Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201810 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR X-2018 Kosið var til sveitarstjórna síðast- liðinn laugardag. Hér á Vesturlandi voru listakosningar í sex sveitarfé- lögum en í fimm var persónukjör, að Reykhólahreppi meðtöldum. Kjör- sókn var töluvert yfir landsmeðaltali í þessum ellefu sveitarfélögum, eða 78,72% að meðaltali. Mest var kjör- sókn í Skorradalshreppi eða 88,64% og í Stykkishólmi 88,48%. Minnst var hún hins vegar 68,75% í Reyk- hólahreppi og 69,1% á Akranesi. Í fjórum sveitarfélögum þar sem lista- kosning fór fram reyndist hreinn meirihluti verða til; þ.e. í Hvalfjarð- arsveit, Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi. Meirihlutamyndanir eru hafnar í Borgarbyggð og á Akra- nesi. Meirihluti féll á Akranesi Kjörsókn á Akranesi reyndist 69,1%. Á kjörskrá voru 5.183 og nýttu 3.583 atkvæðisréttinn. Niðurstaðan varð sú að Sjálfstæðisflokkur fékk fjóra menn í bæjarstjórn og 41,36% fylgi, en þess má geta að það er hæsta fylgi flokksins í sextíu ár. Í kosningunum árið 1958 hlaut flokkurinn 42,8%. Flokkurinn bætti því lítillega við sig fylgi frá síðustu kosningum en missti engu að síður einn mann, heldur fjórum. Samfylking hlaut þrjá menn, bætir við sig einum manni frá síð- ustu kosningum og hlaut 31,17% greiddra atkvæða. Framsókn með frjálsum bætti einnig við sig fylgi, hlaut 21,79% fylgi og tvo menn í stað eins fyrir fjórum árum. Mið- flokkurinn bauð nú fram á Akranesi, hlaut 5,67% fylgi sem nægði ekki til að fá mann í bæjarstjórn. Meiri- hluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæð- isflokks á Akranesi féll því í kosning- unum. Framsóknarflokkur og frjáls- ir og Samfylking hófu strax á sunnu- daginn óformlegar viðræður um myndun meirihluta og var ákveðið síðdegis á mánudag að hefja form- legar viðræður um myndun nýs meirihluta flokkanna. Vinna hófst þá við málefnavinnu, verkaskiptingu og annað sem fylgir meirihlutamyndun. Báðir flokkar hafa gefið það út að þeir óski eftir viðræðum við Sævar Frey Þráinsson um að gegna áfram starfi bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar á Akranesi á næsta kjörtímabili verða: Rakel Óskarsdót- tir, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, Einar Brandsson og Ólafur Adólfs- son frá D-lista. Elsa Lára Arnardót- tir og Ragnar Sæmundsson frá B- lista. Valgarður Lyngdal Jónsson, Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir og Bára Daðadóttir frá S-lista. Meirihlutinn féll í +Borgarbyggð Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar féll í kosningunum í Borg- arbyggð. Á kjörskrá voru 2.637 og greiddu 1.916 atkvæði. Kjörsókn var því 72,66%. Talsverðar breyting- ar urðu á fylgi þeirra fjögurra flokka sem buðu fram, en þetta var eina sveitarfélag landsins þar sem hinn gamli fjórflokkur var í boði. Fram- sóknarflokkurinn hlaut fjóra sveit- arstjórnarfulltrúa og 36,2% fylgi, bæta við sig manni frá síðustu kosn- ingum og um 9 prósentustigum í fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 26,2% og tvo menn í sveitarstjórn, tapar manni frá síðustu kosningum og um 8 prósentustigum fylgis síns. Þess má geta að Sjálfstæðisflokkn- um vantaði einungis 9 atkvæði til að fella fjórða mann Framsóknarflokks og var því ákveðið að telja að nýju í gær, þriðjudag til að fá úr því skorið. Endurtalning breytti engu um nið- urstöðu kosninganna. Vinstri græn fengu 23,15% fylgi og tvo menn í sveitarstjórn, bæta við sig manni og 7,6 prósentustigum í fylgi. Loks fékk Samfylking 14% fylgi og einn mann í sveitarstjórn, tapar einum manni og 6,8 prósentustigum af fylgi. Hlutfall auðra og ógildra seðla var hátt; auðir voru 128 og ógildir 13. Strax á þriðja tímanum aðfaranótt sunnudags var send fréttatilkynning þess efnis að Halldóra Lóa Þor- valdsdóttir oddviti VG í Borgarbyg- gð, Lilja Björg Ágústsdóttir oddvi- ti Sjálfstæðisflokksins og Magnús Smári Snorrason oddviti Samfylk- ingarinnar hafi þá um nóttina hand- salað samkomulag þess efnis að hef- ja viðræður um myndun meirihluta í Borgarbyggð. Viðræðurnar hófust strax daginn eftir. Ef viðræðurnar leiða til myndunar meirihluta hafa flokkarnir fimm menn af níu í sveit- arstjórn, en Framsóknarflokkur fjóra í minnihluta. Fulltrúar í sveitarstjórn Borgar- byggðar verða eftirtaldir á næs- ta kjörtímabili: Guðveig Anna Eyglóardóttir, Davíð Sigurðsson, Finnbogi Leifsson og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir frá B-lista. Lilja Björg Ágústsdóttir og Silja Eyrún Stein- grímsdóttir frá D-lista. