Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auk þess skrifuðu í Sjómannadagsblað: Alfons Finnsson, Haraldur Bjarnason, Katrín Lilja Jónsdóttir og Tómas Freyr Kristjánsson. Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Öryggismálin í lag Eitt skemmtilegasta verkefni ársins hér á Skessuhorni er að gefa út sérblað tileinkað sjómönnum. Aldrei fá starfsmenn blaðsins jafn gott tækifæri til að komast í návígi við fremstu atvinnugrein landsins. Greinina sem gert hefur Íslendinga að því sem þeir sannarlega eru. Staðreyndin er nefnilega sú að við eigum sjómennsku og útgerð mikið að þakka. Þjóðin hefði aldrei lifað af vosbúð, veður og ýmis áföll liðinna alda nema vegna þeirrar staðreyndar að menn gátu sótt björg í bú með útræði og sjósókn. Oft við erfiðari aðstæður en margir geta ímyndað sér. Fyrir það eigum við landkrabbar að þakka. Því er sjómannadagurinn miklu meiri hátíðisdagur í mínum augum en flestir aðrir hátíðis- og tyllidagar sem haldnir eru af minna tilefni. Í Sjómannadagsblaði okkar að þessu sinni er rætt við sjómenn sem hver á sinn hátt hefur stundað þessa atvinnu. Nokkrir eru á stórum togurum, aðrir á litlum trillum. Einnig er rætt við ýmsa sem tengjast sjósókn með öðrum hætti en að róa til fiskjar. Gísli í Grundarfirði nýtir til dæmis þekkingu sína af sjó til að fara með ferðamenn og sýna þeim náttúruna. Annar sveitungi hans býður upp á kajakferðir. Svo eru þeir sem nýta bakgrunnsþekkingu til að hanna nýjan búnað í nýtt fullkomið fiskiver, annar gerir við fiskileitar- og siglingatækin og áfram mætti telja. Við lestur þessara viðtala voru eitt eða tvö sem slógu mig meira en önnur. Reynslusaga Hadda Jóns frá Skaganum var til dæmis býsna skrautleg. Eða frásögn sjómanns úr Stykkishólmi sem fór út með veiðarfærunum og var hætt kominn í ísköldum sjónum skammt frá landi. Hann bjargast við illan leik en minningin situr í honum. Svo er annar sveitungi hans sem veikist al- varlega um borð í togara 240 sjómílur austan við landið fyrr í þessum mán- uði. Lunga féll saman. Í fyrstu var talið að hjartað væri að plaga hann, en það var þó útilokað í gegnum síma, en talið líklegast að svæsin lungnabólga væri að hrjá hann og honum gefin fúkka- og verkjalyf og sagt að leggjast í koju. Að lokum var beðið um að þyrla sækti manninn, enda var hann alvar- lega veikur. Það reyndist hins vegar ekki hægt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var biluð, þannig að ekki var hægt að fljúga til móts við skipið. Þegar farið er í svo langt flug þurfa alltaf tvær þyrlur að vera samferða til björgunar ef önnur bilar á leiðinni. Það liðu því fjórir sólarhringar frá því maðurinn veikist og þar til búið er að sigla með hann í land og koma undir læknis- hendur á gjörgæslu. Þetta vekur upp spurningar um raunverulegt öryggi sem íslensk stjórnvöld eru að veita sjómönnum á hafi úti og yfirleitt um for- gangsröðun. Vissulega hefur margt áunnist í öryggismálum sjómanna, en engu að síður þarf að gera betur í þessu. Mér skilst að meginreglan sé sú að ekki er náð í sjómenn á þyrlu Gæsl- unnar nema þeir séu í bráðri lífshættu. Slíkt hafi tíðkast lengi. Þetta þýðir að stöðugt er verið að taka sénsa á sjómönnum. Sjómaðurinn sem hér er vitnað til er blessunarlega á batavegi en hann sá ástæðu til að skreppa í bæj- arferð af sjúkrahúsinu og heimsækja ritstjórn Skessuhorns og tjá lesendum um reynslu sína. Hann er ekki sáttur. Segir ólíðandi að ekki sé hægt að bregðast við neyðartilfellum vegna þess að Gæslan fái ekki peninga til að manna þyrlurnar. „Okkur sjómönnum sárnar það sérstaklega vegna þess að við tókum þátt í söfnunum fyrir björgunarþyrlu á sínum tíma. Við stóðum í þeirri trú að við værum að safna þessum peningum til að auka öryggi okkar. En síðan er ekki til mannskapur til að nýta þau tæki sem þó eru til og sjó- menn eru ekki sóttir nema þeir séu taldir í bráðri lífshættu. Við værum bet- ur settir að snúa okkur á ökkla í Esjunni en að veikjast úti á sjó,“ sagði þessi sjómaður ómyrkur í máli. Ég tek undir með honum. Þessu verða stjórn- málamenn að kippa í liðinn. Ég gæti nefnt nokkrar ríkisstofnanir sem eru