Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201830 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Stema kerrurCompair loftpressur Breitt úrval atvinnutækja Gæðavörur fyrir sjávarútveginn Breitt úrval atvinnutækja FPT bátavélar BT Marine skrúfur Doosan báta- og skipavélar Við græjum það Til sjós eða lands Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is - sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI Ásafl selur BT Marine bátaskrúfur á Íslandi Gísli Ólafsson stendur á bak við hvalaskoðunarfyrirtækið Láki To- urs á Grundafirði. Hann hefur lengi verið tengdur sjónum, þrátt fyrir að vera menntaður búfræðingur. „Ég er menntaður búfræðingur á Hól- um en maður hefur verið í hinu og þessu í gegnum tíðina,“ segir hann hratt og á virkilega við að hann hafi verið í hinu og þessu. Gísli virðist hafa verið með fingurna í öllu, hvort sem það er grásleppuveiði að vori eða hótelrekstur. Sjórinn hefur þó nær alltaf haft tak á honum og at- vinnutækifæri tengd sjónum virðast endurtekið dúkka upp hjá honum. Einn bátur varð að fiskverkun „Ég var alltaf í hinu og þessu, til dæmis fiskverkun og byggingar- vinnu,“ segir Gísli en dregur þó töluvert úr þegar hann talar um fisk- verkunina. Hann rak, ásamt föð- ur sínum og bræðrum saltfiskverk- un í Grundarfirði í tuttugu ár, eða allt til ársins 2006. „Þetta byrjaði allt með því að ég keypti bát ásamt föður mínum í einhverju bríaríi. Við fórum á grásleppu og höfðum ekki hugmynd um hvað við vorum að gera, en veiddum bara nokkuð vel.“ Þeir feðgar slógu því til og keyptu enn stærri bát, um átta metra lang- an. „Fyrsti báturinn sem við keypt- um hét Láki þegar við keyptum hann og ég hef síðan þá alltaf átt bát sem heitir Láki,“ segir Gísli og grín- ast með að það hjóti að vera Lukku- Láki. Útgerð þeirra feðga stækkaði enn frekar og bróðir Gísla, Kristinn, gengur inn í útgerðina og áður en þeir vissu af var komin á laggirnar útgerð sem verkaði saltfisk. Þriðji bróðirinn, Skarphéðinn, kom þá líka að útgerðinni. Skarphéðinn sér í dag um reksturinn á Láki Tours með Gísla. Saltfiskverkunin gekk í um tutt- ugu ár. „Þegar mest var vorum við að kaupa af fiskmarkaði og verka saltfisk fyrir Spán og Portúgal og vorum með tvo þrjá báta, trillur og smábáta. Þá keyptum við líka fullt af fiski af öðrum bátum líka.“ Þeir hafi þó gefist upp árið 2006 þegar kvóta- leigan var orðin of há. „Þá ákváðum við að hætta í útgerðinni og seldum allt nema einn bát.“ Hótelrekstur og ferðamannaútgerð Gísli tók sér stutt frí frá sjónum í nokkur ár. „Við héldum eftir ein- um báti og fórum á grásleppu, aðal- lega bróðir minn samt.“ Gísli sat þó ekki auðum höndum á meðan bróð- ir hans stundaði sjóinn. Hann keypti hótel í Grundarfirði og gerði það upp og rak í tíu ár. „Ég seldi það fyr- ir tveimur árum,“ segir hann og fer hratt yfir sögu. Á meðan hann rak hótelið hafði hann, ásamt Skarp- héðni bróður sínum, keypt gaml- an trébát frá Akranesi. „Hann hafði sokkið í höfninni, hét áður Skátinn Ferðamenn vilja komast á sjóinn Láki Tours hvalaskoðunarfyrirtækið fer með fjölda ferðamanna í hvalaskoðun á ári hverju Gísli Ólafsson hefur reynt fyrir sér í ótalmörgu í gegnum ævina. Nýjasta tilraunin er að reka hvalaskoðunarfyrirtækið Láki Tours frá Grundarfirði, Ólafsvík og Hólmavík. Hann segir að reynslan frá sjómennsu nýtist vel í hvalaskoðuninni. Ljósm. klj. Breiðafjörðurinn er gjöfull, einnig til náttúruskoðunar. Ljósm. úr safni/tfk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.