Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 29 S K E S S U H O R N 2 01 8 Starf skrifstofumanns og skjalavaraðar hjá Hvalfjarðarsveit er laust til umsóknar, um er að ræða 100% starf. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Almenn skrifstofu- og ritarastörf.• Skjalavarsla.• Gerð og útsending reikninga.• Greiðsla reikninga o.fl.• Umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins og öðrum miðlum.• Almenn verkefni á skrifstofu sveitarfélagsins.• Menntunar- og hæfniskröfur: Menntun sem fellur að verkefnum og ábyrgðarsviði er æskileg.• Reynsla af skjalavörslu og almennum skrifstofustörfum er æskileg.• Reynsla af notkun Navision og One - skjalaskráningarkerfis er æskileg.• Greiningarhæfni og færni í notkun upplýsingatækni.• Jákvætt viðmót, hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæði í vinnubrögðum.• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.• Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2018. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu skuli@hvalfjardarsveit.is. Hvalfjarðarsveit 9. maí 2018 Skúli Þórðarson, sveitarstjóri. Skrifstofumaður - Skjalavörður Kjörstjórn Á-listi: Áfram H-listi: Hvalfjarðarlistinn Í-listi: Íbúalistinn 1. Daníel A. Ottesen, bóndi, Ytra-Hólmi 2. Bára Tómasdóttir, leikskólastjóri, Hagamel 1 3. Guðjón Jónasson, byggingatæknifræðingur, Bjarteyjarsandi 3 4. Björgvin Helgason, bóndi, Eystra-Súlunesi 2 5. Helga Harðardóttir, grunnskólakennari, Hagamel 17 6. Guðný Kristín Guðnadóttir, leikskólaleiðbeinandi og háskólanemi, Tungu 7. Brynjólfur Sæmundsson, rafvirki, Silfurbergi 8. Marie G. Rasmussen, bóndi og félagsráðgjafi, Steinsholti 1 9. Benedikta Haraldsdóttir, háskólanemi, Vestri-Reyni 10. Jón Þór Marinósson, bóndi, Hvítanesi 11. Jónella Sigurjónsdóttir, grunnskólakennari, Lækjarmel 9 12. Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður, Akrakoti 2 13. Sigríður Helgadóttir, bóndi og sjúkraliðanemi, Ósi 1 14. Stefán G. Ármannsson, vélsmiður og bóndi, Skipanesi 1. Brynja Þorbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur MBA, Kalastöðum 2 2. Helgi Magnússon, grunnskólakennari, Garðavöllum 2 3. Helga Jóna Björgvinsdóttir, sjúkraliði og bóndi, Eystra-Miðfelli 1 4. Sæmundur Rúnar Þorgeirsson, viðskiptafræðingur, Hlíðarbæ 2 5. Inga María Sigurðardóttir, verkstjóri, Stóra-Lambhaga 5 6. Elísabet Unnur Benediktsdóttir, starfsmaður félagsþjónustu, Eystra-Reyni 7. Hlynur Eyjólfsson, verkamaður, Hlíð 8. Sigurður Sverrir Jónsson, bílstjóri, Stóra-Lambhaga 4 9. Jón S. Stefánsson, bifvélavirki, Hnúki 1. Ragna Ívarsdóttir, leiðbeinandi, Lækjarmel 6 2. Atli Halldórsson, sauðfjárbóndi, Neðra-Skarði 3. Sunneva Hlín Skúladóttir, skólaliði, Geitabergi 4. Örn Egilsson, rafvirki, Lækjarmel 1 5. Elín Ósk Gunnarsdóttir, búfræðingur, Belgsholti 1 6. Marteinn Njálsson, bóndi, Vestri-Leirárgörðum 7. Hafsteinn Sverrisson, viðskiptalögfræðingur, Hlíðarbær 14 8. Jóhanna G. Harðardóttir, Kjalnesingagoði, Hlésey 9. Hreinn Gunnarsson, iðnverkamaður, Hagamel 16 10. Maria Milagros Casanova Suarez, þerna, Hlaðbúð 11. Ingibjörg María Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur, Vestri-Leirárgörðum 2 12. Birgitta Guðnadóttir, húsmóðir, Hlíðarfæti 13. Magnús Ólafsson, eldri borgari, Hagamel 13 14. Eyjólfur Jónsson, sjálfstætt starfandi, Hlíð Auglýsing um framboðslista í Hvalfjarðarsveit Þrír listar eru í framboði til sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 í Hvalfjarðarsveit. Listarnir og frambjóðendur eru: SK ES SU H O R N 2 01 8 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Kæru vinir! Enn eru fjögur ár liðin og aftur kominn tími að velja fólk til for- ystu bæjarstjórnar Grundarfjarðar- bæjar. Fyrir tólf árum síðan bauð ég mig fyrst fram til setu í bæjarstjórn. Sá tími hefur liðið hratt því gaman og gefandi er að vinna fyrir samfé- lagið sitt. Ég býð á ný krafta mína til setu í næstu bæjarstjórn Grundarfjarðar- bæjar. Helsta ástæða þessa er að mér hefur helst þótt vanta upp á að hlut- ir séu kláraðir. Samskipti og samráð við íbúa er að mínu mati of oft ábóta- vant, fundagerðir koma seint inn á vef bæjarins og erindum svarað stund- um seint. Við búum í litlu samfé- lagi og getum leyft okkur að ræða og vinna mál þannig að ekki alltaf þurfi að verða til ágreiningur og átök. Oft er hægt að forðast misskilining sem skapar ágreining með að ræða og út- skýra málin. Fundagerðir bæjarstjórnar og nefnda bæjarsins eru oft ekki nógu skýrar og eru kannski ekki nógu ítar- legar. Við þurfum að hafa samþykkt- ir og fundagerðir skýrar og þannig verður ákvarðanataka skiljanlegri og vonandi meira málefnaleg. Við stefnum á að opna bókhald Grundarfjarðarbæjar. Opið bókhald hjálpar íbúum að skilja betur rekst- ur og fjármál bæjarins, það eykur gegnsæi og ýtir undir aðhald bæjar- búa á bæjarstjórn og rekstur. Kópa- vogsbær hefur sýnt frumkvæði í þess- um málum og hægt er að læra mikið af þeim. Málefni aldraðra hefur verið mik- ið í umræðum síðastliðin ár. Stækkun á Dvalarheimilinu Fellaskjóli hefur nú verið hafin og þarf að passa upp á að fjölgun hjúkrunarrýma fylgi með. Við stefnum öll á að fólk geti búið sem lengst heima hjá sér, en þá þarf að auka þjónustu við þá sem á því þurfa að halda. Fjölga þarf starfsfólki bæði hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum til að uppfylla nauðsynlegt öryggi í daglegu lífi eldri borgara og ættingja þeirra. Allir eiga að hafa greiðan að- Pennagrein Gerum gott betra Stóreflum skipulagsmál – byggjum húsnæði við allra hæfi Við ætlum að stórefla stjórnsýslu í kringum skipulagsmál, bæta verk- ferla og hraða afgreiðslu mála. Skipuleggja þarf fleiri svæði og þau þurfa að gera ráð fyrir fjölbreytt- um möguleikum fyrir búsetu og atvinnustarfsemi vítt og breytt um sveitarfélagið. Við þurfum einnig að hafa frumkvæði að samstarfi við félög eins og Bjarg leigufélag sem er í eigu BSRB og ASÍ og er tilgangur þess að byggja íbúðarhúsnæði sem leigt er til langs tíma á viðráðanlegu verði, án hagnaðarsjónarmiða. For- senda þessa er að gerð sé húsnæðis- stefna sem byggir á greiningu þarfa fyrir húsnæði við allra hæfi. Stefna í húsnæðismálum þarf að vera for- gangsmál