Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 201842 Liðsmenn Víkings Ó. máttu játa sig sigraða, 0-1, þegar þeir mættu Magna í 1. deild karla í knattspyrnu á laugardag. Leikurinn var jafn og fjör- legur og úrslitin réðust ekki fyrr en í uppbótartíma. Bæði lið mættu ákveðin til leiks og sköpuðu sér fullt af færum í fyrri hálfleik. Magnamenn skölluðu í þverslánna og yfir snemma leiks og fengu síðan dauðafæri eftir korters leik. Ívar Örn Árnason var aleinn á markteig Víkings þegar boltinn var sendur fyrir markið en skalli hans fór framhjá. Víkingar fengu einnig sín færi. Ingibergur Kort Sigurðs- son komst inn í þversendingu, geyst- ist að teignum og átti skot að marki en varnarmenn Magna komust fyrir boltann á síðustu stundu. Gonzalo Zamorano komst síðan einn gegn Ívari Erni skömmu fyrir hálfleik en Ívar varðist vel. Staðan því markalaus í hléinu. Magnamenn voru ívið sterkari eft- ir hléið og sköpuðu sér fleiri færi en Víkingsliðið stóð vörnina vel. Ólafs- víkingar vildu fá víti á 71. mínútu þegar Ívar Reynir Antonsson féll í teignum en dómari leiksins var þeim ekki sammála og áfram hélt leik- urinn. Víkingur Ó. sótti í sig veðr- ið eftir því sem leið á. Sóknarþungi þeirra jókst en Magni þétti vörnina og stóðu það af sér. Leikurinn virt- ist ætla að enda með jafntefli þegar Magnamenn skoruðu í uppbótar- tíma. Þeir sóttu og voru við það að sleppa í gegn þegar boltinn hrökk út í teiginn. Þar kom Bjarni Aðal- steinsson á ferðinni og lagði boltann í hornið fjær af mikilli yfirvegun og Magnamenn búnir að stela sigrinum. Leikmenn Víkings gerðu örvætning- arfullar tilraunir til að jafna metin á lokasekúndum leiksins en gekk ekki. Magni sigraði 1-0 og krækti í fyrstu stigin í 1. deildinni. Víkingur situr aftur á móti í fimmta sæti deildarinnar með fjögur stig, jafn mörg og Njarðvík í sætinu fyrir ofan og Haukar og Þróttur R í sætunum fyrir neðan. Næst mæta Ólafsvíking- ar liði Hauka að Ásvöllum á föstu- dag, 25. maí næstkomandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ þa. MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað ertu oftast spurð/ur um af ferðafólki? Spurni g vikunnar Hugrún Jóhannsdóttir: Ég er oftast spurð hvaða staði ég mæli með að fólk skoði sérstak- lega á ferð sinni um héraðið. Svo er reyndar mjög oft spurt; hvar er klósettið? Skúli Arnarson: „Er alltaf svona vont veður hérna?“ Hrafnhildur Guðjónsdóttir: Hvað getur orðið hlýtt hérna á sumrin? Þórhildur María Kristinsdóttir, landvörður: Það er svolítið fyndið að ég er eiginlega oftast spurð hvar fólk geti fengið að sjá eldgos! Svo er líka mjög oft spurt: „Where is the Lava-Waterfalls?“ Snorri Jóhannesson: Er Kaldidalur fær? (Starfsfólk við Hraunfossa í Borgarfirði spurt) Körfuknattleiksdeil Skallagríms hef- ur samið við bræðurna Björgvin og Bergþór Ríkharðssyni. Munu þeir leika með liðinu í Domino’s deild- inni í körfuknattleik næsta vetur. Björgvin er 24 ára gamall og leik- ur stöðu bakvarðar. Hann gengur í raðir Skallagríms frá Tindastóli, þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Þar áður var hann á mála hjá ÍR. Á síðasta tímabil skoraði hann fimm stig að meðaltali í leik og 2,9 fráköst í sterku liði Tindastóls sem hampaði bikarmeistaratitlinum og lenti í öðru sæti Íslandsmótsins. Bergþór er 21 árs gamall fram- herji og lék með Hetti í Domino’s deildinni síðasta vetur. Þar skoraði hann 5,6 stig að meðaltali í leik, tók 4,9 fráköst og gaf 2,5 stoðsending- ar. Bræðurnir þekkja vel til í Borgar- nesi, bjuggu þar á sínum yngri árum og léku með yngri flokkum Skalla- gríms. Á unglingsárunum flutti fjöl- skylda þeirra til Reykjavíkur og þeir gengu í raðir Fjölnis. „Það er því sér- stakt ánægjuefni að fá þá aftur heim í Skallagrím,“ segir á vef Skallagríms. Geta má þess að hjá Borgarnes- félaginu hitta bræðurnir fyrir syst- ur sína, Heiðrúnu Hörpu Ríkarðs- dóttur, sem leikur með Skallagrími í Domino’s deild kvenna. kgk Bræður í raðir Skallagríms Björgvin og Bergþór Ríkharðssynir. Ljósm. www.skallar.is. Vestramenn, sameiginlegt lið Skalla- gríms og Vestra, tapaði naumlega fyrir KR í úrslitaleiknum um Íslands- meistaratitilinn í 10. flokki drengja. Leikið var fyrstu helgi maímánað- ar. Úrslitaleikurinn var hnífjafn og spennandi enda áttust þar við tvö frá- bær körfuknattleikslið. Úrslit leiksins réðust