Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201816 Byrjað er að dreifa hinu árlega Ferðablaði Vesturlands, Travel West Iceland 2018-2019, en fyrstu eintökin runnu út úr prentsmiðj- unni síðastliðinn fimmtudag. Það er Skessuhorn ehf. sem gefur blað- ið út en að þessu sinni í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands. Blaðið er jafn stórt og á síðasta ári, 116 síður í brotinu A5 og ríku- lega myndskreytt. Það er skrifað á ensku og íslensku og hugsað sem gagnleg kynning og leiðarvísir fyr- ir ferðafólk um landshlutann. Blaðinu verður á næstu dögum dreift til upplýsingamiðstöðva á Vesturlandi, á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Starfsfólk ferða- þjónustufyrirtækja getur nálgast eintök til að láta liggja frammi hjá sér, hjá Markaðsstofu Vesturlands í Hyrnutorgi í Borgarnesi eða hjá útgefanda á Kirkjubraut 56 á Akra- nesi. mm Ferðablaðið Travel West Iceland komið út Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga, UDN, átti aldarafmæli síðastliðinn fimmtu- dag, 24. maí. Stefnt er að því að af- mælinu verði fagnað í sumar, að því er kemur fram á vef sambandsins. Sambandið á rætur sínar að rekja til Hjeraðssambands Dalamanna sem stofnað var 24. maí 1918 af félög- unum: Umf. Ólafi Pá, Unni Djúp- úðgu, Umf. Dögun og Umf. Stjörn- unni. Árið 1926 var nafni sambands- ins breytt í Ungmennasamband Dalamanna og árið 1971 fékk sam- bandið núverandi nafn þegar Ung- mennasamband Norður-Breiðfirð- inga gekk inn í það. Núverandi að- ildarfélög UDN eru Umf. Æsk- an, Umf. Ólafur Pá, Umf. Dög- un, Umf. Stjarnan, Umf. Aftureld- ing, Hestamannafélagið Glaður og Glímufélag Dalamanna. arg UDN fagnar aldarafmæli Flottar Dalastelpur í Glímufélagi Dala- manna á Íslandsmeistaramóti 15 ára og yngri síðasta haust. Ljósm. UDN. Svipmynd frá 90 ára afmæli UDN. Ljósm. úr safni. Hvítur stelkur hefur undanfarna viku haldið sig í holtunum fyrir ofan Enn- isbraut í Ólafsvík. Hefur hann ver- ið á vappi þar ásamt öðrum stelk, en það var Anton Gísli Ingólfsson íbúi við Ennisbraut 37 sem benti ljós- myndara á fuglinn. Haft var sam- band við Guðmund A. Guðmunds- son hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og staðfesti hann að um stelk væri að ræða. Minnti Guðmundi að sést hefði til hvíts stelks á svæðinu fyrir tveimur til þremur árum. Ekki væri þó endilega um sama fugl að ræða en skyldleiki gæti verið milli þeirra. Hvítir stelkir eru ekki algengir og sjást raunar mjög sjaldan. En stelk- ir eru venjulega grábrúnflikróttir að ofan og ljósari að neðan og minnst flikróttir á kviði. Hvítur gumpur og vængbelti eru áberandi á flugi og er stélið þverrákótt. Stelkur er grárri að ofan og jafnlitari á veturna. Ungfugl- ar eru brúnleitir að ofan með gula fætur. Ekki sást hreiður í nágrenn- inu en líklegt er að stelkur þessi eigi hreiður nálægt þar sem stelkir gera sér hreiður í graslendi, mýrum og oft í óræktarlandi í þéttbýli, í tún- jörðum eða við sveitabæi. Stelkur- inn er einnig áberandi á varpstöðum sínum og tyllir sér gjarnan á staura með stél- og höfuðrykkjum og hefur hátt ef honum finnst utanaðkomandi nálgast hreiður hans eða unga um of. Virtust stelkirnir sprækir þó veðrið undanfarið hafi ekki verið upp á það besta. þa Hvítur stelkur í Ólafsvík Rósa Björk Árnadóttir ætlar að halda sjálfstyrkingarnámskeið fyr- ir stelpur á aldrinum 10-12 ára á Akranesi helgina 9.