í upphafi kjörtímabils. Lækkum fasteignaskatta – verðum samkeppnishæf Taka þarf varfærin en ákveðin skref í að lækka fasteignaskatta í Borg- arbyggð og gera þannig sveitarfé- lagið að samkeppnishæfari kosti til búsetu. Markmiðið er að vera með svipaðar álögur og sveitarfélög sem við erum í beinni samkeppni við um framtíðar íbúa. Jafnframt þarf þjónusta og aðstaða að vera með þeim hætti að við sem búum hér séum ánægð og aðrir sjái það sem kost að flytja til okkar. Bæta þarf ásýnd og umhverfi með gróðri og lagfæringu á götum og gangstétt- um, fjölga göngu- og hjólastígum. Gerum átak í upp- lýsinga- og kynningar- málum Mikilvægt er að tryggja aðgengi íbúa og annarra hagsmunaaðila að upplýsingum um starfsemi sveitar- félagsins. Bæta þarf heimsíðu Borg- arbyggðar þannig að hún verði not- endavænni og upplýsingaleit auð- veldari. Einnig þarf að nýta sam- félagsmiðla með markvissari hætti. Ráðgjöf og upplýsingar eiga að vera á fleiri tungumálum en ís- lensku á vef Borgarbyggðar. Raf- ræna þjónustu þarf að auka og full- nýta þarf möguleika íbúagáttar og kortasjá sem gefur íbúum kost á að- gangi að eigin gögnum varðandi þjónustu og samskipti við sveitar- félagið. Stefna þarf að markvissara íbúasamráði og þátttöku íbúa sem nýtist við stefnumótun og ákvarð- anir sveitarstjórnar. Opna þarf í auknum mæli aðgengi að fundum með rafrænum leiðum með streymi og upptökum. Miðlun upplýsinga getur jafn- framt þjónað þeim tilgangi að markaðssetja svæði og stuðla þann- ig að jákvæðri ímynd. Þessi verkefni eru gríðarlega mikilvægur þáttur í því að bæta þjónustu sveitarfélags- ins og getur aukið ánægju og stuðl- að að fjölgun íbúa. Því leggjum við til að ráða markaðs- og kynningar- fulltrúa. Sá starfsmaður gæti unnið að þessum verkefnum og ekki síð- ur með stofnunum sveitarfélagsins í að kynna það góða starf sem þar er unnið. Hann gæti einnig unnið að því að efla starfsemi í Hjálma- kletti sem menningarhúss, kynna söfn og sýningar sveitarfélagsins, vinna með grasrótinni í tengslum við hátíðir og frumkvöðlastarf, svo eitthvað sé nefnt. Tækifærin blasa við. Við í Sam- fylkingu og óháðum ætlum að nýta þau og hefja uppbyggingu í Borgar- byggð. Nýtum kosningaréttinn og mæt- um á kjörstað Magnús Smári Snorrason og María Júlía Jónsdóttir Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Samfylkingarinnar og óháðra í Borg- arbyggð Pennagrein Nýtum tækifærin gang að nauðsynlegri þjónustu. Undir slíka þjónustu flokkast dvalarheimili, dagvist, heimsending matar, heimilis- hjálp, heimahjúkrun, akstur til og frá heimili og önnur þjónusta. Nauðsyn- legt er að samræma starf allra starfa sem að þessum málum starfa svo þjónustan verðir skilvirk og rétt. D-listann er skipaður flottum og fjölbreyttum hópi fólks sem tilbúið er að vinna fyrir og leiða bæjarfélag- ið sitt og stefna á það að gera gott bæjarfélag enn betra. Því vona ég að þið kæru vinir hugsið til okkar, ger- um gott betra, og setjum Xið við D á kjördag. Rósa Guðmundsdóttir Höf. skipar 4. sæti D-listans í Grund- arfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.