Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 31 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Fjármál Borgarbyggðar er eitthvað sem margir hugsa um þessa dag- ana, sveitarfélagið er víðfeðmt og að mörgu að huga þegar kemur að því að dreifa fjármagninu. Öll viljum við fá eitthvað fyrir okkar snúð og til þess þarf yfirleitt fjármagn. Staða sveitarfélagsins er sú að heildartekjur þess eru rúmir fjórir milljarðar, rekstrargjöldin eru rúm- ir þrír og hálfur milljarður og þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta og fjármagnsliða eru tæpar 300 milljón- ir í afgang. Skuldastaða sveitarfélgasins hef- ur batnað mikið síðan 2014 eða úr því að vera tæp 160% af rekstar- tekjum sveitarfélagsins í það að vera um 112%. Þetta má skýra með sölu eigna en ekki síður vegna þess að tekjur sveitarfélagsins hafa aukist til muna. Laun hafa hækkað og fast- eignagjöld sömuleiðis með hækk- andi fasteignaverði í sveitarfélaginu og einnig hefur jöfnunarsjóður ver- ið okkur gjöfull með sterkari stöðu ríkissjóðs. Við viljum að sjálfsögðu öll bæta margt í okkar samfélagi og það ætl- um við að gera en við munum ekki taka þátt í því að hækka skuldastöðu sveitarfélagsins. Því þó svo að staða sveitarsjóðs sé góð núna þá þýðir það ekki að nú sé hægt að spreða út í hið óendanlega. Margt hefur setið á hak- anum hin fyrri ár sem þarf að ráðast í á næstu árum og þá aðallega í við- haldi þeirra fasteigna og leiksvæða sem sveitarfélagið á og ber ábyrgð á. Við ætlum að vinna að þeim mik- ilvægu verkefnum sem framundan eru, byggja upp skólana okkar og styrkja innviði samfélagsins. Vegna stöðu sveitarsjóðs á að vera mögu- legt að fara í þessar framkvæmdir án þess að taka lán eða að minnsta kosti að óverulegu leiti. Við ætlum að sýna ábyrgð og laða að okkur fólk því við vitum að hér vill fólk vera, fyrir utan skarkalann, í meiri kyrrð og bættri þjónustu. Gerum Borgarbyggð betri! Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir. Höf. er oddviti VG í Borgarbyggð Pennagrein Pennagrein Meiri kyrrð, bætt þjónusta og ráðdeild í fjármálum Í hönd fara sveitarstjórnarkosning- ar. Því fylgir að frambjóðendur fara yfir stöðu mála og ný markmið eru sett. Sveitarfélögin eru stór þjón- ustuaðili, misjafnt er auðvitað hvaða þjónustu íbúar leita eftir. Tengist það m.a. búsetu, aldri, og aðstæð- um viðkomandi. Til að mögulegt sé að þjónustustig í Borgarbyggð sé hátt, og þjónustugjöld hæfileg, þarf fjárhagur sveitarfélagsins að standa styrkum fótum. Vinna við fjárhags- áætlun þarf að vera vönduð, áætl- unin er undirstaða þeirrar þjónustu sem í boði er, auk þess að innihalda þær framkvæmdir sem áætlaðar eru. Grannt þarf að fylgjast með því að áætlunin standist og mikilvægt er að kostnaðarmeta framkvæmdir vand- lega. Þar mun reynsla og þekking nýtast vel. Brýnt er að Borgarbyggð viðhaldi þrýstingi á ríkið varðandi vegabætur. Héraðs- og tengiveg- ir þurfa á verulegum endurbótum að halda. Þá er mikilvægt að krefj- ast þess að RARIK, sem er nokk- urs konar ríki í ríkinu, flýti verulega þriggja fasa rafvæðingu í dreifbýli. Landbúnaður skipar mikilvægan sess í Borgarbyggð sem atvinnu- vegur og tryggir auk þess dreifða búsetu. Mikilvægt er að dreifð byggð eigi kost á góðri þjónustu til þess að bæta búsetuskilyrði. Nauð- synlegt er orðið að huga að endur- bótum og uppbyggingu fjárrétta í sveitarfélaginu. Gera þarf fram- kvæmdaáætlun varðandi þær þarf- ir, í samráði við heimamenn. Þessi mannvirki verða að vera til staðar og nauðsynlegt að þau gegni hlut- verki sínu sem best. Ágætu kjósendur í Borgarbyggð! Framundan er val á fulltrúum í sveitarstjórn. Við á framboðslista Framsóknarflokksins í Borgar- byggð erum tilbúin að axla ábyrgð og bæta okkar góða samfélag. Við hlökkum til að takast á við verkefni komandi kjörtímabils, okkur öllum til heilla. Finnbogi Leifsson. Höf. er skipar 3. