- um við Drangaskörð um tíma ásamt því að vinna í fiski í Bolungarvík og hefur því marga fjöruna sopið á Ís- landi. Allir hafa staðið sig með prýði Sigurður Gísli Guðjónsson skóla- stjóri Grunnskóla Grundarfjarð- ar var mjög ánægður með heim- sóknina. “Það er nauðsynlegt fyrir nemendur að kynnast mismunandi venjum og hefðum,” segir Sigurður Gísli í stuttu spjalli við Skessuhorn. “Þetta hefði ekki verið hægt nema fyrir tilstuðlan foreldra sem hafa verið boðnir og búnir að gera þetta verkefni mögulegt,”bætir hann við, en fjöldi sjálfboðliða kom að heim- sókninni til dæmis með að smyrja nesti fyrir krakkana, grilla pylsur og halda pitsuveislu svo eitthvað sé nefnt. “Það var mjög góð sam- vinna á báða bóga og það er óhætt að segja að íslensku krakkarnir hafi staðið sig vel í gestgjafahlutverk- inu,” segir Sigurður Gísli. “Frönsku kennurunum þótti íslenska skóla- kerfið áhugavert og eru allir reynsl- unni ríkari eftir þessa skemmtilegu heimsókn,” bætir Sigurður Gísli við að lokum en hann var sjálfur með einn nemanda og stuðningsfulltrúa hans í gistingu hjá sér. Vilja koma á reglulegum nemendaskiptum Eygló Bára Jónsdóttir er formaður Grundapol og var hún einnig mjög ánægð með þessa heimsókn. “Það er óhætt að segja að þetta hafi tekist vel til,” segir Eygló í stuttu spjalli. “Paimpol er vinabær Grundarfjarð- ar og er það vegna siglinga franskra sjómanna á okkar mið fyrr á öldum. Grundapol var stofnað árið 2012 og er megin tilgangur samtakanna að styrkja vinabæjartengsl Paimpol og Grundarfjarðar,” segir Eygló aðspurð út í Grundapol. “Það eru sambærileg samtök í Paimpol með sama tilgang,” bætir hún við. “Þessi heimsókn var þó alfarið skipulögð af Grunnskólanum í Grundarfirði og Collage Chombart de Lauwe. Það er mikill áhugi hjá félögun- um tveimur að koma á reglulegum nemendaskiptum á milli skólanna. Markmiðið með þessum samskipt- um er að auðga mannlífið og halda á lofti þeim sögulegu tengslum sem eru á milli bæjanna tveggja. Til dæmis fór hópur Grundfirðinga til Paimpol í fyrra og tók þar þátt í há- tíðarhöldum á vegum Grundapol í Frakklandi,” segir Eygló að lokum. Náttúran og vinskapur- inn stendur uppúr Við tókum fimm hressa krakka tali um upplifun þeirra af Íslandi. Þetta eru þau Paul Lemarchand, Ju- les Carriou, Awelann Fichou, Clé- mence Thepaut og Roomane Sa- yec. “Þetta er búin að vera góð ferð,” segir Paul. “Landslagið er stórfenglegt. Það er svo víðsýnt til allra átta. Svo var hjólabrettaramp- urinn skemmtilegur. Jú og harð- fiskurinn. Hann var æði,” bætir hann við. Jules tekur í sama streng. “Það er allt búið að vera best,” segir hann glaðlegur á svip. Awelann var einnig á sama máli. “Útsýnið er það flottasta sem ég hef séð,” segir hún. “Veðrið er búið að vera fínt og svo er mjög víðsýnt. Í Paimpol eru hús út um allt en hérna sér maður til fjalla og hafs. Franskir krakkar eru einnig mjög líkir íslenskum og ég hef eignast marga vini,” segir Awel- ann að lokum. Clémence var á sama máli. “Vinirnir eru það besta við þessa ferð en útsýnið er einnig stór- Franskir krakkar settu svip sinn á Grundarfjörð Frönsku og íslensku nemendurnir ásamt kennurum og skólastjórum skólanna. F.v. Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri Grundarfjarðar, Claudine Panciroli og Francoise Corfdir í matarboði Grundarfjarðarbæjar. Stjórn Grundapol ásamt frönsku kennurunum. Eygló Bára Jónsdóttir er fjórða frá vinstri. Francoise Corfdir skólastjóri Collage Chombart de Lauwe. Claudine Panciroli Íslandsvinur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.