Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 37 Pennagrein Núna eru fjögur ár liðin frá síð- ustu sveitarstjórnarkosningum og þar af leiðandi fjögur ár frá því ég bauð mig fram í fyrsta skipti. Tím- inn hefur verið skemmtilegur og áhugaverður, verkefnin fjölbreytt og nóg af þeim. Þetta er stutt lýsing á þeim verkefnum sem í boði eru. Það að starfa í bæjarstjórn er nefni- lega ekki bara að mæta á nokkra fundi og drekka smá kaffi. Þetta er aðeins meira en það. Það er meðal annars að passa upp á og vinna að hagsmunum allra íbúa í heilu bæj- arfélagi. Gera sem mest, fyrir sem minnst og fyrir sem flesta. Að ógleymdu því að hafa alla ánægða. Þetta gerir enginn einn. Þetta er bara gert með samstillt- um hópi fólks sem vinnur vel sam- an að hag alls samfélagsins. Það er nefnilega ekki bara nóg að malbika götur og steypa gangstéttir. Það þarf að passa upp á að sjálfsögð- ustu hlutir séu ekki teknir af okk- ur. Að þurfa ekki að keyra í önnur bæjarfélög eftir einfaldri en nauð- synlegri þjónustu er ekki boðlegt. Það er nefnilega margir þjónustu- aðilar (aðallega opinberir) sem halda að það sé styttra frá Grund- arfirði en til Grundarfjarðar. Þetta er barátta sem er ekki að fara að klárast á næstunni, ekki ef við vilj- um að bærinn okkar hafi upp á allt að bjóða sem við viljum. Hverjum við treystum svo best til að sinna þessu er svo undir hverjum og ein- um komið. Það að velja sem breið- astan hóp af fólki til þessara verk- efna er líklegast til árangurs. Fólk sem er tilbúið að vinna af áhuga og dugnaði fyrir bæjarfélagið og bæj- arbúa alla. Fólki sem er tilbúið að tala máli bæjarfélagsins við alla þá aðila sem við þarf að tala. Vinna að þeim málum sem þarf og klára þau mál. Stuðla að þeirri uppbygg- ingu og tækifærum sem þarf. Þetta er lýsingin á þeim aðilum sem skipa D - listann. Fólki sem er tilbúið að vinna af dugnaði fyrir bæjarfélagið og alla íbúa. Jósef Kjartansson Höf. skipar 1. sæti D-listans í Grundarfirði Gerum góðan bæ betri Pennagrein Einn félagi minn á Facebook var að tala um samfélagsmál og byrjaði á að minnast á að nú væru allir hætt- ir að nenna að tala um kvótakerfið. Þess vegna talaði hann um ferðaþjón- ustuna. Honum fannst tilvalið að tak- marka aðgang túrista að landinu. Mér fannst tilvalið að lýsa fyrir honum hvernig hægt væri að gera þetta: Kvótakerfi í ferðaþjónustu Fyrst er skoðað hverjir eru þjón- ustuaðilar í ferðaþjónustu núna (þeir sem reka hótel og bjóða afþreyingu af ýmsu tagi). Það er farið þrjú ár aftur í tímann og aðeins þau fyrir- tæki sem hafa verið starfandi þenn- an tíma, fá leyfi til reksturs. Þau mega ekki bæta við sig gistirýmum og ekki fjölga ferðum. Ef nýir aðli- ar vilja koma inn á markaðinn verða þeir að kaupa kvóta af þessum að- ilum. Það er hætt við að þessi leyfi verði dýr, því framboð verður minna en eft- irspurn. Ríkið mun hinsvegar helst ekki taka neitt fyrir kvótann sem það útdeilir. Þannig geta kvótaeigend- ur grætt vel á því að þiggja kvótann ókeypis hjá Ríkinu og selja hann svo dýrt til þeirra sem ekki eiga kvótann. Þetta mun ekki veita meiri pening- um inn í verkefni tengdum uppbygg- inu á ferðamannastöðum, en þeir að- ilar sem fá kvótann frá Ríkinu munu gleðjast og eins víst að þeir styðji þá stjórnmálaflokka sem vilja viðhalda kerfinu. Greiði myndarlega í kosn- ingasjóði. Viðbrögðin hans Þetta fannst félaga mínum hinn versti kommúnismi og brást reiður við. En ég þurfti þá að minna hann á að akkúrat svona er kvótakerfið í sjávarútvegi. (Félaginn er Sjálfstæð- ismaður). Nú veit ég ekki hvort hann fattaði ekki líkingamálið, eða brást svona reiður við vegna þess að ég þurfti að minna hann á kvótakerf- ið, sem hann sjálf- ur var að reyna að gleyma. Flokkurinn og kvótinn Það er ekki erfitt að sjá, þegar skoð- aðar eru atkvæðagreiðslur og ræður í þinginu og aðgerðir ríkisstjórna, hverjir það eru sem halda afnota- gjaldinu fyrir kvótann í lágmarki. Það má líka auðveldlega sjá af fram- lögum útgerðarfyrirtækjanna í