Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 35 Borgnesingurinn Gunnhild- ur Lind Hansdóttir að útskrif- ast á föstudaginn úr ljósmyndun við Tækniskólann. Lokaverkefni Gunnhildar nefnist Hin hliðin og umfjöllunarefnið er körfuknatt- leiksmaðurinn, utan vallar við dagleg störf. Hún segir að mark- mið verkefnisins hafi verið að sýna hina hlið körfuknattleiksmanns- ins, eins og nafnið gefur til kynna, körfuknattleiksmanninn þegar hann er ekki í búning. Fyrirsæt- urnar voru Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir, leikmaður Skallagríms og lögreglunemi, Sveinbjörn Claes- sen, leikmaður ÍR og lögfræðing- ur, Berglind Gunnarsdóttir, leik- maður Snæfells og læknanemi og Axel Kárason, leikmaður Tinda- stóls og dýralæknir. Allt eru þetta þekktir körfu- knattleiksmenn, leiðtogar í sín- um liðum og jafnvel fyrirliðar. En af hverju valdi hún sér þetta við- fangsefni? „Ég hugsaði strax um íþróttir þegar ég var að reyna að finna mér verkefni. Það var held- ur vítt viðfangsefni þannig að ég þrengdi það niður í körfubolta,“ segir Gunnhildur og bætir því við að hún hafi fengið innblástur frá öðrum Borgnesingi. „Ég var að hlusta á Markmannshanskana hans Alberts Camus, þætti Guð- mundar Björns Þorbjörnssonar sem fluttir voru á Rás 1 í vetur. Þar er meðal annars talað um hvað gerist þegar íþróttamenn leggja skóna á hilluna. Þá einhvern veg- inn týna þeir einkenni sínu. Marg- ir íþróttamenn í gegnum tíðina hafa átt erfitt með að hætta. Það að vera íþróttamaður er svo stór hluti af sjálfsmynd þeirra, sérstak- lega þegar um atvinnumenn er að ræða,“ segir Gunnhildur. Íþróttin er ekki lifibrauðið „Ég kafaði ekki svona djúpt ofan í viðfangsefnið en finnst áhuga- vert að reyna að draga fram hina hlið íþróttamannsins. Nær all- ir körfuboltamenn á Íslandi spila sem áhugamenn, lifibrauð þeirra er annað en íþróttin. Samt þekkja aðdáendur ekkert endilega körfu- boltamennina þegar þeir eru ekki í búningnum,“ segir hún. „Þess vegna langaði mig að sína körfu- boltamenn á Íslandi í sínum dag- legu störfum sem eru ótengd körfuboltanum. Körfuboltafólk fæst við alls konar störf og það var bara tilviljun að það reyndist vera þráður milli starfa fólksins sem ég myndaði. Það var alveg óvart sem ég myndaði lækni og dýralækni, lögmann og lögreglukonu,“ seg- ir Gunnhildur og bætir því við að fólkið hafi tekið verkefni hennar afar vel. „Þetta var mjög skemmti- legt og allt körfuboltafólkið var strax til í að taka þátt. Ég hefði hæglega getað fengið fleiri til að sitja fyrir, en ég átti bara að skila svo mörgum myndum. Það væri vel hægt að gera meira úr þessu,“ segir hún en kveðst þó ekki hafa slíkt í huga á næstunni. „Núna er ég aðallega að njóta þess að vera búin með skólann en það er al- veg opið að gera meira úr þessari hugmynd einhvern tímann,“ seg- ir hún. „Körfuboltinn er nefni- lega vinsælli en hann hefur nokkr- un tímann verið. Umfjöllunin er miklu meiri en hún var áður, fleiri fylgjast með og þar af leiðandi miklu fleiri sem sjá körfuboltafólk- ið, en bara í búningnum. Ég held að öllum þyki gaman að sjá hina hliðina á fólkinu, karfan er bara einn hluti af þeirra lífi. Á bakvið búninginn leynist venjulegt fólk. Kannski geri ég eitthvað meira í þessum dúr í framtíðinni, það er aldrei að vita,“ segir Gunnhildur Lind Hansdóttir að endingu. kgk/ Ljósm. Gunnhildur Lind Hansdótti „Á bakvið búninginn leynist venjulegt fólk“ Gunnhildur Lind Hansdóttir. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms og lögreglunemi.Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells og læknanemi. Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR og lögfræðingur. Axel Kárason, leikmaður Tindastóls og dýralæknir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.