Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 201834 Nýverið færðu þau Ágústa Frið- riksdóttir og Guðni Hannes- son, eigendur Myndsmiðjunnar á Akranesi, Akraneskaupstað að gjöf filmusafn þeirra. Veitti Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála gjöfinni viðtöku fyrir hönd Ljósmynda- safns Akraness. Filmusafnið er frá þeim tíma sem þau starfræktu Myndsmiðjuna, eða allt frá upp- hafsárinu 1994 og fram til 2004. Mikill hluti myndanna sem þau Ágústa og Guðni hafa tekið eru stúdíómyndir auk þess sem þau hafa í gegnum tíðina verið atorku- söm við að mynda bæjarbrag, mannlíf og sögu Akraness. Safnið er mikið að vöxtum, spannar rúma tíu hillumetra. Síðar munu bæt- ast við kópíur og stafrænar mynd- ir. „Það má því með sanni segja að Skagamenn hafi dottið í lukku- pottinn með afhendingunni því einkaskjalasafn af þessari stærð- argráðu er ómetanleg heimild um samtíma okkar,“ segir Ella María. Héraðsskjalasafn Akraness fagn- aði í vor 25 ára afmæli en Ljós- myndasafn Akraness er deild inn- an þess og er nýorðið 15 ára. Söfn- in munu síðar á afmælisárinu setja upp sýningu á myndum þeirra Ágústu og Guðna. Meðfylgjandi hér á síðunni eru nokkrar af myndum þeirra Ágústu og Guðna. Þær gefa vísbendingu um fjölbreytni myndanna. mm Myndsmiðjan færir Ljósmynda- safni Akraness filmusafn Ágústa Friðriksdóttir, Guðni Hannesson og Ella María Gunnarsdóttir for- stöðumaður menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað. Ljósm. akranes.is Starfsfólk Brekkubæjarskóla. Frá vígslu á verki Guttorms Jónssonar Elínarsæti. (2000) . Hljómsveitin Soul Delux (1994). Frá uppsetningu á leikritinu Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur. (1993) Áhöfnin á Höfrungi AK. Síðasta ferð Akraborgarinnar. (1998). Sundkennsla í Bjarnalaug (reyndar á ráðherrastigi). Geirsstaðirnir fluttir (Háskólinn að Geirsstöðum) (líklega árið 1995). Bræðurnir á Söndum; Ragnar og Hallgrímur Magnússynir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.