Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 201832 Í öllum kosningum síðan ég fór að fylgjast með málum hér á Akra- nesi hefur verið talað um að bæta ástand gatna hér í bæ. Núna, þremur heilum kjörtímabilum síð- ar, hafa örlitlar bætur orðið í mála- flokknum. Vissulega er búið að lagfæra nokkrar götur en sú vinna hefur einfaldlega verið dropi í haf- ið hvað varðar uppsafnaða þörf á viðhaldi gatna. Áhugaleysið hvað lagfæringu gatna varðar endur- speglast í því að samkvæmt árs- reikningi Akraneskaupstaðar fyrir árið 2017 voru rúmlega 70 millj- ónir króna af áætlaðri fjárfestingu í götum og gangstígum ónotaðar, árið áður var viðhaldsfjárfesting- in 21 milljón undir áætlun. Þannig að í stað þess að taka ákvörðun um að laga einhvern hluta af gatna- kerfi bæjarins eða gangstéttar var tekinn meðvituð ákvörðun um að einfaldlega gera minna en áætlað hafði verið, sem nemur 91 milljón króna á árunum 2016-2017. Skiltið sem stendur við Akratorg og bendir til allra vinabæja Akra- ness þykir mér lýsandi fyrir áhuga- leysi núverandi meirihluta hvað varðar viðhald gatna. Þar höf- um við finnska bæinn Närpes, en samkvæmt skiltinu er þessi vina- bær okkar í vesturátt, sem passar álíka vel við raunveruleikann og allt tal um langtímaáætlun í við- haldi gatna þegar ekki nema hluti þeirra fjármuna sem áætlað er að verja til þess er á endanum varið í viðhaldið. Með núverandi hraða mun vinnu við endurbætur gatna hér á Akranesi ljúka um það leiti sem götur verða úreltar eða eins og Dr. Brown sagði við Marty McFly í lok Back too the Future „Götur? Þangað sem við erum að fara þurf- um við ekki götur.“ Rúnar Ólason Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar á Akranesi Ástand gatna á Akranesi Pennagrein Pennagrein Akranes og Skagafjörður eiga það sameiginlegt að þar er gott að búa. Mannlíf er blómlegt og fólk vina- legt og hjálpsamt. Ég hef búið mestalla ævi í Skagafirði en flutti á Akranes í desember á síðasta ári og fann strax hversu gott er að vera hér. En það er alltaf hægt að bæta það sem gott er og gera betra. Grunnþjónusta við bæjarbúa á að vera í lagi og Akraneskaupstað- ur á að sinna lögbundinni þjón- ustu. Ég vinn í einum af grunn- skólum Akraneskaupstaðar og sé þar glöggt hversu mikil þörf er á að bæta húsakosti og innviði s.s. tækjamál. Tryggja þarf að fjár- magn til grunn- og leikskóla sé nægjanlegt til að innviðir og fag- leg kennsla fái notið sín og hægt sé að bregðast við ýmsum málum er varða velferð nemenda. Málefni fatlaðra standa mér einnig nærri og þar er margt sem þarf að bæta. Það vantar t.d. skammtímavistun fyrir fötluð börn á Akranesi, úrræði fyrir fötluð ungmenni, tómstundir, atvinnu og búsetuúrræði. Ráðast þarf í að inn- leiða NPA (notendastýrð persónu- leg þjónusta). Þjónustan á að vera heildstæð og taka mið af þörfum hvers og eins. Að þessum málum og mörgum öðrum vill Miðflokkurinn vinna, fái hann stuðning til í komandi kosningum. Íris Baldvinsdóttir. Höfundur skipar 6. sætið á fram- boðslista Miðflokksins á Akranesi. Skólamál og málefni fatlaðra Pennagrein Öryrkjabandalag Íslands hefur und- anfarnar vikur staðið fyrir funda- herferð í mörgum stærri sveitarfé- lögum landsins þar sem farið er yfir rétt fatlaðs fólks í sveitarfélögum. Á fundinn eru boðaðir frambjóð- endur þeirra lista sem bjóða fram á hverjum stað og þeim boðið að fara yfir áherslur sínar. Slíkur fund- ur var haldinn hér á Akranesi 7. maí síðastliðinn og var ágætlega heppn- aður. Þar kom fram að þó margt sé ágætt í þjónustu við fatlaða og ör- yrkja á Akranesi megi bæta heil- margt. Það eru engar fréttir að upp á vanti í þjónustu við fatlaða á Akra- nesi, líklegast er það þannig í flest- um sveitarfélögum. NPA Nú í vor samþykkti Alþingi lög um notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, eftir áralanga baráttu. Þessi lagasetning færir NPA úr því að vera jaðarkostur í