minna áríðandi en Gæslan. Ef ég væri spurður. Sjómenn! Til hamingju með daginn. Magnús Magnússon Leiðari Það var Sandarinn Þröstur Krist- ófersson sem í síðustu viku fékk fyrstu hleðsluna á bíl sinn úr nýrri hrað- hleðslu Orku náttúrunnar í Ólafs- vík. Hlaðan stendur við þjónustustöð Orkunnar og er fyrsta hlaða ON á Snæfellsnesi og fyrsta hraðhleðslan á Nesinu. Nú vinnur Orka náttúrunn- ar einnig í að koma upp hraðhleðslu- stöð nálægt Vegamótum. Þröstur býr á Hellissandi og sækir vinnu til Ólafsvíkur. Hann er nýbú- inn að fá sér tengiltvinnbíl og á von á því að geta nú ferðast til vinnu og frá á rafmagninu einu með öllum þeim sparnaði sem því fylgir, fyrir budd- una og umhverfið. Það eru um tíu kílómetrar á milli byggðakjarnanna. 1.200 rafbílar hafa nú verið ný- skráðir frá áramótum hér á landi. Hefur þeim fjölgað um meira en helming frá sama tímabili 2017. mm/ Ljósm. þa. Fyrsta hlaðan á Snæfellsnesi opnuð Viðstödd þegar Þröstur tók þessa 35. hlöðu Orku náttúrunnar í notkun voru þau Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaða ON, og Þórður Tryggvi Stefánsson, sem rekur Orkustöðina í Ólafsvík. Kajakróður er ört vaxandi áhuga- mál landsmanna og eru Vestlend- ingar þar engin undantekning. Hins vegar þó í kjölfar aukinn- ar ástundunar hefur slysum fjölg- að sem hæglega er hægt að koma í veg fyrir með einföldum varúð- arráðstöfunum. Björgunarfélag Akraness, slysavarnadeildin Líf og siglingafélagið Sigurfari hafa sett sér markmið að upplýsa fólk vel á næstu vikum um allt sem viðkemur öryggisatriðum við kajakróður og öryggi almennt í kringum sportið. Um næstu helgi verður heljarinnar æfing tileinkuð leit að kajakræður- um haldin á Akranesi. Í framhaldi af því mun siglingafélagið Sigur- fari bjóða upp á námskeið þar sem viðeigandi útbúnaður í vatnasporti verður sýndur og rétt vinnubrögð í notkun sjókajaka kennd. Almenn öryggisatriði Nauðsynlegt er fyrir kajakræð- ara að gera raunhæfa ferðaáætl- un hvort sem ferð er stutt eða löng hverju sinni og vera búinn að kanna veðurspá vel áður en haldið er af stað. Gott er að láta traustan aðila vita um ferðaáætlun og ennþá betra er að hafa góðan félaga með sér við hlið ef lent er í vandræð- um. Eins og hvert annað áhugamál er mikilvægt að vera vel upplýstur um búnað, öryggi og klæða sig við hæfi. Því miður hefur komið fyr- ir að óreyndir kajakræðarar falli í sjóinn ekki í þurrgalla eða vesti. glh Kajakróður sívaxandi áhugamál -afar nauðsynlegt að kynna sér öryggisatriði Margs er að gæta þegar farið er á sjó á kajak. Ljósm. úr safni Atvinnuveganefnd Alþingis vill end- urútreikna veiðigjöld miðað við versnandi afkomu greinarinnar og taka sérstakt tillit til lítilla og með- alstórra fyrirtækja. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndar- innar, segir versnandi afkomu koma verst niður á litlum fyrirtækjum. Frá þessu var greint á fréttavef RUV í gær. Núverandi lög um veiðigjöld renna út 31. ágúst næstkomandi og því þarf að brúa bilið fram að ára- mótum þar til ný lög eða nýtt frum- varp kemur fram sem gæti þá tekið gildi um áramót. Því hefur atvinnu- veganefnd verið að fjalla um end- urútreikning en veiðigjöldin hafi hækkað gríðarlega í fyrra og eru íþyngjandi sérstaklega fyrir smærri útgerðir. Lilja Rafney segir að afkoma greinarinnar hafi versnað mik- ið milli ára. „Það hefur sýnt sig til dæmis í skýrslu Deloitte sem við fengum góða kynningu á núna á þessum fundi atvinnuveganefndar og sérstaklega bitnar það á litlum og meðalstórum fyrirtækjum en afkoma allrar greinarinnar hefur versnað mjög mikið á milli ára en það verð- ur endurútreikningur og það mun koma í ljós hvernig útfærslan verð- ur í frumvarpinu en þar verður sér- tstaklega horft til lítilla og meðal- stórra fyrirtækja en líka að afkoma allrar greinarinnar hefur versnað og við horfum til jafnræðis í þeim efn- um,“ segir Lilja í samtali við RUV síðdegis í gær. Hún vill ekki fullyrða að veiðigjöld verði lækkuð en hún segir að þau verði endurútreiknuð til að brúa bilið til áramóta. mm Atvinnuveganefnd skoðar lækkun veiðigjalda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.