kosn- ingasjóði Sjálfstæðisflokksins, hverj- um þau treysta til að viðhalda þessu óréttláta kerfi. Hér í Skessuhorni var fyirr stuttu grein eftir Har- ald Benediktsson þingmann Sjálf- stæðisflokksins, þar sem hann spáir „Hamförum“ ef verið á kvótanum verði ekki lækkað enn meira *). Viðbrögðin okkar 26. maí Það er svosem ekki á vettvangi sveit- arstjórnarmála sem umhverfi sjávar- útvegsins er ákveðið, og það verður að segjast að þeir Sjálfstæðismenn sem stýra Akranesbæ hafa borið gæfu til að taka ekki nýfrjálshyggj- una alla leið (selja skólana eins og í Keflavík, eða mælana hjá Orkuveit- unni í Reykjavík **) og leigja þessa hluti til baka dýrum dómum). En þeir hafa ekki staðið sig neitt bet- ur en vinstri meirihlutinn, og þeir eru partur af þessum flokki sem við- heldur þessu gall gapandi geðveika fyrirkomulagi í sjávarútvegi. Kveðja, Reynir Eyvindsson, Akranesi *) Sjá „Hamfarir af mannavöldum“ í Skessuhorni 21. mars 2018 og „Ham- farir í orðavali“ í Skessuhorni 25. apríl 2018. **) Þetta var reyndar verk Alfreðs Þor- steinssonar Framsóknarmanns, en Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkur hafa verið systurflokkar í hagsmunagæslunni und- anfarin ár. Gall gapandi geðveiki Skólakór Snæfellsbæjar hélt vor- tónleika sína í safnaðarheim- ili Ingjaldshólskirkju síðastliðinn fimmtudag. Vel var mætt á tón- leikana þar sem kórinn flutti 12 lög. Fékk kórinn góðar viðtökur gesta. Stjórnandi kórsins er Vero- nica Osterhammer og undirleik- ari er Nanna Aðalheiður Þórðar- dóttir. Skólakórinn er nú kominn í sumarfrí að mestu. Hann hélt upp- skeruhátíð sína fyrir nokkru þeg- ar kórinn ásamt stjórnanda, und- irleikara og nokkrum foreldrum fóru í óvissuferð. Farið var í Borg- arnes þar sem kórinn söng nokkur lög í Borgarneskirkju ásamt Barna- kór kirkjunnar sem var heimsótt- ur. Síðan var farið í sund í Borgar- nesi, að því loknu var Latabæjar- safnið skoðað. Áður en haldið var heim var svo borðað í LaColina. Heppnaðist ferðin hin besta og bíða krakkarnir í Skólakór Snæ- fellsbæjar spennt eftir að hefja æf- ingar aftur í haust. þa Um 130 ungmenni af elsta stigi grunnskólanna í Borgarbyggð komu í síðustu viku saman til fundar í Logalandi, að frumkvæði Ungmennasambands Borgarfjarð- ar. Tvö umræðuefni voru tekin fyrir. Annars vegar hvaða breyt- ingar vilja ungmenni sjá á íþrótta- starfi í sveitarfélaginu og hins veg- ar hvernig fræðslu um forvarnir óska ungmennin eftir og hvern- ig er heppilegast að koma skila- boðum og upplýsingum til þeirra. Anna Lilja Björnsdóttir frá KVAN flutti erindi um að vera besta út- gáfan að sjálfum sér. Umræðu- stjórn og fundarritun var í hönd- um ungmenna úr hópnum, en fundarstjóri var Sigurður Guð- mundsson framkvæmdastjóri UMSB. „Nemendurnir voru dug- legir og komu með flottar ábend- ingar og hugmyndir sem verða teknar áfram og unnið áfram með innan ungmennafélagshreyfingar- innar,“ sagði Sigurður. Á vef UMFÍ er greint frá fund- inum. Þar segir að það hafi vakið athygli í umræðunum að oft kom upp ósk um upphitaðan gervi- grasvöll og stærra íþróttahús í sveitarfélaginu. Jafnframt komu fram óskir um val á fleiri íþrótta- greinum eins og handbolta, dansi, skotfimi, bogfimi, motocrossi og hestamennsku. Einnig komu fram óskir um markvissari kynningu á því sem er nú þegar er í boði. Ungmenni voru ánægð með frí- stundaaksturinn en væru til í að hafa hann í boði á fleiri dögum og einnig heimakstur eftir æf- ingar. Í seinna umræðuefninu, þar sem fjallað var um forvarnir og fræðslu, komu fram óskir um fræðslu um ofþjálfun, meiðsli í hnjám, kvíða, félagslega einangr- un, svefn og vímuefna- og áfeng- isneyslu. Ungmennin voru á því að heppilegast væri að nálgast þau með því að koma í skólann með fræðslu og best væri ef viðkom- andi talaði af reynslu um hlutina. Einnig kom fram að stutt mynd- bönd næðu helst til þeirra. mm Ungmenni ræddu saman um íþróttir og forvarnir Skólakór hélt tónleika og fór í óvissuferð Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.