þjónustu við örfáa fatlaða yfir í að vera valkostur fyrir flesta. Gallinn við lagasetninguna er að fjöldi samninga er í upp- hafi takmarkaður við 80, þó þeim fjölgi þegar á líður. Mörg sveitarfé- lög hafa þegar sett sér reglur varð- andi NPA. Það hefur Akranes ekki gert, þrátt fyrir góðan fyrirvara og enginn með fötlun á Akranesi hef- ur NPA samning nú. Akraneskaup- staður verður að standa sig bet- ur, setja reglur um NPA og bjóða þessa þjónustu sem raunhæfan val- kost fyrir fatlaða íbúa sveitarfélags- ins. Það viljum við í Samfylking- unni gera. Skammtímavistun Á Akranesi er engin skammtíma- vistun fyrir fötluð börn. Það eru orðin nokkur ár síðan foreldr- um fatlaðra barna var boðið upp á skammtímavistun í Holti í Borg- arfirði. Það hentaði mörgum, en alls ekki öllum, t.d. þeim sem þurfa fötlunar sinnar vegna að vera ná- lægt spítala. Hér á Akranesi höfum við frábært sjúkrahús og nálægð við það myndi veita bæði fötluðum börnum og foreldrum þeirra öryggi og sálarró ef okkur tækist að koma á fót skammtímavistun á Akranesi. Samfylkingin á Akranesi vill stefna þangað. Ferðaþjónusta fatlaðra Lögum samkvæmt eiga sveitar- félög að veita fötluðu fólki ferða- þjónustu. Reglur Akraneskaup- staðar eru frá 2012 og þarfnast sár- lega endurskoðunar. Samkvæmt þeim er ferðaþjónusta aðeins í boði milli klukkan 7:30 og 17:00 á virk- um dögum. Þarna er pottur brot- inn, það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk sem þarf á ferðaþjón- usta að halda sé einungis á ferð- inni á vinnutíma. Allir eiga rétt á að taka þátt í lífinu, hvort sem það er kvölds, morgna eða um miðjan daginn og hvort sem það er á virk- um degi eða um helgi. Þessu viljum við í Samfylkingunni breyta. Hér hafa aðeins verið talin uppi þessi þrjú atriði. Hér er ekki minnst á ástand gangstétta og stíga sem víða eru ófærir hreyfihömluðum, hér er ekki talað um hvernig úti- vistarperlurnar okkar, Langisand- ur og skógræktin í Garðalundi, eru enn utan seilingar fyrir hreyfihaml- aða. Hér er ekki heldur talað um hvernig sundlaugin okkar á Jaðars- bökkum er enn ekki aðgengileg hreyfihömluðum á meðan tugmillj- ónum er varið í tveggja hæða heitan pott við Langasand, sem sennilega verður ekki heldur aðgengilegur hreyfihömluðu fólki. Kristinn Hallur Sveinsson Höfundur skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akranesi til bæjarstjórnarkosninga í vor. Þrjú atriði Miðvikudaginn 9. maí síðastliðinn sendi Ólafur Hvanndal Ólafsson lögmaður Skagans 3X á Akranesi fjórum nafngreindum einstak- lingum sem búa við Krókalón og Vesturgötu á Akranesi bréf í til- efni af röngum fullyrðingum sem þeir hafa haldið fram um meint lögbrot fyrirtækisins og óheimila landfyllingu á Grenjum árið 2012. Í bréfinu var þess farið á leit að til- greind röng ummæli verði dregin til baka til þess að takmarka frek- ara tjón. Því hefur jafnvel verið haldið fram á samfélagsmiðlum að í bréfi Ólafs felist á einhvern hátt tilraun til þöggunar. Því vísa ég al- farið til föðurhúsanna og fór því fram á að bréfið yrði í heild birt í Skessuhorni í þeim tilgangi að færa umræðuna í réttari og skyn- samlegri farveg. Bréf Ólafs Hvanndal er dagsetti 9. maí 2018 og er þannig í heild: „Málefni: Rangar fullyrðingar um meint lögbrot Skagans 3X og óheimila landfyllingu árið 2012 – krafa um að ummæli verði dregin til baka án tafar Undirritaður gætir hagsmuna fyrirtækjanna Skagans hf., kt. 700498-2209, Þorgeirs & Ell- erts hf., kt. 510794-2309 og 3X Technology ehf., kt. 520494-3329 en umrædd félög starfa saman undir alþjóðlega vörumerkinu og firmaheitinu Skaginn 3X (hér eft- ir verða umbj. mínir einu nafni nefndir Skaginn 3X). Stærsti hluti starfsemi umbj. minna fer fram í leiguhúsnæði við Bakkatún og Krókatún á Akranesi en umrædd- ar fasteignir eru í eigu fyrirtækis- ins Grenja ehf., kt. 570901-2490 og standa á eignarlóðum þess fé- lags. Í greinargerð sem fylgdi