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir frá V-lista. Magnús Smári Snorrason frá S-lista. Á listi sigurvegari í Hvalfjarðarsveit Í Hvalfjarðarsveit buðu þrír listar fram í kosningunum á laugardaginn. Fyrir fjórum árum var hins vegar viðhaft persónukjör. Fyrirfram vissu menn því lítið um hver niðurstaðan yrði. Greidd atkvæði voru 383 og var það 79,46% kjörsókn. Niðurstaðan varð sú að Á listi Áfram Hvalfjarðar- sveit hlaut hreinan meirihluta, fjóra menn í sveitarstjórn og 54,42% at- kvæða. Í listi Íbúalistans fékk tvo menn kjörna og 23,48% fylgi. H Listi Hvalfjarðarlistans hlaut 22,1% og einn mann. Í sveitarstjórn í Hvalfjarðarsveit verða næsta kjörtímabil: Daníel A Ottesen, Bára Tómasdóttir, Guðjón Jónasson og Björgvin Helgason frá Á-lista. Ragna Ívarsdóttir og Atli Viðar Halldórsson frá Í-lista. Brynja Þorbjörnsdóttir frá H-lista. Sjálfstæðisflokkur náði meirihluta í Grundarfirði Á kjörskrá í Grundarfjarðarbæ voru 626 og af þeim greiddu 481 atkvæði sem jafngildir 76,84% kjörsókn. Tveir listar voru í boði. Niðurstað- an varð sú að D listi Sjálfstæðisflokks endurheimtir nú meirihluta í bæjar- stjórn, fær fjóra bæjarfulltrúa af sjö og 56,16% fylgi. L listi Samstöðu bæjarmálafélags fékk 43,84% fylgi og þrjá bæjarfulltrúa. Fylgissveiflan reyndist 8,33%. Í bæjarstjórn Grundarfjarðar á næsta kjörtímabili verða: Jósef Ó Kjartansson, Heiður Björk Fossberg Óladóttir, Unnur Þóra Sigurðardót- tir og Rósa Guðmundsdóttir frá D- lista. Hinrik Konráðsson, Sævör Þorvarðardóttir og Garðar Svansson L-lista. H listi með hreinan meirihluta í Stykkishólmi Á kjörskrá í Stykkishólmi voru 833 og nýttu 737 atkvæðisrétt sinn, sem jafngildir 88,48% kjörsókn. Niður- staðan varð afgerandi sigur H lista framfarasinnaðra Hólmara sem hlaut 46,01% atkvæða, fjóra menn og því hreinan meirihluta í bæjar- stjórn. O listi Okkar Stykkishólmur hlaut 31,19% og tvo menn í bæjar- stjórn. L listi félagshyggjufólks hlaut 22,8% atkvæða og einn mann. Ann- an mann á L lista skortir einungis tvö atkvæði til að fella fjórða mann H lista og má því segja að ekki hafi getað orðið mikið naumara með úr- slit í Stykkishólmi. Í bæjarstjórn næsta kjörtímabil verða: Hrafnhildur Hallvarðsdót- tir, Gunnlaugur Smárason, Þóra Stefánsdóttir og Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir frá H-lista. Haukur Garðarsson og Erla Friðriksdóttir frá O-lista. Lárus Ástmar Hannes- son frá L-lista. Öruggur meirihluti Sjálfstæðisflokks í Snæfellsbæ Kjörsókn í Snæfellsbæ var 81,2%. Atkvæði greiddu 920, en á kjör- skrá voru 1.133. Þar voru tveir list- ar í kjöri; D listi Sjálfstæðisflokks og J listi Bæjarmálasamtaka Snæfells- bæjar. Niðurstaðan varð sú að D listi hlaut 59,4% og fjóra menn í bæjar- stjórn líkt og á síðasta kjörtímabili, en J listinn hlaut 40,6% og fær þrjá menn. Báðir listar bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum, en þá voru framboðin fleiri. Í bæjarstjórn næsta kjörtímabil verða: Björn Haraldur Hilmarsson, Júníana Björg Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir og Rögnvaldur Ólaf- sson frá D-lista. Svandís Jóna Sig- urðardóttir, Michael Gluszuk og Úrslit í kosningunum á Vesturlandi Sjálfstæðisfólk í Grundarfirði var að vonum ánægt með úrslitin. F.v. Jósef Ólafur Kjartansson, Unnur Þóra Sigurðardóttir, Heiður Björk Fossberg Óladóttir og Rósa Guðmundsdóttir. Ljósm. tfk. Það var kátt á hjalla hjá H-listafólki í Stykkishólmi þegar úrslitin voru ljós. Ljósm. sá. Frá kjörstað í Borgarnesi síðastliðinn laugardag. F.v. Björn Jóhannsson, Signý Jóhannesdóttir og Finnbogi Rögnvaldsson. Ljósm. Þórólfur Sveinsson. Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.