-10. júní. Á námskeiðinu mun hún kenna stelp- um öndunar-, jóga- og hugleiðslu- æfingar sem geta jafnvel nýst þeim gegn kvíða og streitu. Námskeið- ið er ætlað til að fá stelpur til að skilja mikilvægi þess að elska sig og bera jafn mikla virðingu fyrir sjálfum sér og öðru fólki jafnt og umhverfinu. „Ég vil hjálpa þessum stelpum að byggja upp sjálfstraust og kenna þeim að leiða hjá sér nei- kvæðni frá öðrum og neikvæðni þeirra í eigin garð. Á námskeiðinu verður heildrænt farið í hvernig er hægt að bera ábyrgð á heilsu sinni og líðan. Farið verður yfir mikil- vægi þess að borða rétt og unn- ið með hugarfar og líkamsvitund. Stelpurnar kynnast jóga og áhrif- um þess. Þetta er í raun einfalt, ég ætla að tala við stelpurnar um allt sem ég hefði viljað vita þegar ég var á þeirra aldri. Því miður byrja stelpur oft að vera óöruggar með sjálfa sig á þessum aldri og byrja að hugsa neikvætt um sjálfa sig, t.d. varðandi útlit. Þetta eru skaðleg- ar hugsanir sem geta valdið mik- illi vanlíðan. Ég vil hjálpa þessum stelpum að skilja að þessir hlutir skipta ekki máli og hjálpa þeim að elska sig sjálfar,“ segir Rósa Björk. Mikið gæfuspor að flytja á Akranes Rósa Björk er menntaður heilsu- markþjálfi frá Bandaríkjunum, Sat Nam Rassaya hugleiðslu- heilari, talnaspekingur og hálfn- uð með OPJ orkupunktajöfnuð. „Ég er einnig lærður krakka jóga- kennari bæði hjá Childplay Yoga og einnig hjá Little Flower Yoga. Núna stunda ég jógakennaranám í Kundalini jóga. Ég hef einnig setið mörg minni námskeið í tengslum við jóga, heilsu og vellíðan,“ segir Rósa Björk. Hún flutti til Akraness frá Reykja- vík árið 2015 ásamt Ívani Þór syni sínum og segir hún það hafa ver- ið mikið gæfuspor. Hún á langa áfallasögu en allt frá því Rósa Björk var barn hafa áföll dunið yfir hana. Í kjölfarið hafði hún þróað með sér félagsfælni og kvíða. Í lok árs 2015 ákvað hún að reyna að vinna í and- legri heilsu sinni og komst hún að í endurhæfingu HVER á Akranesi. „Það varð umbreyting í lífi mínu árið 2015 sem leiddi til mikillar vakningar. Ég stunda daglega hug- leiðslu og árið 2016 fann ég ham- ingjuna í fyrsta sinn. Ég finn það sterkt í hjarta mér að ég vil deila til barna og að þau læri hversu fal- legt lífið er. Þroski manneskjunnar er það sem á huga minn allan og vil ég svo sannarlega deila því til ungra stúlkna að þær eru dýrmætar og fallegar og eiga það besta skilið. Ég á VIRK endurhæfingu, HVER og samfélaginu á Akranesi mikið að þakka. Ég hef orðið fyrir mik- illi hugarfarsbreytingu og fólkið og starfsemin hjá Hver hefur gef- ið mér alveg nýtt líf,“ segir hún og heldur áfram. „Ég vildi þakka fyr- ir mig og gera eitthvað fyrir sam- félagið á Akranesi áður en ég flyt héðan í júní og ákvað ég því að halda þetta námskeið.“ Upplýsingar um námskeiðið má finna á Facebook viðburðinum „Leiðin að kjarnanum“ og einnig er bægt að hafa samband við Rósu Björk varðandi námskeiðið á net- fangið heilsaoghugur@gmail.com. arg Vill styrkja sjálfsmynd ungra stúlkna Rósa Björk stundar hugleiðslu daglega. Rósa Björk ætlar að halda sjálf- styrkingarnámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 10-12 ára. Rósa Björk Árnadóttir segir það hafa verið mikið gæfuspor að flytja til Akraness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.