bréfi dags. 21. mars 2018 til Akra- neskaupstaðar, sem ritað var af móttakendum bréfs þessa laut að ábendingum þeirra varðandi skipulagsáætlun um breytingu á aðalskipulagi hafnarsvæði H3 á Akranesi, er að finna ósannar full- yrðingar og rangfærslur sem bein- ast gegn umbj. mínum. Í áðurnefndri greinargerð seg- ir orðrétt: „Stærstur hluti starf- seminnar á lóðum Skagans 3X er ekki í samræmi við gildandi að- alskipulag“. Í sömu greinargerð er fullyrt að landfylling sem var framkvæmd árið 2012 hafi ekki verið 2000 m2 eins og samþykkt var heldur 7000 m2. Hin síðar- greinda fullyrðing um stærð land- fyllingar árið 2012 var einnig sett fram af Guðmundi Páli Jónssyni, Sveini Kristinssyni og Jóhanni Ár- sælssyni á almennum íbúafundi sem haldinn var í Grundaskóla, Akranesi þann 2. maí sl. Rétt er að geta þess að Akraneskaupstaður hefur séð ástæðu til þess að leið- rétta þessar rangfærslur og vísast í því sambandi til fréttar sem birtist á heimasíðu bæjarfélagsins þann 4. maí sl. Umbj. mínir telja það alvar- legt mál að slíkum rangfærslum um meint lögbrot sé haldið fram gegn betri vitund. Sér í lagi vegna stöðu þeirra sem héldu rangfærsl- unum fram en í því sambandi má nefna að Guðmundur Páll Jóns- son og Sveinn Kristinsson voru oddvitar þeirra stjórnmálaflokka sem sátu í meirihluta í bæjar- stjórnar þegar landfyllingin var samþykkt árið 2012. Þá er bent á að Jóhann Ársælsson hefur átt sæti á Alþingi til fjölda ára og þá starf- ar Jónas Hallgrímur Ottósson sem rannsóknarlögreglumaður á Akra- nesi. Í því sambandi telja umbj. mínir það grafalvarlegt að ein- staklingar með víðtæka þekkingu og reynslu af stjórnsýslustörfum, skipulagsmálum og lögfræði ráð- ist með þessum hætti að einkafyr- irtækjum í þeim tilgangi að valda þeim skaða. Umbj. mínir telja það ekki síður alvarlegt og ámælis- vert að rógburði og ósannindum um framkvæmd landfyllingar árið 2012 sé nú dreift í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að hafa áhrif á störf lýðræðislega kjörinna fulltrúa við framkvæmd skipulagsmála árið 2018. Þá finnst umbj. mínum ein- kennilegt að ráðist skuli verið að alþjóðlega vörumerkinu Skaginn 3X vegna landfyllingar árið 2012 en þau félög sem að baki vöru- merkinu standa eru málinu óvið- komandi enda eru þau hvorki eig- endur fasteigna né lóða á svæð- inu og þá áttu þau enga aðkomu að gerð umþrættrar landfyllingar árið 2012. Umbj. mínir telja að til- gangurinn með því að draga vöru- merkið Skaginn 3X inn í mál þetta sé sá að valda sem mestum ímynd- arskaða en fyrirtækin sem að vöru- merkinu standa selja árlega vörur fyrir milljarða króna á erlendum mörkuðum. Umbj. mínir telja sig nú þegar hafa orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna málsins. Í ljósi alls ofangreinds og til þess að takmarka frekara tjón er þess krafist að viðtakendur bréfs þessa dragi þau ummæli til baka, sem vísað er til hér að ofan og sett voru fram í greinargerð með bréfi til Akraneskaupstaðar dags. 21. mars 2018. Þá er þess jafnframt krafist að viðtakendur bréfsins, að Jónasi Hallgrími undanskildum, dragi til baka ummæli um meinta stærð landfyllingar frá árinu 2012 sem viðhöfð voru á íbúafundi í Grundaskóla, Akranesi, þann 2. maí sl. Þess er krafist að framan- greind ummæli verði dregin til baka með sérstöku afsökunarbréfi sem óskast sent til umbj. minna innan þriggja sólarhringa frá við- töku bréfs þessa. Umbj. mínir og eftir atvikum stjórnendur/eigendur þeirra fé- laga áskilja sér allan rétt til þess að höfða dómsmál, án frekari að- vörunar, gegn viðtakendum bréfs þessa og krefja þá sameiginlega um bætur fyrir allt það tjón sem þeir hafa bakað umbj. mínum og stjórnendum/eigendum þeirra fé- laga með ummælum sínum.“ Þessu er hér með komið á fram- færi. Ingólfur Árnason. Þess er krafist að röng ummæli verði dregin til baka Pennagrein Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.