ekki fyrr en eftir framlengingu og þar höfðu KR-ingar betur með einu stigi, 74-75. Vestramenn urðu því að sætta sig við silfrið en geta engu að síður borið höfuðið hátt og liðið á framtíðina fyrir sér. Aðstæður liðsins eru einstakar á landsvísu. Fleiri hundruð kílómetr- ar eru á milli leikmanna sem búa í Borgarfirði, Borgarnesi, Hólmavík, Ísafirði og Suðureyri. Mikið ferðalag leggja liðsmenn því á sig fyrir hverja æfingu og hvern leik. „Þjálfarar liðs- ins þeir Nebojsa Knezevic og Pálmi Þór Sævarsson eiga mikið hrós skilið fyrir frábært skipulag æfinga en eins og árangurinn ber með sér er ekki að sjá annað en að liðið æfi saman oft í viku. Það er þó ekki raunin en með ótrúlegri þrautsegju og dugn- aði hefur foreldrum, þjálfurum og liðsmönnum tekist að æfa saman við hvert tækifæri,“ segir á vef Vestra. kgk Vestramenn hrepptu silfrið í 10. flokki drengja Vestramenn með silfurpeningana ásamt þjálfurum sínum. Ljósm. Vestri. Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Bjarni Guðmann Jónsson hafa end- urnýjað samninga sína við körfu- knattleiksdeild Skallagríms. Munu þeir leika með liði Borgnesinga í Domino‘s deild karla næsta vet- ur. Báðir voru þeir í lykilhlutverki hjá Skallagrími sem hampaði deild- armeistaratitli 1. deildar á liðnum vetri. „Er áframhaldandi vera þeirra í liðinu því mikið fagnaðarefni,“ seg- ir á vef Skallagríms. Eyjólfur átti afar góðu gengi að fagna síðasta vetur. Hann skoraði 18,2 stig að meðaltali í leik, tók 10,3 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Eyjólfur var valinn leikmaður ársins í 1. deild á verðlaunahófi KKÍ, val- inn í lið ársins og einnig valinn leik- maður ársins í meistaraflokki á loka- hófi Skallagríms. Næsta leiktímabil verður þriðja keppnistímabil Eyjólfs með Borgnesingum, en hann gekk til liðs við Skallagrím árið 2016. Bjarni Guðmann Jónsson á einnig afar gott tímabil að baki. Hann var í lykilhlutverki í liði Skallagríms, skoraði 9,6 stig, tók 4,9 fráköst og gaf 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Bjarni var valinn í lið ársins í 1. deildinni og útnefndur varnarmaður ársins á lokahófi Skallagríms. Bjarni er fæddur og uppalinn í Borgarnesi og hefur leikið með Skallagrími alla sína tíð. kgk Eyjólfur og Bjarni áfram hjá Skallagrími Eyjólfur Ásberg Halldórsson í leik með Skallagrími nú í vor. Borgfirski framherjinn Helgi Guð- jónsson hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnufélagið Fram. Hann samdi til tveggja ára og mun leika með liðinu út keppnistímabil- ið 2019. Helgi er fæddur árið 1999 og er því enn gjaldgengur með 2. flokki. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Fram vorið 2016 og hefur alls leikið 56 leiki fyrir fé- lagið og skorað í þeim tólf mörk. Þar að auki á hann að baki tólf leiki og sjö mörk með yngri landsliðum Íslands. Helgi lék vel með Fram á síðasta tímabili og var valinn efni- legastir leikmaður liðsins. „Helgi hefur alla tíð verið mikill marka- skorari og knattspyrnudeild Fram bindur miklar vonir við hann á næstu árum. Það verður ánægju- legt að fylgjast með honum halda áfram að þroskast og þróa sinn leik í Frambúningnum,“ segir í frétt á heimasíðu Fram. kgk Helgi framlengir við Fram Helgi Guðjónsson ásamt Pedro Hipolito, þjálfara Fram. Ljósm. fram.is. Íslandsmót unglinga í 3.-5. flokki í fimleikum var haldið á Egils- stöðum um síðustu helgi. Um 700 keppendur úr 63 liðum tóku þátt í mótinu. Þar af fór fjöldi keppenda frá Fimleikafélagi Akraness sem keppti undir merkjum ÍA. Þrjú lið kepptu í 5. flokki og að móti loknu stóðu þau þrjú á verð- launapallinum, með gull, silfur og brons í sínum flokki. Lið 1 varð jafnframt Íslands- og bikarmeistari í 5. flokki. Lið ÍA í 3. flokki náðu einnig góðum árangri, höfnuðu í 1. og 5. sæti í sinni deild. Þrjú lið kepptu í 4. flokki og stóðu sig með mikilli prýði. Efnilegir fimleikakappar frá Akra- nesi náðu einnig góðum árangri á Íslandsmótinu í hópfimleikum í 1. og 2. flokki. Það mót fór fram á Akranesi um þarsíðustu helgi. Lið ÍA sigraði í 2. flokki b liða og hafn- aði í þriðja sæti í 1. flokki. kgk Fimleikafólk gerði það gott Keppendur ÍA í 5. flokki sem unnu gull, silfur og brons og hömpuðu Íslands- og bikarmeistaratitlinum í 5. flokki. Ljósm. FIMA. Grátlegt tap Víkings Ó.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.