Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 201828 Alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar var 15. maí síðastliðinn. Af því til- efni var veitt hin árlega fjölskyldu- viðurkenning SOS Barnaþorpa. Með henni vilja samtökin vekja at- hygli á einstaklingum, hópum, fyr- irtækjum eða samtökum sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og hafa velferð barna að leiðarljósi. Í ár heiðra samtökin kennara í leikskól- um, grunnskólum og framhaldsskól- um fyrir þeirra störf í þágu velferð- ar nemenda sinna. Vilborg Guðný Valgeirsdóttir, aðstoðarskólastjóri í leikskólanum Vallarseli á Akra- nesi, tók við viðurkenningunni fyr- ir hönd leikskólakennara landsins. Felst ákveðin viðurkenning í því að fulltrúi skólans fái að taka við verð- launum fyrir hönd stéttarinnar allr- ar. Vallarsel hefur enda verið í far- arbroddi á ýmsum sviðum, meðal annars í þjónustu við börn nýbúa. Þá var skólinn fyrr í mánuðinum valinn Stofnun ársins í flokki minni stofn- ana, annað árið í röð. Það eru félags- menn í St.Rv. sem gangast fyrir val- inu. Skrifstofur Akraneskaupstaðar lentu vel að merkja í öðru sæti. Blaðamaður Skessuhorns hitti að máli Vilborgu og Brynhildi Björgu Jónsdóttur skólastjóra og ræddi við þær um viðurkenningarnar og starf skólans, einkum þjónustu skólans við nýbúabörn. Báðar eru þær hæst- ánægðar að skólinn hafi fengið við- urkenningar fyrir gott starf. „Starfs- fólk leikskólans leggur sig fram um að gera vel innan veggja skólans og það er ánægjulegt að eftir því sé tekið,“ segir Vilborg. „Að vera val- in stofnun ársins annað árið í röð er besta viðurkenning sem hægt er að fá fyrir stjórnanda, því það er starfs- fólkið sem velur,“ segir Björg. „Við erum stoltar, ánægðar og þakklátar að hafa fengið þessa viðurkenningu á okkar starfi. Gríðarlega faglegt og gott starf er unnið innan veggja allra leikskóla Akraneskaupstaðar,“ bætir hún við. Fimmtungur barnanna tvítyngdur Daglegt starf leikskólans segja þær að gangi afar vel fyrir sig. Á Vallar- seli eru 140 nemendur, þar af 28 tví- tyngd börn. Verða tvítyngd börn lík- lega 31 frá næsta hausti. Þjónusta við börn nýbúa er því stór hluti af dag- legu starfi leikskólans, sem er þar í fararbroddi leikskólanna á Akranesi. „Upphafið af því held ég að megi rekja til þess að við vorum lengi vel eini leikskólinn í bænum sem var opnaður kl. 6:45 á morgnana,“ segir Björg. „Margir nýbúar sem þá áttu börn í skólanum störfuðu hjá fyrir- tækjum á Grundartanga, hjá Vigni G. Jónssyni, Akraborg og fleiri stöð- um þar sem vinnan byrjar snemma,“ bætir Vilborg við. „Fólkinu líkað vel að hér opnaði snemma og var ánægt með þjónustuna. Það orðspor fór síðan á undan innan nýbúasam- félagsins. Það varð til þess að fjölg- aði í hópi barna af erlendum upp- runa á leikskólanum. Hafa börn- in verið um og yfir 30 talsins núna um margra ára skeið,“ segir Björg. „En þetta gerðist mjög hratt, og allt í einu var stór hluti barnanna í skól- anum af erlendum uppruna. Það var snúið að koma starfinu í það horf að það þjónaði sem best þessum nýju íbúum okkar. Við vildum svo gjarn- an geta komið betur til móts við þennan hóp og árið 2015 leituðum við eftir aðstoð bæjaryfirvalda. Skól- inn fékk styrk til að þróa verkefni í máltöku tvítyngdra barna. Það gekk svona líka vel,“ bætir hún við. Kemur öllum börnum vel Kjarninn í þeirri vinnu sneri að því hvernig komið var til móts við öll börn, í samráði við foreldra og starfsfólk. Námsgögn voru tekin í gegn með málörvun í huga en einn- ig unnið að bættu og breyttu við- horfi. „Hvort sem það var á vinnu- staðnum, meðal foreldra eða sam- félagsins alls. Það er nefnilega flók- ið að vera nýbúi í ókunnugu landi, þar sem gilda aðrar reglur, menning og talað annað tungumál. Þeir sem hafa búið erlendis þekkja þetta en við þurfum stöðugt að minna okkur á að þetta getur verið erfitt,“ segja