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Borgarbyggð. Með hækkandi sól Pennagrein Í bæjarstjórnarkosningum á Akra- nesi býður Samfylkingin fram sterkan hóp félagshyggjufólks. Við erum jafnaðarmenn, við erum drif- in áfram af ósk um betra og réttlát- ara samfélag og við bjóðum okkur fram til að starfa af krafti og heil- indum í þágu Akurnesinga. Við vilj- um halda áfram að byggja Akranes upp sem samfélag sem býður upp á jöfn tækifæri og jöfn lífsgæði fyrir alla. Fjölbreyttur framboðslisti Á listanum okkar má finna fólk á öllum aldri með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Í okkar hópi eru iðn- aðarmenn, verkamenn og almenn- ir launþegar sem vita hvað það er að þurfa að leggja mikið á sig og vinna hörðum höndum til að sjá sér og fjölskyldum sínum farborða. Við viljum að raddir þessa fólks fái að hljóma við stjórn bæjarins. Í okkar hópi eru einnig ungir og kraftmiklir frambjóðendur sem komið hafa með nýja sýn og fersk- ar hugmyndir inn í stefnumótun okkar. Þetta er vel menntað fólk og þrátt fyrir ungan aldur býr það yfir mikilli og fjölþættri reynslu. Þetta eru einnig ungir foreldrar sem vita hvað það er að nýta þjón- ustu leikskóla og grunnskóla bæj- arins og taka þátt í íþrótta- og frí- stundastarfi með börnunum sínum. Þetta er fólk sem er einmitt núna að ala upp börnin sín á Akranesi og við viljum að þetta fólk fái að hafa áhrif á það hvernig bæjarfélaginu er stjórnað. Venjulegir Skagamenn Frambjóðendur Samfylkingar- innar á Akranesi ganga fram með skýra sýn fyrir kosningarnar næst- komandi laugardag. Við viljum for- gangsraða verkefnum í anda jafn- aðarstefnunnar og við ætlum að sjá til þess að bætt fjárhagsstaða bæjar- ins skili sér til þeirra framkvæmda sem hafa þurft að bíða og til þeirr- ar þjónustu sem skera þurfti niður þegar skóinn kreppti. Fyrst og fremst erum við öll venjulegir Skagamenn, við erum stolt af bænum okkar og okkur þykir vænt um þetta góða, hlýlega og skemmtilega samfélag sem við erum svo heppin að búa í. Við bjóð- um okkur fram sem fulltrúar venju- legra Skagamanna við stjórn bæjar- ins og óskum eftir þínum stuðn- ingi. Valgarður Lyngdal Jónsson Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akranesi til bæjarstjórnarkosninga í vor. Akranes – allir með! Framlagning kjörskrár Kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 hefur verið yfirfarin og staðfest. Kjörskráin liggur frammi á bæjarskrifstofunni, almenningi til sýnis, frá og með miðvikudeginum 16. maí til kjördags á opnunartíma skrifstofunnar. Athugasemdum við kjörskrá má koma á framfæri í samræmi við lög um kosningar til sveitarstjórna. Bæjarstjórinn í Grundarfirði Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 01 8 Grundarfjarðarbær Auglýsing um kjörfund vegna sveitarstjórnarkosninga Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Grundarfirði verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar laugardaginn 26. maí 2018. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 09:00 til kl. 22:00. Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum. Kjörstjórn Grundarfjarðar SK ES SU H O R N 2 01 8 Snæfellsbær SK ES SU H O R N 2 01 8 Auglýsing um kjörfundi vegna sveitarstjórnarkosninganna laugardaginn 26. maí 2018 Ólafsvíkurkjördeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum í Ólafsvík. Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00. Hellissands- og Rifskjördeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Hellissandi. Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00. Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Lýsuhóli. Kosning hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 20:00. Kosningarétt hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá. Kjörstjórn minnir kjósendur á að hafa með sér skilríki á kjörstað. Allar nánari upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar, s.s. kjörskrá, lög og leiðbeingar, er hægt að nálgast á upplýsinga- vefnum www.kosning.is. Yfirkjörstjórn Snæfellsbæjar Hjálmar Kristjánsson Kolbrún Ívarsdóttir Magnús Eiríksson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.