þær. „Sömuleiðis getur verið erfitt og flókið að vera lítið barn að læra tvö tungumál í einu. Börnin eru í ís- lensku málumhverfi hérna til klukk- an fjögur síðdegis, en síðan er talað annað tungumál á heimilinu. Það þarf að styðja börnin í þessu og örva málþroska þeirra, því tungumálið er lykillinn að því að geta tjáð sig,“ bæta þær við. Útbúnar voru ýmsar bjarg- ir, merkingar og spjöld með mynd- um sem nýtast börnum við að tjá sig þegar þeim er orða vant. Eru þessi spjöld til fyrir allar athafnir innan skólans „Börnin eru rosalega fljót að læra að bjarga sér ef þau hafa eitt- hvað til að grípa í þegar þau vant- ar orð,“ segir Vilborg. „Við erum af- skaplega ánægð hvernig þetta hefur tekist og þetta kemur öllum til góða. Hér eru náttúrulega öll börn að læra tungumál, hvort sem þau eru tví- tyngd eða ekki. Málþroska íslenskra barna hefur hrakað mikið undanfar- in ár. Þetta var því kærkomin aðstoð við máltöku þeirra líka,“ segja þær. „Tökum vel á móti öllum“ Samskiptin við foreldra nýbúabarna segja þær hafa verið afar góð alla tíð. „Foreldrarnir eru frábært fólk sem sýnir starfinu mikinn áhuga og leit- ar mikið til okkar. Lengi hefur starf- að hjá okkur pólskur leikskólakenn- ari. Hefur það reynst sérstaklega vel börnum sem eru tvítyngd á pólsku og í samskiptum við foreldra þeirra. Stærsti hópur tvítyngdu barnanna er af pólskum uppruna,“ segir Björg. „En sama hvaðan fólk kemur þá eru fyrstu tíu vikurnar á hverjum stað mikilvægasti tíminn. Þá er fólk að læra á hvernig hlutirnir ganga fyr- ir sig. Ef vel gengur á þessu lykil- tímabili þá gengur fólki mun bet- ur að aðlagast til framtíðar. Okk- ar reynsla er sú að leikskólarnir séu með fyrstu stöðun sem fólk leitar til, það er að segja ef það á ung börn. Þá er okkar hlutverk að taka vel á móti fólki, hvaðan sem það kemur, styðja við það og hvetja til að taka þátt í samfélaginu, ekki síður en börnin,“ segja þær. Hafa þær þess vegna hvatt erlenda foreldra jafnt sem íslenska til að taka virkan þátt í öllu starfi leikskólans. „Undanfarinn vetur hafa tvær pólsk- ar konur verið í stjórn foreldrafélags- ins. Þær komu nýjar inn í haust og hafa unnið gott starf ásamt foreldr- um í allan vetur. Vonandi verða þær bara áfram,“ segir Vilborg. „Þær voru mjög þakklátar að hafa verið boðið að vera með, höfðu sig ekk- ert í frammi þrátt fyrir að þær lang- aði að taka þátt í starfinu. En þeim fannst einhvern veginn eins og þær ættu ekki tilkall til þess. Þar verðum við aftur að geta sett okkur í þeirra spor. Flest værum við feimin og hik- andi að gefa kost á sér í félagsstörf í öðru landi. Þess vegna er mikilvægt að taka vel á móti fólki, styðja við bakið á því og hvetja það til að taka þátt í samfélaginu,“ bætir hún við. „Stundum þarf bara smá hvatningu til að virkja krafta fólks sem mikið býr í en er kannski hikandi af því það er á nýjum stað,“ segja Björg og Vil- borg að endingu. kgk Leikskólinn Vallarsel á Akranesi er Stofnun ársins Í fararbroddi í þjónustu við börn nýbúa Kátir krakkar á Vallarseli voru að byrja að snæða hádegisverð þegar Skessuhorn bar að garði. Brynhildur Björg Jónsdóttir, skólastjóri Vallarsels og Vilborg Guðný Valgeirsdóttir aðstoðarleikskólastjóri. Alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar var 15. maí síðastliðinn. Af því tilefni var hin árlega fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna afhent. Í ár heiðra samtökin kennara í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum fyrir störf þeirra í þágu velferðar nemenda sinna. Veittu fulltrúar allra skólastiga á landinu verðlaunum viðtöku. Meðal þeirra var Vilborg Guðný Valgeirsdóttir frá leikskólanum Vallarseli á Akranesi, en leikskólinn hefur verið í fararbroddi á ýmsum sviðum, meðal annars í þjónustu við börn nýbúa. Á meðfylgjandi mynd er Vilborg þriðja frá vinstri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.